Íslendingur


Íslendingur - 13.09.1977, Blaðsíða 8

Íslendingur - 13.09.1977, Blaðsíða 8
Gáfu myndir til styrktar Myndlista- skólanum Á föstudaginn verður opn- uð sérstæð sýning í Gallery Háhóli. Þar sýna 33 lista- menn myndir sínar, sem eru gerðar í olíu, grafik, pastel, kol, tauþrykk ofl. Skólastjóri Myndlistarskól ans, Helgi Vilberg, fór þess á leit við listamennina, að þeir gæfu skólanum eina myhd hver, en þær yrðu síðan settar á sölusýningu. Þessu var mjög vel tekið og áranguf inn geta menn séð á sýningijnni í Háhóli, sem verðuf ppin alla virka daga frá 18-22 og um helgar frá 15-22. Sýningunni lýkur 25. sept,ember. Verð mynd- anna er allt frá 13.000 kr. upp í 220 þús. Myndirnar eru eftir flesta af þekktari listamönnum þjóðarinnar. Myndlistarskólinn á Ak- ureyri tekur til starfa í byrjun' október í nýjum húsakynnum að Glerár- götu 34. Bygging leik- skóla í sumax leitaði Akureyr- arbær eftir tilboðum í að gera fokhelda byggingu fyrir leikskóla að Hlóíðar- lundi 4' Engin tilboð bárust í byggihguna, enda komið fram á sumar þegar útboð- ið var gért. Síðar gerist það, að Ósr hf. lýsir yfir áhuga fyrir því að taka verkið að sér. Félagsmálaráð mun hafa verið tilbúið að ganga til samninga við Ós, en ekki bæjarráð. Bæjarráð sam- þykkti hins vegar að byggja kjallara undir húsið, sem ckki var gert ráð fyrir áður, og fól tæknideildinni að hraða teikningum af hon- um og gerð útboðsgagna eins fljótt og hægt væri. Jafnframt heimilaði bæjar- ráð að hefja framkvæmdir við útgröft og fyllingu und- ir kjallarann, en frestaði frekari ákvörðunum að sinni. Búast má því við að bygging hússins verði boð- in út fljótlega. ISPAN HF. • RJRUVÖUUM 5 • AKUREYRI • SÍMI (96)21332 íslendingur 18. Fjórðungsþing Norðlendinga var haldið í Varmahiíð: Iðnþróun á Norðurlandi var eitt viðamesta málið 18. Fjórðungsþingi Norðlend- inga lauk í Varmahlíð á þriðju- daginn. Var þingið sett að Hólum í Hjaltadal, en þinghald fór fram í heimavistarskólanum í Varmahlíð og félagsheimilinu Miðgarði. Um lOOþingfulltrúar víðsvegar að á Norðurlandi sóttu þingið. Formaður Fjórð- ungssambands Norðlendinga næsta árið var kosinn Jóhann Salvar Guðmundsson, sýslu- maður Skagfirðinga. - Ég er nokkuð ánægður með þingið, þó ekki sé hægt að tala um það sem tímamóta- þing, sagði Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðurlands, í við- tali við blaðið. Ég tel þau mál, sem helst hafi verið í brenni- punktinum á þinginu, hafí verið ályktun um iðnþróun ásamt úttekt á landbúnaði. Auk þessa kom fjöldi annara hagsmuna- mála fjórðungsins til umræðu á þinginu, t.d. orkumál, sérstak- lega varðandi Norðurlands- virkjun, fræðslumál, ferðamál o.fl., sem of langt yrði upp að telja. Það er rétt að þessi þing og Fjórðungssambandið hafa eng- in völd, en við reynum að þoka málunum áfram til úrlausnar. Pálmi Matthías- son vígður til prest- starfa Á sunnudaginn verður prest- vígsla í Akureyrarkirkju, sem hefst kl. 10.30 f.h. Vígðurverð- ur Pálmi Matthíasson, sem sett- ur hefur verið prestur í Mel- staðarprestakalli