Íslendingur


Íslendingur - 10.03.1961, Blaðsíða 4

Íslendingur - 10.03.1961, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDIN GUR Föstudagur 10. marz 1961 l•■•a•ll•ll•ll•ll■l•ll■•ll■l■■llll■l•l■lllllll••l■llll••••lllltl■llllllllll■llllll■ll••lll■l•■lllll•l■lll■•» I ííí Kemur úr hvern föstudag. i I útgefandi: ÚtgMufélag Is- | I ábyrgðarmaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólugötu 1, Sími 1375. 1 i Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 81 (neðsta hæð), sími i i 1354. Opin kl. 10—12 og 13.30—17.30. Á laugardögum kl. i 10—12. — Prentverk Odds Bjömssonar h.f., Akureyri Tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii* STÓRPÓLITÍSKUR SIGUR PANKABROT Hvemig ó að skrifa manna- nöfn? — Staðfugl en ekki eft- irlegufugl. — Þjóðaratkvæði, takk! í útvarpsumræðunum um þál. till. um lausn fiskveiðideilunn- ar við Breta kom ýmislegt fram, sem mörgum hlustendum hefur ekki verið kunnugt um áður eða gert sér að fullu ljóst. Málflutn- ingur stjómarandstöðunnar var allur á eina lund, og mátti ekki á milli sjá, hvor betur barðist gegn því að deilan yrði leyst: kommúnistar eða Framsókn. Það sem mesta undrun hefur að sjálfsögðu vakið, var afstaða stjórnarandstöðunnar til út- færslu grunnlína á þýðingarmikl um stöðum gegn tímabundnu leyfi til handa Bretum um veiði milli 12 og 6 mílna á nokkrum tilteknum svæðum. Og sú undr- un er skiljanleg. Þeir sem mest hömuðust gegn þessum þætti til- lögunnar vom sumir hinir sömu menn og sumarið 1958 vildu kaupa viðurkenningu á 12 milna fiskveiðilögsögu því verði, að leyfa öllum þjóðum að veiða á öllum miðum milli 6 og 12 mílna næstu 3 árin. Að ekki varð af þeirri skipan málsins stafaði ein- faldlega af því, að ekki var þá gengið að boðinu. Þá veldur furðu, að kommún- istar skuli halda því fram, að samningar um fiskveiðiréttindi til handa annarri þjóð um tak- markaðan tíma á takmörkuðum svæðum, skuli teljast svik við þjóðina, — jafnvel landráð, þeg- ar vitað er, að eftir að Rússar færðu landhelgi sína og fisk- veiðimörk „einhliða" út í 12 míl- ur, náðu Bretar við þá samkomu lagi til fiskveiða í Hvitahafi á til- teknum svæðum, — ekki aðeins inn að 6 mílum um 3 ár, heldur allt inn að 3 mílum í 5 ár, og skyldi samningur sá framlengj- ast næstu 5 ár, væri honum ekki sagt upp á tímabilinu, en svo hefur ekki orðið. Voru rússnesk stjómarvöld með þessu að svíkja þjóð sína og fremja landráð? Og hvað fengu þau í staðinn? Þeirri spum hafa kommúnistar enn ekki svarað. Þótt Bretar hafi sýnt okkur fáheyrðan yfirgang og ógnanir í sambandi við útfærslu fiskveiði- markanna og brugðizt þar öðru vísi við en áður, er Rússar höfðu gert hið sama, getum við ekki einblínt á það eins og sakir standa. Sá yfirgangur er ekki gleymdur, — en það er líka ann- að, sem við megum ekki gleyma, en það er að halda virðingu okk- ar meðal annarra þjóða og sam- hug þeirra í þessu lífshagsmuna- máli okkar. Þótt við teljum okk- ur hafa fyllsta rétt til þeirra að- gerða, er til framkvæmda hafa komið, vitum við jafnframt, að fjöldi annarra þjóða lítur það öðrum augum og hvers konar óbilgimi af okkar hálfu, svo sem að neita að ræða málið við aðrar þjóðir, er til þess eins fallin að rýja okkur þeirri samúð, sem við höfum hingað til notið. Það er því réttmæli, er varaformaður Framsóknarflokksins og lærðasti maður þeirra í alþjóðarétti, Ól- afur Jóhannesson hefur sagt: „að smáþjóð verður að varast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf verið við því búin að leggja mál sín til úrlausnar alþjóða- dómstóls, því að sannleikurinn er sá, að smáþjóð á ekki annars staðar frekar skjóls að vænta heldur en hjá alþjóðasamtökum og alþjóðastofnunum, af því að hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðunum eins og stórveldin." Það sem nú hefur gerzt, er að við höfum fengið Breta til að við urkenna, — ekki aðeins 12 mílna fiskveiðilögsögu, heldur og frið- un þýðingarmikilla fiskimiða ut- an hennar, en stjómarandstaðan hafði áður borið fram á Alþingi tillögu um, að 12 mílna lögsagan yrði lögfest. Þenna ótrúlega góða árangur af viðræðunum við Breta líkir Dagur við að „selja“ landhelgina! Hvað vill hann þá kalla verknað rússneskra stjórn- arvalda, er þeir gerðu samning- inn við Breta um veiðar í Hvíta- hafi? Hver sem