Íslendingur - 09.02.1962, Síða 4
Kemur út hvern föstudag. Útgefandi: Útgáfufélag íeiendings. — Ritstjóri og
ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, »íwi_1375. Fxéttir og aug-
lýsingar: STEFÁN E. SIGURÐSSON, Krabbastíg 2, »ími W7y -Skrifstofa og af-
greiðsla í Hafnarstrœti 81 (neðsta hæð), sími 1354. Opin kir 40—12 og 13.30—
17.30. Á laugardögum kl. 10—12. — Prentrerk Qdd» Biörnmonar hJ., Akureyri.
Hlutur sparifjáreigenda réttur
MEÐAL þeirra ráðstafana, sem núverandi ríkxsstjórn hefur
gert til viðreisnar í efnahagsmálum okkar, er hækkun inn-
láns og útlánsvaxta í bönkum og sparisjóðum, og hefur hún
mætt einna harðastri gagnrýni meðal stjómarandstöðunnar.
Hins vegar lét stjórnin þau boð út ganga jafnframt vaxta-
hækkuninni, að hún væri aðeins hugsuð sem bráðabirgða-
ráðstöfun og vextir lækkaðir smám saman á ný, eftir því sem
efnahagsástandið leitaði meira jafnvægis.
Það er á allra vitorði, að lilutur sparifjáreigenda, sem að
verulegu leyti eru börn og gamalmenni, hefur verið mjög
fyrir borð borinn allt frá gengislækkuninni 1939 og síðan
við allar gengisbreytingar síðan og verðbólgu eftirstríðsár-
anna. En ríkisstjórnir hafa orðið seinar til að rétta hlut
þessa fólks, þó engum dyldist hin ómaklega meðferð á því,
enda ekki fjarri lagi að telja, að eyðslan hafi oft virzt talin
til dyggða hjá okkur eftir síðari lieimsstyrjöldina en sparn-
aður refsiverður. Á tiltölulega fáum ár.um tókst að gera
sparaða krónu gamals manns eða konu að tíu aurum og
síðan að fimm aurum, svo að nú í dag er sá maður, sem
fyrir tuttugu árum lagði húsverð inn í banka, ekki betur
settur en svo með inneign sína, að hún hrekkur varla árlangt
fyrir leigu á lítilli íbúð.
Núverandi ríkisstjórn hefur tvívegis skráð krónuna okk-
ar til samræmis við hið raunverulega gildi hennar, í síðara
skipti fyrir tæpu ári síðan, er almennar launahækkanir
voru í þann veginn að raska öllu efnahagskerfinu og gera
að litlu eða engu þær ráðstafanir, sem byggðar höfðu verið
upp fræðilega í þeim tilgangi að firra þjóðina efnahagslegu
hruni. Fjárfestingaræðið, sem liér liafði geisað mörg undan-
farin ár, varð að lægja nokkuð, og var þá hækkun útláns-
vaxta eðlileg framkvæmd í því skyni, en um leið mátti þá
rétta í nokkru hlut sparifjáreigenda með hækkuðum inn-
lánsvöxtum.
Segja má, að lítið hafi dregið úr eftirspurn eftir lánsfé
við vaxtahækkunina, en hitt hefur þó áþreifanlega áunnizt,
að fólkið er farið að telja sparnaðinn borga sig með nú-
gildandi vaxtakerfi og hel'ur það haft mjög örvandi áhrif á
sparifjármyndun í bönkum og sparisjóðum. Útlánsvextir eru
nú í flestum tilfellum 9iý af hundraði en innlánsvextir frá
3% (af hlaupareikningi) upp í 9i/2% (af' 10 ára sparisjóðs-
bókurn).
Því ber sízt að neita, að háir útlánsvertir geta orðið ýms-
um þungir í skauti, svo sem efnalausum mönnum, sem ráð-
ast í einhverja framkvæmd, sem fjármagn þarf til, svo sem
húsbyggingu. En ekki varð hlutur sparifjáreigenda réttur,
án þess að hækka útlánsvexti á móti.
Framsóknarmenn hafa talið hækkun útlánsvaxta ósann-
gjarna og óviðunandi, sérstaklega fyrir bændur, sem oft þurfi
á mikilli fjárfestingu að halda. En þeir forðast eins og heitan
eld að geta þess jafnframt, að í milljónastofnsjóðum sam-
vinnufélaganna hafa bændur hlotið stórhækkaða innláns-
vexti og þá að sjálfsögðu í innlánsdeildum félaganna líka,
þeir sem þar ávaxta fé sitt. T. d. hefur lieyrzt, að eylirzkir
bændur eigi 8—9 millj. króna innstæður í samlagsstofnsjóði
sínum, og munar þá sjálfsagt nokkuð um þó ekki væri nema
2—3% hækkun á vöxtum slíkrar upphæðar.
