Íslendingur


Íslendingur - 31.05.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 31.05.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. Miðvikudaginn 31. maí 1950 24. tbl. 50 ára leikara afmæh' Frú Svava Jónsdóttir Mér finnst ég sjá í huga mér 15 ára granna og spengnega blómarós standa á ieiksvioi nér á Akureyri laust fyrir síöa&tl. aldamót, með hjartsiátt af spenn ingi og þó ákveóna að gera siít bezta, annað hvort syngja eða lieika í skrauísýningu eöa smá- leik. Og svo, af pví að það heppn- aðist vel, rjóða af gleði og dans- andi af kæti, þegar hennar hlut- verk var búið. Þetta var nú við- burður sem sagði sex.'Og ákveð- in var hún í því, að þetta skyldi hún gera oftar, eins oft og hún gæti, helzt allt sitt líf. Raunar telur frú Svava ekki, að hún hafi byriað fyrir alvöru á leiklistarstaríi sínu fyrr en árið 1900, þegar hún lék hlutverk í leiknum »Annar hvor verður að giftast«. En draumur ungu stúlk- unnar varð að raunveruleika, og hún hélt áfram að vinna fyrir leiklistina og sönglistina, því að hvorttvteggja var henni í bióð bor ið. Hún lék fyrst hér, síðan á Sauðárkrók, þar sem hún dvaldi . i 7 ár, og svo aftur hér. Vaxandi þroski og vaxandi smiekkvísi kom með aldrinum. Eftir að frú Svava fluttis; hingað aftur frá Sauðárkrók, æfði hún Höllu í Fjalla-Eyvindi 1922 fyrir frú Guðrúnu Indriða- dóttur, sem fengin hafði verið til að leika hana sem gestur. Það tegja mér kunnugir að séðst hafi strax, hve þroskuð listakona frú v.vava var orðin. Árið eftír leiií- ui hún svo Normu í »Vér morð- ii;gjar«, og það var í fyrsta sinn sem ég sá hana leika. Ég gleymi aldrei leik hennar, stórbrotnum, sterkum og hrífandi, og ég hugs- aði með mér, að gaman væri að mega einhverntíma lieika á móti svona listakonu. Svo hittumst við ó leiksviðinu 1926 í Ambrocíus. Ég lék tvö smáhlutverk, og vissi hvorki, hvernig ég átti að standa eða ganga, en frú Svava lék hina töfrandi Abigael. Þá sá ég i f'yrsta sinn, hvernig hún gleymdi sjálfri sér gjörsamlega, og Iifði sig inn í það, sem hún var að gera. Það var ekkert kák, ekkert hik, engin uppgerð. Bara sann- leikur, eintómur sannleikur. Síð- an hefi ég oft Ieikið á móti frú Svövu. Hún hefir verið konan mín og móðir m:n á leiksviðinu og guð má vita nema hún hafi Svava Jónsdóttir verið dóttir mín líka. Ég minnist hennar með ánægju og samstarfs við hana í mörgum sjónleikjum. og nefni ég sem dæmi: Á útleið, Fyrsta fiðla, Eruð þér frímúrari, I róðá, Dúnunginn, Skrúðsbónd- iirn, Skálbolt og marga fleiri, sem hér er ekki rúm til að telja upp. Svava Jónsdóttir sem j'órukona í „Oskastundirí'. Alstaðar hjsfir hún verið hinn tanni, smekkvísi og fágaði leik- ari, sem leitað hefir eftir kjarn- anum í hverju hlutverki, sem hún hföfir haft til meðferðar, — og fundið hann. Og jafnvíg er hún á, hvort heldur er háalvarlegt hlutverk eða sprenghlægilegt. Við höfum rifist á leiksviðinu, og eng inn hefir brúkað verri munu við mig þar, heldur en frú Svava — ég meina í sjónleik, — og við liöf um líka elskast heitt á Ieiksvið- inu, svo heitt, að ég verð að við- urktenna, — þó ég hins vegar vilji ekki að það fari langt, — að ég elska frú Svövu Iíka í dag- legu lífi. Ég elska Iist hennar, sanna og fágaða, og ég elska hana L'ka fyrir viðmót hennar í öllu samstarfi. Ég hefi aldrei heyrt hana hallmæla nokkurri manneskju, og ég ^;t ekki hugs- að mér elskulegri samstarfsfélaga í leiklistinni gagnvart öllum, sem hún vinnur með. Nú er frú Svava fyrir löngu orðin þjóðkunn listakona, og það e) vel. Ég álít, að við Akureyring ar hefðum mikils í. misst, mfcnn- ingarlega séð, ef við hefðum aldr- ei átt frú Svövu. Ég vona að hún eigi eftir að Ieika oft enn, öllum leikhúsgestum til óblandinnar gleði og ánægju. Það er ósk mín og von, og ég veit að það er bezta óskin sem ég og aðrir geta fært listakonunni ./ þessum merku tímamótum ævi hennar. Nú um næstu helgi mun Leik- félag Akuneyrar gangast fyrir veglegu hófi í tilefni af þessu merkisafmæli frú Svövu Jónsdótt ur, og ég er viss um, að þar verð ui