Íslendingur


Íslendingur - 03.03.1977, Blaðsíða 7

Íslendingur - 03.03.1977, Blaðsíða 7
JAKOB Ó. PtTURSSON fyrrverandi ritstjóri ÖRFÁ MIIMNINGARORÐ Er ég á öldum ljósvakans heyrði, að öðlingsmaðurinn Jakob Ó. Pétursson væri geng inn, flugu í hug mér mörg rninningabrot frá blaða- mennsfcuárum mínum á Akur eyri, einkum þó það, er gaf sólarsýn í amstri dægranna. Mjög ofarlega á því minning- arblaði er nafn Jakobs Ó. Pét ur'ssonar, en hann var ritstjóri íslendings fyrstu árin er ég rit stýrði Alþýðumanninum. Mér var vel kunn ritsnilli Jakobs og ást hans á íslenskri tungu — og því er eigi að leyna — að nokkur kvíði sótti að mér, þá er að því kæmi að við skipt umst á skoðunum var'ðandi stjórnmál. Jafcob þékkti ég eigi per'sónulega áður og vissi lítt hvern mann hann haf ði að geyma, en beinskeyttni hans þá er hann beitti stílvopni er hann lenti í orrahníð við and- stæðinga var mér eriginn leyndardómur og sú stað- reynd að hann var vígfimast- ur þeirra er þá lögðu stund á blaðamennsku á Akureyri. Fljótlega flugu nokkrar hnútur á miUli okkar Jakobs — en strax var mér léttir að finna að Jakob var léttur í til- svönurn, glettinn og grómlaus — mér fannst það mikil hug- fró, því að sá stílsmáti var mér hugstæðastur — og vona ég að Alþýðumaðurinn beri þess merki frá þeim tíma. Fljótilega varð ég svo gæfu- samur að kynmast Jakobi per- sónulega — og þau kynni urðu mér eigi vonbrigði og óhikað játa ég það, að Jakob er sá persónuleiki sem er mér hvað hugstæðastur frá blaða- mennsbuárum mínum á Akur eyri. Mér er engin launung á því að fljótlega eftir að per- sónuleg kynni okkar hófust veitti Jafcob mér oft drengi- lega liðveidlu, sem ég mun aldrei gleyma. Ég hafði í blað- inu fastan eind&lk er ég nefndi „Stakan okkar". Oft reyndist mér mögur uppsker- an á þeim akri, þvi að ærið oft bárUst fáar stökur, en kvöld eitt hringdi Jakob í mig og bauð mér stökur, sem ég þáði með þökfeum — og þetta urðu ekki einu stökurnar, er hann miðlaði mér — og mér eru enn minnistæð orð hans, þá er ég eitt sinn sótti vísur til hans á ritstjórnarskrifstofu íslendings. „Ég hefi reynslu af því, Sigurjón, hve erfitt er á stundum að strita í Maða- mennsku, einn á báti, en þrátt fyrir það megum við aldrei byrgja sólarsýn í sálarhrói dkkar." Egi hætti Jakob að iuma að mér stökum þótt hann hætti ritstjórn og tók við forstöðu Fasteignamats r'íkisins — og víst var það meðal við streitu að tylla sér niður á skrifstofu hans og líta hina falslausu glettni í augum hans — og hílýða á gamanmál. svo mér gleymdist taugaslít- andi auglýsingasöfnun, sem þó var óumflýjanleg nauðsyn. Ég nam hjartahlýju þessa gáfaða manns og skilning á því að mannskepnan er eigi gerð úr STÓRSVIGSMOT - Framhald af bls. 2. S ára drengir: sek. Ólafur Hiimarsson 86.7 Smári Kristinsson Valur Gautason 9 ára stúlkur: Katrín Pétursdóttir Guðrún Jóna Magnúsd. 