Íslendingur


Íslendingur - 13.09.1977, Blaðsíða 7

Íslendingur - 13.09.1977, Blaðsíða 7
Bragðgóður og svalandi • Fæst í næstu búð EFNAGERÐIN AKUREYRI M Samtöl I Út er komin hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins bókin M- Samtöl I eftir Matthías Johannes- sen. Er hér um að ræða úrtak eða sýnishorn af samtölum Matthíasar, sem hann átti við fólk af margvís- legustu gerðum á tímabilinu 1955- 1970 og birti í Morgunblaðinu. Þessi samtöl voru eins og kunnugt er mjög víðlesin og umtöluð, en hafa eins og aðrar dagblaðagreinar horfið almenningi um leið og blöðin týndust, þar sem þau voru skráð og eru því óaðgengileg flestum nú. f bókinni eru samtöl við þessa menn: ★ Björn Pálsson, flugmann, ★ Eggert Stefánsson, söngvara, ★ Elías Hólm, ★ Guðríði Jónsdóttur, Akranesi, ★ Gunnar Gunnarsson, skáld, ★ Helgu Larsen á Engi, ★ Jón Magnússon, seglasaumara, ★ Júlíus Jónasson, áður bónda á Hólsfjöllum, ★ Louis Armstrong, ★ Magnús Hafliðason á Hrauni, ★ Maríu Andrésdóttur, Stykkis- hólmi, ★ Ólaf Túbals, listmálara, ★ Sigfús Blöndahl, stórkaup- mann, ★ Sigurð Kristjánsson, alþingis- mann, ★ Sigurð Nordal, prófessor, ★ W. H. Auden, skáld, ★ Þórarinn Jónsson á Melnum, verkamann. Eiríkur Hreinn Finnbogason hef ur annazt útgáfu bókarinnar og ritar fyrir henni formála um samtalstækni Matthíasar og sér- stöðu hans meðal íslenzkra samtala höfunda. LÖGTAKSÚRSKUROUR Þaö úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir gjaldföllnum en ógreiddum þing- ,j gjöldum ársins 1977 álögðum í Ólafsfirði, sem eru: Tekjuskattur, eignaskattur, kirkju- garðsgjald, slysatryggingargjald vegna heim ilsstarfa, lífeyristryggingjagjald atvinnurek- enda, iðnaðargjöld, iðnlánasjóðsgjald, slysa- tryggingagjald atvinnurekenda, sjúkratrygg- ingagjald, almennur og sérstakur launaskatt ur og atvinnuleysistryggingjagjald. Ennfremur fyrir eftirtöldum gjöldum álögð- um 1977 í Olafsfirði: Skipaskoðunargjaldi, lestar- og vitagjaldi, bifreiðaskatti, slysa- tryggingjagjaldi ökumanna, vélaeftirlits- gjaldi, vörugjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi, gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, aðflutnings- og útflutningsgjöldum, skráningargjöldum skipshafna, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, gjaldföllnum og ógreiddum söluskatti, sölu- gjaldi ársins 1977, svo og nýálögðum hækk- unum söluskatts, sölugjalds vegna fyrri ára, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök geta farið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Skrifstofu Ólafsfjarðar, 2. september 1977. Bæjarfógetinn í Ólafsfirði Barði Þórhallsson. - / J Hjartans þakkir sendi ég börnum mínum, A tengdabörnum, barnabörnum, systkinum, frændfólki og vinum nær og fjær, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 10. ágústsl., með T s V i i I Ý •j‘ heimsóknum, veglegum gjöfum, skeytum og •j* b/ómum. Ý Ý T T T $ Guð b/essi ykkur ÖH. Laufey Jónsdóttir Karis-rauðatorgi 20 Dalvík x T X X X ? X X X X X T X X T 1 % t x X •;• Fasteignir Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar gerðir og stærðir af fasteignum á söluskrá. Metum samdægurs. FASTEIGNASALAN Strandgötu 1 - Landsbankahúsinu 2. hæð - Sími 21820 Leiðari ™ Framhald skuldbindingar. Ennfremur þarf að auðvelda flutn ing fjármagns að og frá landinu. Með þessu móti væri hægt að tryggja tvennt í senn, í fyrsta lagi, að koma á því skipulagi að lán sem tekin eru yrðu á hverjum tíma endurgreidd að sama verðmæti og gilti þegar til skuldarinnar var stofnað, og í öðru lagi myndi slík ráðstöfun gera kleyft að lækka útlánsvexti stórkostlega frá þeirri endileysu sem gildir í þeim málum nú. J. G. S. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR: Olíustyrkur Greiðsla olíustyrks á Akureyri fyrir tímabilið apríl-júní 1977 hefst á bæjarskrifstofunum mánudaginn 12. septemberog lýkurföstudaginn 23. september n.k. Akureyri, 5. september 1977, BÆJARRITARINN. Laust starf Staða safnvarðar við Amtsbókasafnið á Akureyri er laus til umsóknar. Aðalstarf er dagleg umsjón með lestrarsal og geyrrisludeild. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja reynslu í bókasafnsstörfum. Upplýsingar veitir amtsbókavörður í síma 11141 frá kl. 1-7 e.h. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. október næstkomandi. Bæjarstjórinn á Akureyri, 6. sept. 1977, HELGI BERGS. Auglýsing um lögtök Þann 26. ágúst s.l. kvaðbæjarfógetinn á Akureyri upp lögtaksúrskurð fyrir gjaldföllnum en ógreidd- um gjöldum til bæjar- og hafnarsjóðs Akureyrar álögðum árið 1977. Gjöldin eru þessi: Útsvör, aðstöðugjöld, fasteignaskattur, hol- ræsagjald, vatnsskattur, ióðarleiga og hafnar- gjöld. Lögtök vsrða látin fram fara án frekari fyrirvara fyrir ofangreindum gjöldum, á kostnað gjald- enda, en ábyrgð bæjar- og hafnarsjóðs, að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þess- arar. BÆJARGJALDKERINN, AKUREYRI. Kartöflugeymslur bæjarins Vinsamlegast endurnýið greiðslukvittunina fyrir 15. september. Annars verða hólfin leigð öðrum. Greiðslu veitt móttaka á skrifstofu bæjargjald- kera Geislagötu 9. ATVINNA Slökkvistöö Akureyrar vantar sótara til starfa nú þegar. Ákvæðisvinna. SLÖKKVILIÐSSTJÓRINN Á AKUREYRI ISLENDINGUR 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.