Íslendingur


Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 5
MiSvikudaginn 15. janúar 1947 ISLENDINGUR 5 endingar verða að sameinast um komnmnista Þegar Sj álístæÖisflokknum tókst að fá kommúnista til ábyrgrar stjórn arsamvinnu haustiS 1944, þóttu þaS mikil tíðindi. Var það aS vonum, því aS til þessa hafSi reynzt ógerlegt aS fá þá til samstarfs um úrlausn á vaiidamálum þjóSfélagsins, þótt for- maSur Framsóknarflokksins væri þá búinn að ganga á eftir þeirn með grasið í skónum í marga mánuði. SjálfstæSisflokkurinn hefir aldrei haft mikla trú á vilja kommúnista til umbóta á ríkjandi JrjóSskipulagi, en taldi í Jretta sinn nokkrar líkur til þess, að Jreir myndu af einlægni vinna að framkvæmd stj órnarstefnu, er miðaði að því að tryggja lífsaf- komu íslenzkrar aljrýðu, sem Jieir höfðu svo mjög þólzt bera fyrir lirjósti. SjálfstæSismenn voru einnig sannfærðir um JiaS. að ef með ])ess- ari stjórnarsamvinnu tækist að skapa öllum landsmönnum góð kjör, myndi um leið vera kippl burtu grundvell- inum undan upplausnar- og bylting- arstefnu kommúnista. Ef hinsvegar kommúnistar hlypu undan merkjum, væri fengin sönnun fyrir ])ví, að Jíjónkun við hinn al])jóðlega komm- únisma væri þeim meira virði en hagsmunir íslenzkrar alþýSu. HiS vaxandi fylgi kommúnista sýndi einn ig, að ]>j óðin myndi verða að reka sig á til þess að sjá gegnum blekk- ingavefinn og skynja fil hlýtar hið rétta eðli kommúnista. Kommúnistar bregðast verkalýðnum FYRST í stað virlust kommúnist- ar ganga með nokkurri alvöru og einlægni að skyldustörfum sínum, en í byrjun ársins 1946 tóku að sjást merki þess, að þeir væru farnir að þreytast á ábyrgSinni. Var sýnilegt, að þeir hygSust .við fyrsta tækifæri lilaupast undan merkjum, einkum er ljóst varð, að ýms erfið vandamál krefðust úrlausnar ríkisstj órnarinn- ar. ViS afgreiðslu Alþingis á inritöku beiðni íslands í SameinuSu JrjóSirn- ar sviku þeir algerlega s'amkomulag, sem orðið hafði innan ríkisstjórnar- innar. Samningurinn við Bandaríkin um brottflulning hersins af íslandi og leigu á Keflavíkurflugvellinum varð útgöngusálmur kommúnista úr rík- isstjórninni. Skal sú saga ekki rak- in hér, en í sambandi við afgreiðslu J)ess máls gægðist úlfurinn óþægi- lega undan sauðargærunni, sem konnnúnistar höfðu haft yfir sér und anfarín ár. ÞaS munu sennilega vera fáir ís- lendingar, nema konnnúnistar sjálf- ir, sem trúa því, að afstaða þeirra í flugvallarmálinu hafi stafað af sér- stakri umhyggju fyrir sjálfstæði ís- lands og ást þeirra á ættjörðinni hafi verið meiri en annarra íslendinga. Flokksleg afstaða kommúnista í þessu Framsóknarflokkurinn hefir meö hinu furðulega bak- tjaldamakki Hermannsiiðsins við kommúnista átt mesta sök á því, að ekki hetir fyrir löngu tekizt stjórnarsam- starf milli lýðræðistlokkanna. „íslendingur" hefir ekki skýrt nema að litBu leyti frá samningaumleitunum þeim, sem fram hafa farið milli stjórnmálaflokkanna undanfarna mánuði, en vegna ýmiskonar dylgja Framsóknarblaðanna og kommúnista um þessa samninga og þátt Sjálfstæðis- flokksins í þeim, þykir blaðinu rétt að gefa hér í stórum dráttum lauslegt yfirlit yfir þessar samningaumleitanir. Væri sannarléga fremur ástæða fyrir Framsóknarblöðin að reyna að skýra fyrir flokksmönnum sínum hinn furðulega hringlandahátt flokks- formannsins og fylgismanna hans heldur en vera með hrakyrði í garð Sjálfstæðis- flokksins. máli mun liafa stafað af tveimur á- stæöum: 1) Fjandskap til Bandafíkj■ anna og óafvitandi eða vísvitandi löngun til þess að þókndst hinum al- þjóðlega