Íslendingur


Íslendingur - 17.02.1977, Qupperneq 8

Íslendingur - 17.02.1977, Qupperneq 8
iUGLVSINGASÍMI ÍSLENDINGS 215 00 SSangrunargler ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 Kaup bóndans Samkvæmt upplýsingum í fréttaibréfi frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins er það ekki mikáð, sem bóndinn heldur eftir í kaup, þegar al'l- ur kostnaður Við framleiðsl- una hefur verið dreginn frá innleggsverði. Samkvæmt því, hefur bóndi, sem 'leggur inn 400 dilka, meðalfallþungi 15 kg., 970 þús. kr. fyrir sig og fjölskyldu sína í kaup. Bóndi, sem sendir mjólkurbúinu 50 þús. 1. af mjólk á ári, hfeur um 618 þús. í kaup þegar allur kostnaður hefur verið dreginn frá útborgunarverði mjólkur- samlagsins. IMjólkur- magnið eykst Á sl. ári tóku mjóllkursamlög- in á móti rúmlega 112 millj. kg. af mjólk, en það er 482 þús. kg. meira magn en árið áður. Sala á nýmjólk minnk- aði hins vegar á árinu um rúmlega 2 milljónir lítra, en verulteg aukning varð 1 sölu á undanrennu. Sala á rjóma minnkaði verulega og einnig varð nokkur samdrátt- ur í sölu á skyri. Hins vegar jókst sala á jógurt, bláberja- skyri, súkkulaðimjólk, ávaxta mjólk og súrmjólk. Mjó'lkurbú Flóamanna tók á móti 38.1 millj. kg. af mjólk á sl. ári, en það er aukning um 0.24% frá árinu áður. Mun meiri aukning var hins vegar hjá Mj ólkursam'lagi KEA, eða 1.92% og var innvegið mjólk- urmagn 22.8 millj. kg. Á árinu varð 20% fram- leiðsiuaukning á smjöri og voru birgðir í landinu í árslok 559 tonn á mótd 328 tonnum ár ið áður, þannig að ekki ætti að koma til smjörskorts í vet- ur. Verulegur samdráttur varð hins vegar á ostaframleiðsl- unni frá árin-u áður, þó salan væri svipuð innanlands, en út futningur minnkaði veru- lega. SÍMSVARI AA-SAMTAK- ANNA ER 2-23-73 Reglugerð fyrir Húsfriðunarsjóð Akureyrar samþykkt o ♦» Sennilega verður úthlutað úr sjóðnum i ár Á bæjarstjórnarfundi 17. ágúst sl. flutti Gísli Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tillögu um stofnun Húsfriðunarsjóðs Akureyrar. Gerði Gísli ráð fyrir því í tillögu sinni, að hlutverk sjóðsins yrði að veita fé til gamalla húsa, þeirra sem væru þess verð að mati hús- friðunarnefndar og bæjarstjórnar. Tillögu Gísla var vís- að til bæjarráðs og að fengnum mjög jákvæðum umsögn- um frá Húsfriðunarsjóði ríkisins og stjórn Minjasafns- ins, var skipuð nefnd til að vinna að reglugerð fyrir sjóð- inn. I nefndinavoru kjörnir: Gísli Jónsson, Stefán Reykja- lín og Freyr Ófeigsson. Nefndin hefur nú lokið störfum og var reglugerð fyrir Húsfriðunarsjóð Akureyrar lögð fyrir bæjarstjórn 8. febrúar sl. og var hún samþykkt samhljóða. Samþykktin um Húsfrið unarsjóð Akureyrar er þannig: „1. Tilgangur sjóðsins er að vinna að friðun húsa eða húshluta innan lögsagnar- umdæmis Akureyrar, sam- kvæmt lögum 52/1969 sbr. lög 42/1975, og stuðla að varðveislu þeirra með styrkjum og/eða lánum eftir nánari ákvörðun sjóðs stjórnarinnar. 2. Bæjarstjórn skipar 3ja manna stjórn til 4 ára í senn, ITyrsta skipti til loka kjörtímabilsins, einn eftir •tilnefningu Minjasafnsins á Akureyri, en tvo án til- nefningar. 3. Auk þess að hafa á hendi fjárveitingar úr sjóðnum sbr. 1. gr. skal sjóðsstjórnin gera tillögur til bæjarstjórnar um frið- un og varðveislu húsa og mannvirkja sbr. lög 52/ 1969. Ennfremur skal stjórnin leita eftir fjárfram 'lögum úr Húsfriðunarsjóði ríkisins sbr. reglugerð nr. 84/1976 og öðrum slíkum sjóðum til einstakra frið- unarframkvæmda eftir ákvörðun hverju sinni. 