Íslendingur


Íslendingur - 11.10.1957, Blaðsíða 5

Íslendingur - 11.10.1957, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. október 1957 ÍSLENDIN GU R 5 Lístin að verða gamall Eftir Martin Gumpert, lækni og rithöfund Það eru miklar iíkur til þess að þér getið náð háum aldri. Framfarir í læknavísindum eru stórstígar, og ævi manna lengist þess vegna. Samkvæmt ábyggilegum heim- ildum eru líkurnar á þessa leið. Ef þér eruð nú þrítugur getið þér átt von á að verða sjötíu og þriggja ára. Ef þér eruð fertug- ur megið þér vænta þess að verða sjötíu og fjögurra ára. Ef þér er- uð nú fimmtugur munduð þér geta orðið sjötíu og fimm ára. Það virðist svo sem lengd æv- innar fari oft eftir því, hve miklu sálarþreki menn eru gæddir. Þessi lífskraftur eða sálarþrek er ekki bundið við heilbrigði lík- amans. Engan mann hefi ég hitt, sem gæddur hefir verið eins miklum lífskrafti og franski stjórnmála- maðurinn Edouard Herriot. Fram á níræðisaldur var hann borgarstjóri í Lyon, forseti franska þingsins og formaður stjórnmálaflokks síns. Hann samdi merka sjálfsævisögu, og reit bók um myndhöggvarann Robin. Margir rosknir menn, sem eftir „útreikningi" læknanna, ættu að vera dánir fyrir löngu, eru enn á lííi, og líður vel. Allt virðist benda til þess, að til sé einhver leyndardómsfullur innri kraftur eða orka, sem lengir líf manna að miklum mun. Við höfum séð manneskjur, sem blátt áfram lifa lengur en vænta mætti, einungis af því að þær vilja ekki deyja. Það er viljakraftur þeirra, sem bjargar þeim írá dauða. Það er mikils virði að hafa á- nægju af lífinu. Getið. þér glaðst af litlu? T. d. því að borða, tala við menn og ganga úti? Ef þér getið glatt yður af smámunum munuð þér, að líkindum, lifa leng ur cn ella. Ef þér aftur á móti þjáist af leiðindum, Iiafið þér tekið hina verstu veiki, sem hugs- ast getur. Leiðindin valda hrörn- un og lama viljann til þess að lifa vel og lengi. Ef við eigum að geta varizt á- rásum ellinnar, verðum við að þroska tilfinningalífið. Þau ár, sem ég hef verið læknir, liefi ég hitt fjölda fólks, sem hefir ákveð- ið að lengja æfi sína með því að vinna markvisst að því að eignast ný áhugamál og auðga anda sinn. Eg ber hér fram nokkrar spurningar. Af þeim svörum, sem eiga við yður, getið þér gengið úr skugga um, hvernig ástand yðar er, eða viðhorf til lífsins. ReyniS þér sífellt að fjölga á- hugamálum yðar og auðga and- ann? Sextíu og fimm ára gömul kennslukona í spænsku, sem hætt liafði kennslu vegna aldurstak- marks við kennslustörf, óttaðist að nú væri lífinu lokið. Þ. e. a. s. að lífið liefði ekki framar neitt að bjóða, sem hún gæti haft á- nægju af. Læknir kennslukonunn- ar ráðlagði henni að ferðast til Spánar, vegna þess hve loftslagið væri heilnæmt í því landi. Er til Spánar kom, sá kennslu- konan fjölda staða, sem hún hafði lesið um og heyrt sagt frá. Nú gat hún í fyrsta skipti á æf- inni talað við hreinræktaða Spán verja. Arið eftir fór hún aftur til Spánar fyrir peninga, sem hún hafði inn unnið sér með tíma- kennslu í spænsku. I dag vinnur hún í ferðaskrifstofu, sem undir- býr ferðalög til Spánar. Kennslu- konan