Íslendingur


Íslendingur - 03.03.1977, Blaðsíða 8

Íslendingur - 03.03.1977, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGASÍMIÍSLENDINGS 215 00 EíNANGRUNARGLER ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 Endurhæf ingarstöðin: Skilið hjálpar tækjum — Endurhæfingarstöðin á taisvert af hjálpartækjuxn, sem lánuð hafa verið til þeirra, sem hafa þurft þeirra við um óákveðinn tíma. Hins veigar hefur orðið verulegur misbrestur á því, að tækju-n- um haffi verið skil-að til stöðv- arinnar aftur, þegar ekki hef- ur iengur verið not fyrir þau, sagði Magnús Ólaffsson, sjúkra þjálfari hjá endurhæfingar- stöð Sjálfsbjargar, í viðtali við blaðið. — Aðallega er hér um hækj ur að ræða, sagði Magnús, — e-n n-ú fer í hönd sá tími, sem flestir verða fyrir beinbrot- um, t. d. á sk-íðum, en margir þurfa þá á hækjum að halda. Núna er ástandið hins vegar þannig hjá okkur, að lítið sem ekkert er inni af tækjum stöðvarinnar og reikna ég með að okkur vanti yfir 20 sett af hækjum. Þetta er mjög bagalegt fyrir okkur og vil ég því skora á alla þá, sem hafa tæki f-rá stöðinni að láni, sem ekki eru lengur not fyrir, að skila þeim sem allra fyrst, sagði Magnús að lokum. * Arsþing UIO Laugardaginn 19. febr. sl. var ársþing ÍBÓ haldið á Ólafs- firði. Að ýmsu leyti var þetta tímamótaþing hjá ÍBÓ, þar sem veigamiklar skipulags- og lagabreytingar voru gerð- ar í þeim tilgangi að hleypa nýju lífi í starfsemina og beina henni inn á nýjar braut ir til að auka þátttöku og fjöl- breytni í starfi. Nafni félags- ins var breytt á fundinum í Ungmenna- og íþróttasam- band Ólafsfjarðar — skamm- stafað ÚÍÓ. Á þessu þingi gerðist Golf- klúbbur Ólafsfjarðar aðili að sambandinu. Vaxandi áhugi er á Ólafsfirði fyrir íþrótta- og félagsstarfi og ríkti bjart- sýni á þinginu varðandi fram- tíðina. Þá var fjallað um fjár- mál sambandsins, uppbygg- ingu íþróttamannvirkja og ýmis framtíðar verkefni og að lokum ióru fram kosning- ar í hi-nar ýmsu trúnaðarstöð- ur. í stjórn ÚÍÓ voru eftirtald- ir kosnir: Form. Stefán B. Óiafsson, meðst. Ármann Þórðarson, meðst. Magnús Stefánsson. Varastjórn: Sveinbjörn Árnason, Björn Þ. Ólafsson, Stefán B. Einarsson. Marinó Þorsteinsson, Þórir Steingrímsson og Aðalsteinn Bergdal í hlutverkum sínum Leikfélag Akureyrar frumsýnir undir leikstjórvi Herdísar Þorvaldsdóttur Sölumaðurinn er orðinn slitinn og þreyttur. <& Li-nda, kona Willys, leik- in af Sigurveigu Jónsdótt- ^ ur, er að jafnaði í góðu <*► skapi og heffur sigrast á löngun sinni til að and- ^ mæla öllu hátterni Willys. X Lomanshjónin eiga tvo X syni, Biff og Happy, sem ^ báðir eru „glataðir11 og for t eldrum sínum til lítils létt- . is í öllu andstreymi lífsins, J nema síður sé. Biff er eldri, i leikinn af Þóri Steingríms- V syni, en Aðalsteinn Berg- ^ dal leikur Happy, sem er & jafn glataður og bróðir <&► hans, en hefur aldrei horfst <&► í augu við ósigurinn og virð ist því hertari og bjart- sýnni á yfirborðinu. Gestur Einar Jónasson leiikur Bernard, sem er ein- lægur og alvarlegur, en ^ kvíðinn drengur, á svipuð- Jk um aldri og Biff og Happy. Jóhann Ögmundsson leik- j ur föður Bernards, sem er $ maður fámáll, kjarnyrtur , og stöðugur. Saga Jónsdótt ir leikur „konuna“, sem V Willy þekkir í Boston og notar sokka númer- 9 og V hálft. Jón Kristinsson leik- <» ur Ben, bróður Wiilys, sem <& var 17 ára þegar hann <& hvarf inn í frumskóginn. Æ, Þegar hann var 21 árs kom ^ hann út aftur, sem ríkur maður. Ljós og hljóðeffektar gegna miikilvægu hlutverki J í „Sölumanninum“, en þau J atriði eru í höndum Árna Vals og Jónsteins Aðal- steinssonar. Það eina sem ^ skyggir á í því sam-bandi, er hvað hljómurinn í hljóm <*► Framhald á bls. 6. <*► Á föstudagskvöldið frumsýnir Leikfélag Akureyrar f jórða verkefni sitt á leikárinu. Er það „Sölumaður deyr“ eftir hinn vinsæla höfund Arthur Miller í þýðingu Skúla Skúlasonar. í undirtitli heitir leikritið „Nokkur samtöl í trúnaði í tveim þáttum og eftirmælum“. Leikstjóri er hin kunna leikkona frá Þjóðleikhúsinu, Ilerdís Þorvaldsdótt- ir, en Saga Jónsdóttir hefur verið henni til aðstoðar. 