Íslendingur


Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 8

Íslendingur - 06.02.1975, Blaðsíða 8
ÍSangrun^RGLER ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 AUGLÝSINGASÍIÍSLENDINGS 215 00 „I dagsins önn“ Annað lcvöld kl. 9 e. h. verður þjóðháttalívilcmyndin „1 dags- ins önn“ frumsýnd í Nýja bíó Myndin er eftir Vigfús Sigur- geirsson, Harald Matthíasson og Þórð Tómasson, en fram- leiðendur eru félagasamtök í Árnes- og Rangárvallasýslu í samvinnu við Þjóðhátíðar- nefnd 1974. Flensan komin Flensa mun vera búin að stinga sér niður á Akureyri og hafa verið miki. brögð nf henni t. d. á Sjúkrahúsinu. Flensan lýsir sér með tiltölu- lega háum hita í nokkra daga, beinverlcjum og hósta. IMeyðarbíllinn í marslok Samtals um 3 milljónir króna hafa borist til slcrifstofu Rauða krossins á Akureyri vegna væntanlegra kaupa á neyðar- bíl fyrir Norðlendinga. Heildr arverð bílsins mun vera um 4 milljónir. Að sögn Guðmundar Blön- dal, starfsmanns Rauða kross- ins, er von á bílnum til lands- ins í marslok, en innréttingum á honum fer að ljúka. Þær eru smíðaðar í Noregi. Guðmund - ur sagðist vera nokkuð ánægð ur með undirtelctir almennings vegna söfnunarinnar og gat þá einnig sérstaklega framlags hinna ýmsu klúbba á Alcur- evri, sem margir hafa gefið stórar upphæðir. Rangt verð á þorramatnum í frétt um Þorramat í síðasta tölublaði íslendings urðu þau leiðu mistök að sagt var að skammtur fyrir tvo kostaði 700 krónur. Þetta er ekki rétt, það er skammturinn fyrir einn sem kostar 700 krónur. Eru viðkomandi aðilar beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. tökum. X t $ t i V t •:♦ t t X i t t t t A I f ? ¥ t V I l LITLI KLAUS OG STÓRI KLÁIJS: Leikendum klappað Iof í lófa. Skemmtileg sýning fyrir öll börn á skólaaldri SI. föstudag frumsýndi Leikfélag Akureyrar barnaleikritið Litla Kláus og Stóra Kláus og var leikritið sýnt þrisvar um sl. helgi við góða aðsókn. Helga Fríinannsdóttir, barna- kennari, var meðal sýningargesta um helgina og fór íslendingur þess á leit við hana að hún skrifaði einhverja urnsögn um leikritiö og túlkun leikaranna og fara skrif hennar hér á eftir: ,,í huga þeirra, sem hafa haft garnan af að lesa sem börn, hafa ævintýri yfir sér ánægjulegan blæ. Ekki á það síst við ævintýri H. C. Andersens, enda hefur hann áreiðanlega líka haft „fullorðnu börnin“ í huga þegar hann skrifaði ævin- týri sín. En bókmennta- smekkur barna í dag virð- ist mikið breyttur. Glæfra- skapur og ofdirfska með farsælum endi virðast nú meiri vinsældum en sögur um kóngafólk, galdra og yfirnáttúrulega hluti. Auð- velt er því að álykta að ímyndunaraflið fari minnk- andi, hvort sem það er okk- ur af eldri kynslóðunum að kenna, eða einhverju í uni- hverfinu. Börn eiga ekki lengur létt með að ímynda sér að dauðir hlutir tali eða að álfar og aðrar verur geti haft áhrif á líf oklcar. En við eigum erfitt með að skilja að börnin hafi ánægju af öðru en við höfð um og því reynum við að kenna þeim að meta hið gamla. Leikfélag Akureyrar hef- ur nú tekið til sýninga lcik- rit byggt á sögunni um Litla Kláus og Stóra Kláus, en það er eitt af þekktustu verkum H. C. Anderscns. Þessi saga er jarðbundin og í henni gerast engir ótrú- legir hlutir. Þess vegna gæti hún verið sönn og hentar því vel nútímabörn- um. í leikritinu er atburðarás in sú sama og I sögunni, en ýmsu er bætt