Íslendingur


Íslendingur - 04.04.1978, Blaðsíða 1

Íslendingur - 04.04.1978, Blaðsíða 1
12. TÖLUBLAB . é3. ARGANGUR . AKUREYRI . ÞRIÐJUDAGINN 4. APRÍI. 197« „Ennþá gerast ævintýr" - Hitaveita Akureyrar formlega tekin í notkun sl. föstudag, eða rétt rúmum tveimur árum eftir að vatn fannst að Laugalandi „Ennþá gerast ævintýr“, sagði Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, við vígslu Hitaveitu Akureyrar sl. föstudag, og eru það orð að sönnu, þar sem tilkoma hitaveitu fyrir Akureyri er einna ævintýri líkust. Hitaveitunefnd Akureyrar var stofnuð upp úr olíukreppunni 1973 og hélt hún sinn fyrsta fund í janúar 1974. Fyrstu athuganir hennar voru ,við að kanna hagkvæmni þess að leiða vatn frá Hveravöllum í Reykjahverfi eða Bjarnarflagi, og sýndu þær athuganir jákvæða niðurstöðu. „En áður en farið var yfir lækinn“, eins og Ingólfur Árnason tók til orða í vígsluræðu sinni, þá var ákveðið að rannsaka betur Eyjafjarðarsvæðið með nýrri og fullkomnari tækjum, sem þá voru fengin. f janúar 1976 fannst fyrst vatn að Lauga - landi í Óngulsstaðahreppi. Var það fyrsta holan, sem boruð var, sem gaf 80 I. á sek. af 90° C heitu vatni. Þessi frétt vakti mikla ánægju á Akureyri á sínum tíma og fljótlega var hafist handa um að hanna hitaveitu fyrir Akureyri. Hitaveita Akureyrar var formlega stofnuð með reglugerð 19. janúar 1977, fyrsta vatnið fór að renna til bæjarins 11. nóvember sl. og 27. nóvember var fyrsta húsið tengt, en það var dvalarheimiiið Hlíð við Þórunnarstræti. Nú hafa verið tengd um 250 hús og 300 bíða tenginga. Til samanburðar má geta þess, að Hitaveita Ak- ureyrar jafngildir rúmlega 60 mw orkuveri fullgerð. Athöfnin að Laugalandi hófst með ræðu Ingólfs Árna- sonar, formanns hitaveitunefnd ar. í ræðu hans kom m.a. fram, ,að draumurinn um hitaveitu fyrir Akureyri er orðinn nokk- uð gamall, því fyrsta tilraunin til að ná vatni til hitunar með jarðborum er gerð 1933. Þá var boruð 23 m djúp hola að Krist- nesi. Sama ár voru virkjaðir 3 sek.l. af 48° C heitu vatni á Glerárdal, sem ungmennafélag- ar lögðu í leiðslu í sundlaug bæjarins. Sú leiðsla er enn í notkun að stórum hluta. Síðan sagði Ingólfur: - Á þessum árum beindust augu manna að þrem svæðum í ná- grenni Akureyrar. það var við Reykhús, Glerárgil og Lauga- land á Þelamörk. Á öllum þess- um stöðum voru boraðar grunn ar holur án teljandi árangurs og einnig voru boraðar grunnar holur hér að Laugalandi. Þá fjallaði Ingólfur um bor- unina að Laugalandi á Þela- mörk 1965, en þá fengust þar 6 sek.l. af 86° C heitu vatni. Síðan liðu 5 ár án þess að nokkuð væri gert, en þá eru boraðar 2 holur að Laugalandi. Sú fyrri gaf nokkurt" vatns- magn en sú síðari ekkert. Mæl- ingar sýndu að ekki var að vænta nægilegs vatnsmagns fyr- ir Akureyri og urðu þetta mikil vonbrigði fyrir Akureyringa, sem töldu að nú væri draumur- Stefán Reykjalin gangsetur Hita- veitu Akurevrar. inn úti um hitaveitu fyrir Akur- eyri. Haustið 1973 skellur síðan oltukreppan á og breytir á svip- stundu öllum viðmiðunum í sambandi við hagkvæmnisat- huganir. Um þetta sagði Ingólf- ur í ræðu sinni: - Nú vaknar nýr áhugi og tillaga er samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar um kosn ingu húshitunarnefndar. I nefndina voru valdir: Stefán Stefánsson, Sigurður Jóhann- esson, Pétur Pálmason, Knútur Otterstedt og Ingólfur Árna- son. Nefndin vildi ekki nefna sig húshitunarnefnd, nefndi sig strax á fyrsta fundi, sem haldinn var 28. janúar 1974, hitaveitu- nefnd, og hefur heitið það síðan og er skipuð sömu mönnum og fyrir 4 árum. Nefndin hefur verið samhent. Hún lét kanna ýmsar leiðir, gerð varfrumáætl- un um leiðslur bæði frá Bjarnar- flagi og frá