Íslendingur


Íslendingur - 23.10.1979, Síða 6

Íslendingur - 23.10.1979, Síða 6
fþróttir Umsjónarmenn: RAGNAR ÞORVALDSSON EINAR PÁLMI ÁRNASON Elmar Geirsson kosinn „Knattspurnumaður Akureyrar 1979“ Ætla að reyna að hætta - en á vorin fæ ég alltaf firðing í magann, segir Elmar í viðtali við blaðið Elmar Geirsson, hinn kunni varnaskelfir KA-liðsins, var á laugardaginn kjörinn „Knattspyrnumaður Akureyrar 1979“. Hlaut hann til varðveislu veglegan grig, sem gullsmiðirnir Sigtryggur og Pétur gáfu á sínum tíma. Aður hafa Pétur Sig- urðsson, Gunnar Austfjörð, Sigurður Lárusson og Eyjólfur Ágústsson hlotið þennan heiður, en það er stjórn KRA, sem tilnefnir verðlaunahafann. Þeir sem næstir komu Elmari að þessu sinni í stigagjöfinni voru Einar Þórhallson, Árni Stefánsson, Haraldur Haraldsson og Eiríkur Eiríksson. Einar er læknir og Elmar tannlæknir. Það var því löngum haft á orði í sumar, að Elmar spólaði varnir andstæðinganna í sundur, en Einar saumaði KA-vörnina saman. Mun sam- líkingin komin frá Hermanni Gunnarssyni, fréttamanni útvarpsins. fslendingur spjallaði við Elm- ar eftir verðlaunaafhendinguna á laugardaginn, en þar voru einnig veitt verðlaun í öllum flokkum Akureyrarmótsins og Firmakeppninni, sem er nýlega lokið. Fyrst var Elmar spurður um upphafið að knattspyrnu- ferli hans? - Það var með mig eins og fleiri stráka, ég barst með fjöld- Bjami marka- kóngur Akureyrar Bjarni Sveinbjörnsson, 16 ára leikmaður með 3. flokki Þórs, var Markakóngur Ak- ureyrar 1979. Hlaut hann að launum veglegan verðlauna- grip, sem Bílaleiga Akur- eyrar gaf og er nú veittur í fyrsta sinni. Markakóngur verður sá er skorar flest mörk í leikjum á vegum KRA. Skoraði Bjarni 10 mörk í fjórum leikjum á veg- um KRA, en í íslands- mótinu skoraði hann 9mörk í jafnmörgum leikjum. Þar stóðu hann og félagar hans í Þórsliðinu sig vel og náðu 4. sæti í mótinu. Næsta sumar fer Bjarni í 2. flokk og mega Þórsarar því búast við mark- sæknum nýliða í meistara- flokkinn á næstu árum ef Bjarni æfir vel og stundar knattspyrnuna af kostgæfni. anum. - Allir strákarnir í hverf- inu stunduðu fótbolta og ég smitaðist eðlilega líka. Mitt hverfi var Vogahverfi og þaðan lá leiðin á malarvöllinn við Sjó- mannaskólann, sem var gamli Framvöllurinn. Þar með var ég kominn í Fram og þar byrjaði ég minn knattspyrnuferil. Pabbi var í Víking og hafði hann farið með mér á einar tvær æfingar hjá þeim, en það varð ekkert úr því að ég festi rætur þar. Ég byrjaði þó ekki að spila með Fram fyrr en í 4. flokki, en eftir 1 eða 2 ár í 2. flokki komst ég í meistaraflokk, þá 17 ára gam- all. Byrjunin var raunar ekki til að státa af því liðið féll í 2. deild þetta sumar og lék ég 3 síðustu leikina í 1. deildinni. Eftir það lék ég með Fram þar til ég fór til Þýskalands vegna náms. Þar lék ég með Herta 03, sem var þá at- vinnulið að hálfu leyti. Eftir 1. árið með því liði var það fært nær áhugamennskunni. Ferð- uðumst við mikið og lékum víða um heim sem boðberar Berlín- ar. Ferðaðist ég t.d. þrisvar sinnum nær umhverfis hnöttinn með liðinu og þessi ferðalög voru það sem hélt manni við félagið. Þegar ég hafði lokið námi fór ég til borgarinnar Trier og lék þar með liði í tvö keppnis tímabil. Var liðið í 3, deild, en við unnum okkur upp í 2. deild fyrra keppnistímabilið. Eftir 5 leiki síðara keppnistímabilið meiddist ég illa og var að mestu frá knattspyrnu í 2 ár. Það var svo ekki fyrr en ég fluttist til Akureyrar