Íslendingur


Íslendingur - 01.12.1961, Blaðsíða 5

Íslendingur - 01.12.1961, Blaðsíða 5
w Bjartmar Guðmundsson alþingismaður: GERRÆÐISVERKIN" (Niðurlag.) SPARIFÉ MANNA í innláns- deildum nýtur réttinda eins og sparifé í bönkum og spari- sjóðum samkv. lögum nr. 46, 14. apríl 1954, III. kafla, 22. gr. Hví skyldi þá ekki hvíla á því sama skyldan og óðru sparifé, fyrst það hefur réttindin? Eða vilja menn máske láta taka þau rétt- indi af innlánsdeildafénu? Það er undanskilið sköttum og út- svari, og slíkt hið sama vextir af því, alveg á sama hátt og það, sem geymt er í bönkum og sparisjóðum. Sé það nauðsyn- legt fyrir alþjóð að binda á þenna hátt hluta sparifjár, þá á það að ganga jafnt yfir. Sé það fórn, t. d. fyrir sparisjóð, að Iáta á þenna hátt í hendur Seðla- bankanum lítinn hluta af fé sínu, þá eru það óeðlileg fríð- indi fyrir innlánsdeild á sama stað að vera laus við þá kvöð. Það mundi skapa fjárflótta frá sparisjóðnum yfir í innláns- deildina. Hvernig sem á þetta er litið, sýnist mér því að spari- sjóðurinn og innlánsdeildin eigi að sitja við sama borð, og þann- ig hef ég alltaf litið á þetta mál. Hitt er aftur á móti umtalsvert, að lítils megnug fyrirtæki, jafnt sparisjóðir .^.og innlánsdeildir, . ættu að geta f engið undanþágu frá niðurjöfnun, ef sérstaklega stendur á, líkt og t. d. fátækasta fólk, frá niðurjöfnun útsvara. En stór og sterk fyrirtæki, sem varðveita sparifé manna, eiga að bera sömu bagga, hvort sem þau heita innlánsdeild, banki eða sparisjóður. Ég vil hvorki gera kaupfélög að sérréttinda- stofnunum né gustukabörnum. Þau eru ekkert þurfin fyrir það. Brosleg slagorð. Þessu til viðbótar er svo enn, eins og að var vikið, að skattur þessi, sem svo er kallaður, er enginn skattur í reynd, aðeins tilfærsla í reikningum og því ekki líkt því eins mikið atriði og af hefur verið látið af hróp- endum eyðimerkurinnar, en þó einn þáttur af mörgum í ráð- stöfunum til að efla Seðlabank- ann í hlutverki, sem snertir allt landið, ekki eitt byggðarlag eða fá, heldur öll sameiginlega. Stóru orðin um, að soga eigi fjármuni fátækra byggðarlaga til Reykjavíkur á þenna 'hátt og beita þau gerræði, eru aðeins ibrosleg slagorð á borð við móðu faarðindatal og landeyðingu, sem Karl Kristjánsson er nú orðinn allra íslendinga frægast- ur fyrir. Frá sjónarmiði innlánsdeilda , eða þeirra manna, er telja sig > þeirra málsvara, tel ég að vinn- ingur sé fyrir þær að hafa feng- ið á þenna hátt fulla viður- kenningu um jafnrétti við banka og sparisjóðj. Hef ' ég þá sýnt fram á, að kenningin um gerraeðislegar of- sóknir á lagasmíð tveggja síð- ustu ára á hendur kaupfélögum, hefur ekki við rök að styðjast, heldur er hún óróleikahróp og broslegur bægslagangur að því er snertir hið dulai'fulla blóm, sem reyndist 14 hundrað-kall- ar! Vottorðið, og hin míkla óbeit á Iyginni. Eins og ég sagði í upphafi hef ur K. K. enn magnað á mig sendingu í Degi, og hefur nú óvenjulega fátt að segja og er heldur daufur í dálkinn. Birtir þó vottorð um, að útsvar K. Þ. hafi hækkað um 75.6% síðan 1959. En niður faefur þó fallið, að taka fram, að samvinnu- skattur er úr sögunni. Líka faefur faonum gleymzt að skýra frá, hversu útsvörin hafa hækk- að mikið í heild á Húsavík á þessum tveim árum. Og í þriðja lagi að nefna, hvað umsetning félagsins hefur vaxið um marg- ar milljónir síðan 1959. Vottorðið er frá vönduðum manni og skal ekki vefengt. En þegar á hitt er litið, er fullt svo líklegt, að það sanni fremur cn. hnekki því, sem ég hef áður sagt um áhrif útsvarslagabreyting- arinnar 1960. Þá eru það loks lygarnar og blekkingarnar, sem Karli hefur orðið mjög tíðrætt um og tvinn- að