Íslendingur


Íslendingur - 01.12.1961, Síða 1

Íslendingur - 01.12.1961, Síða 1
XLVII. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1961 . 42. TÖLUBLAÐ „Getum keppt við stórþjóðirn- ar . . . ef við sýnmn trú- mennsku í verki” Litazt um í Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar og Co. íyTEÐST á Oddeyrartanga stendur bygging, mikil að flatarmáli, þótt ekki trani hún sér margar hæðir til himins, að undan- teknum reykháf einum miklum, en hann stendur við vesturenda hússins. Um hádegisbilið kemur mesti isægur fólks, einkum kven- fólks, frá húsi þessu og hcldur upp í hæinn. Það er sýnilega að fara heim til máltíðar. En hvað cr allt þetta fólk að gera í húsi þessu? Einn dag í vikunni rekur forvitnin okkur þangað, og við komumst fljótt að því, að hér er framlciddur gjaldcyrir, ef svo mætti segja. Þetta er niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar & Co. 750 ÞÚS. FYRIR ÁRAMÓT. Við hittum Kristján Jónsson verksmiðjustj. og biðjum hann að segja okkur svolítið frá starf seminni hér. — Um þessar mundir erum við að leggja niður kryddsíld í dósir. Það er .allmikið magn á okkar mælikvarða, því við þurf um að hafa tilbúið „party“ fyr- ir áramót, sem í eru um 750.000 dósir. Þetta eru einkum síldar- flök og gaffalbitar. — Hvernig er með markaði yfirleitt erlendis og samkeppni við erler.dar verksmiðjur? — Okkar vörur þykja góðar erlendis, engu síður en hér iheima, og það leggur okkur mikið lið. Hins ber þó að geta, að við erum byrjendur í nið- ursuðu, höfum unnið að henni í einn eða tvo áratugi, þar sem aðrar þjóðir hafa aftur á móti margra áratuga reynslu, og á að skipa þaulæfðu fólki. ENN í UPPBYGGINGU. — Það er nefnilega ekki nægi KOMU TIL AÐ SOFA ÓVEÐURSDAGANA átti blað- ið tal við nokkra skipstjóra er höfðu lent í hríð og stórsjó. Eng ir skaðar höfðu orðið hjá þeim utan það að bátur mun hafa brotnað um borð í Sléttbak. H. M. S. Russel leitaði hér hafnar á sunnudaginn sökum veðurofsa. Skipherrann, kommander Snell, kvað þá hafa lent í hinu versta veðri, einkum út af Bakkafirði. í þrjá sólarhringa hélzt ekki nokkur maður við í rekkj-u sinni, og bætti skipherrann við: — .við komum hingð til að sofa. legt að hafa vélar og hráefni, þegar um niðursuðu er að ræða. Þegar búið er að koma upp húsi, setja í það vélar og ráða starfsfólk, þá fyrst byrja erfiðleikarnir. Við erum að byggja þetta upp, og starfsfólk- ið þarf að læra, og það tekur líka sinn tíma. Með sama verka fólkinu mánuð eftir mánuð og kannske ár eftir ár, er hægt að ná góðum árángri, en því hefur ekki verið til að dreifa hér. Þessi iðngrein er ekki orðin svo gróin hjá okkur, að við getum átt von á verkvönu fólki í byrj- un. — Hversu margt fólk vinnur hér nú? — Um 80 manns allan dag- inn, en eftir hádegi bætist nokk uð við, þannig að alls munu vera hér um 100 manns. ÆTTI AÐ GETA GENGIÐ ALLT ARIÐ. — Hversu mikil er fram- leiðslan á dag? — Nú þessa dagana er það um 14—15000 dósir af síldinni, en svo tökum við annað slagið smásíldina, eða sardínurnar, sem sumir kalla. Þær þurfum við að meðhöndla á annan hátt, en sala þeirra er mjög örugg, 'bæði hér á landi og erlendis. — Annars skal ég segja þér, að svona verksmiðja þarf helzt að ganga allt árið, og það á hún að geta á þessum