Íslendingur


Íslendingur - 31.05.1950, Page 3

Íslendingur - 31.05.1950, Page 3
Miðvikudaginn 31. maí 1950 íSLENDINGUR 3 Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 var haldið á Akureyri laugardaginn 20. maí s.l. Á þinginu mættu 26 félagar Umdæm- isstúkunnar og voru 15 af þeim kjörnir fulltrúar. Eirikur Sigurðsson umdæmistemplar gaf skýrslu um störf framkvæmdanefndar á liðnu ári og hag Reglunnar í umdæminu. Framkvæmdanefndin hafði haldið útbreiðslufundi síðastliðinn vetur á Skagaströnd, Dalvík og Akureyri. Auk þess liafði liún heimsó.t barna- stúkur í nágrenninu. Þá heimsótti Jón Hjartar, regluboði Stórstúkunn- ar, flestar stúkur í umdæminu og flutti erindi í skólum. Hann stofnaði stúkuna „Höfðaborg“ nr. 267 á Skagaströnd og telur hún nú 33 fé- faga. Æ.ðsd templar stúkunnar er Kristinn Ásgrímsson. Þá var stofn- uð barnastúkan „Leiðarstjarnan“ nr. 136 með 58 félögum á Dalvík að til- hlutun framkvæmdanefndar. Gæzlu- maður hennar er Freyja Antons- dóttir. Stórgæzlumaður unglinga- starfs, Þóra Jónsdóttir, hefir einnig heimsótt all-margar barnastúkur í umdæminu á liðnum vetri. Félagar í 6 undirstúkum eru nú 706 og var fremur dauft starf í flestum þeirra í vetur. Bjarni Halldorsson, umdæmis- gæzlumaður ungtemplara, gaf skýrslu um störf barnastúknanna í umdæminu. Eru nú staríandi í um- dæminu 13 barnastukur með sam- tals 1573 félögum og var starf í mörgum þeirra mjög gott á síðast- liðnurn vetri. í framkvæmdanefnd hlutu kosn- ingu: U. Templar Eiríkur Sigurðsson.— U. Kanslari Hannes J. Magnússon. — U. Varatemplar Jónína Steinþórs- dóttir. — U. Ritari Jón J. Þorsteins- son. — U. Gjaldkeri Ólafur Daníels- son. — U. Gæzlum. ungt. Bjarni Halldórsson. — U. Gæzlum. löggjaf- arstarfs Jón Kristinsson. — U. Gæslum. fræðslum. Kristján S. Sig- urðsson. — U. kaptlán Stefán Ág. ^Kristjánsson. — U. fregnr. Guð- mu.ndur Mikaelsson. — Fyrrv. U. Temp 'laí Jóhann Þorvaldsson. Mælt var með Brynleifi Tobíassyni sem ui uboðsmanni Stórtemplars. Fulltrúai" á Stórstúkuþing voru kosnir: Eir ikur Sigurðsson og Jón J. Þorsteinss on. Á þinginu voru mjÖg fjörugar umræður um framtíðarstarf Regl- unnar og aulina bindindisstarfsemi. Það vakti alirtermsi ánægju að Stór- stúkan gengst fyrir námskeiði fyrir templara að Jaðri í sumar. í ufnræð- unum kom fram áhugi fyrir norð- lenzku bindind’sm.anuamóti á næs'.a sumri. Einnig var ræ’tt um fjórðungs mót ungtemplara. Á þinginu ríki mikill áhugi fyrir fra.mgangi Regl- unnar og efiingu bindíndismáls.ns. Auglj'sið í íslendingi! r- [ÞRÓTTAÞÁTTUR IÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR 35 ÁRA Næstkomandi þrlðjudag, 6. júní, á íþróttafélagið Þór 35 ára afmæli. Hyggst félagið halda upp á afmælið með íþróttakeppni á íþróttavelli sín- um á Gleráieyrum. Hefst keppnin á hinu árlega Odd- eyrarboðhlaupi félagsins kl. 8 e. h. Keppa þar Knattspyrnufélag Akur- eyrar og Þór, og eru 20 menn í hvorri svelt. Keppt er um verðlauna- bikar, gefinn af Blómabúð KEA, en handhafi hans er nú K. A. Lelðin, sem hlaupin verður að þessu sinni er þannig: Hlaupið hefst á Þórsvellinum, og verður