Íslendingur


Íslendingur - 10.03.1961, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.03.1961, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDIN GUR Föstudagur 10. marz 1961 60 ÁRA Sr. Valdimar J. Eylands dr. theol. Á LAUGARDAGINN 4. marz varð hinn góðkunni Vestur-ís- lendingur, Valdimar J. Eylands 60 ára. — Þessar orðfáu línur eiga að flytja honum kærar kveðjur og árnaðaróskir í tilefni tímamótanna. Margir vinir hugsa hlýtt til hans, hjónanna og heim- ilisins. Hugurinn flýgur yfir ál- inn og liðnar samverustundir vekja kærar minningar. Líf og saga Vestur-íslendinga hefur jafnan verið samofin tveim ur meginþáttum, trúarlegum og þjóðernislegum. — Trúin og þjóðararfurinn var það dýrmæt- asta, sem útflytjendur héðan tóku með sér til hinna nýju heim kynna. — Það tvennt hefur mót- að lífsbaráttu þeirra fram á þenn an dag. Þegar ég var að ferðast í byggðum íslendinga vestan hafs og dvaldi m. a. í Winnipeg, fékk ég að kynnast mörgum Vestur- íslendingum. Varð mér þá Ijóst hve trúlega samlandar vorir héldu vörð um þessa helgu dóma þjóðarinnar. — Einn þeirra vöku manna er Valdimar J. Eylands, prestur fyrsta lúterska safnaðar- ins í Winnipeg. Um eitt skeið var séra Valdi- mar hvort tveggja í senn, forseti Þjóðræknifélagsins og forseti lúterska kirkjufélagsins. Þannig sameinaðist í persónu hans for- ísabella kvensokkar María Marta Mína (sterkir) (þunnir) (m/teygju) Aníta (saumlausir, margir litir) ustan á sviði trúar- og þjóðrækn ismála. — Við það að kynnast honum koma skýrt í ljós hinir sterku eðlisþættir. Séra Valdi- mar er mikill kennimaður. Ræð- ur hans bera vott um innri styrk og fölskvalausa trú. Hann talar af sannfæringarkrafti. Hann er rökviss og hugmyndaríkur. Það er köllun hans að boða kristin- dóm. — Og hann er heitur ætt- jarðarvinur. — Ast hans til ís- lands kemur hvarvetna í ljós. — Oft er hann með hugann heima á gamla Fróni og fornum slóðum norðan lands. — í bókmenntir vorar hefur hann sótt mikinn fróðleik og ávaxtað í störfum sínum. — Séra Valdimar hefur unnið gott starf fyrir kirkju Krists og íslenzka menningu í nútíð og framtíð. Séra Valdimar er kvæntur frú Lilju Johnson, og hafa þau eign- azt fjögur börn. — Ég sendi hinu gestrisna og góða heimili hug- heilar kveðjur og þakkir. Guð blessi ykkur, kæru vinir, — og vaki yfir ykkur um alla framtíð. Pétur Sigurgeirsson. NÝKOMIÐ: ANGEL-FACE steinpúður margir litir. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1521. ísabella lækkar sokkareikninginn. ^pörudalan HAFNAR.S1RÆTI 101 AKUREYRI Til fermingargjafa: Peysur, margar teg. Undirfatnaður SNYRTIVÖRUR í miklu úrvali. Gpörujalan HAFNARSTRÆTt 101 AKUREYRI OKKUR VANTAR tvær afgreiðslustúlkur frá klukkan 9—12. O. C. THORARENSEN Sími 1032 og 1232. í miklu úrvali. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1521 Gluggatjaldaefni í úrvali. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson Sviðsmynd úr Tehúsi Ágústmánans. Tehús Ágústmánans á Húsavík TEHÚS ÁGÚSTMÁNANS var frumsýnt 1. þ. m. fyrir fullu húsi og afbragðs undirtektum. Til- drög þess, að ráðist var í að koma þessum ágæta en umfangs- mikla leik á fjalirnar, voru eft- irfarandi: Þegar L. H. gat ekki lengur þrifizt fyrir aðsókn Ágústmái^- ans — var ekki um annað að gera en fá einhvern kunnáttu- mann — annaðhvort til að kveða hann niður, eða koma honum upp. Hringt var í Ragnhildi Stein- grímsdóttur, Akureyri, og hún beðin að koma. Ekki stóð á svari. Ragnhiidur kom, og ákveðið var að koma „Mánanum“ á loft. Var nú hafizt handa um að smala fólki — bæði til að ieika, smíða og aðstoða. Allir brugðust vel við, voru boðnir og búnir til að gera sitt bezta — stór hópur, yfir 30 manns, svo og Mjallhvít litla, er stóð sig með ágætum í hlutverki Lady Astor. Æfingar hafa staðið yfir í sl. 2 mánuði og árangurinn kominn í Ijós. Er hann að dómi kunn- áttumanna meiri og betri en hægt er að krefjast af litlu leik- félagi, sem á við erfiðar aðstæð- ur að búa. Stærstan þátt í því, hve vel hefur tekizt, á leikstjórinn, frk. Ragnhildur. Hún hefur fram- kvæmt þarna hluti, sem áður voru taldir óframkvæmanlegir. í það minnsta hefur enginn til þessa, utan Þjóðleikhússins, lagt í að setja Tehúsið á svið — ekki verið talið mögulegt, nema á full komnu leiksviði. Það var öllum hér ljóst þegar í upphafi, að „senan“ hérna yrði of lítil — þá var bara farið fram í sal. Sitt hvoru megin við „sen- una“ voru reistar bækistöðvar hersins. Skrifstofa Fishbys höf- uðsmanns, í Okinawa stíl, og að- setur Pierdys III. ofursta í bragga stíl — síðan höfðu innfæddir að- alsenxma fyrir „Tehús“ sitt og hópfundi. Þessi sviðsetning kom þeim, er séð höfðu leikinn í Þjóðleikhús- inu, þægilega á óvart. Sérstak- lega þykir bambus-skrifstofa Fishbys vel útfærð. Búninga innfæddra lánaði Þjóðleikhúáið, og Ameríska upp lýsingaþjón. útvegaði nokkra herbúninga. Þakkar L. H. hvoru tveggja. Aðalmaður við senusmiði og upp setningu á leiksviði var Hilmar Valdemarsson, auk margra ann- arra. Um ljósin sá Jóhannes Har aldsson. Þetta á ekki að vera neinn leik dómur — heldur lauslegt rabb um þessa starfsemi L. H. Þó vil ég geta hér aðalpersónu leikrits- ins, túlksins Sakini. Það er lang stærsta hlutverkið og ekki á með færi nema góðra leikara. Sigurð ur Hallmarsson lék túlkinn. Þeir, sem séð höfðu Lárus Pálsson í sama hlutverki, óttuðust saman- burð. En sá ótti var ástæðulaus, — Sigurður stóðst þann saman- burð með prýði. Nú er Ágústmáninn kominn á loft og hefur svifið fyrir fullu húsi í níu kvöld. Verður hann væntanlega sýndur í næstu viku. Joðge. — Þú heldur víst að ég geri eins og allar hinat, að ég flytji heim til mömmu, sagði eiginkon- an eftir hötkuiiftildi við mann sinn. — En þar skjátlast þér, éóði. Ég ætla að biðja mömmu að koma hingað.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.