Íslendingur


Íslendingur - 13.09.1977, Qupperneq 8

Íslendingur - 13.09.1977, Qupperneq 8
Gáfu myndir til styrktar Myndlista-| skólanum Á föstudaginn verður opn- uð sérstæð sýning í Gallery Háhóli. Þar sýna 33 lista- menn myndir sínar, sem eru gerðar í olíu, grafik, pastel, kol, tauþrykk ofl. Skólastjóri Myndlistarskól ans, Helgi Vilberg, fór þess á leit við listamennina, að þeir gæfu skólanum eina mynd hver, en þær yrðu síðan settar á sölusýningu. Þessu var mjög vel tekið og árangurinn geta menn séð á sýningijpni í Háhóli, sem verður opin alla virka daga frá 18-22 og um helgar frá 15-22. Sýningunni lýkur 25. september. Verð mynd- anna er allt frá 13.000 kr. upp í 220 þús. Myndirnar eru eftir flesta af þekktari listamönnum þjóðarinnar. Myndlistarskólinn á Ak- ureyri tekur til starfa í byrjun' október í nýjum húsakynnum að Glerár- götu 34. Bygging leik- skóla í sumay leitaði Akureyr- arbær eftir tilboðum í að gera fokhelda byggingu fyrir leikskóla að Hlóíðar- lundi 4.* Engin tilboð bárust í byggihguna, enda komið fram á sumar þegar útboð- ið vargert. Síðargerist það, að Ós hf. lýsir yfir áhuga fyrir því að taka verkið að sér. Félagsmálaráð mun hafa veri5tilbúið að ganga til samninga við Ós, en ekki bæjarráð. Bæjarráð sam- þykkti hins vegar að byggja kjallara undir húsið, sem ekki var gert ráð fyrir áður, og fól tæknideildinni að hraða teikningum af hon- um og gerð útboðsgagna eins fljótt og hægt væri. Jafnframt heimilaði bæjar- ráð að hefja framkvæmdir við útgröft og fyllingu und- ir kjallarann, en frestaði frekari ákvörðunum að sinni. Búast má því við að bygging hússins verði boð- in út fljótlega. "ÍjaNGRUNARGLER ISPAN HF. • FURUVÖLLUM 5 • AFCUREYRI • SÍMI (96)21332 18. Fjórðungsþing Norðlendinga var haldið í Varmahlíð: Iðnþróun á Norðurlandi var eitt viðamesta málið 18. Fjórðungsþingi Norðlend- inga lauk í Varmahlíð á þriðju- daginn. Var þingið sett að Hólum í Hjaltadal, en þinghald fór fram í heimavistarskólanum í Varmahlíð og félagsheimilinu Miðgarði. Um lOOþingfulltrúar víðsvegar að á Norðurlandi sóttu þingið. Formaður Fjórð- ungssambands Norðlendinga næsta árið var kosinn Jóhann Salvar Guðmundsson, sýslu- maður Skagfirðinga. - Ég er nokkuð ánægður með þingið, þó ekki sé hægt að tala um það sem tímamóta- þing, sagði Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðurlands, í við- tali við blaðið. Ég tel þau mál, sem helst hafi verið í brenni- punktinum á þinginu, hafi verið ályktun um iðnþróun ásamt úttekt á landbúnaði. Auk þessa kom fjöldi annara hagsmuna- mála fjórðungsins til umræðu á þinginu, t.d. orkumál, sérstak- lega varðandi Norðurlands- virkjun, fræðslumál, ferðamál o.fl., sem of langt yrði upp að telja. Það er rétt að þessi þing og Fjórðungssambandið hafa eng- in völd, en við reynum að þoka málunum áfram til úrlausnar. Þingin eru góður vettvangur fyrir sveitarstjómarmenn til að kynnast og bera saman bækur sínar og samræma sjónarmið sín helstu baráttumálum fjórð- ungsins, sagði Áskell