Íslendingur


Íslendingur - 15.08.1978, Page 5

Íslendingur - 15.08.1978, Page 5
Helgi Hallgrímsson, náttúrufrœðingur, skrifar um maura, m.a. þá sem herja nú á trjágróður á A kureyri Á undanförnum sumrum hefur þess víða orðið vart í görðum á Akureyri, að barrið á grenitrjám hefur gulnað og orðið brúnt að lokum og jafnvel fallið af trjánum. Eru dæmi um að trén hafi drepist af þessum sökum, eða orðið svo svo aum að menn hafa séð þann kost vænstan að höggva þau. Aðrir hafa reynt að halda trjánum við með úðun, sem hefur gefið misjafnan árangur. Orsakavaldurinn er niaur sem nefndur hefur veriö spunamaur vegna þess að hann spinnur silki- þræði, líkt og kóngulær gera, og má oft sjá þessa þræði sem brúnleitt kusk á trjánum. (Maurinn hefur einnig verið nefndur köngulingur). Það munu vera nokkrir áratugir síðan hans varð fyrst vart hérlendis, en til þessa hefur hann ekki gert teljandi skaða, svo ntcr sé kunnugt, fyrr en hann fór að herja á barrtrén hér á Akureyri, og mun þcss fyrst hafa farið að gæta sumarið 1976 eða 1977. Undanfarin sumur hafa verið mjög þurr og hlý hcr á norðurlandi, og má vera að það hafi vtt undir vöxt spunamaursins, sem er frekar þurrelskur og forðast raka. Má nota sér þann ciginleika hans, með því að úða trén reglulega með vatni, og halda honum þannig í skefjum • Ýmis úðunarefni hafa verið reynd Ýmis úðunarefni hafa verið notuð til að stemma stigu við maurnum, cn flestum þeirra er sameiginlegt, að þau eru bæði mjög dýr og þaraðauki hættuleg mönn- um, og þó ekki síst fuglum, sem eiga það til að éta maurinn. Virðist næstum útilokað að hægt sé að treina líf þeirra eitthvað lengur. Er því oftast ekki unt annað aðgera en að höggva hin sýktu tré, og koma þeim burtu úr garðinunt, til að forðast að smit berist á önnur. í sumar hefur einnig verið ntikill faraldur af roðamaur, og er það reyndar ekki svo óvenjulegt. Hann skemmir ýmsan gróður, en er þó mun hættuminni en spunamaur barrtrjánna. Ilins vegar á hann það til að leita inn um glugga og fara inn í hús, og þykir mörgum það hvimleitt. Einnig fer hann stundum á stofublóm. Að sögn garðyrkju- stjóra bæjarins hefur í sumar verið úðað gegn roðamaur við um 200 hús í bænum, og er það ekki svo lítill kostnaður. Einnig hefur orðið vart við roðamaur á túnum á nokkrum bæjum i Eyjafirði og hefur hann sumsstaðar verið i nokkuð stórum spildunt og valdið gulnun á grasinu. • Maurar eru merkilegar skepnur Maurar eru merkilegar skepnur. Þeir eru skyldir kóngulóm, en hafa hins vegar mjög ólika lifnaðar- hætti. Kóngulær eru yfirleitt rándýr og lifa á skordýrum, en flestir maurar lifa á jurtum, beint eða óbeint, og flokkast því margir þeirra undir svonefnd sníkjudýr, eins og þær tegundir, sem um var rætt. Þær hafa sograna, sem Jieer Maurar herja jpr i | 0 a Akureyri Roðamaur. stinga með göt á blaðfrumurnar og sjúga út innihald þeirra, en við það koma gulir flekkir á blöðin. Maurabit orsakar stundum ein- kennilegan misvöxt á blöðunum, þannig að á þau myndast vörtur með sérstöku lagi. Kallast það ,,galle“ á ýmsum Evrópumálum, en mun ekki hafa nafn á íslensku. Nokkrar maurategundir sníkja einnig á