Hveravöllum í Reykjahverfi. Þessar áætlanir voru gerðar á verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen á Akureyri og sýndu, að það gat verið hagkvæmt að leiða vatn 60-70 km leið til hitunar húsa. Með þessum athugunum kvikn- aði vonarneisti um hitaveitu. Ekki vildum við samt fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Fórum við því að ráðum starfs- manna Orkustofnunar, sem mæltu með frekari rannsókn og borunum hcr á Eyjafjarðar- svæðinu. Á fjárlögum 1975 voru veittar 22 millj. kr. til hita- veiturannsókna. Akureyri fékk helminginn af þessu fé, sem óafturkræft framlag. Þettafram lag var ómetanlegur stuðning- ur. Fjárveitinganefnd á sjálf- sagt öll heiður skilið, en þó áreiðanlega mestan heiðurinn formaður nefndarinnar, Jón heitinn Árnason af Akranesi. Eftir ráðleggingum starfs- manna Orkustofnunar var ákveðið aö bora 3.500 m djúpa holu í landi Syðra-Laugalands. Borun hófst seinni hluta nóv- ember 1975. Fyrsta bordageftir jólafrí, 5. janúar 1976, var bor- inn kominn niður á 1303 m dýpi og skilaði holan þá 801. á sek. af 90° C heitu vatni. Ég þarf ekki að lýsa þeim fögnuði, sem þessi árangur veitti okkur. Þessir janúardagar fyrir tveimur árum eru sjálfsagt öllum Akureyr- ingúm og Eyfirðingum minni- stæðir. það sem síðan hefur gerst í borunarmálunum hér á svæðinu þekkja lield égallir. við höfum ekki alltaf fengið góðar fréttir, en nú er aftur að birta til eftir éljagang. Síðan fjallaði Ingólfur um gang verksins, samskipti við íbúa Öngulsstaðahrepps, sem hann þakkaði sérstaklega. Sagði hann að kostnaður við verkið væri orðinn um 2000 millj. kr., en áætlaður kostnað- ur á árinu 1980, þegar lagningu dreifikerfisins verði lokið, er 6.300 milljónir kr. Síðan þakkaði lngólfur öll- um, sem lagt hafa hönd á Framhald á bls. 7. „Verið með - hafið áhrif4 Á Fimmtudagskvöldið gangast Sjálfstæðisfélögin á Akureyri fyrir fundi í Sjálfstæðishúsinu, þar sem stefnuyfirlýsing flokks- ins við komandi bæjarstjórnar- kosningar verður endanlega mótuð. Samkvæmt upplýsing- um Gísla Jónssonar, cins af frambjóðendum flokksins, þá verða lögð fram drög að yfirlýs- ingunni á fundinum, sem síðan verða rædd og endanlega mót- uð í umræðuhópum. Er það gert til að gefa sem flestum stuðningsmönnum flokksins kost á að koma áhugamálum sínum á framfæri og hafa þann- ig áhrif á gang bæjarmála. Er þetta gert í beinu framhaldi af prófkjörinu, sem tókst í alla staði mjög vel, en þar var kjör- orðið ,,verið með hafið áhrif“, sagði Gísli að lokum. Hitaveitunefnd ásamt hitaveitustjóra. Frá v. Siguröur Jóhannesson, Gunnar Axel Sverrisson, hitaveitustjóri, Ingólfur Árnason, formaður nefndarinnar, Stefán Stefánsson og Knútur Otterstedt. Skipsstrand j í Ólafsfirði - Vildu ekki verða af saltinu Eins og fram hefur komið í frétt- um, þá strandaði færeyska flutn ingaskipið Hólmur á miðviku- dagskvöldiö um 4 500 metra út frá höfninni í Ólafsfirði. Strand- aði skipið út af svokölluðum Ósbrekkusandi, um 100 m frá landi, en það var á leið til Ólafs- fjarðar með um 100 tonn af salti. Gerðar voru árangurslaus- ar tilraunir til að ná skipinu á flot. Var það álit manna í Ólafs- firði, að hægt hefði verið að ná skipinu á flot á föstudaginn með því að moka saltinu fyrir borð. Til þess fékkst ekki leyfi trygg- ingafélagsins. Varðskipið Oð- inn gerði þær björgunartilraun- ir sem gerðar voru, með aðstoð Sörgunarsveitarinnar Tinds í lafsfirði. Þá kom Goðinn til Ólafsfjarðar, en ekkert sam- komulag varð við tryggingarfé- lagið um björgunarlaun og fór hann því aftur. í gær var von á Framhald á bls. 3. i i ■ ■ ■ ■ i i ■ i ■ i NOROLENZK ram i Píl UJ fyrir Nordlendinga

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.