er mjög hamingjusöm. Það hafa ekki allir tækifæri til þess að ferðast til útlanda. En öll getum við — löngu áður en við verðum gömul — farið að undir- búa okkur undir elliárin. Við get- um nú þegar farið að gleðjast yfir þeim áhugamáluin, sem við á efri árum munum leggja rækt við. I ellinni fær fólk tíma til þess að sinna nýjum áhugamáb um, og þroska hæfileika, er orðið hafa út undan fyrr á æfinni. Það er þroskandi að sökkva sér niður í ný umhugsunarefni. Iiinn mikli náttúrufræðingur, Luther Bur- bank, sagði eitt sinn, að hann hefði ekki getað gengið fram hjá handverksmanni, sem verið hefði að vinna með nýju verkfæri, án þess að nema staðar og spyrja: „Hvaða tól er þetta? Hvernig er að vinna með því?“ „Ég er sjötíu og sjö ára,“ sagði hann við vin sinn, „og ég er eins fróðleiksgj arn og þegar ég var átta ára.“ Hafið þér áhuga fyrir því að verða gamall? Að eldast lýsir sér hjá fjölda manns á þann hátt, að þeir gera ýmislegt í síðasta sinn, og færri og færri liluti í fyrsta skipti. Hag- ið lífi yðar þveröfugt við þessa stefnu. Það mun verða bezta meðal gegn ellinni. Kona fékk þetta hól hjá ung- um vini sínum: „Ég vildi óska, að ég gæti orð- ið gamall á eins fagran liátt og þú.“ Hún svaraði á þessa leið og brosti: „Fólk þarf ekki að verða gamalt. Þegar menn álíta sig gamla, sigrar ellin þá. Fyrr ekki.“ Þegar kvenlæknirinn, Lillian Martin, prófessor við Stanford háskóla varð að hætta vegna ald- urs, stofnaði hún fyrstu heilsu- verndarstöð fyrir barnasálfræði í USA, og kom á fót elliheimili í San Francisco. Sjötíu og fimm ára gömul lærði hún frönsku og vélritun. Áttatíu og níu ára rak hún búskap á 50 tunna landar- eign og liafði fjóra starfsmenn, karla og konur, er allir voru orðnir sextugir. Þessi kona varð svona langlíf vegna þess, að hún gaf sig alllaf að nýjum og nýjum verkefnum. liafið þér haldið hœfileikanurn til þess að þykja vœnt um aðra? Kærleikurinn er sterkt afl í lífi manna. Þeir, sem elska og eru elskaðir lifa lengur en hinir, sem ástvana eru. Maður nokkur sem orðinn var aldraður missti konu sína. Varð honum mikið um konumissinn, og gat ekki tekið aítur gleði sína. Að lokum tókst börnum manns- ins að fá hann til þess að taka þátt í hátíðahöldum, er haldin voru í tilefni þess að hann og bekkjarsystkinin í gamla skólan- um þeirra áttu fimmlíu ára stúd- entsafmælí. í hófinu hitti ekkju- maðurinn bekkjarsystur sína, sem hann liafði verið hrifinn af, er þau voru í skóla. Hún var orð- in ekkja. Skömmu síðar giftust þau. í dag er maður þessi áttræður, og horfir glöðum augum á tilveruna. Hann væntir þess að eiga eftir mörg hamingjurík ár ólifuð við hlið konu sinnar. Auðvitað eru til fleiri tegund- ir ástar en ást milli karls og konu. Kærleikurinn til náungans getur gert sama gagn. Fyrrverandi vélfræðingur var dag nokkurn að dútla á tóm- stundaverkstæði sínu, sem var í kjallara hússins. Vélfræðingurinn kom auga á dreng, sem horfði með áhuga á hann inn um glugg- ann. Maðurinn bauð drengnum að koma inn á verkstæðið, fékk hon- um spýtu, sem var lílils virði, og sagði að hann mætti hefla hana. Daginn eftir kom