við og suinl er lagað þannig -að inni- haldið komist til skila. Eins og í flestum góðum ævin- Það er gott að fá sér ein- hverja hressingu í hléi. týrum er þarna um ádeilu að ræða, og er það ágirndin sem tekin er fyrir. Stóri Kláus er ríki maðurinn, sem alltaf langar í meiri auð, en Litli Kláus er fá- tækur og kúgaður. Ágirnd Stóra Kláusar verður honum síðan að falli Hann ♦ ♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦%♦* veröur óviljandi til þess að Litli Kláus græðir peninga, og er hann hyggst nota sömu aðferðir og Litli Klá- us við auðssöfnunina, þá gerir hann hverf axarskaft- ið á fætur öðru. í leikritinu kemur fram persóna, sem elcki er til í sögunni. Hún heitir Halta Hanna og er hún látin stjórna atburðarás leiksins. Hún gengur á milli hinna kúguðu og brýnir fyrir þeim að standa saman á móti of- ríkinu. Hún kennir líka Litla Kláusi að það sé ekki ljótt að segja sannleikanrt og að hann skuli líka hugsa um sjálfan sig. Halta Hanna er í rauninni aða!- persóna leiksins og túlkar boðskapinn þannig fyrir börnin, að þau eiga auðveld ara með að skilja hann. Uppsetning leiksins er með miklum ágætum og er það ánægjulegt að Leikfé- lag Akureyrar slculi muna eftir ungu kynslóðinni þetta árið, eins og fyrri ár. Það er mjög gott við þessa sýn- ingu, að börnunum er lítii- lega kynnt hvað leikhús er og hvað liggur á bak við sviðssetningu leikrits. Þetla er áhugavekjandi og börn- in taka ekki á móti leiknum Framhald á bls. 6. % X ? t X I Y I Y Y Y t $ t t t x X x x I I Þann 1. janúar sl. hækkuðu póstburðargjöld á bréfum í 1. þyngdarflokki úr 17 krónum upp í 23 krónur og á bréfurn með prentuðu máli í 1 þyngd- arflokki úr 13 krónum upp í 18 krónur. Hvenær koma frí- merki á markaðinn með þess- um nýju verðgildum? Raín Júlíusson, póst- málaí'ulltrúi, svarar: Að öllu forfallalausu lcoma þessi frímerki, þ. e. 23 lcrónu merlci og 18 lcrónu merlci á marlcaðinn í lolc apríl. Frímerk in eru prentuð í Sviss og það telcur alltaf nolckra rnánuði að fá þau afgreidd. Frímerlci þessi verða svokölluð Evrópumerki og verða þau með myndum af íslenslcum málverlcum. Á 23. lcrónu merlcinu verður mynd af málverlcinu Haustfugl eftir Þorvald Skúlason, en á 18 lcrónu merlcinu verður mynd af málverlci Kjarvals „Goðun- um lcastað í fossinn“. Aldrei fleiri sjúkraferðir Sjúkraferðir hjá starfsmönn- um slökkvistöðvarinnar á Ak- ureyri voru 108 í janúar og hafa þær aldrei verið jafn margar á einum mánuði. Með- alfjöldi sjúkraferða á mánuði var 67 sl. ár. Að sögn Tómasar Búa Böðvarssonar slöklcviliðs- stjóra voru slcilyrði til sjúlcra- ferða í janúar mjög slænr vegna snjóa og voru margar þessar ferðir hinar söguleg- ustu. í 10 tilfellum voru sjúkl- ingarnir t. d. sóttir á snjóþot- um, seni starfsmenn stöðvar- innar drógu með handafli. Flestar ferðir á einum sólar- hring urðu 8 í janúar. Eldur í Iðunn Um hádegi í gær kvilcnaði í austasta hluta sambyggingar Iðunnar á Alcureyri, þar sem hluti af loðsútuninni fer frani. Fimmtán manns úr slöklcvi- liði staðarins voru lcallaðir á staðinn og tólcst þeim að ráða niðurlögum eldsins á tæpum hálf tíma. Noklcrar slcemmdir urðu á byggingunni og um 30 gærur eyðilögðust. Eldsupp- tök eru ólcunn. Ferðaskrifstofa Akureyrar AKUREYRINGAR - NORÐLENDINGAR! Kanaríeyjaferðir vikulega. ÞÚ KEMST LENGRA Á

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.