Íslendingur


Íslendingur - 31.05.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 31.05.1950, Blaðsíða 2
2 íslendingur Miðvikudaginn 31. maí 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaðui: Jakob Ó. Pétursson. Auglýsingar og afgreiðsla: Árdís Svanbergsdótlir. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Sparnaöarviöleitnií Vér ræddum það lítillega í blaðinu nýlega, að enn gætti ekki nægilegs sparnaðarvilja hjá Alþingi, og á meðan það vildi ekki ganga á und- an í sparnaði myndi erfitt reynast að glæða sparnaðarvilja borgaranna. Ríkisstjórnin hefir þó nýlega sýnt lofsvert framtak í sparnaðarátt. Þau gleðitíðindi bárust sem sagt um land- ið rétt f-yrir hvítasunnuna, að aflétt yrði frá 1. júní skömmtun á vefnað- arvöru og skófatnaði. Svo sjálfsögð ráðstöfun mátti að vísu koma til framkvæmda löngu fyrr, því að slík skömmtun var til háborinnar skamm ar, meðan ekki var ílutt inn nóg af slíkri vöru. Það varðar tugthússök að gefa út bankaávísanir á innstæðu, sem ekki er til, en hið opinbera hefir leyft sér hliðstæðan verknað með því að gefa út ávísanir (skömmtun- armiða) á vöru, sem ekki hefir verið fáanleg, og hefir þetta haft í för með sér óhemju kostnað, fyrst og fremst fyrir ríkissjóð, en einnig fyrir þær verzlanir, er haft hafa á hendi dreif- ingu vörunnar. Miðatalning, birgða- könnun og skýrslugerðir, sem enga sjáanlega þýðingu hefir haft, hafa bakað verzlununum mjög mikil ó- þægindi og tímatöf. Ollum mun vera fagnaðarefni að losna við skömmtunina, ekki aðeins verzlunum, heldur og öllum almenn- ingi, sem hefir haft raun af hinum fölsku ávísunum, er hrúguðust upp hjá þeim, og jafnframt fundið til hins aukna skattþunga, er kostnað- urinn við skömmtunarkerfið lagði þeim á herðar. En hví þá ekki að afnema með öllu skömmtun erlendra vara, þegar ekkert er nú eftir orðið nema sykur- inn? Hví ekki að lofa húsmæðrun- um nú í dýrtíðinni og gjaldeyris- skortinum að nýta rabarbarann og berin og baka brauðin sín heima í stað þess að kaupa þau dýru verði í brauðgerðarhúsum? Vissulega ríður þjóðinni á að nýta sem bezt allt matarkyns, er hún sjálf getur framleitt. Kostnaður við rab- arbararæktun er mjög lítilfjörlegur, og þar sem berjalöndin liggja í grennd heimilanna er ekki annar kostnaður við nýtingu berjanna en vinnan, sem fer í að tína þau, og koma liðléttingar þar að góðum not- um. Þessa holla búsílags hafa hús- mæður ekki getað notið vegna syk- urskorts i nærri áratug. Sykur- skömmtunin er mjög lítilfj örlegt gjaldeyrisatriði og því lítt verjandi, Dtgerðaríélag Akureyrinya h.f. ætlar að auka hlutafé sitt úm eina miij. kr. ■O—O Félagið undirbýr að koma hér upp flskþurrkunarhúsi og hefur þegar fengið fjárfestingarleyfi. S. 1. fimmtudagskvöld hélt félagið hluthafafund og lagði stjórn félags- jns fyrir fundinn tillögu um að auka hlutafé félagsins um eina miljón króna með það fyrir augum, að kaupa nýjan togara. Helgi Pálsson form. félagsins hafði framsögu um málið. Eftir að hann hafði rakið gang málsins hjá félagsstjórninni og sagt frá af- greiðslu þess í bæjarstjórn, fórust honum orð á þessa leið: „Bæjarstjórn hefir ákveðið að leggja fram 400 þúsund krónur til kaupa á hlutafé, gegn jafn háu fram- lagi annars staðar að. Málið er því komið á það stig, að það veltur al- gjörlega á bæjarbúum sjálfum, hvort Árið 1947: Laun skipverja á Kaldbak........... Vinna í landi ..................... Greitt vélaverkstæðum, þ. e. viðhald Verzlunarviðskipti ................ Árið 1948: Laun skipverja á Kaldbak........... Vinna í landi ..................... Greitt vélaverkstæðum, þ. e. viðhald Greidd laun á netaverkstæðinu .... Árið 1949: Laun skipverja á Kaldbak og Svalbak Vinna í landi ..................... Greitt vélaverkstæðum, þ. e. viðhald Greidd laun á netaverkstæðinu.... Verzlunarviðskipti ................ einn af þessum nýju toguruni kem- ur hingað til bæjarins. Ég tel, að þetta skipti svo miklu máli fyrir alla afkomu bæjarbúa og bæjarfélagsins í heild, að okkur hvert í sínu lagi og öllum, beri skylda til að vinna að því öllum árurn, að málinu verði hrundið í framkvæmd. Ég veit, að þið hafið tekið eftir, að togaraútgerðin héðan hefir haft mjög mikil áhrif á allt atvinnulíf bæjarins, en ég er þó ekki viss um, að þið hafið gert ykkur grein fyrir, að það sé eins stórkostlegt eins og það í raun og veru er, og þess vegna ætla ég að lofa ykkur að heyra þær raunverulegu upphæðir, er greiddar hafa verið í vinnulaun frá því fyrri togarinn kom hingað í maí 1947: kr. 1.176.791.90 — 84.076.52 — 24.218.35 kr. 1.936.629.39 — 183.435.28 — 66.694.05 — 136.864.54 kr. 2.280.513.34 — 210.633.46 — 64.778,08 — 226.603,21 kr. 1.285.086.77 — 203.011.82 kr. 2.323.623.26 kr. 2.782.528.09 — 509.149.82 Þið getið nú nærri, hvort þessar milljónir hafa ekki aukið verulega kaupmátt hinna fjölda mörgu, er peningana hafa fengið, og hvort þær hafa ekki komið víða við og haft veruleg áhrif á margs konar fram- kvæmdir. iðnað og verzlun, og þann- ig átt þátt í margvíslegri atvinnu- aukningu -og betri afkomu fjölda með tilliti til þess. hversu mikil mat- væli fara til spillis í landinu sjálfu vegna skorts á vörunni. Ríkisstjórnin ætti að h alda áfram á sparnaðarbrautinni með því að leggja að fullu niður skömmtun erlendra heyzluvara og létta þarmig af þegnunum bagga þeim, er Skömmtunarskrifstofa ríkisins og allt skömmtunarkerfið hefir bundið þeim. Síðan ætti hún að taka kostn- aðinn við utanríkisþjónustuna til at- hugunar, eins og aðrar þjóðir eru nú þegar farn^tr að gera, því að þar er vissulega þörf á miklum sparnaði. margra, sem ekki vinna beint við út- gerðina. Þá ber ekki að gleyma ])eim stóru Upphæðum, sem greiddar eru beint í bæjarsjóðinn í sambandi við þetta atvinnufvrirtæki. Alcureyrartogararnir hafa nú í vor fyrstir allra íslenzkra togara far- ið inn á nýjar brautir með útgerð sína, með því að hefja veiði til mjöl- vinnslu, en þó jafnhliða saltað það bezta af aflanum. Er útlit fyrir, að þetta geti gefið félaginu sæmilega rekstrarafkomu og skipverjum ágæta, og kemur þetta sér mjög vel nú, þegar ísfiskmarkaðurinn er al- gj örlega búinn að vera í bráð, eða yfir vor- og sumartímann. Þá ber að líta á það. að með þessu eru Krossa- nesverksmiðjunni skapaðir mjög verulegir möguleikar til betri af- komu og atvinnuaukning bæði við saltfiskinn og mjölvinnsluna geysi- lega mikil. Þessir nýju togarar, sem samið hefir verið um kaup á til landsins, eru þegar á allt er litið, lítið eða ekk- ert dýrari en þeir fyrri, að öðru en því sem nemur breytingu á genginu. í hina fyrri togara þurfti að kaupa aukalega: bræðslutæki. kælivélar fyrir lestar skipanna, radartæki o. m. fl. Allt þetta er nú innifalið í kaup- verðinu. Þá eru hin nýju skip all- mikið stærri, með kraflmeiri vélar, og er í þeim fiskimjölsverksmiðja, er unnið getur 24 tonn af hráefni á sólarhring. Þarmeð nýtist allt, er inn fyrir borðstokkinn kernur. Verk- smiðju þessari er komið fyrir fyrir framan aðalvélar skipsins, og á ekki að þurfa meira lið við vélgæzlu en nú er, heldur aðeins til viðbólar tvo menn við mjölið. Verksmiðja þessi ætti í hverju meðalári að geta skilað verðmæti, að minnsta kosti fyrir eina milljón króna og það þó mjöl- verð lækki talsvert frá því sem nú er. Þess utan gefur verksmiðjan möguleika til að hafa farm þann, sem í lestarnar fer, betri og verðmætari. Ég er þess fullviss, að það eru meiri möguleikar til reks'.urs hinum nýju togurum en þeim, er við höfum. Þegar ákveðið hafði verið, að tog- arar yrðu keyptir hingað og reknir héðan, leyndi það sér ekki, að ýms- ir, og þar á meðal reyndir útgerðar- menn og skipstjórar töldu, að Akur- eyri væri þannig í sveit komin, að togaraútgerð yrði aldrei rekin héð- an, með Akureyri fyrir aðalaf- greiðsluhöfn, heldur hlyti