margt um manninn, og mikil gieði á ferðum,- þvi að frú Svava er sönn í gleði sinni eins og öllu öðru. Jón Norðfjörð. ÚTSÝNISSKÍFA FERÐAFÉLAGSINS MIKIÐ SKOÐUÐ Ferðafélag Akureyrar hefir nú fyrir nokkr-u komiS upp útsýnisskífu á svonefndum Hamarkotsklöppum milli Brekkugötu og Klapparstígs, þar sem klappirnar ber hæst. Er skíf- unni komið fyrir á hæfilega háum steinstöph, og eru á hana merkt 48 nöfn á fjöllum, fj allaskörðum, bæj- um o. fl. er til sézt frá þessum stað. Auk þess eru eyktamörkin letruð á hana, en þau eru nú flestum hinum yngri með öllu ókunn. Einnig er hhattstaða Akureyrar mörkuð á skífuna. Hugmyndina um skífuna kom Árni heitinn Jóhannsson með fyrstur hér, en Sigurjón Rist gerði teikningu af henni og fékk hana smíðaða í Noregi. Fjöldi fólks hefir stytt sér stundir við að skoða skífuna, s'ðan hún kom upp, enda veitir hún manni marg- víslegan fróðleik um héraðið kring- um Akureyri. Á Ferðafélagið við- urkenningu skilið fyrir verkið. Gullfossi fagnað við bryggju á Akureyri. — Ljósm.: Ari L. Björnsson. Gulltoss ketnur til Akureyrar ta aí lifllda DæiarDua a tin ¦ i' ' ii * Bæjarbúar voru óvenjusnemma k , fótum á Hvítasunnumorgun. Um kl. 8.30 fóru þeir að tínast að Torfu- nefsbryggjunni, og litlu síðar renndi hinn nýi Gullfoss Eiiiiskipafélags ís- lands inn fyrir Oddeyrartangann. Er hann lagð: að bryggjunni um kl. 9, vár margt bæjarbúa þar samankomið ti' að fagna skipinu. Meðan það var að leggja að bryggjunni, lék Lúðra- sveit Akureyrar undir stjórn Jakobs Tryggvasonar íslenzk lög, og Karla- kórinn Geysir söng undir stjórn Ingi- mundar Árnasonar. Þá flutti Sverrir Ragnars varaforseti bæjarstjórnar ávarp, en Lúðrasveitin lék Sj ó- mannasönginn „íslands Hrafnistu- menn" og síðan þjóðsönginn, en Geysir söng með. Framkvæmdastj óri Eimskipafélagsins, Guðmundur Vil- hjálmsson, þakkaði móttökurnar og tilkynnti, að bæjarbúum væri boðið að skoða hið nýja skip milli kl. 1 og 5 síðdegis. Munu þeir hafa skipt þús- undum, er notfærðu sér boðið. Um allan bæinn voru fánar dregn- ir á stöng, og fánar og veifur prýddu öll skip og báta á höfninni. Veður var hálf-kalt og þungbúið. Klukkan 8—10 um kvöldið sátu um 160 bæjarbúar boð Eimskipafé- lagsins um borð í skipinu. Ávarpaði Guðmundur Vilhjálmsson framkv.- stjóri gestina og bauð þá velkomna, en Steindór Steindórsson bæjarfull- trúi flutti ræðu af hálfu bæjarstjórn- ar. Þá fluttu þeir Friðgeir H. Berg og Sigurður G. Sigurðsson kvæði. Síðan fluttu ávörp og ræður: Árni Eggertsson frá Winnipeg, Mr. Gar- land, sendiherra Canada á íslandi, alþingismennirnir Jónas G. Rafnar og Bernharð Stefánsson, og Björgvin Guðmundsson tónskáld. Loks ávarp- aði Guðmundur Vilhjálmsson ges't- ina og þakkaði þeim komuna. Meðal gesta, sem voru með skip- inu í för þessari, voru tveir úr stjórn félagsins, Árni Eggertsson frá Winnipeg og Jón Árnason bánka- stjóri, Mr. Garland sendiherra og Jón Guðbrandsson, framkv.stjóri Eimskipafélagsins í Kaupmanna- höfn. Ennfremur kona og dóttir Árna Eggertssonar. Gullfoss fór héðan um hádegi á annan í hvítasunnu, og var næsti viðkomustaður hans Húsavík. Hvar sem skipið kom á för sinni kringum landið voru móttökur hinar virðu- legustu. Skipstjóri á Gullfossi er Pétur Björnsson. SIGURJÓN FRIÐJÓNSSON, skáld, lézt s.l. föstudagsnótt að heimili sínu, Litlu-Laugum í Þingeyjarsýslu nál. 83 ára gamall. Sigurjón var þjóð- kunnur fyrir Ijóðagerð, og hafa kom- ið út eftir hann margar ljóðabækur. Alþingismaður var hann um 5 ára skeið og gegndi löngum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína. Var hann al- bróðir Guðmundar á Sandi. Stofngjöld nýrra síma 900 krónur. Eftir því sem símastjórinn hér tjáði blaðinu í gær, hefir Síma- málastjórnin ákveðið, að inn- lveimta ekki hærra stofngjald af nýju símunum hér, sem þegar haf a verið lagðir inn, en kr. 900, 00. Kemur hún þannig að hálfu leyti á móti eindregnum tilmæl- um bæjarstjórnar Akureyrar og annarra þeirra, er látið hafa sig málið skipta.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.