Íslendingur


Íslendingur - 31.05.1950, Blaðsíða 5

Íslendingur - 31.05.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 31. maí 1950 ÍSLENDINGUR JMB5U~~ J&æ**^1****""^ Árni G. Eylands: Búvélar og ræktun Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1950. Ef vér skyggnumst um í hinum mikla bókakosti, sem árlega kemur út á íslandi hlýtur það að vekja furðu, hversu nauðafátt er þar um bækur, er fjalli um hagnýt efni. Það er engu líkara, en þjóðin í þeim efn- um þykist fullörugg, að treysta brjóstviti sínu, og víst er um það, ekki hefir útgáfa þeirra fáu bóka af þessu tæi, sem séð hafa dagsins ljós orðið útgerðarmönnum sínum féþúfa. Það má því til tíðinda teljast, að Menningarsjóður hefir ráðist í að gefa út bók Árna G. Eylands um Búvélar og ræktun, þar sem ekki er um neilt smásmíði að ræða eða 475 bls. í stóru broti með fjölda mynda. Bók þessi fjallar, eins og nafnið bendir til, um búvélar þær, sem not- aðar eru hér á landi og annars stað- ar, og líkur benda til að komið gætu að gagni hér. Er þeim lýst og með- ferð þeirra og vinnsluhæfni og af- köstum. Jafnframt er sagt stutt á- grip af notkunarsögu véla og vinnu- tækja hér á landi, og lýst og leið- beint um ræktunaraðferðir og hversu vélum skuli beitt. Er geysi- mikill fróSleikur saman kominn um þetta efni í bókinni. Eigi er á færi annarra en sérfróðra manna að leggja dóm á efni bókar- innar, en hitt er Ijóst hverjum, er les, að frásögn höf. er skýr, gagn- orð og svo lifandi, að margir kaflar bókarinnar eru hreinn skemmtilest- ur. íslenzkur landbúnaður er á tíma- mótum. Vélaafl og vélanotkun hefir haldið þar innreið sína og valdið fullkominni byltingu. En eins og oft vill verða, einkum á umbrotatímum, hefir meira verið hirt um að afla fjár en gæta þess. Menn hafa lagt meira kapp á að fá vélarnar, en læra rétta meðferð þeirra, eða gæta þeirra sem skyldi. Fyrir þá sök hafa verðmæti spillzt meira en góðu hófi gegnir. Bók Árna G. Eylands ætti að verða bændum hjálp til að hagnýta fenginn vélakost og fara með hann, og hún er einnig leiðarvísir handa þeim, sem engar vélar eiga enn, um hvað þeir eigi að leggja mest kapp á að afla sér af því tæi. Bók þessi er sjálfsögð handbók og ráðunautur hverjum bónda. Þess er að vænta, að Menningar- sjóður geti haldið áfram því verki, sem hafið er með henni, og gefið út hagnýtar handbækur um sem flest efni í atvinnulífi þjóðarinnar. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. SAMVINNAN. marz 1950, hefir blaðinu borizt. Flytur hún m. a. þetta efni: Vetrardagur í sveit, heim- sókn að stórbýlinu Möðruvöllum í Eyjafirði, með mörgum myndum frá daglegu lífi heimilisfólksins inn- anhúss og við gegningar. Stofnun og starfræksla skipadeildar SÍS, Ame- rískt blaðaviðtal við rithöfundinn W. Somerset Maugham, Hin nýju vísindi lífeðlisfræðinnar, (þýdd grein), Rætt við dr. Pétur Ólafsson í Cornell-háskóla, Á förnum vegi, framhaldssaga, smásaga o. m. fl. SJÓMANNABLABIÐ VÍKING- UR, 4. tbl. þessa árs flytur m. a. þetta efni: Björgun 353 manna, eftir Guðm. Sveinsson (en hann var skip- stjóri á Skallagrími þá ferð, er skip- ið bjargaði 353 brezkum sjóliðum sunnan við land á stríSsárunum), Hnefana á borðiS, e. Júlíus Hav- steen sýslumann, MeS Heklu til Skot- lands, e. SigurS GuSjónsson, Þýtt og endursagt e. Halldór Jónsson, Þátt- ur um sjóinn e. Grím Þorkelsson, HugleiSingar sjómanns e. GuSm. Gíslason, HafnargerS á PatreksfirSi e. Jens V. Jensson, Er sofiS á verS- inum? e. ritstj. Gils GuSmundsson o. m. fl. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ, apríl-hefti er nýkomiS. Flytur þaS margar mynd- um prýddar greinar um innlendar og erlendar íþróttir, m. a. grein um ísl. glímu eftir Kjartan Bergmann. Rits'.jóri IþróttablaSsins nú er Gunn- ar M. Magnúss. ARMBANDSÚR Sá, sem tók karlmanns-armbandsúrið í kennaraherbergi íþróttahússins á 2. hvíta- sunnudag, skili því strax til húsvarðarins. Hárflreiðslu. emi Viljum ráSa nema í hár- greiSsluiSn sem fyrst. — Þarf helzt aS hafa gagnfræðapróf. Snyrtistofan FJÓLA María Sigurðardóttir. EFYÐURVANTARBÍL þá munið Litlu-Bílastöðina við Strandgötu. Nýja símanúmerið er 1105 VIL KAU PA vöruhíl með sturtum TÓMAS BJÖRNSSON Símanúmer BSO verður framvegis 1760 BIFREIÐASTÖÐ ODDEYRAR sími 1760 Skjaldborgar-bíó „Humoresqne" Stórféngleg, hrífandi músik- mynd, sem tónlistarunnend- ur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Aðalhlutverk: Joan Crawford John Garfield Oscar Levant ^$^$^$^$$$$$^$$$^$^< — Nýja-bíó — Næsta mynd: ALLT f ÞESSU FÍNA . . . Amerísk gamanmynd frá 20th Century-Fox. / aðalhlutverkum: Maureen O'Hara, Rohert Young, Clifton Webb, Louise Allbritton, Richard Haydn. T 1MBURSKÚR til sölu í Fjólttgötu 11 — Tækifærisverð ef samið er strax. Loitiiet lagfærð og sett upp. Eig- um efni í nokkur loftnet. Pantanir mótteknar í síma 1117. Sigþór Marinósson Stefán Þórhallsson Insectoslip skordýraeitrið eyðir öllum mölflugum, húsflugum og hvers konar skordýrum úr húsum yðar. Fæst aðeins hjá okkur. Brynj. Sveinsson h.f. Sími 580. Atvinna Duglega stúlku vantar okk- ur á myndastofuna til amatörsstarfa, nú þegar. J ÓN & VIGFO S Píanóstillingar OTTO RYEL Innilegar þakkir fyrir hluttekningu, minningargjafir, blóm og alla hjálp og aðstoð í veikindum og við jarðarför móður minnar Jónasínu Jónsdóttur. Friðjón Tryggvason. Fósturmóðir mín, Steinunn Guðmundsdóttir, sem andaðist aðfaranótt 28. maí síðastliðinn, verður jarðsungin frá Glæsibæjarkirkju laugardaginn 3. júní. Húskveðja verður í Árgerði Glerárþorpi kl. 2 e. h. Sigurjón Kristinsson. ^$««^$®^$$$$$$$$$$^$«$^$$$^S$$$$^$$$$$$$$^$$$$$$Í BAJNN Öllum óviðkomandi er bönnuð afnot að íþróttavelli ÞÓRS, nema að fengnu leyfi félagsstjórnarinnar. — Þeir, sem óska eftir að fá íþróttavöllinn leigSan til keppni, snúi sér til Jóns Kristins- sonar, sími 1133. fþóttafélagið Pór ^®^^$$$$^«$$$«$$$$^$$$$^$$$^$^$^$^$$^$$^$§$$$í Feröatöskur Höfum fengið nýja sendingu af okkar við- urkenndu ítölsku ferðatöskum. með tré- gjörðum. — Birgðir takmarkaðar. Brynj. Sveinsson h.f. Sími 580 ^OOœOOOOOOO»00»&»»»00»000000000000»»OOOOOC^O'000<»0»»»o<i TILKYNNING ' Framvegis verða geymsluhólfin opin fró kl. 8 til. 18 alla virka daga. En laugardaga að- eins frá kl. 8—13. Á öðrum tímum verður alls ekki hægt að hafa aðgang að hólfunum. FRYSTIHÚS K. E. A. Orðseiiding írá Loíííeiöum Með opnun nýju sjálfvirku stöðvarinnar breytast símanúmer vor og verða fram- vegis 1940 og 1941. LOFTLEIÐIR. Skuldabrét 5% handhafa skuldabréf landssímans eru til sölu á skrifstofu minni kl. 10—12 og 13—16 daglega. AthugiS, aS meS því aS kaupa þessi skuldabréf ávaxtið þér fé yðar á hagkvæman og tryggan hátt. Símastjórinn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.