13 persónur koma fram í leikritinu, leiknar af Marinó Þor- steinssyni, Sigurveigu Jónsdóttur, Þóri Steingrímssyni, Aðalsteini Bergdal, Gesti Jónassyni, Jóhanni Ogmunds- syni, Jóni Kristinssyni, Sögu Jónsdóttur, Ásu Jóhannes- dóttur, Áslaugu Ásgeirsdóttur, Guðmundi Rúnari Heið- arssyni og Þórði Vatnsdal. Næsta verkefni leikfélasins verður ítalskur gamanleikur eftir Goldoni. Kristin Olsoni, leikhússtjóri við Vasa leikhúsið í Finnlandi, mun setja verkið á svið og er hún þegar tekin til starfa hjá Leik- húsinu. líf sölumannsins Willy Lomans, jafnt í blíðu sem stríðu. Hann á við ýmsa erfiðleika að etja, er hnign andi sölumaður með minnk andi laun. Hann á erfitt með að sætta sig við and- streymi lífsins og byggir sér skýjabor’gir um kom- a-ndi velgengni, sem jafn- harðan hrynja til grunna. Það er Marinó Þorsteins son, sem leikur sölumann- inn, sölumanninn sem deyr, Willy Loman. Leikur inn gerist í húsi hans og á ýmsum þeim stöðum, sem hann hemsækir í Boston og New York. Leiikritið gerist ýmist í nútíð eða fortíð, draumi eða veruleika og fjallar um ' ■ Saga Jónsdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir leikstjóri, Jeppa klúbbur stofnaður Stofnaður hefur verið jeppa- klúbbu-r á Akureyri og hefur hann hlotið nafnið „4x4“ o-g er opin-n öllum þeim er áhuga hafa. Aðalmarkmið klúbbsins er að fara í hópferðaakstur á jeppurn urn öræfi landsin-s og aðrar óbyggðaferðir, svo og að stuðla að betri akstri jeppamanna um óspillta nátt- úruna og einnig að koma tor- færuákstri inn á lokað og af- markað landssVæði. í stjórn eru: Eðvald Geirsson, formað- ur, Björn Guðmundsson, gjald keri, Þorsteinn Þórhallsson, ritari. Fundu-r verður haldinn föstudaginn 4. mars. Verið vel komin. (Sjá nánar auglýsingu á bls. 7.) Róið þegar gefur á sjó Grímsey 19. febr. - S. J. Und- anfarna daga hefur verið hér indælis tíð, frostleysa í hægri suðausta-nátt — og eigi þarf að kvarta undan snjóþyngsl- um, þótt skaflar’ sóu nokkrir eftir norðaustan stórviðri, er gefck hér yfir seinnihluta janú ar. Síðustu daga hefur gefið á sjó hvern dag. Afli hefur ver- ið nokkuð misjafn, en engin ördeyða. Þrír a-f fjórum stærst bátunum eru gerðir út á línu, Bjargey, Magnús og Sæbjörg, en sá fjórði, Sigur- björn, er á vertíð í Grindavík. Mun sjósókn frá Grímsey yfir hávet-rarmánuðina vart hafa verið meiri í aðra tíð en nú í vetur. Þann 24. þ. m. á kvenfélag- ið Baugurinn 20 ára afmæli — og munu kon-urnar minnast af mælisins með samkomu í fé- lagsheimilinu. Kvenfé'lagið er eina virka félagið í eyjunni, hafa konur staðið fyrir spila- kvöldum að ógleymdu þorra- blóti. Ei-nnig hefur kvenfélag- ið lagt drjúgt af mörkum í sam bandi við uppbyggingu hins myndar-lega félagsheimilis eyjabúa. Núverandi formaður félagsins er Jórunn Magnús- dóttir á Miðgörðum, en lengst hefur gegnt formannsstöðu Ragnhildur Einarsdóttir á Bás um, en á síðasta aðalfundi gaf hún ekki kost á sér ti-1 endur- kjörs. Skairphéðinn Asgeirsson sjötugur Sjötugur er í dag, Skarphéð- inn Ásgeinsson, forstj. Amaro, Helgamagrastræti 2 hér í bæ. Blaðið sendir Skarphéðni og fjölskyldu hans heillaóskir á afmælisdaginn. GARDÍNUBRAUTIR Tréstangir og allir fylgihlutir íbúðin, Tryggvabraut 22 HNorðlendingar! Sumaráætlun ÚRVALS er komin Ferðaskrifstofa Akureyrar Ráðhústorgi 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.