stað, þar sem 'hráefnið er svo að segja rétt við bæjarvegginn. Pollurinn er fullur af smásíld mikinn hluta ársins, en á öðrum tímum gætu verið næg verkefni við hafsíld o. fl. Erfiðleikarnir eru einkum að fá á hverjum tíma nógu fljótt réttar umbúðir, og að hafa á að skipa æfðu verkafólki. Svo þurf um við að fá fjölbreyttari vél- ar. Við flökum t. d. og skerum allt í höndunum, þar sem aðrir hafa vélar, og er það að sjálf- sögðu bæði seinlegt og dýrt. Þar standa aðrar þjóðir betur að vígi í verðsamkeppninni. MIKIL VINNA FRAMUNDAN. — Hvað er svo framundan, þegar þessu „partyi“ lýkur? — Þá tekur annað við, og svo í vor eða sumar smásíldin. Eins og sakir standa eru næg verkefni fram í marzlok eða (Framhald á bls. 4) Úr niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. — Sardínum raðað í dósir, er síðan renna eftir færibandi að lokunarvél. Einhuga fundur í Bcrgarbíói Á MÁNUDAGSKV. hélt félagið Varðberg fund í Borgarbiói um ísland og vestræna samvinnu, og voru frummælendur þrír ungir alþingismenn lýðræðis- flokkanna, er töluðu í þessari röð: Matthías Mathiesen frá Sjálfstæðisfl., Jón Skaftason frá Framsóknarfl. og Benedikt Gröndal frá Alþýðufl. Var ágætur rómur gerður að máli þeirx-a, en það laut allt að því, að oss íslendingum bæri að treysta svo sem unnt væri vest í'æna samvinnu. Á undan fi’am- söguræðum var sýnd myndin „Fei’ð um Bei’lín" með íslenzku tali. Fundai’stjóri var Ragnar Steinbei-gsson hdl., en ritarar Sigurður Jóhannesson og Sig- ui’jón Bi’agason. Að loknum fi’amsögui’æðum töluðu Bern- harð Stefánsson og Árni Jóns- son, og frummælendur svöi’uðu fyx’ii’spurnum. Fundinn munu (Framhald á bls. 5.) ERFITT FERÐALAG ÞRIÐJUDAGINN 21. þ. m. lagði Orn Pétursson bílstjóri, ásamt tveim mönnum, af stað á vörubifi’eið sinni áleiðis til Aust.fjarða. Fai-mui’inn, sem var nokkur tonn af vörum, átti að fara á ýmsar Austafjai-ðahafnir. Þeir komust þó ekki á lejðarenda. — Ferðalag þeirra félaga vai’ð nokkuð langt og allsögulegt. — Það tók þá nokkra sólarhringa að komast hingað aftur. Áttu þeir í stn'ði við ófæi’ð og stór- hríð, m. a. voru þeir samfleytt í tvo sólarhringa að akstri. MILLJÓNATJÓN í FYRSTA ÁHLAUPI VETRARINS Stórfelldar skemmdir í mörgum sjávarplássum viÓ Eyja- fjörð og víðar um Norðurland AÐFARANÓTT fyri’a fimmtu- dags gei’ði norðanstórviðri með snjókomu um allt Norður- og Austurland og stói’brimi við sjávarsíðuna, er olli milljóna- tjóni. Stóð stór'hríðin í fulla tvo sólai'hringa. Strax á fyrsta sól- arhring rofnaði rafstraumur til bæjarins vegna krapastíflu í Laxá, og vai-ð að taka upp i-af- Niðuisuouverksnuðja K. Jónssonar & Co. á Oddeyrartanga. magnsskömmtun. Mundi hafa skapast hálfgert neyðarástand á orkuveitusvæði Laxár, ef ekki hefði verið búið að koma upp toppstöðinni á Oddeyi’i, er fi-am leiðir um 2 þús. kw. Þungfært hefur vei’ið bifi-eið- um um bi’ekkux’nar í bænum og næstu sveitir og ófært um fjall vegi, en unnið hefur verið að hreinsun undanfama daga. Flugferðir féllu algjörlega nið- ur frá þi’iðjudegi til sunnudags. Um tjón á mannvii’kjum og tækjum má lesa í þætti blaðsins „Úr grenndinni“, en varðandi í-afmagnsskortinn vísast til greinargerðar rafveitustjóra á öðrum stað í blaðinu. ISLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.