hlaupinn éinn hringur á vellinum en síðan suður Glerárgölu, að Lögreglustöð- inni, austur Eiðsvallagötu, norður NorðurgöLu, að Slippnum, slðan vestur norðan við netalitunarstöð- ina, upp með Glerá og inn á völlinn aftur og þar hlaupnir tveir hringir, og lýkur hlaupinu með því. Að boðhlauplnu loknu hefst knatt- spyrnukappleikur í meistaraflokki milli K. A. og Þórs. Iþró Uiunnendur eru hvattir til að horfa á þessa keppni. Það niá vekja athygli á því, að af Þórsvellinum er hægt að fylgjast með hlaupinu lengst af. Íþróttasíðan árnar Þór allra heilla á þessu merkisafmæli. —X— í. B. A. vann Hvítasunnuhlaupið Kristján Jóhannsson fyrstur að marki Hvítasunnuhlaupið 1950 fór fram sl. mánudag í kuldaveðri.. Hlaupin var sama braut og síðasta ár. Því miður gátu Þingeyingar ekki mætt í keppnina, en þeir hafa unnið sveita- keppnina undanfarin ár. Alls tóku þátt í hlaupinu 10 keppendur, 5 frá hvoru, UMSE og ÍBA. Kristján Jó- hannsson UMSE tók þegar forustuna í sínar hendur og hélt henni allt hlaupið. Einar Gunnlaugsson hélt öðru sæti fyrri hluta leiðarinnar, en er eftir var um 1 km. tók Óðinn Árnason fram úr honum og dró Kristján uppi og hélt fast í við hann það sem eftir var af hlaupinu, þótt Kristján héldi öruggur forustunni. Úrslit urðu: 1. Kristján Jóhannsson UMSE á 10:08.6 mín. 2. Óðinn Árnason ÍBA á 10:09.7 3. Einar Gunnlaugsson ÍBA á 10:16.8 mín. 4. Hörður Rögnvaldsson UMSE á 10:21.8 mín. ÍBA vann sveltakeppnina naurn- lega, hlaut 18 stig, en UMSE 19 stig. í sveit ÍBA voru Óðinn, Einar, Kristinn Bergsson og Hreiðar Jóns- Eins og undanfarin ár var keppt í tveim yngri flokkum. Eldri dreng- irnir 13—16 ára hlupu 1200 m., en 12 ára og yngri 600 m. — í eldri flokknum voru 11 keppendur. Úrslit: 1. Ólafur Gíslason ÍMA 3:10.4 mín. 2. Haukur Árnason ÍMA 3:15.7 mín. 3. Sverrir Georgsson ÍMA 3:16.6 mín. 4. Gunnar Jakobsson KA 3:16.8 mín. í yngri flokknum voru 17 kepp- endur. Fyrstir urðu: 1. Tryggvi Gíslason KA 1:41.5 mín. 2. Ingimar Jónsson KA 1:42.8 mín. 3. Svanbjörn Sigurðsson Þór 1:43.4 mín. 4. Jón Stefánsson KA 1:44.1 mín. í þessum flokkum var þriggja manna sveitakeppni. — Vann hana ÍMA í eldri en KA í yngri. 13—16 ára: 1. I. M. A. 6 stig 2. K. A. 17 stig 3. Þór 24 stig 12 ára og yngri: 1. KA A-sveit 7 stig 2. KA B-sveit 19 stig 3. Þór A-sveit 20 stig —X— Knatispyrna. I meistaraflokki í knattspyrnu á annan í hvítasunnu vann Þór KA með 2 mörkum gegn 1 eftir lélegan leik. Mörkin seltu Tryggvi Georgs- son og Hreinn Óskarsson fyrir Þór, en Einar Einarsson fyrir KA. Árni Ingimundarson dæmdi og hefði gjarnan mátt hreyfa sig meira. Þór sá um mótið. Stjórn ÍBA hefir kveðið upp dóm út af kæru, er Þór sendi vegnadl. fl. knattspyrnukappleiks, er háður var 21. þ. m. milli KA og Þórs. Var KA dæmdur umræddur kappleikur tap- aður, þar sem kæran reyndist rétt- mæt. Frét+ir fró íþróHasambandi Islands. Evrópusundmeistaramótið. F ram- kvæmdastjórn ÍSÍ hefir ákveðið sér- stakan lágmarkstíma til þátttöku í Evrópusundmeistaramótinu, sem heyja á í Vínarborg í ágústmánuði n. k. Er lágmarkstíminn bundinn við 1050 til 1061 stig (samkv. sænsku stigatöflunni) eins og sjá má á eftir- farandi löflu: 100 m. frjáls aðferð karla tími 59.5 sek. = 1051.3 stig. 400 m. frjáls aðferð karla 4:54.5 mín. = 1051.6 stig. 1500 m. frjáls aðf. karla 20:00.0 mín. = 1054.5 stig. 200 m. bringusund karla 2:45.0 mín. = 1061.5 stig. Ujvö Qvœdi Ort í tilefni af komu Guilfoss til Akureyrar Gullfoss nýi er kominn heill til hafna, honum fagnar þjóðin einum rómi. Blakta fánar beggja milli stafna, blikar yfir honum frægðarljómi. Gæfan fylgi Eimskips óskabarni, yfir torsótt höf, á nótt og degi. Þó að landið verpist hörðu hjarni, hvika mun það eklci af réttum vegi. NafniÖ, sem að frægan garöinn gerði, gleymist aldrei meðal Islendinga, hugir þeirra standa á vökuverði, völvur góðar heillakvæði syngja. Heill þér Gullfoss! Heill sé áhöfn þinni! Heill þér Eimskip! Störf þín blessi drottinn; Þjóðin geymi þau í muna og minni, meðan lífgrös sjást í túni sprottin. Akufeyri 28. maí 1950 Friðgeir H. Berg Heill til hafnar Gullfoss, hörðu í landi norður. — Þjóð, við þönglaslóðir, þráðu fagnar magni. Sótti utar ótti, yfir virtist birta. Ártið, æðri sárum, — ómar þina komu. Ei er heillum öllum, Island horfið — visa, þar eð þegnar megna, þig að eignast Gullfoss. Óskar þjóð í óði, — undir tekur grundin: Gamla nafna geymdu, gæfu-langa ævi Sigurður G. Sigurðsson 100 m. baksund karla 1:09.2 mín. = 1052.8 stig. 100 m. frjáls aðferð konur 1:08.3 mín. = 1050.5 stig. 100 m. baksund konur 1:19.0 mín. = 1051.2 stig. 200 m. bringusund konur 3:05.3 mín. = 1051.3 stig. Gulhnerki ÍSÍ hefir Magnús Kjar- an stórkaupmaður verið sæmdur í tilefni af 60 ára afmæli hans þann 19. apríl s. I. Einnig hefir Helgi H. Eiríksson skólastjóri verið sæmdur gullmerki ÍSÍ í tilefni af 60 ára afmæli hans þann 3. maí s. I. Staðfest met í sundi. 3x100 mtr. boðsund (þrísund) 3:42.0 mín. — Sundfélagið Ægir: sett 7. marz 1950 (Hörður Jóhannesson, Georg Frank- linsson og Ari Guðmundsson). Staðfestir íþróttabúningar. Þessi félög hafa fengið staðfesta íþrótta- búninga: Umf. Samhygð, Árnessýslu og Umf. Stöðfirðinga, Stöðvarfirði. TOGARAKAUPIN. Framh. af 2. síðu. Einnig að þið vinnið sleitulaust að því, að sem allra flestir bæjarbú- ar mæti á skrifstofu félagsins næstu daga og kaupi hlutabréf. Ef bjartsýni og framfaravilji, ásamt ást og velvilja til bæjarins og þeirra, sem liann byggja í framtíð- inni, fær ráðið, verður þátttakan al- menn og átakið þá létt, og togarinn siglir hér í höfn á næsta ári til ómet- anlegs gagns fyrir þennan bæ á ókomnum árum. Að endingu vil ég geta þess, að félagsstj órnin vinnur nú að því að koma hér upp fiskþurrkunarhúsi all- stóru, og er fjárfestingarleyfi þegar fengið. í þessu sambandi þarf félag- ið einnig á miklu fé að halda, en hér er um geysilega mikla atvinnuaukn- ingu að ræða, atvinnu, sem öll yrði að erlendum gjaldeyri.“ Tillaga stjórnarinnar urn hluta- fjáraukningu félagsins var samþykkt af eigendum 4000 hluta, eigendur 900 hluta skiluðu auðu en 20 mót- atkvæði. Fengust á fundinum loforð fyrir 72 þús. króna hlutafé. son.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.