Íslendingur


Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 6

Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudaginn 15. janúar 1947 TILKYNNING frá skattstofu Akureyrar Frestur til þess að skila skattframtölum er til 31. þ. m. Þeir, sem ekki hafa skilað framtölum fyrir þann tíma, og ekki hafa beðið um, eða fengið ákveðinn frest, verður áætlaður skattur eins og lög mæla fyrir. Aðstoð við að gera framtöl er veitt í skattstofunni á skrifstofutíma og auk þess frá 8.30—9.30 á kvöldin síðustu viku janúarmánaðar. Atvinnurekendur og ALLIR aðrir, sem laun greiða, eru skyldir að gefa skattstofunni skýrslu um greidd laun og er frestur til þess veittur til mánudagsins 20. þ. m. Verður dagsektum beitt gagnvart þeim, er vanrækja að senda skýrslur Jjessar. Orlofsfé telst með laun- um. Athygli skal vakin á breytingum þeim, sem gerðar hafa verið á launamiðum, sem standa í sambandi við ákvæði 122. og 123. gr. svo og 112. og 113. gr. laga um almannatryggingar og ber að fylla þá út rétt og greinilega, ella bera atvinnurekendur ábyrgð á viðbótarskatt- greiðslu vegna ófullnægjandi skýrslugjafa. Akureyri, 13. janúar 1947. Skattstjórinn á Akureyri. TILKYNNING Hér með tilkynnist öllum þeim skipaeigendum, sem leggja skipum vátryggðum hjá Vélbátatryggingu Eyjafjarðar, í skipa- kvína á Akureyri, að Jjar sem að sjóvarnargarðurinn norður úr Syðri Torfunessbryggju er nú ekki lengur við líði, þá áminnast þeir um að vanda sem allra mest allan frágang er skipum er lagt og hafa stöðugt og gott eftirlit með festingu skipanna og hlýða fyrirmælum hafnarvarðarogeftirlitsmanns félagsins í hvívetna. Er skipaeigendum bent á að vanræksla í þessu efni varðar missi réttar til tjónbóta. Skyft er einnig að tilkynna eftirlitsmanni félagsins Magnúsi Bjarnasyni Strandgötu 15 frá hver hefir eftirlit með hverju skipi um sig og tilkynna honum er skipum er lagt eða þau hreyfð. Stjórn Vélbótatryggingar Eyjafjarðar. Tilkynnin frá Viðskiptaráði um útgáfu nýrra gjaldeyris- og inn- flutningsleyfa. Viðskiptaráðið hefir ákveðið að veita ekki fyrst um sinn, á meðan það afgreiðir endurútgáfu leyfa frá fyrra ári, ný gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir al- mennum vörukaupum, nema sérstaklega tilheyri út- flutningsframleiðslunni. Ráðið mun því synja öllum umsóknum, sem til þess berast ef ekki er eins ástatt um og að framan segir. Hinsvegar mun ráðið auglýsa* eftir umsóknum í til- tekna vöruflokka strax og það er tilbúið til þess að afgreiða slíkar umsóknir. Reykjavík, 7. janúar 1947. Viðskiptaróðið. Flupélar Loltleíða flugu 302,785 km, s.l.ár Farnar voru alls 302 flug- ferðir. ' * A sl. ári fóru flugvélar LoftleiSa h.f. 1302 flugferðir og var samtals flogið 302.785 km. Flugtími var alls 1523 klst. og sjúkraflug voru 12. Ár- ið 1945 voru alls farnar 990 flug- ferðir og flogið 194.930 km. flug- tími var 961 klst. og sjúkraflug voru 24. Síðastliðið ár fluttu flugvélar Loft- leiöa 5663 farþega og er það 1336 farþegum fleira heldur en árið 1945. Flutt voru 7196 kg. af pósti og 46.354 kg. af öðrum varningi, en 1945 voru flutt 8969 kg. af pósti og 36.863 kg. af öðrurn varningi. Loftleiðir h.f. á nú samtals 10 flugvélar, og af þeim voru 5 keyptar síðastliðið ár. Ein Jseirra, sem er Skymastervél, er enn ókomin til landsins. Lankabrot. Framhald af 4. síðu. ur eftir því, þótt því verði auðvitað ekki neitað, að það geti stundum verið erfitt. Annað dæmi og öllu ljósara um ósann- girni í afnotagreiðslum fyrir opinbera þjónustu, eru afnotagjöld af útvarpi. Er engin sanngirni í því að heimta sama af- notagjald fyrir rafslraumstæki og rafhlöðu- tæki, því að reksturskostnaður rakhlöðu- tækja er miklu meiri. Er furðulegt, að jafn