hún að mjög miklu leyti að hafa aðalaðset- ur sitt fjarri heimahöfn, og mun fáa hina aflasælli og reyndari skips' jóra hafa fýst að taka skip, sem átti að reka alveg eða að langmestu héðan. Réðist þá til félagsins á íyrsta tog- ara þess, „Kaldbak“, ungur maður með litla reynslu sem skipstjóri, en hafði alllengi verið stýrinraður við ágætan orðstír. Þessi ungi maður dró sig út úr, ef svo mælti segja, og sigldi skipi sínu jafnan í heimahöfn að aflokinni veiðiför, og það með meiri afla en flestir aðrir. Hann tók upp forustuna og það með yfirburðunr, svo að hann hefir jafnan verið í röð aflahæstu skip- stjóra og aflahæstur á þessum árum. Sæmundur Auðunsson hefir sýnt og sannað, að það eru sízt verri möguleikar til togaraútgerðar héðan en við Faxaflóa eða annars staðar. Hann hafði með sér hingað bróður sinn, Þorstein, sem fyrsta stýrimann á Kaldbak. Er hann nú skips'.jóri á Svalbak með hinni mestu prýði, bæði hvað aflabrögð og aðra stjórn snertir. Það væri vansalaust fyrir Akur- eyringa, nú þegar enn stærri og full- komnari togarar koma til landsins, ef félag okkar gæti ekki eignast eitt af þessum skipum og fengið það í hendur manninum, sem sýnt hefir yfirburði í íslenzka togaraflotanum. Manninum, sem allir dást að fyrir aflasæld og alla framkomu. Mannin- Fiölutönleika hélt ungfrú Ruth Hermanns á vegum TónKstarfélags Akureyrar 20. þ. m., með aðstoð dr. Victor v. Urbantschi- tsch. Hljómleikar þessir voru í fáum orðum sagt einhverjir þeir ánægju- legustu, sem bæjarbúum hefir gefizt kostur á að hlýða á. Ungfrú Hermanns hefir auðheyri- lega mikla hæfileika til að bera sem fiðluleikari og er orðin óvenjulega vel þjálfaður íónlistartúlkandi. Stíll hennar er hreinn og fágaður en þó þróttmikill, yfirlætislaus og göfug- ur. Tónhæfni í bezta lagi og boga- meðferð ágæt. Það er ætíð vandi að dæma um nreðferð einstakra verkefna á hljóm- leikum og ætla ég mér ekki þá dul að dæma um, hvort betur hefir ver- ið af hendi leyst Gavotta Bach-Kreis- lers eða Spanskur dans Falla-Kreis- lers, en þó vil ég segja, að þó að Ciacconna Vitalis væri leikin með mikilli prýði og tilþrifum, þá þólti mér Sónata op. 96 G-dúr Beethovens bera af, og það hygg ég, að ungfrúin hafi þar náð mestri tónfegurð úr fiðlu sinni, á þessum hljómleikum, enda var. mýkt og fylling svo mikil þar á köflum, að nálgaðisl Bush og aðra slíka. S.ónata þessi ei* líka svo afburða fögur, að annað hefði ekki hæft. Annars var efnisval mikið og margþætt, smekkvíslegt og ekki skorið við neglur sér, því hljómleik- arnir slóðu nær 2 tíma. Ef nokkuð hefði þar mátt missast, væri það Adagio og Fuga úr Partita G-moll Bachs, sem er að vísu snilldarverk og var ágætlega flutt, en hreinskilnis- lega sagt, ég hefði heldur kosið að heyra Beethovens sónötuna tvisvar, ef ég hefði mátt velja. Ég vil ekki segja, að túlkun ung- frúarinnar hafi verið gallalaus, en kostirnir voru svo yfirgnæfandi, að gallarnir voru gleymdir að hljóm- leikunum loknum og aðeins eftir un- aðurinn og fegurðin, enda hlaut ungfrúin verðugt Iof og meiri sýni- lega og heyranlega viðurkenningu áheyrenda sinna í blómum og klappi, en dæmi munu vera til áður hér í bæ. Undirleikur dr. Urbantschitsch var með ágætum, eins og við var að búast, enda mun hann tvímælalaust vera í röð beztu undirleikara, ekki aðeins hér á landi heldur þó víðar væri leitað, og átti hann sinn þátt í að gera hljómleika þessa jafn unaðs- lega og þeir voru. Framkoma þessara listamanna öll, var blált áfram og yfirlætislaus, svo sem sæmir listainönnum af guðs náð. Idafi þau bæði beztu þakkir fyrir liljómleikana. Aheyrandi. um, sem er elskaður og virtur af allri sinni skipshöfn. Ég treysti því, að hvert einstakt ykkar og þið öll bregðist nú vel við og skrifið ykkur fyrir hlutabréfum eftir því sem geta og vilji hvers og eins er. Framhald á 3. síðu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.