Íslendingur


Íslendingur - 09.02.1962, Page 1

Íslendingur - 09.02.1962, Page 1
tSLENDINGUIÍ XLVIII. ÁRGANGUR FÓSTUDAGIJR 9. FEBRUAR 1962 6. TOLUBLAÐ STARFSEMI SNE AD LUNDI f A búinu eru 160 nautgripir og 400 svín AÐ LUNDI við Akureyri rekur Samband nautgriparæktarfélaga Eyfirðinga mildð kúabú og tilrauna, afbrigðarannsóknir og sæðingarstöð og svínabú með 400 svínum. Þessu mikla fyrirtæki veitir Sigurjón Steinsson forstöðu. — Sigurjón er búfræðikandídat frá Hvanneyri 1949, var fyrst ráðunautur í Skagafirði, en síðan bóndi í Ólafsfirði þar til hann tók við búinu að Lundi. Búið heimsótt. í s.l. viku skrapp fréttamaður frá blaðinu upp að Lundi og ræddi nokkra stund við bú- stjórann. í fjósinu, sem er stórt og mjög þrifalegt, eru 48 kýr, en auk þess í öðru fjósi nokkrar kýr, sem komnar eru að burði. í sambandi við afkvæma- rannsóknirnar segir Sigurjón, er fylgist mjög vel með kvígun- um, með rannsóknum og mæl- ingum: Á ári hverju kaupum við nokkra tugi kálfa víðs vegar að úr héraðinu, helzt viljum við fá kvígukálfana nýborna. Þeir eru svo aldir hér upp til tveggja ára aldurs; eða þar til þær hafa borið sínum fyrsta kálfi. Eftir það eru þær hér í um það bil eitt ár, en síðan eru þær seldar bændum út um allt hérað, eink um ef þær hafa sýnt, að þær muni verða arðbærir gripir, þeim lélegustu er þó stundum lógað. f haust fengum við t. d. 37 kálfa í þessu skyni. Eru þeir fleslir í fjósi við Grísaból, þar sem ekki er pláss fyrir þá hér. Húsakostur óviðunandi. Annars er húsakostur hér aðal-áhyggjuefnið, og má segja, að hann sé með öllu óviðunandi. Ef vel ætti að vera þyrfti að Sigurjón Steinsson bústjóri. byggja mjög fljótlega yfir um 100 gripi. Sem dæmi um erfið- leikana í sambandi við húsa- kostinn má geta þess að við þurfum í vetur að flytja til um 1300 hesta af heyi, en það er of mikið viðbótarverk við önnur störf. Einu góðu útihúsin eru þetta stóra fjós, og hlaðan við það, en þau eru líka til fyrir- myndar. Heyskapurinn gekk vel í sumar, og öfluðum við meiri heyja en við þm'ftum. Alls er ræktað land, sem við höfum, 65 hektarar, en á það land þurfum við að beita öllum búpeningn- Þarf að flytjast. Ég minntist á Grísaból áðan, en svínabúið þar er rekið af SNE. Þar vinna tveir menn, og hirða þeir um 400 svín, þar af 30 gyltur, og auk þess kálfana, sem ég minntist á. Hins vegar flytjum við allt heyið þangað. Nú er Grísaból komið inn í bæ- inn, ef svo mætti segja, þar sem íbúðarhús hafa verið byggð umhverfis það. Þessa stofnun þarf að flytja sem fyrst, og er henni ætlað pláss í Rangárvallalandi, rétt ofan við Glerá. Bráðan ibug verður að vinda að þeirri bygg- ingu, 'þar sem telja má óhæft að hafa svínabúið þar sem það er nú. Árni Kristjánsson veitir því forstöðu. Þá væri rétt að minnast á all-nýstárlega tilraun, sem við erum með hér, því að ég veit ekki til að slíkt hafi verið gert hér á landi áður, a. m. k. ekki í svo stórum stíl. Eitthvað munu sauðfjárbændur hafa prófað að láta fé sitt vera í opnum hús- um, þannig að æmar gætu gengið út og inn eftir vild. (Framhald á bls. 5) FYRIR ROMRI VIKU, eða nánar tiltekið 31. jan. s.l., lagði Árni Gunnlaugsson frá Skógum í Reykjahverfi upp á Axarfjarð arheiði. Ætlaði Árni að ganga yfir heiðina að Garði í Þistil- firði, en sú leið mun nær 40 km. að lengd. Á föstudag hafði ekk- SAMKVÆMT skýrslu bygg- ingafulltrúans á Akureyri voru fullbyggð hér á