dýrurn og grafa sig inn í húð þeirra, svo sem hinir alkunnu kláðamaurar gera. Kláðamaur mannsins mun nú vera orðinn fágætur hérlendis, en fjárkláða- maurinn lifir enn góöu lífi í sumum sveitum, þrátt fyrir miklar baðanir gegn honum. Hann olli á sínum tíma miklum pólitiskum deilum á íslandi. Mjölmaurar lifa í mjöli og kemur stunduni upp faraldur af þeim, og svo er það ostaniaurinn, sent sumum finnst aðeins til bragðbætis i ostum. Langflestir marurar lifa þó í moldinni eða gróðursverðinunt og gera þar rnikið gagn með því að umbreyta fúnum jurtahlutum i gróðurmold. í hverjum fermetra lands eru vanalega þúsundir af þeim. Steinalús nefnist rauður maur, sem gjarnan má finna undir stein- um eða í fjörusandi. hann er um 2-3 mm á lengd og mun vera stærsta maurategundin hérlendis, en flestir maurar eru annars svo smáir. að þeir eru naumast sýnilegir með berum augum, og sumir alls ekki. Lundalúsin svonefnda er Iíka maur. og ásækir lundann í holunum. • Það má því segja með sanni, að maurar séu alls- síaðar Af þessum nöfnum sést að menn hafa helst líkt maurunum við lýs, þótt þeir flokkar séu annars lítið skyldir. því lýsnar eru skordýr. (Revndar er heitið maur einnig notað um vissan skordýraflokk, sem ekki er til hér á landi. (skógarmaur ofl) og er því hálfgert vandræðanafn enda hefur komið fram tillaga unt aö kalla maurana köngulinga). Þótt maurar séu landdýr hafa svjmir þeirra komist upp á að lifa í vatni og jafnvel í sjó. Það má því segja með sanni, að maurar séu allsstaðar, í jörðu og á landi og í mörgurn lífverum þaraðauki. Maurar og skordýr eru eiginlega einu dýraflokkarnir, sem hafa veitt mannskepnunni eitthvert viðnám í ,,valdabaráttu“ þeirra á jörðunni. og virðist enn langt i land að maðurinn vinni sigur í því stríði. Virðist tækni mannsins hafa litlu breytt i þvi efni. Hin einhæfa ræktun nútínrans hefur ýtt mjög undir faraidra af þessum dýraflokkum, og veldurþví að þeir geta breiðst út svo sem raun ber vitni og ræktunaraðferðrinar gera og sitt til að auka á hættuna. • Besía vörnin er að nota náttúru- legar aðferðir við ræktunina Það er þvi tvímælalaust besta vörnin gegn slíkunt faröldrum að nota náttúrlegar aðferðir við ræktunina og hafa gróðurinn sem fjölbreyttastan, þ.e. sem líkastan hinum náttúrlega gróðri. Sem dænti má nefna grasflatirnar í görðunum, þar sent oft er aðeins ræktuð ein tegund grasa og reynt er að útrýma öllu svokölluðu ,,ill- gresi“ Sama er að segja um túnin. að þar vex nú að jafnaði aðeins ein eða í mesta lagi 2 - 3 grastegundir, .sem ræktaðar eru með tilbúnum áburði. Er þetta vafalaust ástæðan fyrir því að roðamaurinn getur fjölgað sér svo gífurlega. Það verður því miður að viðurkenna, að við höfum ofmetn- ast af tækninni, og trúum blint á almætti hennar. Þegar eitthvað fer úrskeiðis hjá okkur, höldum við að það nægi. að kalla á „úðunar- nianninn." eða „lækninn" og þessir embættismenn muni hafa meðul við öllu. Við höfum næga peninga til að borga, en í staðinn viljum við autðvitað f'á fullkonina „lækn- ingu.