til starfa að ég fór að spila aftur af fullum krafti með KA, sagði Elmar. Elmar er orðinn 31 árs gam- all. Auk þess að leika með Fram hefur hann leikið 24 lands- leiki fyrir fsland og 4 unglinga- landsliðsleiki. En er hann búinn að leggja skóna „á hilluna"? - Ég ætla allavega að reyna það, svaraði Elmar. - Þetta er með knattspyrnuna eins og drykkjuskapinn, það er erfitt að hætta. Maður fer að fá fiðring í magann þegar vorar, en nú er ég ákveðinn í að reyna að stilla mig. Þetta er líka mjög tíma- frekt og rétt að gefa yngri mönnum tækifæri og tíma til að reyna sig. - Ég er bjartsýnn á KA-liðið og tel að þáð ætti að geta unnið sig upp í fyrstu deild aftur næsta sumar. En við meg- um þó ekki vanmeta andstæð- ingana eða vera of öruggir. Ég held að við höfum haft betra lið í sumar, en var í fyrra, og hefði okkur tekist að halda sætinu núna hefði það getað skipt sköpum. Baráttan í 1. deildinni er hins vegar orðin harðari og mikill munur á deildunum, þannig að toppliðin í 2. deild þurfa yfirleitt að berjast fyrir tilverurétti sínum í 1. deild árið eftir. Elmar hefur löngum hrellt varnarmenn andstæðinganna með hraða sínum og knatt- leikni. Hann var næst spurður hvða ráð hann gæti gefið yngri knattspyrnumönnum til að ná svipuðum árangri? - Knattleiknin var nú löngum mín veika hlið, en þetta hefur komið með árunum, svaraði Elmar. - Ég er orðinn rólegri og ekki eins æstur og í gamla daga, en þá vildi boltinn gleymast. Til þess að ná árangri verða menn að hafa áhuga og metnað og æfa vel og reglulega, ásamt því að lifa skynsömu lífi. Gott úthald er undirstaðan, síðan kemur hitt á eftir. Að lokum, Elmar - ert þú orðinn Akureyringur? - Já, það held ég, ég hef búið hér og starfað mér til mikillar ánægju, kann vel við mig, og hef eignast marga vini og kunn- ingja, sagði Elmar að lokum. Elmar Geirsson með dætrum sfnum - ásamt verðlaunagripunum með sæmdarheitinu „Knattspyrnumaður Akureyrar 1979“. Spilum hraðan körfuknattleik - Segir Gary Schwartz, nýráðinn þjálfari Þórsara Þórsarar hafa fengið til liðs við sig bandaríkjamanninn Gary Schwartz, sem mun þjálfa 1. deildarlið félagsins í körfubolta í vetur jafnframt því að leika með. Eins og nienn muna féllu Þórsarar úr úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili og hafa full- an hug á að endurheimta sæti sitt þar. Nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu og víst að mörg önnur lið í 1. deild- inni hafa fullan hug og möguleika til að vinna sig upp. En Þórsarar eru baráttu glaðir og ákveðnir í að gefa hvergi eftir. fslendingur kom við á æfíngu hjá þeim á föstu- daginn og var Gary spurður um horfurnar. - Ég er bjartsýnn á mótið og er tilbúinn í slaginn, sagði Gary og var hinn hressasti. - Við höf- um æft á hverjum degi síðan ég kom 24. september og strákarn- ir hafa mætt vel og eru ákveðnir í að gera sitt besta, hélt Gary áfram. - Ég gekk ekkert að því gruflandi að hverju ég kæmi hér. Mark Christiansen gaf mér allar upplýsingar um leikmenn liðsins og þeir hafa ekki valdið mér vonbrigðum, síður en svo, en þeir mega heldur ekki efast um eigið ágæti. - Við munum mæta ákveðnir til leiks - og að sjálfsögðu alltaf með því hugar- fari að vinna. Hins vegar hefur það háð okkur verulega við undirbúning fyrir mótið, að við höfum ekki getað fengið einn einasta æfingaleik. Ég mun Framhald á bls. 7. Gary Schwartz er ánægður með Þórsarana. 6 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.