drengurinn aflur og haíði tvo félaga með sér. í dag er gamli vélfræðingurinn „leikfrændi“ tuttugu drengja. Hann kennir þeim að hefla, saga, negla og smíða smáhluli. Sá maður, sem hefir áhuga fyrir líðan annarra, verður ekki einmana. Því fyrr, sem menn til- einka sér þann hæfileika, því betur eru menn viðbúnir ellinni. Látið þér tilfinningarnar hlaupa með yður í gönur? Það er hættulegt fyrir heilsuna að láta reiðina fá yfirhönd yfir sér. Frá heilsufræðilegu sjónar- miði ráðlegg ég yður að forðast rifrildi og sterkar geðshræringar. Fyrir átta árum fékk læknir nokkur alvarlega heilablæðingu. Á meðan hann lá fyrir dauðan- um, varð honum ljóst, hver væru hin sönnu verðmæti lífsins, og hvað væri smámunir. I dag er hann mjög rólegur. Hann lætur það ekki á sig fá, þótt honum sé ekki þökkuð störf, þau er hann vinnur að verðleik- um. „Það tekur því ekki að verða gramur þess vegna,“ segir hann og brosir. Viðhorf hans til lífsins hefir breylzt og hann náð meira jafnvægi en áður. Eflaust verður læknirinn langlífari vegna þessar- ar hugarfarsbreytingar. Hafið þér miklar áhyggjur? Tveir af kvensjúklingum mín- um búa við mjög ámóta fjárhags- örðugleika. Önnur konan sníður sér stakk eftir vexti, lætur hverj- um degi nægja sína þjáningu, og er hamingjusöm. Ilin konan álítur fjárhagsörð- ugleikana óyfirstíganlega og hef- ir sífelldar áhyggjur. Sumt fólk venur sig á áhyggj- ur og gerir sig óhamingjusamt. Áhyggjur veikla menn og þeim þarf að halda í skefjum. Gengur yður vel að eignasl vini? Þegar menn eldast fækkar vin- unum. Þeir falla frá, fleiri eða færri, og nýja vini þurfa menn að eignast. En til þess að eignast nýja vini verða menn að láta eitthvað af hendi rakna. Ekki er það nauðsynlegt að gefa peninga í þessu skyni. Með því að verða öðrum til gagns eða gleði, eignast fólk vini. Roskin kona, sem kennir sér yngri konum að spila betur bridge, gefur góð ráð til þess að rósirnar í garðinum þrífist betur, eða kann listina að hlusta — þarf ekki að kvíða því, að hún verði án vina. Það eru miklar líkur til þess, að þér getið kennt öðrum eitt- hvað. Ef jjér eruð sérfræðingur á einhverju sviði — þótt smávægi- legt sé — mun yður hvergi of- aukið. Fulltrúi hjá fyrirtæki nokkru var kominn á eftirlaun. Honum þótt sér alls staðar ofaukið, þar til einn af liinum gömlu vinum lians, sem var kaupsýslumaður, bað hann að gefa starfsfólkinu, er vann við fyrirtækið, góð ráð til joess að salan gæti aukist. Roskna fulltrúanum tókst þetta svo vel, að ýmsir kaupsýslumenn báðu hann sömu bónar. Ilann eignaðist marga unga vini í sam- bandi við leiðbeiningarstarf sitt. Líf hans varð skemmtilegt og til- breytingaríkt. Eruð þér tráhneigður? Allir sálnahirðar eru sammála um, að erfitt sé fyrir gamla menn að gerast „trúaðir“, ef jieir hafa ekki verið trúhneigðir á yngri árum. Lífið verður léttara, ef menn trúa því, að liægt sé að fá hjálp af hæðum. Bóndakona sagði: „Ég býst ekki við því, að mér verði hlíft við öllum sorgum og erfiðleikum, þótt ég trúi á guð. Þess get ég ekki krafist.“ „Hvers væntirðu þá?