að lokum. Þingið gerði margar álykt- anir um ýmis mál. i blaðinu í dag birtum við ályktun als- herjarnefndar og fjórðungsráðs en aðrar ályktanir birtast í næstu blöðum. Árskógskirkja 50 ára gömul Kirkjunni bárust margar góðar gjafir á afmælinu Pálmi Matthías- son vígður til prest- starfa Á sunnudaginn verður prest- vígsla í Akureyrarkirkju, sem hefst kl. 10.30 f.h. Vígður verð- ur Pálmi Matthíasson, sem sett- ur hefur verið prestur í Mel- staðarprestakalli í Húnavatns- prófastsdæmi. Sr. Pétur Sigur- geirsson, vígslubiskup, annast vígsluna, en vígsluvottar verða sr. Birgir Snæbjörnsson, sr. Pét- ur Þórarinsson og sr. Bolli Gústavsson. Sr. Pétur Ingjalds- son, prófastur, og sr. Gísli Kol- beins sjá um altarisgöngu. Pálmi Matthíasson er Akur- eyringur í húð og hár, en hann er sonur hjónanna Matthíasar Einarssonar, lögregluþjóns, og Jóhönnu Pálmadóttur. Hugur Pálma stefndi snemma að trúar- legum efnum, en hann starfaði á sínum tíma mikið með Æsku- lýðsfélagi Akureyrarkirkju. Pálmi hefur starfað hjá rann- sóknarlögreglunni í Reykjavík undanfarin ár. Stærri-Árskógskirkja varð 50 ára 6. júní sl. Var afmælisins minnst með hátíðaguðþjónustu í kirkjunni sunnudaginn 28. ágúst. Tveir af fyrrverandi sóknarprestum við kirkjuna, þeir sr. Bolli Gústafsson og sr. Stefán Snævarr, ásamt sr. Kára Valssyni, sóknarpresti í Hrísey, sem nú þjónar kirkjunni. Flutti sr. Bolli ræðu, en sr. Stefán og sr. Kári þjónuðu fyrir altari. Kirkjukórinn söng við guð- þjónustuna undir stjórn Guð- mundar Þorsteinssonar, organ- ista kirkjunnar. Fjölmenni var við athöfnina, sem var hin hátíðlegasta, en að guðþjónust- unni lokinni, var kirkjugestum boðið til kaffidrykkju að Ár- skógi. Kirkjunni bárust margar góð ar gjafir í tilefni afmælisins. Gefendur voru: Stefán Snæ- laugsson og fjölskylda, kr. 22.500, Bragi Sigfússon kr. 10.000, Elísabet Sölvadóttir kr. 5.000, Birna og Kjartan, Set- bergi, kr. 10.000, Þórhildur og Guðmundur, Árgerði, kr. 30.000, Birgir Sveinbjörnsson kr. 5.000, Þóroddur og Birna, Lyngholti 4 Ak., kr. 10.000, Helga og Gunnar, Garði, kr. 30.000, Sólrún hf. kr. 50.000, Lionsklúbburinn Hrærekur kr. 50.000, Jóhannes Óli Sæmunds son kr. 25.000, frá fermingar- börnum 1927; Þórhildi Frí- mannsdóttur, Þóru Á. Sigfús- dóttur og Jóhannesi R. Trausta syni kr. 75.000, minningargjöf um Sigurbjörgu Jóhannesdótt- ur frá Hellu, gefin af eigin- manni hennar, Kristjáni E. Kristjánssyni og börnum þeirra, kr. 100.000, Sigrún J. Þorsteins- dóttir og Árni Þórisson, kr. 5.000, Kristján Vigfússon kr. 15.000, frá fermingarbörnum 1977; Bergþóru Jóhannsdóttur, Búa Ármannssyni, Jónasi Sig- urðssyni, Kolbrúnu Kristjáns- dóttur, Soffíu Höskuldsdóttur, Stefáni Dagbjartssyni, Stefáni G. Níelssyni, Svanlaugi Þorsteinssyni, Valgerði Gylfa- dóttur og Þórhildi Svavars- dóttur, kr. 50.000. Sóknarnefnd færir gefendun- um innilegustu þakkir. GARDlNUBRAUTIFt Tréstangir og allir fylgihlutir Ibúðin, Tryggvabraut 22

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.