og þrinnað saman sitt fallega orðbragð þar um í mörgum blaðagreinum, mest áberandi þó 13. september. En þar komu þess konar orðblóm fyrir 18 sinnum í einni ritsmíð í reiði- kasti. Nú segir hann, sá góði maður, að sér þyki orðið LYGl ljótt orð, og faann sneiði hjá að nota það jafnan. En blekkingin er ekki ljót, né orðið. Og sögnin að ljúga er ekki heldur ljót. Er það því af fagurfræðiástæðum að hann þykist hafa notað það fag- uryrði en sneitt hjá nafnorðinu LYGI. Jæja, sama er mér. En með móðurmjólk drakk ég eitt sinn þann skilning á okkar mæðra- máli, að sögnin að ljúga þýddi þann verknað, er LYGI heitir á íslenzku tæpitungulaust, og að blekkingin sé jafnvel enn ótukt arlegri en sjálf lygin umbúða- laus. Skal svo útrætt um þenna þátt snyrtimennskunnar. Lítill eftirmáli. Þegar ég lít um öxl yfir 2 ár, man ég eftir 5 ritsmíðum í Degi, .............III...... 1...................1I1ITI1II1...... BÆKUR OG RIT iiiiiimitiiiifiiiiiiiiiiiiitiiiiMiiii sumum mjög löngum, eftir K. K., sem allar snúast um nafn mitt. Þetta er mikil persónulýs- ing, og fyrirfinnst þar marg- endurtekin ímynd um að ég sé alltaf að reyna að drepa kaup- félög, hvað þó erfiðlega gengur, því að þau faafa mörg líf. Og fyrir utan illviljann í garð kaup ¦félaga er annar aðalþráður þeirrar mannlýsingar sá, að ég sé úr hófi fram ósannsögull, svo að ég viðhafi mildara orðbragð en efni standa til. Fallegur er stimpillinn og at- orkan ekki smá að koma honum á réttan stað. Margra grasa kennir þarna auðvitað annarra. Þrívegis, og nú í fjórða sinn, 'hef ég talið mig til neyddan að bera til baka fjarstæður, þó að óhugnanlegt sé að þurfa að ræða um sjálfan sig. Og hefur 'þá eins og gerist „orð vaxið af orði". . Svona mikið blek virðist hafa þurft til að sýna einn mann í réttu Ijósi. Mikið hefur eflaust farið út um þúfur og í grýtta jörð. En ég ætla þó, að erfiðislaun séu orðin þó nokkur. Þau mæta okkur af og til á förnum vegi sem bergmál eða endurkast af vörum mætra manna, sem meta foringja sinn hátt. Án alls kala ætla ég að nefna eitt dæmi um það, af fleiri áþekkum: Kunningi minn einn, allt að því vinur um langan tíma, jafn- aði mér í fullri alvöru á fjöl- mennum mannfundi við einn alkunnasta morðingja veraldar- sögunnar, ekki beint að ég stæði í mannvígum, en væri að reyna að myrða kaupfélög og eyði- leggja landsbyggðina. Orðalagið á þessari eftirminnilegu athafna lýsingu minnti á fyrirmyndina. Skyldi það ekki skapa vellíðan að hlusta á svona endurkast eigin orða — og finna gildi þeirra. Ég spyr. Umræðu á þessum vettvangi er lokið af minni hálfu, og tel ég við hæfi sé, að upphafsmaður eigi bæði fyrsta orð og síðasta. 6. nóv. 1961. Bjartmar Guðmundsson. - EINHUGA FUNDUR (Framhald af bls. 1) hafa setið um 200 manns. 1 fordyri fundarhússins var framlagður listi, þar sem menn og konur innan 35 ára aldurs gátu skrifað nöfn sín til um- sóknar um upptöku í félagið Varðberg, — félag ungra áhuga manna um vestræna samvinnu. Ingibjörg Sigurðardóttir: BYLGJUR og SÝSLUMANNS- DÓTTIRIN. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri. Ingibjörg Sigurðardóttir er þegar búin að skrifa margar bækur fyrir ungar stúlkur, sem þær lesa með áhuga, enda þótt sögur Ingibjargar snúist ekki um kynbombur (þokkadísir), heldur venjulegar, íslenzkar sveitastúlkur, og yfir flestum sögum hennar hvílir hin ís- lenzka sveitarómantík, sem tekin er að fara í taugarnar á ýmsum. En við höfum ennþá gaman af að lesa sveitalífsreyf- ara, sem fara vel að lokum, þótt mai-gt bjáti á framan af sögunni og allt aftur fyrir mið- •bik hennar. Ýmist lízt háættuð- um manni vel á vinnukonu af „lágum stigum" eða öfugt, og alltaf