Íslendingur


Íslendingur - 04.04.1978, Blaðsíða 7

Íslendingur - 04.04.1978, Blaðsíða 7
Ármann Dalmannsson Fæddur 12. september 1894 - Dáinn 22. mars 1978 ! Ármann Dalmannsson er sigldur. Við horfum á eftir honum með söknuði, en við vitum að hann hlýtur góðan byr. Góð samviska, réttsýni og góðvild fylla seglin og fleyinu er stýrt styrkri hendi hins hægláta og varkára manns. Jafnan var Ármann athugull og tillitssamur. Ekki man ég þess dæmi að honum brygðist bogalistin í samskiptum okkar íþrótta- manna. Ágæt greind bar hann jafnan rétta leift í hverju máli. Hann var vel íþróttum búinn. I leikfimis- tímum brá hann sér oft í handstöðu eða gekk góða stund á höndum af frábæru óryggi. Jafnan var Ármann hlýr og hýr og yljaði þeim; er hann átti samskipti við. Hann var mannræktar og jarðræktar maður, vel sjá- andi og farsæll, vinsæll og virtur. Við hjónin þökkum hon- um samskiptin og samfylgd- ina og biðjum honum bless- unar á nýjum slóðum. . Sigrúnu konu Ármanns, börnum þeirra og öðrum vandamönnum öllum vott- um við dýpstu samúð. Hermann Stefánsson. Hlynur Snær Þormóðsson Fæddur 26. desember 1975 - Dáinn 26. mars 1978 Kveðja frá afa. Nú er slitinn strengur, stærstu gleði minnar, ómar ekki lengur angrið litar kinnar. fi/yninn unga héðan höndin dauðans knýr, klökku hj'arta eg kveð hann kvöl I hug mér býr. Vorsins kynja-kraftur kveikir líf og trú. - Enginn kemur aftur alveg sami og þú. Styrkið neyðarvarnir RAUOA KROSS ISLANDS Lœriö skyndihjálp! RAUOIKROSS ÍSLANDS I Akureyrarkirkja Fermingarguðþjónusta í Ak- ureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 10.30. - B. S. Lögmannshlíðarkirkja Fermingarguðþjónusta nk. sunnudag kl. 13.30. Sóknar- prestar. Aðalfundur Kvennasambands Akureyrar verður haldinn að Lóni Gler- ; árgötu 34 sunnudaginn 16. apríl n.k. og hefst kl. 13.30 stundvíslega. Venjuleg aðal- fundarstörf. Að loknum fundi verða veitingar og skemmti- atriði í tilefni af 25 ára afmæli K.S.A. Allirmeðlimiraðildar- félaganna velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þátttaka til- kynnist formönnum félaganna fyrir 10. apríl. - Stjórnin. Skíðagönguferð eftir Þor- valdsdal Ferðafélag Akureyrar efnir til skíðagönguferðar eftir Þor- valdsdal laugardaginn 8. april kl. 10. Þátttaka tilkyhnist í síma 23692 á föstudaginn frá kl. 19-21. Blaðabingóið Fyrstu tölur í blaðabingói Knattspyrnudeildar KA: B 10 - I 27. Samkomur í Fíladelfíu Fíladelfía Lundargötu 12. Op- inber samkoma verður á fimmtudaginn 6. apríl kl. 20.30. Ræðumaður verður Garðar Ragnarsson. Aðeins í þetta eina sinn. Svo eru sam- komur hvern sunnudag kl. 20.30. Allir hjartanlega vel- komnir. Fíladelfía. Hjálpraeðisherinn MAJOR ANNA ONA heim- sækir Akureyri og talar á sam- komum Hjálpræðishersins, sem hér segir: Föstudag 7., hermannasamkoma, laugar- dag 8. almenn samkoma; kl. 20.30 báða dagana, og sunnu- dag kl. 17.00. Allir hjartan- lega velkomnir. Aðalfundur Sjálfsbjargar Aðalfundur Sjálfsbjargar á Akureyri og í nágrenni verður haldinn að Bjargi laugardag- inn 15. apríl kl. 14.00. - Dag- skrá: Venjuleg aðalfundar- störf og önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. - Stjórnin. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför litla sonar okkar og bróður HLYNS SISIÆS ÞORMÓÐSSONAR Skarðshlíð 30d. Guð blessi ykkur öll. Eiínborg Árnadóttir, Þormóður Einarsson og börn. Alúðar þakkir færum við öllum þeim, sem auð- sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar GUÐMUNDAR STEFÁNSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á lyfjadeild og b-deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Einnig þökkum við hjúkrunarfólki og starfsfólki dvalarheimilisins í Skjaldarvík fyrir góða hjálp. - Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Stefánsdóttir, Hallgrímur Stefánsson, Jón Stefánsson og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir og blessunaróskir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna and- láts og útfarar AUÐAR PÁLMADÓTTUR Hafnarstræti 91. Eiginmaður, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hinnar látnu. J Hitaveitan Framhald af bls. I. plóginn við að gera hitaveituna að veruleika og bað forseta bæjarstjórnar, Stefán Reykja- lín, að gangsetja dælu til merkis um það, að Hitaveita Akureyr- ar væri formlega tekin til starfa. Síðan töluðu Stefán Reykja- lín, Bjartmar Kristjánsson, Gunnar Thoroddsen, Jakob Björnsson og Gunnar A. Sverr- isson, hitaveitustjóri, sem lýsti framkvæmdum og framtíðar- áætlunum. Ræða Gunnars Thoroddsen er birt í heild á bak- síðu blaðsins í dag. aX, Gunnar Framhald af baksíðu getur náð niður á svo mikið dýpi. Árangurinn varð sá, að grunnur var lagður að hita- veitu Akureyrar. Ég minnist ágæts fundar 10. september 1975 með formanni hitaveitunefndar, Ingólfi Árna syni, og Stefáni Stefánssyni, bæjarverkfræðingi, um þessar jarðboranir og annan undir- búning undir hitaveitu fyrir Akureyri, sem og ánægjulegra samskipta iðnaðarráðuneytis- ins við Helga Bergs, bæjar- stjóra, og aðra ráðamenn Ak- ureyrar um þetta mál fyrr og síðar. Ég flyt ykkur öllum, sem unaið hafið að þessu merka framfaramáli, Akureyrarbæ og Akureyringum, þakkir og árnaðaróskir. En þjóðin öll nýtur góðs af þessu glæsilega °g gagnsama mannvirki. Ífí HITAVEITA AKUREYRAR •P AUGLÝSIR ÚTBOÐ Tilboð óskast í lagningu 8. áfanga dreifikerfis Hitaveitu Akureyrar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88b, frá og með 4. apríl 1978. Tilboðin verða opnuð á skrifstofum Akureyrar- bæjar, Geislagötu 9, Akureyri, mánudaginn 17. apríl 1978 kl. 14.00. HITAVEITA AKUREYRAR. ^&anfaá -kynning I kvöld kl. 20 kynnum við pípulagningamönnum og öðrum tæknimönnum Akureyrar Danfoss hitastilliventla í Lóni, félagsheimili Karlakórsins Geysis, Glerárgötu 34. Á morgun, miðvikudag, verða sölumenn okkar til kynningar og upplýsinga um Danfoss hitastilla fyrir almenning að Hótel KEA, Gildaskála. SHEÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 Einkaumboðsmenn fyrir Danfoss á islandi ISLENDINGUR - 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.