Íslendingur


Íslendingur - 31.05.1950, Blaðsíða 6

Íslendingur - 31.05.1950, Blaðsíða 6
N 1y Á L L , dr. Helga Péturs snmstæður, alls 6 bindi í góðu bandi. Verð nú aðeins kr. 200,00 Örfá eintök óseld. Bókaverzlun Björns Árnasonar. Gránufélagsgötu 4 — Akureyri. iiaur Miðvikudaginn 31. maí 1950 Mólaflutningsskrifst'ofa Jónas G. Rafnar Hafnarstræti 101 Sími 578 Munið ufmœlismót Þórs 6. júní næstk. á Þórsvellinum. Sjá grein í blaðinu í dag. Dáinn er í Winnipeg Manitoba Capteinn J. B. Skaptason fæddur að Hnausum i Húnavatnssýslu 14. nóv. 1873. Foreldrar hans Björn Stefán Jósepsson Skaptasonar héraðslæknir og Margrét Stefánsdóttir. Jósep gekk í 108. herdeiídina 4. desember 1915 og var skipaður gjaldkeri hennar og sæmdur kapteinstign. Jósep var kvæntur Jóhönnu Guðrúnu Símonardóttur frá Gönguskörðum í Skagafirði, hálfsystur dr. Valtýs Guðmund-sonar, er var í Kaup- mannahöfn. Áheit á Akureyrarkirkju kr. 130.00 frá H. C. N. og kr. 200.00 frá N. N. N. Enn- fremur kr. 500.00 frá ónefndri konu. — Þakkir. Á. R. Þar sem kirkjugarðurinn hefir keypt jarðarfararbílinn af Eyþóri Tómassyni og ætlar £fð reka hann framvegis til líkflutn- inga, geta menn snúið sér til Sigurðar Haraldssonar trésmiðs eða Kristjáns S. Sigurðssonar Brekkugötu 5 B, sími 1276. 50 ára leikaraajmœli á frú Svava Jóns- dóttir á þessu ári. í tilefni af því hefir Leikfélag Akureyrar ákveðið að heiðra leikkonuna n. k. laugardag, 3. júní, með sérstöku skemmtikvöldi í Samkomuhús- inu, þar sem skemmtiatriði verða: Leik- þáttur, þar sem frúin sjálf leikur aðal- hlutverkið, ávörp, söngur, upplestur og dans. Þeir bæjarbúar og aðrir, sem heiðra vilja listakonuna með nærveru sinni, eru vinsamlega beðnir að skrifa nöfn sín á lista, er liggur frammi í Bókaverzl. Eddu h.f. til föstudagskvölds. Músíkmyndin ,,Humoresque“. Skjald- borgarbíó sýnir í þessari viku óvenju ánægjulega músíkmynd, sem Ilumoresque heitir. Þetta er amerísk mynd, sem hinir kunnu leikarar Joan Crawford og John Garfield, fara með aðalhlutverkin í. Um mynd þessa segir eitt Reykjavíkurblaðið nýlega á þessa leið: „Hér er vakin athygli á þessari mynd, vegna þess að myndin er í tölu betri músík- mynda, sem komið hafa hingað um langt skeið. Efni myndarinnar er ekki í sama hlutfalli og hljómlistin, enda er því þann- ig oft farið um góðar músíkmyndir, að efnið er venjulega ekki í sama hlutfalli og hljómlistin, enda mun það vera erfitt verk, að samræmá slíkt. I myndinni eru leikin verk, sem mjög njóta almennrar hylli eftir ýmsa af kunn- ustu tónskáldum, sem uppi hafa verið. Að vísu er þess ekki getið, hverjir leika ein- leikana í fiðlukonsertunum, eða hver hann er sem leikur á píanóið, en hér eru að verki miklir snillingar. Unaðslegt er að hlusta á leik Sinfóníuhljómsveitarinnar. — Humoresque er ein þeirra músíkmynda, sem tónlistarunnendur ættu ekki að láta framhjá sér fara.“ ÝMSAR FREGNIR Ákveðið hefir verið að fella niður verðlagseftirlit á veitingum greiða- sölustaða og gistihúsa. Mun nokkur hækkun verða á kaffiveitingum af eðlilegum ástæðum og einnig á föstu fæði vegna mikillar hækkunar á kaffi. Hins vegar er ekki búizt við verulegri hækkun á elnstökum mál- tíðum. * Bílvegir milli landshluta eru nú óðum að opnast. Golt færi er nú milli Akureyrar og Reykjavíkur og sæmilegt milli Akureyrar og Húsa- víkur. Hins vegar er Austurlands- leiðin enn ekki fær. * Íslandsglíman var nýlega háð í Reykjavík. Glímukappi fslands varð Rúnar Guðmundsson úr U. M. F. Vöku, og er það í fyrsta sinn, er hann vinnur þenna titil. Er hann mjög efnilegur