Íslendingur


Íslendingur - 15.08.1978, Blaðsíða 4

Íslendingur - 15.08.1978, Blaðsíða 4
Útgefandi: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Dreifing og afgreiðsla: Ritstjórn og afgreiðsla: Ritstjórn sími: Dreifing og auglýsingar: Áskriftargjald: Lausasala: Prentgn / offset: Islendingur hf. Gísli Sigurgeirsson Jóna Arnadóttir Ráðhústorgi 9 21501 21500 kr. 1.000 á ársfjórðungi kr. 100 eintakið Skjaldborg hf. Að stjórna landinu Sólin skín, og jörðin ber ávöxt. Dag eftir dag aka bændur ilmandi töðu í hlöður sínar, ótrauðir og afkastamiklir. Landburður af fiski er í mörgum verstöðvum. Menn njóta sigursins í landhelgis- málinu og skynsamlegra friðunarráðstafana. Um allt land er starfað að hverskonar smíðum og iðnaði. Fram til þessa hefur hver nýt og vinnufús hönd haft verkefni við sitt hæfi. Landið er gott. Gróðurmoldin og fiskimiði eru gjöful. Takmarka- lítil orka er í fallvötnum og iðrum jarðar. island er framtíðarland. Og það er öfundsvert hlutskipti að vera íslendingur. Við búum við frelsi og frið. Við erum stríðalin andlega og líkamlega. Við höfum meira en nóg að bíta og brenna. Við erum hraust. Við erum vel búin að verkfærum og tækjum. En nú bregður svo undarlega við, að þeir menn, sem fyrir skemmstu sögðust albúnir að stjórna landi og lýð, ef þeir fengju til þess fylgi, virðast allt í einu hafa misst áhugann á slíku eða þá kjarkinn til þess. Nú eru þeir fleiri en vænst var sem skorast undan því að stjórna þessu blessaða landi og þessari dugmiklu þjóð. Mesta athygli verkur, að sá flokkur, Alþýðu- bandalagið, sem þjóðin gerði í fyrsta sinn næstmestan að kjörfylgi, þó litlu nemi, hefuralveg afþakkað umboð það, sem hann fékk, nema þá að hann fái einn öllu ráðið. Alþýðubandalaginu stóð til boða að mynda stjórn með helsta sigurvegara kosningnanna annars vegar og stærsta flokki þjóðarinnar hins vegar. Þessum kosti hafnaði Alþýðubandalagið óséð, án þess svo mikið sem prófa hversu stefnu flokksins hefði mátt koma fram í þvílíku samstarfi. Alþýðubandalaginu var einnig boðið upp á svokallaða vinstri stjórn. Það tók þátt í málamyndaviðræðum, og brátt kom í Ijós að þær voru aðeins sviðsetning til þess að fá betri vígstöðu í áróðursstríði við Alþýðuflokkinn. Ekki hafði Alþýðubandalagið heldur haft áhuga á að mynda minnihlutastjórn með Alþýðuflokknum við hlutleysi Framsóknar. Alþýðubandalagið taldi og öll tormerki á myndun þjóðstjórnar. Leitun mun vera á öðru eins ábyrgðarleysi og bjálfahætti og ekki að undra, þótt Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður segir í Morgunblað- inu að kjósendur Alþýðubandalagsins hefðu alveg eins getað skilað auðu, enda eru nú verkalýðsleið- togar flokksins teknir að klóra í bakkann þó seint sé. En því meira ábyrgðarleysi sem næststærsti flokkur þjóðarinnar sýnir af sér, þeim mun þyngri kvöð fellur á herðar hinna flokkanna að bregðast ekki trausti kjósenda sinna. Óleyst vandamál hrannast upp í stjórnleysi og við ætlumst ekki til þess að leiðtogar okkar sitji með hendur í skauti meðan Rómaborg brennur. íslenskt þingræði verður nú að sýna mátt sinn, annars er það feigt. Til hvers buðu menn sig fram til þings í síðustu kosningum? Til hvers kusum við menn á bing í síðustu kosningum? TIL ÞESS AÐ STJORNA LANDINU EFTIR LEIKREGLUM ÞINGRÆÐISINS og héldum að það yrði gert. Eða hvað. Eru þeir menn kannski fleiri en við ætluðum í hópi sjálfra þingmanna sem vilja þingræðið feigt og er ósárt þó að Rómaborg brenni til ösku? Sé svo, ætti ekki að saka þótt slíkir menn sætu utan ríkisstjórnar. 