Íslendingur


Íslendingur - 03.03.1977, Blaðsíða 1

Íslendingur - 03.03.1977, Blaðsíða 1
9. TÖLUBLAÐ . 62. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 3. MARS 1977 VÖRUSALAN SF • HAFNARSTRÆTI 104 • AKUREVRI VERZLAR í * VÖRUSÖLUNNI Fjölfötluð börn i heimsókn — Frá frumsýningunni í Freyvangi sl. laugard. Eyvindur Erlendsson ávarpar frumsýningargesti Gróska í leiklistinni IVIargt býr í þokunni“ frumsýnt í Freyvangi 99 Leiklistarlíf stendur nú með mikluin blóma á Akureyri og í ná- grannabyggðunum. Sl. laugardag frumsýndi Ungmennafélag- ið Árroðinn í Öngulsstaðahreppi „Margt býr í þokunni“, sem Aðalsteinn Bergdal leikstýrir, en hann er einnig að æfa „Orust- una á HálogaIandi“ með Hríseyingum. Júlíus Oddsson er að setja upp sýningu með ungmennafélögum úr Hrafnagilshreppi. Leikfélag Dalvíkur frumsýndi nýlega „Pétur og Rúnu“ í leik- stjórn Guðrúnar Alfreðsdóttur. Gestur E. Jónasson æfir „Kon- una í rnorgunsloppnum“ með félögum í leikf. Vöku, Grýtu- bakkahreppi. Leikfélag Ólafsfjarðar frumsýndi á laugardaginn „Sjóleiðin til Bagdad“, sem Kristinn G. Jóhannsson leikstýrir. Þórhildur Þorleifsdóttir æfir með Leikfélagi Menntaskólans. Leikfélag Akureyrar frumsýnir annað kvöld „Sölumaður deyr“, sem Herdís Þorvaldsdóttir leikstýrir, en sýningum var að Ijúka á „Öskubusku“ hjá sama félagi undir leikstjórn Eyvindar Er- lendssonar og síðast en ekki síst, þá er Kristin Olsoni, leikhús- stjóri við Vasa leikhúsið í Finnlandi,.að hefja æfingar á gaman- leik eftir Goldoni hjá leikfélaginu. Húsfyllir var við frumsýn- ingu UMF Árroðans í Frey- vangi á laugardagskvöldið og var leikurum og leikstjóra vel fagnað í leikslok. Meðal gesta á sýningunni voru flestir þeir ieikstjórar, sem áður eru nefndir. Má því með nokkrum sanni segja, að í Freyvangi hafi verið mót norrænna leik- húsmanna. „Margt býr í þokunni1' er sakamálaleikur í léttum dúr. Höfundur leiksins er William Dinner, en þýðinguna gerði Ásgerður Ingimarsdóttir. Leik arar eru Gerður Garðarsdótt- ir, Katrín Ragnarsdóttir, Ása Jóhannesdóttir, Vilberg Jóns- son, Kristinn Björnsson, Hulda Jónsdóttir, Kristján Theodórsson og Jóhannes Steingrímsson. Hallmundur Kristinsson gerði leikmynd- ina og leikstjóri er Aðalsteinn Bergdal eins og áður sagði. — Við hófum undirbúnings vinnu í byrjun desember, en æfingar af fullum krafti byrj- uðu undir lok janúar, sagði Aðalsteinn Bregdal í viðtali við blaðið, en þetta er fyrsta leikritið, sem hann leikstýrir. — Þetta var ánægjuleg til- breyting frá hversdagsleikan- um, að fá að kynnast þessari hlið á leiklistinni, sagði Aðal- steinn, svo maður tali nú ekki um þá tilbreytingu, að kom- ast út fyrir sinn eigin vinnu- stað, leikhúsið, en það gefur manni aukinn áhuga fyrir eig in starfi. — Þá var sérstaklega ánægjulegt að vinna með ungmennafélögunum úr Öngulsstaðahreppi, hélt Að- alsteinn áfram. — Þetta fólk hefur ódrepandi áhuga á því sem það er að gera, þannig að maður getur ekki annað en smitast af leikgleðinni. Þetta er gott fólk, sem mér fannst gott að vinna með og vil ég nota tækifærið og þakka því ánægjulegt samstarf, sagði Aðalsteinn að lokum. En Aðalsteinn er með meira á prjónunum. Hann vinnur að uppsetningu á „Orustan á Há- logalandi“ með leikhóp í Hrís ey og verður það væntanlega frumsýnt um miðjan mánuð- inn. Næsta sýning á „Margt býr í þokunni“ verður í Freyvangi á laugardagskvöldið kl. 21, en síðar er ráðgert að fara með leikritið í -sýningarferð um ná grannabyggðir. Sl. laugardag komu 14 fjöl- fötluð börn í heimsókn til Ak- ureyrar, en þau eru öll nem- endur við Hlíðardalsskóla í Reykjavík. Foreldrar barn- anna og kennarar voru með þeim í förinni. Fékk hópurinn verulegan afslátt á fargjöld- um og góða fyrirgreiðslu hjá Flugfélagi íslands. Kristinn Guðmundsson var upphafs- maðurinn að þessari ferð, en hann hefur verið mikill