kommúnisma, og 2) Nauð- syn þess að jú einhverja ústœðu til þess að losna úr ríkisstjórninni, ejt- ir að þeim var orðið Ijóst, að undir forustu Sjálfstœðisflokksins var þeim ókleift að koma frain kommúnistislc- um áhugamálum sínum. Störf tólf manna nefndar- innar ÓLAFUR THORS baðst lausnar fyrir allt ráðuneytið, þegar eflir brott hlaup kommúnista. Sjálfstæðisflokk- urinn laldi sig reiðubúinn til áfram- haldandi stjórnar með AlþýSuflokkn um, en'hann treysti sér ekki til slíkr- ar samvinnu, að svo stöddu að minnsta kosti. Forseti íslands óskaSi Jaess, aS Ólafur Tliors reyndi að mynda nýja ríkisstjórn, en Ólafur taldi rétt að reynt yrði á ný að ná samstarfi milli allra flokka meS hliÖsjón af því, sem á undan var gengið, og margháttaðra vandamála framund- an. Var þessi afstaða í nánu sam- ræmi við þá meginstefnu, sem Sjálf- stæöisflokkurinn hcfir ætíð fylgt að reyna aS skapa sem víðlækasla sam- vinnu milli allra stétta Jtj óöfélags- ins. Störf tólf manna nefndarinnar báru engan árangur, enda fljóllega Ijóst, að kommúnistar og flestir ( Framsðknarþingmenn höfSu engan áhuga á fjögurra flokka stjórn. Sjálf stæðisflokkurinn og meginhluti Al- ])ýðuflokksins taldi hinsvegar slíka stjórnarmyndun æskilega. Sömu skoðunar munu ýmsir hinna gætn- ari Framsóknarmanna hafa verið. Furðulegt baktjaldamakk Hermánnsliðsins FRAMSÓKNARBLÖÐIN ‘ hafa öSru liverju veriS að tönglast á því, að tólf manna nefndin hafi veriö ,,skálkaskjól“ Ólafs Thors til frekari samningatilrauna við kommúnista bak viö tjöldin. Flestum mun nú vera ljóst, liversu fáránleg þessi á- sökun er, þegar þess er gætt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir undan- farin ár ætíð barizt fyrir samstjórn allra flokka. Hinsvegar hafa FramsóknarblöSin vandlega haldið því leyndu, að ineð- an tólf manna nefndin var að störf- um, sal Hermann á slöðugu samn- ingamakki við kommúnista um mynd un „vinslri“ stjórnar undir jorsœti lians. Nú skyldi hann sýna, hversu snjall flokksforingi hann væri. Var þeini samningaumleitunum svo langt komið, að kommúnistar höfðu sætt sig við það, að Hermann yrði for- sœlisráðherra í liinni nýju stjórn. — Öll fyrri ummæli kommúnista um hið sótsvarta Framsóknaraftur- hald, og öll gífuryrði Framsóknar- manna urn það, hversu glæpsamlegt það væri að vera í samvinnu við kómmúnista, voru gleymd og grafin. Væri sannarlega fróðlegt aS vita, hvort Hermann hefir alveg gleymt hinu margumtalaða „dýrtíðarvanda- máli“, sem enginn á að vilja leysa, nema hinn „þjóöholli“ Framsóknar- flokkur, og hvort hann hefir fallizt á að fara í „nýju fötin keisarans.“, eins og liann kallaði nýsköpunar- stefnuria. Þetta makk konnnúnista og Her- manns leiddi þó ekki til stjórnar- myndunar. Orsökin mun annars veg- ar liafa verið óvilji Alþýðuflokksins að leggjast í þessa flatsæng og hins- vegar sterk andstaða ýmissa gætnari Framsóknarmanna. Vafalaust mun mörgum Framsókn armönnum þykja fýsilegt að fá nán- ari upplýsingar um þessa sanminga foringja síns við kommúnista, og er þess aS vænta, aS „Degi“ sé Ijúft aS gefa þær upplýsingar. Tilraun Ólafs Thors ÞEGAR sýnt varð, að hvorki kommúnistar né Framsóknarmenn liöfðu neinn áhuga á fjögurra flokka stjórn, fól forseti íslands Ólafi Thors að reyna að mynda stjórn. Sneri hann sér til hinna fyrri samslarfs- flokka, en forustumenn Framsókn- arflokhsins tóku þegar jram, að þeir myndu alls ekki ganga lil stjórnar- samvinnu undir forustu Ólafs Tliors. Meginhluti AlJjýSuflokksins hefir tjáS sig fúsan til samstarfs við Sjálf stæðisflokkinn á grundvelli