glímumaður. * Nýja vísitalan, sem ákveðin er samkvæmt gengisskráningarlögun- um, reyndist 105 stig. * Hæsta burtfarapróf, er tekið var við farmannadeild Sjómannaskólans í Reykjavík tók Rikard Jónsson, Lög- bergsgötu 3 hér í bæ, aðaleinkunn 7,47, sem nálgast ágætiseinkunn. * í Lýtingssíaðahreppi í Skagafirði hefir nýtt, fjölritað sveitablað hafið göngu sína. Rilstjóri er Indriði G. Þorsteinsson. Kirkjan. Sjómannamessa kl. 11 f. h. •— P. S. Þakkir jrá Æ. F. A. K. ■— Islendingur hefir verið beðinn að færa þakkir öllum þeim, sem keyptu blöð og merki félagsins. Sérstaklega vill það færa þakkir til ó- nefndar konu, er sendi því áheit að upp- hæð kr. 300,00. Hjúskapur: Þann 26. maí voru gefin saman í hjónaband ungfrú Soffía Georgs- dóttir og Sigurður Hannesson, múrari. — Heimili þeirra er Oddeyrargata 14. Hjúskapur. Þann 27. maí voru gefin saman í hjónaband Oddný Laxdal og Ilall- dór Ólafsson, úrsmiður. Heimili þeirra er Helgamagrastræti 21. Sjáljvirka símastöðin verður opnuð n.k. laugardag 3. júní, eins og áður hafði verið ákveðið. Höjnin: Hafrannsóknar- og gæzluskipið Maria Julia var statt hér yfir Hvítasunn- una. Dánarjregn. Þann 7. maí andaðist í Montclair í Ameríku Gunnar S. Magnús- son. Hann var Norðlendingur, fæddur í Bitrugerði í Eyjafirði, sonur hjónanna Sigurjónu Jónsdóttur og Magnúrar Gunn- arssonar, er lengi voru á Skipalóni. Ilann var kvæntur Margrétu Guðmundsdóttir frá Hrísey. Ávarp Sverris Ragnars við komu Gullfoss hins nýja Gjaldeyrisekla og bílar. — IIvað á að gera við unglinga? Ó, skrifar mér: ,.Það eru leiðinlegar sögur, sem maður heyrir frá hinum og öðrum, sem maður veit ekki, hvort maður á að trúa. Maður af Akureyri biður um yfirfærslu á 200 krónum vegna dóttur sinnar sem er við nám í Danmörku. Ifann fær þvert nei. Sömu dagana skýtur upp fjölda af nýjum bílum, — ekki til atvinnu- bílstjóra, heldur einstakra, háttsettra manna. Og á sama tíma er kunngert, að heilar fjölskyldur ætli til útlanda til mán- aðardvalar eða lengur. Verzlun sækir um innflutning á skólavörum, sem hvergi eru til í landinu, þrátt fyrir frámunalega skóla skyldu. Þvert nei! Til livers eru skólarnir, ef börnin geta hvorki skrifað stíl eða teiknað inynd, vegna þess, að æ ofan í æ er neitað um innflutning á þeim vörum, er til slíkra hluta þarf. Engin mótmæla- rödd hefir enn heyrst frá kennarastéttinni. Er það fyrir það, að kennarar hafa sín föslu laun frá ríkinu, hvort sem nokkur innflutningur fæst á skólavörum eða ekki? Til bvers er ríkið að byggja skólaliús um alll land, án þess að skilyrði séu fyrir rekstri þeirra?--Jæja, Jón minn,---- það er svo margt, sem maður vildi spyrja um, að ég held ég hætti í bili, en vel get- ur verið að ég skrifi þér annað bréf síð- ar.“ ÉG GET ekki svarað svona bréfi, garnall maður og þreyttur, en það er annað mál, sem mér liggur nokkuð á hjarta. Nýja skólaskipanin heldur fjölda unglinga í skólum frá hausti til vors, en hvað tekur þá við? Ef maður býður börnin í sveitir, þá er nóg fyrir af þýzku fólki, sem flutt var inn í fyrra. Hvað er þá annað fyrir en að gera börn vor að útflutningsvöru til að afla gjaldeyris fyrir nýjum bifreiðum handa þeim, sem ekki þurfa þeirra með. Atvinnuleysi unglinganna, sem samkvæmt Brynjólfs-lögunum eru neydd til að vera í tkóla langt fram á vor, er orðið þjóðar- mein. Fjöldi ungra telpna veit ekkert, hvað þær eiga við sig að gera, og ekkert verkefni fæst fyrir þær. Vinnuskólabug- mynd bæjarstjórnarinnar var ágæt, en úr henni virðist ekkert ætla að verða, því miður. — Þetta er orðið þjóðfélagsmein, sem