Þótt hækkun útlánsvaxta valdi óhjákvæmlega tímabundn-
um erfiðleikum hjá þeim, sem standa í húsbyggingum og
þurfa á lánsfé að halda fyrir meginhluta kostnaðar, var rík-
isstjórninni siðferðilega skylt að bæta úr áralangri van-
rækslu sér eldri ríkisstjórna í því að rétta hlut þeirra, sem
spara vildu. Og þar senx helztu framkvæmdir okkar byggj-
ast á samanspöruðu fé þeirra, sem ekki eyða hverjum eyri
jafnóðum og aflast ber okkur á hverjum tíma að leggja
megináherzlu á sparsemi og ráðdeild yngri sem eldri þegna
þjóðfélagsins og láta einskis ófreistað í að örva sparifjár-
myndun.
andi vegna Inns mikla liraða og
spenningsr er ríkir í borgum og
bæjum, Það virðist svo, sem hrað-
inn sé tákn nútímans, en spurn-
ingin er: Þurtum við þennan
liraða, er hann nauðsynlegur?
Gainli maðurinn, sem ég minnt
MNKABROT
Rófinmi
• HVERNIG VÆRI AÐ
FARA ÖGN HÆGAR?
• NÝTT BÆJATAL
• FRÓÐLEGT RIT
• ÁREKSTRUM FJÖLGAR
ist á áðan, man tvenna tíma. í
hans ungdæmi gat það tekið þó
nokkrar vikur að komast milli
landshluta, og það fóru ekki aðrir
en þeir, sem þurftu þess brýnna
erinda vegna.
Ekki er ég að mæla neinum
seinagangi bót, þeir sem þurfa á
annað borð að ferðast, eiga að
komast áfram, en þurfa allir ís-
lendingar að fara í ferðalag lands
liornanna á milli á hverju ári?
Andinn vaknar, víkkar sýn,
ef vökvann ekki brestur,
þá á saman víf og vín,
vísa og góður hestur.
En templararnir draga dár
að drykkju minni og þinni.
Þar er lcikinn Ieikur grár,
sem linnir ekki að sinni.
Stæling:
Forretning er forstjórans
fyrsta auraglingur.
Verða seinna á höndum hans
helzt til langir fingur.
H. H. kom eilítið timbraður
inn til manna, er voru í svip-
uðu ástandi, og buðu honum
upp á maltöl:
Flónin drekka Sanasól,
Sinalco og Spurinn,
aftur á móti alkohól
elskar snillingurinn.
NVJASTA bókin, ^em ég_ lief
blaðað í'á hinu nýbyrjaða ári,
er Btejatal <í íslurirti 1961,, útgef-
andi póst- og símamálastjórnin,
prentuð á góðan papptr' og mynd-
arleg að frágangi eins. og, ritdóm-
arar myndu segja. Bók þessi cr
kannske ekki séflégá. „spennandi"
eins og skáídsögur Guðrúriar og
ævisaga Kristmanns og Jóns Eng-
ilberts, en hún býr þó yfir sér-
stökum töfrum, ef svo mætti að
orði komast. Fyrst eru þá skamm-
stafanir og þýðing merkja, scm
er nauðsynlegur 'inngángúr a<S
hagnýtri lesningu bókarinnar. Þá
kernur mannfjaldatai á íslandi
eftir hrcppum og. kaiiptúnum, og
lireppar eftir stafrófsröð. I>á er
bæjum raðað éítir hreppum og
sýslum, síðan er bæjum raðað cftir
stafrófsröð með riðkomandi póst-
stöð, jiannig' að utanáskriít
til manns eða konu hvar sem er
úti um landið á ekki að fara milli
mála. Síðast er svo listi yfir póst-
hús á Jslandi og Islándsuppdrátt-
ur, er sýnir póstafgreiðslustöðv-
arnair.,
SLÍK bók hefur ekki verið gefi.n
út síðustu tíu ár, og má því
telja nýrrar j>örf. Eyðibýlunum
helur ljtilgað, cn í jjess stað risið
upp fjöldi nýrra býla í löndum
annarra jarða.’Sem númeruð eru
líkt og luts við götur í höfuðborg-
um, aðeins með rómverskunr töl-
um, líkt og bindi í bókasáfni.
Þannig eru t. d. í Norðfjarðar-
hreppi Skorrastaðir I—III, fimm
Hnappavellir í- Hofshreppi í A.-
Skaft, í Mývátnssveit eru fjórir
Vogar (I—IV) og jafntnprg Arnar-
vötn. Halldórsstaðir í Laxárdal
eru fjórir, Klamlírasel í Aðáldæla-
hrcpjii jjrjú, Reykhús í Eyjafirði
Jirjú, Rilkelsstaðir jjrír o. s. lrv.
Og svo er nokkúð fræðandi að
lesa sér til, iivaða.. bæjarnafn er
víðast til á landinu, hvort það er
Hóll, Grund, Hvammúr, Brekka
eða eitthvað annað, en ég er ekki
kominn svo langt í rannsóknini.
Kannske geri :ég jiað seinna.