áhuga maður um málefni þessara barna. Á Akureyri sáu félagar í Kiwanisklúbbnum Kaldbaki um að taka á móti hópnum, en börnin héldu heimleiðis sam- dægurs. — Við tókum á móti börn- unum á flugvellinum og byrj uðum á því að sýna þeim bæ- inn, sagði Birgir Stefánsson, forseti Kaldbaks í viðtali við blaðið í gær. Tók hver félagi eitt til tvö börn í sína bifreið, en í fylgd með hverju barni var annaðhvort foreldri eða kennari. — Síðan var farið upp í Hlíðarfjall og skruppu nokkur barnanna í hringferð í stóla- lyftunni. Síðan var hópnum boðið upp á hressingu í Skíða hótelinu í boði bæjarstjórnar Akureyrar. Eftir það fóru öll börnin á sýningu Lei'kfélags Akureyrar á „Öskubusku". — Við sóttum þau síðan að sýningu lökinni, sagði Birgir, og hver bauð sínum farþegum heim í kaffi. Heimsókninni lauk síðan með því, að hópn- um var boðið til kvöldverðar að Hótef Varðborg á vegum klúbbsins, en heimleiðis héldu börnin um hálf áttaleitið um kvöldið, sagði Birgir að lok- um. Börnin voru mjög heppin með veður í ferðinni og héldu heim á leið ánægð og ham- ingjusöm með vel heppnaða ferð. „SJOLEIÐIIM66 í ÓLAFSFIRÐI Laugardaginn 26. febrúar sl. frumsýndi Leikfélag Ólafsfjarðar sjónleikinn „Sjóleiðin til Bagdad“ eft- ir Jökul Jakobsson. Lei'kstjóri og leikmynda- teiknari er Kristinn .G. Jó- hannsson, en leikarar eru: Jón Ólafsson, Elín Haralds dóttir, Helga P. Brynjólfs- dóttir, Helga Kristinsdótt- ir, Jóhann Freyr Pálsson, Grétar Magnússon og Guð- björn Arngrímsson. Leikfélag Ólafsfjarðar var stofnað árið 1961 og er „Sjóleiðin“ 17. verkefni fé lagsins. í fyrra sýndi félag- ið „Tobacco Road“, sem víða var sýnt, m. a. í Iðnó á leikviku landsbyggðar- innar og hlaut þar mjög góðar viðtökur. Núverandi formaður LÓ er Grétar Magnússon. Vart við 2 ný heilahimnu- bólgutilfelli Nýlega hefur orðið vart við tvö heilahimnuhólgutilfelli á Akureyri, það fyrra 19. febrúar, en það síðara 22. febrúar. Annað barnið lést af völdum veikinnar, en bæði tilfellin voru af B stofni. Á svipuðum tíma varð vart við samskonar tilfelli í Reykjavík. Heila- himnubólga hefur verið að skjóta upp kollinum hér annað slagið síðan 1975. Þá varð veikinnar vart í Vest mannaeyjum, en þaðan er talið að hún hafi borist hingað norður. Síðan hafa 21 börn veikst af heila- himnubólgu og 5 þeirra látist. Eitt þeirra komst aldrei undir læknishendur. Að sögn Magnúsar Stef- ánssonar, læknis við ung- og smábarnaeftirlit Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akur- eyri, er reynslan sú, að heilahimnubólgufaraldrar taki yfir á tveim árum. — Við ættum því að vera kom in að endanum á tímabil- inu og vonandi fer þessu að linna þó ekki sé þar með sagt, að ekki komi fleiri til felli, sagði Magnús. Þess ber einnig að gæta, að nú er sá árstími, sem hvað hættast hefur verið við heilahimnubólgu. Magnús sagðist eindreg- ið hvetja foreldra og for- ráðamenn barna til þess, að hafa strax samband við lækni, ef börn yrðu skyndi- ■ lega mikið veik. Fyrstu ein 1 kenni veikinnar eru hár hiti, höfuðverkur, uppköst og sljóleiki, en síðan fer að bera á útbrotum, eða húð- blæðingu, sem er eins og litlir rauðbláir dílar. Áger- ist sóttin mjög ört og því áríðandi að koma sjúkl- ingnum sem fyrst undir læknishendur. 3 stofnar eru þekktir af heilahimnubólgu, A, B, og C. Að sögn Magnúsar voru flest börn fædd 1972—75, á svæðinu frá Hvammstanga að Fnjóskadal, bólusett fyr ir A og C stofnum í sumar, en bóluefni hefur ekki ver- ið fundið gegn B stofni. Af þeim stofni hafa síðustu til fellin verið og á meðan ekki koma fram tilfelli af A stofni þykir ekki ástæða til að bólusetja börn fædd á sl. ári gegn honum. Ann- að barnið, sem veiktist síð- ast, hafði verið bólusett Framhald á bls. 6. W HBBÐIEHZK lu jyrirNordlendinga RAÐHUSTORG11 AKUREYRI SÍMI 21844

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.