allt verður að reyna til að leysa. TAURÚLLA til sölu í Þórunnarstræti 93 (niðri að norðan). Háttvirtu tilheyrendur! Við erum nú hér saman komin til þess að fagna komu þessa nýjasta og glæsilegasta skips íslenzka flot- ans. — Það er sennilega smiðshögg- ið á djarfar og mikilfenglegar ný- byggingar Eimskipafélags Islands í bili, nýbyggingar, sein þjóðin fagn- ar einhuga, og er hreykin af, og þakkir séu Eimskipafélagi íslands fyrir framsýni og stóihug í áæ'.lun- um og framkvæmdum eftirslríðsár- anna, unt endurnýjun og aukningu verzlunarflotans. Siglingar eru nauðsyn, sögðu Rómverjar til forna. Þetta hafa sigl- ingaþjóðir heimsins haft hugfast, og þykir svo mikið við liggja, að þrátt fyrir óhemju afhroð í síðustu styrj- öld, mun verzlunarfloti heims, nú þegar, vera orðinn all-miklu meiri en hann var fyrir styrjöldina. •— Hverj- um æiti þessi sannleikur að vera aug- ljósari en okkur íslendingum, sem byggjum þetta land, umflotið sævi, lengst af, á hjara veraldar. — For- feður okkar virðast hafa misst sjónar á þessari nauðsyn í lok Þjóðveldis- ! tímabilsins, og það er enn lítt rann- sakað mál, hvern þátt tómlæti þeirra, um viðhald skipastólsins, át.i í því aldalanga myrkri, sem þjóðin átti þá fyrir höndum. — Héðan af hendir okkur ekki slíkt sinnuleysi. Þjóðin, með E. í. í fararbroddi, þekkir sinn vitjunartíma í þessum efnum og skilur til fulls, að siglingar eru nauð- i syn og iíftaug þessa eylands. —- Hin nýju skip okkar, og þetta góða skip, þeim öllum fremur, ásamt fleirum góðum samgöngutækjum, hefir flult ísland til um set á hnettinum. Við er- um ekki lengur á hjara veraldar. — Mér er fyrir barnsminni, þegar fyrsta skip E. I. sigldi hér inn á höfnina, fyrir um það bil 35 árurn siðan. Ég hef seinna skilið það betur, heldur en ég gerði þá, hvílíkum aldahvörf- um stofnun E. í. réði í sögu þjóðar- innar, og hver höfuðnauðsyn það var, að hafizt væri handa um bygg- ingu kaupskipaflota, þegar af þeirri ástæðu, að sjálfstæði eylands er ó- hugsandi án hans. — Hvers virði væri okkur sjálfstæði, og hefðum við í raun og veru haft nokkurn rétt til að öðlast það, vanmegnugir um að eiga að minnsta kosti þá'.t í flutn- ingum til og frá landinu. — Slíkl umkomuleysi verður ekki samræmt þeim kröfum, sem gera verður til fullvalda ríkis. •— Eimskipafélagi ís- lands hefir vegnað vel á þessum ár- um, það hefir þróast og dafnað, með eðlilegum hætti, og guði sé lof fyrir það. — Megi gæfan fylgja því, svo að það verði megnugt um að sinna hlulverki sínu á ókomnum árum, rneð sania stórhug og glæsibrag, sem hingað til. — í þessu kærkomna tilefni óskum við Akureyringar E. í. árs og frlðar, skips jóra og skipshöfn hellla og velfarnaðar og þjóðinni til hamingju, með hinn ágæta farkost. Fyrir hönd Akureyrarbæjar vil ég að lokum leyfa mér að bjóða „Gull- foss“ velkominn á höfn okkar. Megi hamingja fylgja honum og skipshöfn hans. Góðir Akureyringar, látum okkur árétta árnaðaróskir okkar með ferföldu húrra. „Gullfoss", hið nýja skip E. í. lengi lifi! FÉLAGSLÍF Boðhlaupsæfing annað kvöld kl 8 á íþróttavellin- Jm, og drengjamótið í frjálsum íþróttum 8 — 15 ára hefst á föstuda.ginn kl. 8 e.h. F rjálsiþróftadeilílin. Samkonm í lcristniboðshúsinu Zíon (fórnarsamkoma) n. k. sunnudag kl. 8,30, séra Jóhann IJIíðar talar. — Allir vel- komn!r. HVÍTIR KVENSLOPPAR með stutturn ermum BRAUNS-verzIun Páll Sigurgeirsson Nýja símanúmerið 1909 3 línur. B. S. A. Frumbækur, Hofuðbækur Fundargerðarbækur Bréflím Glerlím. Bókaverzl. EDDA h.f.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.