ÞAÐ eru fremur óhugnanlegar
fréttir, sem sunnanblöðin
herma, að á einum mánuði (jan-
úar) hafi verið bókaðir 220 bif-
reiðaárekstrar í Reykjavík og 23
umferðaslys orðið. Þctta _eru ljót-
ar tölur, og munum við í þessu
efni standa langt; ffariiár ýáisum
öðrum jijóðum „miðað við fólks-
fjölda". Við teljum venjulega
banaslysin, og þau koma fram í
skýrslum Slysavarnafélagsins um
hver áraméú. Eitt slysið í janúar
varð banaslys. En við munum
engar tölur eiga um þann tjölda,
sem hlotið hefur meiri eða midni
ævilöng örkuml við bifreiða-
árekstra og bifreiðaveltur.
OSKÖP er að heyra, hvernig
fólkið getur látið, jiað er
alveg eins og áð allt sé. að fara
á ánrián éridánn, cf að jiað
getur ekki jiötið lándshomanria
á milli daglega, og margt af jiví
að því er virðist lítilla erinda.“.
Þéttá sagði gámall maður, sem
ég hitti á götu um daginn. Hann
var kominn langan veg að og li.ér
til lækninga.
Manni jjessum hafði ég kynnzt
fyrir mörguin árum, en hann er
orðinn háaldraður og kann frá
mörgu að segja. Þessa stundina
eru það samgöngurnar, sem liann
er mest að hugsa um og sá regin-
munur, sem á Jjeim er nú og var
í hans ungdæmi. Og það er rétt,
sem þessi gamli maður segir. I
dag erum við ,að fárast yfir því að
við skulum ekki geta komizt milli
landshluta svo að segja á hvjiða
tíma sólarhrings sem er. Ef flúg-
ferð milli Akureyrar og Reykja-
víkur fellur niður, ætlar allt af
göflunum að ganga, að ekki sé nú
talað um bílferðirnar, jafnvel jjó
bíllinn sé heilan sólarhring héðan
til Reykjavíkur, eða tíu tíma til
Húsavíkur. En hvað segja svo
afar okkar eða jafnvel feður okk-
ar um samgöngur í jjeirra ung-
dæmi? Að vísu má segja að við
lifum á framfara- og tækniöld,
þar sem allt gengur íyrir sig með
miklum hraða, en er það mikil
bót, jjegar allt kemur til, er þessi
hraði nauðsynlegur? Höfum við
yfirleitt gott af jjessum hraða, og
myndum við ekki lifa jalii góðu
lífi, Jjótt við færum <jgn hægar?
"jl JTARGIR hugsandi menn með
-“-'J- ýmsum jjjóðum eru nú ugg-
9
- VlSNA-
BÁLKUR
Helgi Valtýsson rithöfundur,
sem nú mun vera kominn á ní-
ræðisaldur, bregður stökunni
oft fyrir sig og skrifar jafnvel
Ijóðabréf, sem hann yrkir beint
á. ritvél, gjarna um nætur,
þegar flestir eru gengnir til
náða, nema einstaka nátthrafn,
sem hefur ekki áhyggjur af
morgundeginum fyrr en í
fyrsta lagi, þegar hann vaknar
upp úr hádeginu.
Þessi ‘staká er úr eiriu Ijóða-
bréfi Helga, og minnir á niður-
lög flestra bréfa á öldinni sem
leið og jafnvel fram á þá tutt-
ugustu:
Gleymdu nú ei að brenna blað,
blessuð mundu að gera það.
Líkar mér ei sú „Iistamennt“
að lulla og sulla bulli á prent.
Og eftirfarandi stöku kvað
hann nýlega:
Húmdökk nóttin hraðar sér,
horfin ótta, dugur þver,
svefn fer skjótt að sækja að
mér,
syfjuðum rótt áð hvílast er.
Þá hefur bálkurinn komizt
yfir nokkrar stökur eftir skag-
firzka -hagyrðinginn Harald
Hjálmarsson (frá Kambi):
Tölum fagurt tungumál,
teygjum stutta vöku,
lyftum glasi, lyftum skál,
látum fjúka stöku.
Og loks ein, sem birt er í
Skagfirzkum ljóðum:
Ég drekk til þess að lifa
og lifi til að dreltka,
mig langar til að þjóra
og drekka mig í rot.
Ég ætla að drekka út kaupið
mitt, ef það skyldi rekka,
annars bara hætti ég að drekka
cins og skot.
Og svo var kveðið við lestur
Verkam. í fyrri viku:
íslands komraar eins og svín
ópin hvergi spörðu,
þegar greyið Gagarín
gat sér lyft frá jörðu.
STRANDAÐI VIÐ
GRINDAVÍK
S.L. MIÐ VIKUD AGSK V ÖLD
um kl. 22,00 strandaði vélbát-
urinn Auðbjörg skammt frá
Hópsnesvita við Grindavík. —
Björgunarsveit frá slysavarna-
deildinni Þorbirni kom fljótt á
strandstaðinn og aðstoðaði
skipbrotsmennina í land. Þeir
höfðu áður reynt að koma út
gúmbát, en misst hann frá sér.
Er þetta skeði var versta veður,
7—9 vindstig og bylur.
4
í SLENDIN GUR