spyrna drambsamir for- eldrar fótum við, þangað til eitt hvert slys, og þá helzt hetjudáð í sambandi við það, leiðir hina drambsömu foreldra í allan sannleika, opnar augu þeirra fyrir smæð sinni í alheiminum o. s. frv. Það má kannske segja, að allar þessar bækur séu sama sagan, aðeins vikið til persón- um og atvikum, — en samt sem áður rekur forvitnin mam\ til að lesa, þótt maður sjái sögu- lokin fyrir, áður en komið er í öftustu arkirnar. En trúartraust höfundar og siðvitund kemur svo vel fram í sögum hennar, að þær mættu gjarna liggja á nátt- borði unglipganna fremur en annað lesefni. —o— Meðal íslenzkra skáldverka, sem nýlega eru komin á bóka- markaðinn, er skáldsagan Son- ur minn Sinfjötli, eftir Guð- mund Daníelsson skólastjóra og ritstjóra frá Guttormshaga, og er það 21. ritverk hans. Er Guð- mundur með mikilvirkustu ritr- höfundum okkar í skáldsagna- gerð, og tileinkaði sér ungur þróttmikinn stíl og persónuleg- an. Meðal þekktustu skáldsagna hans er þriggja binda sveita- lifssagan Af jörðu ertu kominn, og hefði hún ein nægt til að skapa höfundi virðingarsæti á fremsta 'bekk íslenzkra skáld- sagnahöfunda. Sinfjötlasagan er af óðrum toga en flestar aðrar sögur Guðmundar. Efnið er sótt í ald- ir aftur, nánar tiltekið Völs- ungasögu, og gerist í löndum við Eystrasalt. Á baksíðu káp- unnar er uppdráttur af sögu- sviðinu, en forsíðu kápunnar hefur Halldór Pétursson teikn- að. Alls er sagan 260 bls. í all- stóru broti, en Isafold gefur út. Frá Almenna bókafélaginu hafa blaðinu borizt tvær nýj- ustu bækur félagsins, en það eru októberbókin Völuskrín eftir Kristmann Guðmundsson og septemberbókin Náttúra fs- lands. Völuskrin Kristmanns hefur að geyma fjölmargar af smásög- um hans og nokkur ljóð. Marg- ar þessara smásagna koma nú í fyrsta sinn út í íslenzkum bún- ingi (skrifaðar á norsku) og enn eru þar nokkrar smásögur, sem birzt hafa í íslenzkum tímarit- um. Dr. Gunnar G. Schram skrifar fonnála fyrir bókinni og gerir grein fyrir útgáfunni, sem ber- upp á sextugsafmæli hins stórvirka höfundar, og kemst þar m. a. svo að orði: „Krist- mann er meistari í sálfræði ástarinnar, og í sögum sínum fer hann víða um völundarhús mannlegra tilfinninga. Hið yfir- náttúrlega og dulkennda hefur he illað hann, allt frá því hann sá fyrst skyggnisýnir sínar, barn að aldri, og það er ívaf margra sagnanna." Bókin Nattúra íslands er byggð upp af mörgum helztu fræðimönnum okkar á sviði jarðfræði, haffræði, landafræði og náttúrufræði, én formálsorð ritar Vilhj. Þ. Gíslason. Höfund ar hinna ýmsu greina eða þátta bókarinnar eru: Trausti Einars- son, Guðmundur Kjartansson, Jóhannes Áskelsson, Sigurður Þórarlnsson, Jón Jónsson, Tómas Tryggvason, Jón Ey- þórsson (2), Sigurjón Ri'st, Björn Jóhannesson, Unnsteinn Stefánsson, Ingvar Hallgríms- son, Eyþór Einarsson, Ingimar Óskarsson og eftirmáli eftir dr. Sigurð Þórarinsson. Hefur bók þessi mikinn fróð- leik að geyma á 320 vel nýttum blaðsíðum. Börnin í Ólátagarði nefnist nýlega út komin barnabók eftrr Astrid Lindgren, hinn vinsæla höfund Línu Langsokks. Þýð- inguna hefur Eiríkur Sigurðs- son skólastjóri gert, en áður hafði hann þýtt „Börnin í Ólátagötu" eftir sömu skáld- konu. Astrid Lindgren er einkar fyndin í sögum sínum og held- ur hinum ungu lesendum föst- um við efnið. Sumar sögur hennar eru þannig til orðnar, að hún hefur sagt þær börnum sinum, meðan hún var að koma þeim í svefn á kvöldin, en síð- an ritað þær upp eftir minni. Bókaútgáfan Fróði gefur þessa hugþekku barnabók út. Hún er skreytt teikningum eft- ir Ingrid Nyman, en káputeikn (Framhald á bls. 7) ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.