í Húnavatns- prófastsdæmi. Sr. Pétur Sigur- geirsson, vígslubiskup, annast vígsluna, en vígsluvottar verða sr. Birgir Snæbjörnsson, sr. Pét- ur Þórarinsson og sr. Bolli Gústavsson. Sr. Pétur Ingjalds- son, prófastur, og sr. Gísli Kol- beins sjá um altarisgöngu. Pálmi Matthíasson er Akur- eyringur í húð og hár, en hann er sonur hjónanna Matthíasar Einarssonar, lögregluþjóns, og Jóhönnu Pálmadóttur. Hugur Pálma stefndi snemma að trúar- legum efnum, en hann starfaði á sínum tíma mikið með Æsku- lýðsfélagi Akureyrarkirkju. Pálmi hefur starfað hjá rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík undanfarin ár. Þingin eru góður vettvangur sín helstu baráttumálum fjórð- dag birtum við ályktun als- fyrir sveitarstjórnarmenn til að ungsins, sagði Áskell að lokum. herjarnefndar og fjórðungsráðs kynnast og bera saman bækur Þingið gerði margar álykt- en aðrar ályktanir birtast í sínar og samræma sjónarmið anir um ýmis mál. í blaðinu í næstu blöðum. 11 i ¦.. i,.. _________________.________^____ Árskógskirkja 50 ára gömul Kirkjunni bárust margar góðar gjafir á afmœlinu Stærri-Árskógskirkja varð 50 ára 6. júní sl. Var afmælisins minnst með hátíðaguðþjónustu i kirkjunni sunnudaginn 28. ágúst. Tveir af fyrrverandi sóknarprestum við kirkjuna, þeir sr. Bolli Gústafsson og sr. Stefán Snævarr, ásamt sr. Kára Valssyni, sóknarpresti i Hrísey, sem nú þjónar kirkjunni. Flurti sr. Bolli ræðu, en sr. Stefán og sr. Kári þjónuðu fyrir altari. Kirkjukórinn söng við guð- þjónustuna undir stjórn Guð- mundar Þorsteinssonar, organ- ista kirkjunnar. Fjölmenni var við athöfnina, sem var hin hátíðlegasta, en að guðþjónust- unni lokinni, var kirkjugestum boðið til kaffidrykkju að Ár- skógi. Kirkjunni bárust margar góð ar gjafir í tilefni afmælisins. Gefendur voru: Stefán Snæ- laugsson og fjölskylda, kr. 22.500, Bragi Sigfússon kr. 10.000, Elísabet Sölvadóttir kr. 5.000, Birna og Kjartan, Set- bergi, kr. 10.000, Þórhildur og Guðmundur, Árgerði, kr. 30.000, Birgir Sveinbjörnsson kr. 5.000, Þóroddur og Birna, Lyngholti 4 Ak., kr. 10.000, Helga og Gunnar, Garði, kr. 30.000, Sólrún hf. kr. 50.000, Lionsklúbburinn Hrærekur kr. 50.000, Jóhannes Óli Sæmunds son kr. 25.000, frá fermingar- börnum 1927; Þórhildi Frí- mannsdóttur, Þóru Á. Sigfús- dóttur og Jóhannesi R. Trausta syni kr. 75.000, minningargjöf um Sigurbjörgu Jóhannesdótt- ur frá Hellu, gefin af eigin- manni hennar, Kristjáni E. Kristjánssyni og börnum þeirra, kr. 100.000, SigrúnJ; Þorsteins- dóttir og Árni Þórisson, kr. 5.000, Kristján Vigfússon kr. 15.000, frá fermingarbörnum 1977; Bergþóru Jóhannsdóttur, Búa Ármannssyni, Jónasi Sig- urðssyni, Kolbrúnu Kristjáns- dóttur, Soffíu Höskuldsdóttur, Stefáni Dagbjartssyni, Stefáni G. Níelssyni, Svanlaugi Þorsteinssyni, Valgerði Gylfa- dóttur og Þórhildi Svavars- dóttur, kr. 50.000. Sóknarnefnd færir gefendun- um innilegustu þakkir. GARDÍNUBRAUTIFt Tréstangir og allir fylgihlutir í búðin, Tryggvabraut 22

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.