10 ára drengir: Björn Júlíusson Jón Björnsson 91.2 Andri Teitsson 91.3 10 ára stúlkur: sek. Anna María Malmquist 93.5 Signe Viðarsdóttir 94.4 Andrea Björnsdóttir 114.2 92.3 11—12 ára drengir: sek. Er'ling Ingvason 109.9 ( Davíð Björnsson 112.7 , „' Pálmi Pétursson 113.6 121.0 , 11—12 ára stúlkur: sek. ' Hrefna Magnúsdóttir 115.4 nl'0 Lena Hallgrímsdóttir 117.4 Ingibjörg Harðardóttir 123.7 sek. Handbolti Framhald af bls. 2. var staðan orðin 13-5 Þór í vil og skoraði Þorbjörn 9 af þeim mörkum Þórs. En það sem eft ir var hálfleiksins var ekki heil brú í leik Þórsara, sem virtust vera búnir að vinna leikinn að eigin mati. Framar ar söxuðu á for'skotið og í hálf leik skildu liðin aðeins 2 mork, 15-12 Þór í vil. í síðari hálfleik komst Fram síðan yfir, en á síðustu mín- útu leiksins var staðan jöfn, 21-211. Þórsarar fengu dæmt steinsteypu eða stáli. Þá er ég hripa upp þessi fá- tæklegu kveðjuorð norður í Grímsey minnist ég er við átt um eitt sinn orðræður saman um hið mannlega — að Jakob minntist á Grímsey, en þar var hann eitt sinn skólastjóri. „Þar er gott að vera, bæði hið fullkomna og brfeyska er fall- egt og frjóvgast í fullkomleika hins frumstæða lífs, þess lífs sem við nú erum að glata — og eyjan er griðastaður þeirra er vilja hugsa." Eitthvað á þessa lfeið mælti Jakob — og eigi óraði mig fyrir því þá að ég ætti eftir að gegna hinu sama starfi í eyjunni í norðri, er Jakob kallaði, griðland þeirra er vilja hugsa — og eftir nær 5 vetra dvöl í Grímsey tek ég heils hugar undir þau um- mæili hans. Að lokum, Jakob, þakka ég þér fyrir liðin kynni og þakka vil ég forsjóninni fyrir að leið ir okkar lágu saman. Með frá- fálli þínu hefur Akureyri að baki séð mikilhæfum dreng- skaparmanni. Heil er þökk mín til þín — og ég bið guð að blessa ástvini þína. Sigurjón Jóhannsson. Jeppamenn Fundur verður haldinn hjá klúbbnum „4X4" á Akureyri að Þingvallastræti 14, (á móti sundlaug- inni) föstudaginn 4. mars kl. 20.30. Félagar mætið og takið nýja félaga með. Allir velkomnir. Stjórnin Læknaritari óskast A handlæknisdeild F. S. A. frá 1. apríl 1977. Góð vélritunarkunnátta og góð móðurmálskunn- átta eru skilvrði. Æskilegt er að umsækjandi hafi æfingu í að skrifa eftir segulbandi og helst einnig eitt norðurlanda- mál og eða ensku eða þýsku. Skriflegar umsóknir ásamt meðmælum og uppl. um fyrri störf, sendist til ritara Gauta Arnþórs- sonar, yfirlæloiis, Handlæknisdeildar F. S. A., sem einnig veitir uppl. um starfið í síma 22100. Handlæknisdeild F. S. A. IJTSALA - ÍTSALA — Fram vítakast, sem þeir misnotuðu og Framarar náðu boltanum og skoruðu sigurtnarkið, loka- staðan 22-21 Fram í vil. Þorbjörn Jensson átti stór- leik með Þórsliðinu og skor- aði 13 mörk. Virtist hann geta skorað þegar honum datt það í hug. Mörk Þórs: Þorbj. 13, Árni 3, Einar 2, og Óskar, Ragnar og Sigtryggur 1 mark hver. Leilkinn dæmdu Ólafur Har aldsson og Stefán Arnaldsson fremur illa. AS I Útsalan verður á gamla lagernum, notið tækifærið og gerið góð kaup. . Selt verður meðal annars Teppi - Teppabútar Gluggatjöld - Gluggatjaldabútar Terylene - Terylenebútar Áklædi - AklæBisbútar Útsala hefst á Gefjunarvörum mánudag 7. mars og stendur til 11. mars Nú er betra að missa ekki ai' útsölunni í Gefjun. li I Sarver ksmið jan GEFJUIM ISLENDINGUR — 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.