Akureyri á fyrra ári 40 íbúðarhús með 59 íbúðum, 265 herbergjum. Mörg húsanna ei'u þó ófrágengin ut- an. Flest voru húsin byggð í hinum nýju hverfum vestan Þórunnarstrætis, svo og norð- an Glerár. Byggingarefnið í flestum húsunum steinsteypa. Auk hinna fullbyggðu húsa á árinu komust 27 hús með 33 íbúðum og 142 herbergjum undir þak fyrir áramót. Þá var og hafin bygging á 6 húsum (9 íbúðir). Er eitt þeirra svonefnt keðjuhús, byggt í Glerárhverfi, en það er ný húsagerð hér í bæ. Þá voru ýmsar stærri bygg- ingar fullgerðar á árinu, svo sem flugstöðvarhús á Akur- eyrarflugvelli, sem Flugráð ríkisins lét byggja. Bygginga- ert til Árna frétzt, og var þá Tryggvi Helgason flugmaður fenginn til að leita hans í flug- vél sinni. Tryggvi fann Árna skammt frá sæluhúsinu, sem er nálægt miðri heiðinni. Er Ti'yggvi varð mannsins var, kastaði hann nið- ur til hans orðsendingu um hvert hann skyldi halda til að finna sæluhúsið, en Árni skeytti því ekki, en hélt áfram göngu sinni, þrátt fyrir endur- teknar tilraunir Tryggva. Flaug nú Tryggvi austur á heiðina, þar sem hann viSsi þar um leit- armenn úr Þistilfirði. Er hann varð þeirra var, sendi hann þeim orðsendingu um hvar maðurinn væri. Breyttu þeir þegar stefnu og héldu þangað. Á meðan flaug Tryggvi yfir staðinn og vísaði þeim leiðina. Eftir að leitarmenn fundu Árna, munu þeir hafa farið með hann í sæluhúsið, en síðan flutt hann til byggða. Árni er nú í sjúkrahúsinu á Húsavík, og mun hann vera eitthvað kalinn á fótium. vöruverzlun Akureyx-ar við Glei-ái-götu 24, Súkkulaðivei'k- smiðjan Linda við Hvannavelli, stæi-sta bygging ársins, 9650 rúmmeti-ar, fjós að Galtalæk á vegum Tilraunast. ríkisins, blikksmiðja Mai-z h.f. við Gránufélagsgötu, búningsklefar og áhorfendapallar við íþrótta- svæðið, fuglahús að Gi-ænhól (Brynj. Brynjólfsson hóteleig- andi), járnsmiðja við Hjalteyr- argötu (h.f. Varmi) og spenni- stöð Rafveitu Akureyrar við Ki'ossanes. Fokheldar urðu fyrir áramót eftirtaldar byggingar: Elli- hemilishús við Austurbyggð, skrifstofubygging bæjarins við Geislagötu, Amai-o-húsið við Hafnarstræti (9193 rúmm.), fataverksmiðja Heklu á Gefj- unai'lóð (10828 rúmm.), skrif- stofubygging Útvegsbankans og skíðahótel í Hlíðarfjalli. Þá var byi'jað á verzlxmar- og sam- komuhúsi við Glei'ái'götu (Ak- ur h.f.), timburverzlun við Glei'ái-götu 36 (KEA) og haldið (Fi-amhald á bls. 5) Féll niður um stigagat og stórslasaðist LAUST EFTIR HÁDEGI s.l. miðvikudag voru þrír menn að vinna á annai-ri hæð hins nýja húss Byggingarvöx-uverzlunar Akureyrar. Stigagat var í gólf- iniu, og höfðu þeir sett ytfir það þunna plötu, til varnar ryki og öðrum óhreinindum, sem ella hefðu fallið yfir verzlunina, en hún er þarna undir. Ingólfur Þorvaldsson, Lundargötu 9, var einn þessara manna, sem þama voru að vinna en svo óheppi- lega vildi til að hann gekk í ógáti út á hinn þunna fleka með þeim afleiðingum að hann brast, og féll Ingólfur niður á gólf verzlunai-innar. Fallið er nokk- uð hátt, og missti Ingólfur þeg- ar meðvitund. Var hann þá fluttur í sjúki-ahús, en á leiðinni þangað kom hann til einhvei-rar meðvitundar. í gær var líðan hans eftir atvikum sæmileg, en hann er bæði höfuðkúpu- og viðbeinsbi-otirm. um. Nokkrir kálfanna, sem liggja fyrir opnuni dyrum. Þcim virðist fara vel fram. Ljósm. St. E. Sig. VILLTUR Á HEIÐI

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.