lítur á þetta mál raunsæjum augum og lætur skyn samlegt mat ganga fyrir áhrifum heitra tilfinninga eða þjónkun við viss, framandi öfl, getur ekki komizt að nema einni niður- stöðu: að í máli þessu séu íslend- ingar að vinna stærri pólitískan sigur en nokkum gat órað fyrir. B. Z. B. skrifar: „ÉG HEF oft verið að velta þvi fyrir mér, hve nöfn sumra manna eru misjafnlega skrifuð, og tek ég hér aðeins til meðferðar nöfnin Jak- ob, Jósef, Valdimar. í biblíunni eru fyrrnefndu tvö nöfnin rituð á einn hátt, og í prentuðum heimildum er fyrsta nafnið ætíð ritað á einn og sama hátt, en nafnið Jósef er stund- um ritað Jósep og ýmist ritað Valde- mar eða Valdimar. Nægir þar að fletta upp í ritinu: Hver er maður- inn. Þar eru nokkrir Jósefar og Jós- epar og nokkrir Valdemarar og Valdimarar, en sennilega er þar fylgt kirkjubókum um rithátt nafna eða venju þess manns sjálfs, er nafnið ber. í seinni tið er yfirleitt ritað Valdimar og Jósef. UM FYRSTNEFNDA nafnið Jabob er ekki vitað, að annar rit- háttur sé til á því en í biblíunni, eða a. m. k. hef ég ekki séð slíkt á prenti. Hitt er alkunna, að nafnið Jakob er oft ritað Jakop, og sagt hefur mér verið, að í einum skóla hafi einn Jakobsson verið skrifaður Jakopsson utan á þriðjung þeirra korta, er hann fékk á „Litlu jólun- um" í efsta bekk barnaskólans. Maður skyldi ætla, að börn á þeim aldri, sem lesið hafa biblíusögur árum saman, ættir að kannast við nafnið af sjónarminni og þá kenn- arar þeirra eigi síður. En svo virðist ekki vera. En ekki minnist ég að hafa séð nafngiftina Jakopína, né heldur Jósepína, sem ætti að vera rétt orðmynd af nöfnunum Jakop og Jósep. ÞA ER ÞAÐ mjög á reiki, hvort börn þess manns, sem ber heitið Björn, skrifa sig Bjarnar-son eða dóttur eða Björnsson eða dóttur. Samkvæmt beygingu nafnorðsins björn er eignarfallið bjarnar, og þannig skrifaði Þórhallur biskup föðurnafn sitt og margir fleiri í seinni tíð, en enn mun algengara að skrifa Björnsson og Björnsdóttir. Ekki kynni ég við að tala um Björns sögu Hítdælakappa eða afkomend- ur Björns bunu. Eða hver talar um björnshíði? Nei, vinnið að réttum beygingum nafna og jafnframt því, að kennarar æfi nemendur sína í að skrifa þau nöfn rétt, sem tekin eru beint úr biblíunni, sem ætlazt er til að þeim séu nokkuð kunn.“ í SUNNANBLAÐI las ég nýlega frétt ofan úr Borgarfirði, þar sem skýrt er frá „óvcnjulegri sjón", þ. e. skógarþresti, og er talað um, að þar sé um „ánægjulegan vorboða" að ræða ellegar „eftirlegukind, sem ekki hefur fylgt félögum sínum til hinna heitari landa, er syrta tók í álinn hér á okkar kalda Fróni". Og loks er þess getið, að komið hafi áð- ur fyrir, að skógarþrestir hafi sézt á þessum tíma árs uppi í Borgarfirði. SKÓGARÞRÖSTURINN mun nú orðinn staðfugl hér á landi, a. m. k. er hann það hér á Akureyri, sem liggur miðja vegu milli Borgarfjarð- ar og Norðuríshafsins. — Daglega flögra skógarþrestirnir undan fót- um okkar á götunum, svo gæfir, að við næstum stígum ofan á þá, og mega þeir teljast nær einu fuglarnir, er sjást hér í bænum um þessar mundir. Jafnvel dúfumar láta ekki á sér kræla líkt því sem áður. Skóg- (Framhald á bls. 6) VÍSNABÁLKUR ♦ Út af fyrirspurn um vísuna „Verður svalt“ í síðasta bálki, höfum vér fengið þessar upplýs- ingar og sannprófað þær: Vísan er eftir Jón Thoroddsen, prentuð í Ijóðaútgáfum hans þannig: Verður svalt, ÞVÍ veðri er breytt, vina eins er geðið; þar sem allt var áður heitt er nú kalt og freðið. Vísan því ekki kveðin sem hringhenda. Þá koma hér nokkrar stökur eftir Braga frá Hoftúnum: Kveðið á Blönduósi í júní 1959. Hlýr er júní blíður blær, blóm á túnum gróa. Geislarúnir röðull skær ritar á Húnaflóa. Bátar þessir gengu til fiskveiða frá Ólafsvík veturinn 1959. Bjargþór, Glaður, Brynjar, Jökull, Bjarni, Þórður, Hrönn og Týr, Mummi, Fróði, veiðivökull Víkingur og Hannes nýr. Kveðið að morgni í lasleiká. Enduð er nóttin, ég illa er sofinn, aum eru skilningarvit. Hálsinn er bólginn og hausinn er dofinn, hlandið með koníakslit. Á Þorranum 1959. Grimm í lund er Gýmis frú, galdra kveður braginn. Úti á vöstum yztu nú oft er svalt á daginn. Himinglæva hefst á kreik, hennar glennist muður. Bylgja og Hrönn sér bregða á leik, Blóðughadda og Uður.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.