“ var sagt við konuna. „Ég vænti þess, að guð gefi mér mátt til þess að þola alla erf- iðleika, sem fyrir mig kunna að koma,“ svaraði hún. Sá maður, sem trúir á guð alla ævi, mun að líkindum treysta meðbræðrum sínum, og sjálfum sér. Að treysta sjálfum sér gerir menn rólega, og eykur þrótt jieirra til þess að bera sorgir og andstreymi. Sjálfstraustið hjálpar mönnum einnig til þess að ná þeirn mark- miðum, sem þeir hafa sett sér. Ef sólarhringurinn lengdist skyndilega í þrjátíu og sex klukkuslundir, mundu flestir þeirra, sem ekki fá lokið Jieim störfum, er þeir vilja leysa af hendi á núverandi sólarhring, Þankabrot... Framhald af 4. síðu. endingu auffs valdi meiru um eigna missi viðtakanda en erfðagallar, og dregur har að því, að stóreigna- skattur, sem mylur þær niður í hjargálnir aðeins eða jafnvel hús- gang nema kappsamlega séu hirt- ar og auknar, kunni að reynast uppeldismeðal, livatning á þá til starfs og liirðu, sem annars hefðu freistingu til að halda þeim hlyti að nægja fenginn auður til eilífrar næringar og hennar jafnvel svo mjúkrar að niður rynni ótuggin.“ MÉR FINNST þessi fæð'a greinar- höfundar heldur illa tuggin og kysi smjör við til að mýkja liana, svo að liún rynni niður og stæði ekki í manni.“ SÖNGVASVANURINN Steíán Guð- mundsson, sem höfðinglyndir listunn- cndur uppgötvuðu í tæka tíð og sendu til söngnáms í Ítalíu, hefir nú nokkur undanfarin kvöld skemmt höfuðstaðar- húum í óperunni Tosca í Þjóðleikhús- inu. Söng hann hlutverk sitt síðast á fimmtugsafmælinu. Ekki var þeirri á- gætu athöfn útvarpað, en vonandi hef- ir hún verið tekin á segulband og verður flutt útvarpshlustendum við fyrsta tækifæri. ÞAÐ ER SKOÐUN MÍN, að Þjóð- leikhúsinu beri að taka upp öll við- fangsefni og flytja hlustendum urn út- varpið, þegar hætt er að sýna þau eða flytja í leikhúsinu. Það er aldrei nema um helmingur þjóðarinnar, sem nýtur þeirra eða hefir lientugleika á að njóta þeirra í lmsinu sjálfu. Hins veg- ar hefir öll þjóðin byggt leikhúsið og á því siðferðilega kröfu til að fá reyk- inn af réttunum heldur en ekki, þ. e. heyra flutning efnisins í útvarpi. Flutningur hinna meðfærilegri leik- rita úti um land er beztu gjalda verð- ur og vonandi heldur leikhúsið þar á- fram, sem byrjað var. Heima er bezt, júlí—ágúst hefti flytur þétta efni: Hannes á Núpstað, eftir Helga Valtýsson, Fyrsta veiðiförin, e. Árna Árnason, Fermingardreng- ur fer í verið, e. Guðjón Jónsson, Sumargeslur í baðherbergi, e. Std. Steindórsson, Úr sumarferða- lagi, e. Bergsvein Skúlason, Skjótt dregur ský fyrir sólu, e. Emelíu Biering, Landabréfið, e. Std. Steindórsson og Þættir úr Vesturveri, e. sama, Gamlir kunn- ingjar (o. fh), e. Jóh. Ásgeirs- son, Frá Látrabjargi, e. Þórð Jónsson, Skákþátt, heilabrot, tvær framhaldssögur o. fl. Forsíðu- myndin er af Hannesi á Núpstað, jtjóðkunnum pósti og vatnagarpi. geta unnið þau á ltinum tólf við- bótarklukkuslundum. Ævi manna hefir lengst að miklum mun hina síðustu ára- lugi. Undir þessi viðhótarár eiga menn að búa sig vel — svo ellin verði Jteim ánægjuleg og andlega þroskandi. En það eitt gefur líf- inu gildi. Jóh. Scheving þýddi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.