þeirrar stj órnarstefnu, sem fylgt hefir ver- iS undanfarin ár. Kommúnistar neit- uðu hinsvegar allri samvinnu og hafa með því sannað svo að ekki verður um villst, að umbótastejna■ frájar- andi ríkisstjórnar er þeim einskis virði. Kommúnistar vilja ujsp- lausn ÞAD er nauðsynlegt, að almenn- ingur geri sér Ijóst, að kommúnistar rufu ekki stjórnarsamslarfið vegna á- greinings um framkvæmd nýsköpun- arstefnunnar. Þar fundu Jreir enga átyllu, og því urðu þeir að velja ut- anríkismál til Jress að komast úr stjórninni. Eflir að kommúnistar liafa endan- lega neitað stjórnarsamstarfi á grund velli Jjessarar stefnu og tjáð sig reiöu búna til samvinnu við þá menn, sem þeir hafa undanfariS lýst sem höfuð- fjendum allra umbóta í J)j óöfélag- inu, getur naumast hjá því fariS, að fyrrverandi fylgismenn þeirra fari að krefja }>á reikningagkapar vegna þessara rniklu svika við þá stórkost- legu hagsmuni alls ahnennings í landinu af því, að tak'ast megi að hrynda nýsköpunarstefnunni full- komlega í framkvæmd. Loddaraleikur Framsóknar ÞEGAR við afgreiSslu flugvallar- samningsins, var ljóst, að hverju Hermann stefndi. í þessu mikilvæga máli var hinn „stefnufasti*1 Fram- sóknarflokkur eins vandlega stefnu- laus og hugsast gat. Þessi afstaða átti að opna leiðina til kommúnista, enda hefir nú reynslan sannaS lil hvers refirnir voru skornir. Sam- þykktir flokksjrings Framsóknar- manna eru með því sama marki S brenndar, að hvarvetna er skilin eft- ir ópin leið yfir lil kommúnista. Landsverzlunin átti að vera agniS fyrir kommúnista, en ]>á gerðist Vil- hjálmur Þór svo hlálegur við aum- ingja Hennann, að lýsa ákveðið yf- ir í „Tímanum“, að samvinnumenn væru gersamlega andvígir allri lands verzlun. Allur Jressi hringlandaháttur Framsóknar hefir verið meginorsök þess, að elcki er þegar komin á sam- vinna milli lýSræðisflokkanna. Hefir Hermann gengið svo langt í viðleitni sinni til ])ess að mynda stjórn með kommúnistum og Alþýðuflokknum, að AlJjýðuflokknum hefir verið boð- ið, að ákveðinn utanjúngsmaöur úr hópi AlþýSuflokksmanna skyldi verða forsætisráðherra, ef flokkurinn vildi leggjast í flatsængina. Hvað gerir Framsókn nú? FORSETI ÍSLANDS hefir nú íal- ið formanni AlJíýSuflokksins aö reyna aS mynda stjórn. SjálfstæÖis- flokkurinn mun reiðubúinn að veita honum stuðning á grundvelli Jreirr- ar sameiginlegu stjórnarstefnu, sem flokkarnir liafa starfað eftir að und- anförnu. Kommúnistar liafa sannað, að ])cir vilja ekki lengur fylgja þeirri stefnu, og ])ví ekki að vænta stuðn- ings þeirra. Framsóknarflokkurinn verður nú óumflýjanlega að gera það upp við sig, hvort hann vill íaka .upp umbótasinnaða framfarastefnu og gerast aÖili að ríkisstjórn Sjálf- stæðis- og AlþýSuflokksins, eða hvort hann ætlar aS skipa sér í sveit meS * upplausnaröflum kommúnista. Næstu dagar munu skera úr Jressu. Mikil útgerð á vetrar- vertiðínni syðra. A byrgð ríhissjóðs á fisliverð inu hefir mjög örvað út- gerðina. FISKIFÉLAG ÍSLANDS tilkynn- ir, að mun fleiri bátar muni stunda veiSar frá verstöövum við Faxaflóa á Jressum vetri en í fyrra. Alls verða bátarnir nú um 170, en voru 114 í fyrra. Bátar þeir, sem nú verða gerð- ir út, eru einnig yfirleitt stærri og betur útbúnir en áður hefir veriS. Undanfarna daga hefir mjög mik- ill fólksstraumur verið til Reykja- víkur. Mun þetta einkum vera ver- tíðarfólk. Ettirleiðis verða reikningar aðeins greiddir frá kl. 2—4 dag- lega. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar h.f.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.