“ Samt rekum við okkur oftsinnis á það að þetta er ekki einhlítt, þegar um er að ræða náttúrleg tyrirbæri. hvort sem það ■ eru sjúkdómar í ræktarjurtum, Inisdýrum eða í okkur sjállum. Embættismennirnir gefa að visu sin meðöl, en þau eru bara tills ekki einhiít. Að þessu leyti getum við mikið lært af maurunum og cf \ ið geruni það. þá hafa einnig þeir sína þvðingu. H.Hg. A öalfundur SUIWJSÍ í Hafralœkjarskóla 1.-3. september Fundurinn opinn öllum áhugamönnum Aðalfundur Samtaka um náttúru- vernd á Norðurlandi (SUNN) verð- ur haldinn i Hafralækjarskóla í Að- aldal dagana I. 3. september næst- komandi. Dagskrá fundarins er fjölbreytt að vanda, enda hefursú venja skap- ast íjð aðalfundirnir (sem eru haldn ir Annaðhvort ár) séu jafnframt fræðslu- og kynningarfundir, þar sem umhverfi fundarstaðarins er kynnt sérstaklega. Fundurinn hefst að kvöldi föstu- dagsins 1. sept. með kynningu á náttúrufari og sögu Aðaldals og ná- grennis. Þar flytja erindi Bjartmar Guömundsson á Sandi og Þorgeir Jakobsson frá Brúum. Sýndar verða litskuggamyndir úr Aðaldal og kvikmynd uni jurtalitun, sem tekin var fyrir nokkrum áratugum á bænum Garði. Árdegis á laugardaginn, 2. sept., verða aðalfundarstörf, en síðdegis verður farið í kynnisferð um Aðal- dal, með viðkomu á ýmsum stöð- um. Að kvöldi sama dags flytur Sigurður Blöndal skógræktarstjóri erindi um þátt skóganna i búskapn- um fyrr og nú og Sigurður Þórar- insson jarðfræðingur segir frá rann- sóknum sínum á fornbýlum (eyði- býlum) í Þimgeyjarþingi. Árdegis á sunnudag (3. sept.) verða svo aðalfundarstörf að nýju, en síðdegis verður efnt til ferðar í Þingey í Skjálfandafljóti og forni þingstaðurinn skoðaður. Sérstök náttúruverndarsýning verður í Hafralækjarskólaallafund ardagana, og þar verður lagður fram bæklingur um náttúruvernd í Aðaldal. Ókeypis gisting er í skólanum fyrir fundarmenn og matur verður þar á boðstólum. Einnig eru næg tjaldstæði við skólann. Fundurinn er opinn öllum. sem áhuga hafa á viðfangsefnum hans. (Fréttatilkynning frá stjórn SUNN) Gamla myndin - Leiðrétting Margir hafa orðið til að lýsa yfir ánægju sinni með „gömlu myndina,“ sem birt- ist í síðasta blaði og var úr gömlu Höepfnersverslun- inni. Þeirra á meðal var Þorleifur Ágústsson, sem nú dvelur á dvalarheimilinu Hlíð, 78 ára að aldri. Hann var um árabil á skipi, sem hét Anna og var gert út af Höepfnersverslun. Hann sagðist muna eftir öllu þessu fólki, sem er á myndinni, og rétt hafi verið farið með nöfnin á því öllu, nema þeim, sem væri lengst til hægri. Það væri ekki Axel Vilhelms son, heldur Friðbjörn Björns son, sonarsonur hákarla J ör- undar í Hrísey. Friðbjörn var um eitt ár í Höepfners- verslun, árið 1919, og hefur myndin því verið tekin það ár. Friðbjörn kvæntist síðar Björgu Valdimarsdóttur og bjuggu þau íhjón í Hrísey, þaðan sem Friðbjörn rak útgerð og stundaði verslun. Hann lést á besta aldri og kvæntist Björg síðar Garðari Ólafssyni úr Hrísey, en þau búa nú í Reykjavík. Einn afkomandi Friðbjarnar og Bjargar er Óli D. Friðbjörns- son, skrifstofumaður á Ak- ureyri. Staðfesti hann þessar upplýsingar frá Þorleifa. Þakkar blaðið Þorleifi fyrir þessar upplýsingar. ÍSLENDINGUR - 6

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.