11.8.78 G.J. Unnið að viðgerðinni ú Laxdalshúsi qf fuHum krafti HUSIÐ REYNDl MJÖG ILLA FAl - Heita mátti að fótstykki hússins vœri algerlega horfit Viðgerð á Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar, er nú í fullum gangi og er stefnt að því að loka húsinu fyrir veturinn, þ.e. klæða það að utan, gera við þakið og negla fyrir glugga. Það er Sverrir Hermannsson, smiður, sem sér um verkið, en ásamt honum vinna við smíðarnar Jón Árnason og Helgi Hallsson, en handlangari er Óli Valur, sonur Jóns. Að sögn Sverris var húsið mjög illa farið, sérstaklega undir steinkantinum, sem steyptur var með húsinu að neðanverðu fyrir lOOáraafmæli Akureyrarkaupstaðar 1962. Stoðir og fótstykki mátti heita horfið, sagði Sverrir, en ofan til var húsið ekki eins illa á sig komið. Þó er klæðningin undir járninu á þakinu ónýt, en ekki er mikill fúi í skarðssúðinni, sem þar er undir. • Þá var ekki hlaupið í nœstu búð Þegar steinkanturinn var brotinn utan af húsinu kom r ljós, að mikið vatn var undir húsinu. Reyndist vera þar kjall- ari að sunnanverðu, en vatnið kom úr biluðu inntaki í húsið. Sagði Sverrir að sér virtist húsið nokkuð vel byggt miðað við aldur. Grindin væri þó gerð úr heldur lélegu efni, en klæðning- in væri góð, cn það verður líka að taka mið af því, að á þeim tíma, sem húsið var byggt, þá var ekki hlaupið út í næstu búð eftir efni. Sverrir hefur fengist mikið við viðgerðir á gömlum húsum. Hann hefur t.d. unnið að viðgerð á Túliníusarhúsinu ásamt félögum sínum og nú hefur hann tekið að sér viðgerð á Grundarkirkju, sem er orðin illa farin. Sagði Sverrir gömlu húsin standa fyrir sínu, mörg hver byggð úr góðum viðum, en mörg dæmi væru þess að naglarnir væru orðnir tærðir, jafnvel gersamlega horfnir, svo með ólíkindum væri hvernig gömlu húsin tylldu saman. Að lokum gat Sverrir þess, að tilfinnanlega vatnaði gamlar myndir af vesturhlið Laxdals- hússins og ein vantaði mynd af austurhliðinni, þar sem dyrn- ar sæjust greinilega. Viðgerðin á Laxdalshúsinu er gerð samkvæmt sérstakri sam- þykkt bæjarstjórnar, en stjórn húsfriðunarsjóðs hefur í reynd haft umsjón með framkvæmd- unum. Erviðgerðinfjármögnuð með tekjum sjóðsins, svo langt sem þær ná, en það sem upp á vantar hefur bæjarsjóður ábyrgst. • Oft hefur verið þétt setinn bekkurinn í Laxdalshúsi Viðgerðin á Laxdalshúsi er framkvæmd í samráði við Þjóð- minjasafnið og hafa þeir Hjör- leifur Stefánsson, arkitekt og Hörður Ágústsson verið við úttekt á húsinu. Verður lögð áhersla á að færa húsið í sitt upprunalkega horf, eftir því sem frekast er unnt, samkvæmt gömlum lýsingum, teikningum og myndum. Húsið er langelsta húsið á Akureyri, það eina sem uppi stendur frá I8. öldinni, byggt 1795. Húsið er kennt við Eggert Laxdal, sem var faktor hjá Gudman kaupmanni á Akureyri, og bjó lengi í húsinu. Hins vegar var það upphaflega byggt fyrir starfsfólk annars kaupmanns, sem starfaði á Akureyri fyrir aldamótin 1800. Húsið hefur lengi verið í eigu Akureyrarbæjar, sem hefur leigt það út. Var oft mannmargt þar, jafnvel fjórar stórar fjöl- skyldur, cn hægt var að skipta húsinu í fjórar íbúðir. Þær voru hins vegar litlar og hefur því oft verið þétt setinn bekkurinn í Laxdalshúsi. Hér er Sverrir að vinna við að rétta Hér er\i þcir Jón Árnason og Helgi Hallsson að gera við grindina, sem s Laxdalshúsið cins og það lítur út í dag. Verið er að steypa sökkul undir grind grjóthleðslum, sem voru að mestu horfnar. 4 -ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.