sjálfsagt réttlætismál skuli ekki hafa náð frant að ganga. Bitnar þetta einkum á sveitafólki, sem ennþá verður í flestum stöðum að notast við rafhlöðutæki, með öllum þeim mikla aukakostnaði, sem þeim fylgir. Lægri afnotagjöld fyrir rafhlöðu- tæki er sanngirniskrafa, sem með engu móti er hægt að standa gegn. Seinagangur skriffinnsku- bdknanna NU ER að verða svo komið á landi voru, að menn mega naumast hreifa hönd né fót án þess að fá fyrst leyfi einhverra opinherra stjórnarvalda. Má mikið vera, ef ýmsum þeim, sem mest dá ríkisafskipti af öllum málum, fer ekki sjálfum að þykja nóg um alla skriffinnskuna. Má með svip- uðu áframhaldi gera ráð fyrir, að ekki líði á löngu, þar til helmingur landsbúa hefir atvinnu við að hafa eftirlit með öll- um hreyfingum hins helmings þjóðarinn- ar. Verst af öllu er svo seinagangurinn á allri afgreiðslu hjá þessum ráðum og nefnd um, sem eiga að vera forsjá þjóðarinnar. Kemur þetta einkum hart niður á fólki úti á landsbyggðinni, því að öll hafa ráð- in aðsetur í Reykjavík. Má t. d. geta þess, að Viðskiptaráð, sem er hinn almáttugi drottnari í öllum viðskiptamálum þjóðar- innar, hefir viðtalstíma aðeins tvo tíma á dag. Fimm menn eiga sæti í ráðinu, en aðeins einn er til viðtals þessa tvo tíma. Svipuð mun sagan vera víðar. Mtin ríkis- skriffinnskan ef til vill verða lekin til nánari meðferðar síðar hér í blaðinu, en það væri sannarlega ekki vanþörf á því, að rekstur ríkisfyrirtækja og starfsemi allra þessara mýmörgu ráða og nefnda yrði tekið til rækilegrar endurskoðunar. Tilkynnin FRÁ NÝBYGGINGARRÁÐI Þar sem nú eru fallin úr gildi þau gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi, sem gefin hafa verið út með samþykki Nýbyggingarráðs frá byrjun til ársloka 1946, ber leyf- ishöfum, sem óska að endurnýja leyfi sín, að senda þau ásamt beiðni um endurnýjun til skrifstofu ráðs- ins fyrir 25. janúar n. k. Beiðnum skulu fylgja skrif- legar sannanir fyrir því að kaup hafi verið ákveðin og afgreiðsla eigi að fara fram innan ákveðins tíma. Reykjavík, 3. janúar-1947. Nýbyggingarróð. Tilkynnin UM HÁMÁRKSVERÐ á fiski Viðskiptaráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á fiski: Nýr þorskur, slægður með ltaus .............. kr. 1,10 pr. kg. Nýr þorskur, slægður, hausaður .,............ — 1,35----------- Nýr þorskur, slægður og þverskorinn í stykki — 1,40 — — Ný ýsa, slægð með haus ....................... — 1,15 — — Ný ýsa, slægð, hausuð......................... — 1,40------- Ný ýsa, slægð og þverskorin í stykki....... — 1,45------- Nýr fiskur (þorskur, ýsa) flakaður með roði og þunnildum ........................... — 2,10 — — Nýr fiskur (þorskur, ýsa) flakaður án þunnilda — 2,90---------- Nýr fiskur (þorskur, ýsa) flakaður, roðflettur, án þunnilda ............................ — 3,45----------- Nýr koli (rauðspretta) ...................... — 2,90----------- Ofangreint verð er miðáð við það, að kaupandinn sæki fjsk- inn til fisksalans. Fyrir heimsendingu má fisksalinp reikna kr. 0,10 pr. kg. aukalega. Fiskur, sem frystur er, sem vara- forði, má vera kr. 0,40 dýrari pr. kg., en að ofan greinir. Reykjavík, 4. janúar 1947." Verðlagsstjórinn. Tilkynning frá Viöskiptaráöi Viðskiptaráðið vill hér með beina því til stofnana og einstakra manna, að ráða eigi hingað til lands er- lenda listamenn, án þess að hafa áður tryggt sér leyfi ráðsins fyrir þeim gjaldeyri, sem nauðsynlegur kann að vera í þessu skyni. Ennfremur eru menn varaðir við því að stofna til hverskonar hópferða til útlanda, án þess að hafa fyrir- fram fengið loforð Viðskiptaráðs um gjaldeyri til far- arinnar. Reykjavík, 6. janúar 1947. Viðskiptaróðið.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.