4. Tekjur sjóðsins skulu ákvarðast árlega á fjár- hagsáætlun 0.5—1% af f a'steignaskatti. “ Gísli Jónsson sagði við u'mræðurnar um reglugerð ina í bæjarstjórn, að stefna bæri að því, að velja úr þau hús, sem hefðu óum- deilanlega þýðingu og varð veislugiildi. Þá taldi Gísli skynsamlegt að unnið yrði að fáum en stórum fram- kvæmdum hverju sinni og fjármagninu ekki dreift á alllt of marga staði, þannig kæmi það að minna gagni. Benti Gísli á í því sam- bandi, að stærsta verkefnið framundan væri viðgerð og endurbætur á Laxdalshús- inu, sem er elsta hús bæj- arins og þarfnast verulegra viðgerða eins og greint hef ur1 verið frá hér í blaðinu. En hvernig er best að varðveita gömul hús, sem friðlýst hafa verið? Um þetta atriði sagði GMi, að flest þessi gömlu hús yrðu að vera lifandi, í þeim yrði að búa fólk með eðlilegum hætti til þess að þau yrðu ekki dauðir safn- gripir. Nokkrar umræður urðu um samþykktina í bæjar- stjórn. Bæjarfulltrúar voru sammála um tilgang samþykktarinnar og þá stefnumörkun, sem þar kæmi fram, en greindi nokkuð á um tekjuliðinn og orðalag samþykktarinnar. Reglugerðin var þó sam- þykkt s'amhljóða í bæjar- stjórn eins og hún kom frá Húsfriðunarnefndinni, að öðru leyti en því, að tekj- ur sjó.ðsins veæða 0.5—1% af fa'steignaskatti í stað 1%, sem nefndin gerði ráð fyrir í ftillögu sinni. Endurskinsmerki á hestana Y Nýlega var hestamönnum ♦> bent á nauðsyn þess hér í <$► biaðinu, að nota endurskins «► merki á hesta sína, bæði í rek'stri og reið. A flestum reiðvegum hestam.anna, amk. á Akureyri er engin götulýsing og mikið um blindhæðir og blindbeygj- ur. Ökumenn sjá því oft ekki mann og hest fyrr en í síðustu forvöð. Ef reið- maður hefur hins vegar end Y urskinsmerki á fatnaði sín- um og á hestinum sjást þeir f x x I x t x x x ♦> f ^ mun fyrr og betur og slysa- <&► hættan minnkar. Ökumenn «► verða einnig að sýna að- gæSlu þegar þeir aka fram hjá ríðandi mönnum eða X hrossarekstri. Nýlega var X ekið á hest, sem var 1 hrossarekstri. í því tilfelli fóru nokkrir ríðandi menn á undan rekstrinum, allir með endurskinsmerki og endurskinsmerki voru á flestum hestunum í rekstr- inum og á öllum þeim, sem á eftir riðu. Hins vegar sýndi ökumaður bifreiðar innar mjög gáleysis-legan akstur með fyrrgreindum afleiðingum og -lést hestur- inn samstundis. Umferðaráð hefur látið gera sérstök endurskins- merki fyrir hesta, sem sett eru á fætur þeirra. Merkin eru fáanleg hjá Páli Alfreðs syni, gjaldkera Hesta- mannafélagsins Léttis, og einnig verða þau fáanleg á afgreiðslu íslendings, Ráð- hústorgi 9. I J J I t t J t t í velflestum kjörbúðum á Ak- ureyri eru mjólkurvörur óverð merktar og svo er einnig með matarbrauð, sem ekki eru einu sinni merkt þannig, að fólk viti hvaða brauð það er að kaupa. — Er verslunum ekki skylt að verðmerkja þess ar vörur, sem aðrar? Níels Halldórsson, verðlagseftirlitsmaður, svarar: Það er skylt að verðmerkja allar vörur1. í þessu tilfelli með mjólkina hefur yfirleitt verið farin sú leið, að setja upp spjald við kæligeymslurn ar, þar sem verð á hnum ýmsu mjólkurvörum er tilgreint. Sama híáttinn mætti hafa á með brauðin. Þessi háttur hef ur verið hafður á í nokkrum útibúum KEA, en ekki nærri öllum. Vísitalan hækkaði Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostn- aðar í febrúarbyrjun sl. og reyndist hún vera 682 stig eða 37 stigum hærri en í nóvem- berbyrjun 1976. Á þessu tíma bili varð verðhækkun á ýms- um búvörutegundum, fiski, kaffi, áfengi, tóbaki, bensíni og mörgum öðrum vöruteg- undum. Éinn-ig hækkaði opin- ber þjónusta, eins og sími, hitaveita og rafmagn, póst- gjöld ofl. Kaupið hækkar um 2,5^0 Samkvæmt rammasamningi aðila vinnumarkaðarins frá 28. febrúar 1976, var gert ráð fyrir því, að færi vísitala framfærslukostnaðar fram yfir 612 stig 1. febrúar 1977 og hækki um mei-ra en 4.4% frá 1. október 1976, skuli laun hækka í hlutfalli við vísitöl- una frá 1. -mars 1977. Þó koma hækkanir á vinnulið búvöru- verðs og hækkanir á áfengi og tób-aki ekki inn í þá útreikn- inga. Niðurstaða útreikninga kauplagsnefndar liggur nú fyrir og er hún sú, að laun þau er hér um ræðir, skuli hækka um 2.50% frá og með 1. mars n.k. GARDÍNUBRAUTIR Trésíangir og allir fylgihlutir íbúðin, Tryggvabraut 22 Norðlendingar! Sumaráætlun ÚRVALS er komin Ferðaskrifstofa Akureyrar Ráðhústorgi 3

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.