Íslendingur


Íslendingur - 10.02.1983, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.02.1983, Blaðsíða 2
íslendingur Utgelandi: Islendmgur hI Fhtsl/orí og abm.: Gurmar Berg Gunnarsson Auglysingastlóri: Guótaug Siguidardottir R'itstiorn simi 2IS01 Auglysmgar sinn. 21500 Áshrittargiald hr. 80.00 á ársfjóróungi Lausasala kr. 6.00 eintakið Auglysmgaverð kr. 80.00 dálksm. Prentun Pieriismió/a B/orns Jonssonar FALSAÐ FISKVERÐ Það er svo sem ekki ný bóla að endar nái ekki saman þegar sjómenn og útvegsmenn aetla að fara að semja við fiskverkendur um fiskverð. Sjaidan hefur þó eins mikið borið á milli og nú i haust og vetur, enda langt siðan sjávarútvegur- inn hefur verið eins hart leikinn og nú. Öllum sem hugsa um sjávarútvegsmá! á íslandi, og ekki síst ef þeir nú hugsa um þjóð- arhag líka, má Ijóst vera að tekjur sjómanna og útgerðar skapast af því verði sem fæst fyrir aflann. Beinir styrkir eða niðurgreiðslur á fisk- verði eru óhugsandi til lengdar. Það kom því mörgum þessara hugsandi manna á óvart þegar sjávarútvegsráðherra lagði út á þessa braut sl. haust. Með vaxandi undrun fylgdust menn svo með því hvernig fulltrúi hans í yfir- nefnd Verðlagsráðs leysti fiskverðsákvörðun um áramótin. í bæði skiptin var aðeins tjaldað til nokkurra vikna. Það var eins og vonast væri til þess að ráðherradómnum færi nú að Ijúka og að ekki þyrfti að taka á þessu eða öðrum vandamálum ef hægt væri að fresta þeim um svo sem tvo mánuði. „Það lafir meðan ég lifi,“ sagði Loðvik Frakkakóngur. En hvernig var fresturinn keyptur? í haust var iátið nægja að seilast i vasa skattborgara og einn af sameiginlegum sjóðum útgerðar- manna eftir nokkrum milljónum til að greiða niður olíu til fiskiskipanna. En um áramótin var gripið tii örþrifaráða. Lagt var á 4% útflutnings- gjald á sjávarafurðir til að afgreiða beina styrki til þeirra togara sem mestri olíu eyddu og mestan taprekstur sýndu. Fyrir opnum tjöldum voru gerðar upptækar eignir og tekjur báta- sjómanna, sjálfstæðra útgerðarmanna og fisk- verkenda til að halda þeim á floti örlitið lengur, sem í skjóli pólitískrar fyrirgreiðslu hafa sökkt heilum sveitarfélögum í botnlausan hallarekst- ur. Næst á að ákveða fiskverð t. mars. Ekki verður þá búið að skipta um ríkisstjórn. Það er hins vegar Ijóst að efnahagslif þjóðarinnar þolir ekki þessa stjórn á sjávarútvegsmálum öllu lengur. Það er kannski hægt að bjarga sér á hundavaði yfir ýmis óþægindi en margar fleiri lítt grundaðar bráðabirgðalausnir á ört vaxandi vandamálum aðal atvinnuvegarins þolir þjóðin ekki. Það er tilgangslaust að falsa fiskverðið lengur. Það eru gömul og ný sannindi, að þegar fiskverðið, sem fiskvinnslan getur greitt, ekki dugir fyrir útgerðarkostnaði og launum sjómanna þá verður að fella gengið til að auka tekjur fiskvinnslunnar. Nú má ekki fella gengið af því að kosningar standa fyrir dyrum. Það var sagt að síðast hefðu Alþingiskosningarnar unnist á niðurtalningarleið Framsóknar- manna. Næst verður væntanlega að kjósa um upptalningu þeirra. Og það verður Ijóta upptalningin. B. D. Ferðakynning Félag verslunar- og skrifstofufólks efnirtil kynn- ingaráferöum ísumarhús í Danmörku og víðarí samvinnu viðSamvinnuferðir-Landsýn, laugar- daginn 12. febrúar nk. að Hótel KEA kl. 4 e.h. Félagar mætið og fáið ykkur kaffisopa. Stjórnin. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Tilkynning til húsasmíðameistara, múrara- meistara og pípulagninga- meistara Vegna úrskurðar Félagsmálaráðuneytisins dags 26. júní 1981, telur bygginganefnd að þeir húsa- smíðameistarar og múrarameistarar sem hafa meistarabréf útgefið fyrir 1. janúar 1980 eigi rétt á löggildingu séu þeir starfandi í iðninni. Þeir húsasmíðameistarar og múrarameistarar sem hafa sveinsbréf útgefið fyrir 1. janúar 1978 en meistarabréf útgefið eftir 1. janúar 1980eiga rétt á löggildingu ef þeir sýna fram á með starfs- vottorðum að þeir hafi átti rétt til meistarabréfs fyrir 1. janúar 1980 og eru starfandi í iðninni. Sömu reglur gilda um pípulagningameistara að öðru leyti en því að dagsetningarnar eru 1. jan- úar 1980 og 1. janúar 1982. Bygginganefnd lítur svo á að þeir meistarareinir sem hafa iðn sína sem aðalstarf eigi rétt á lög- gildingu samanber gr. 2.4.7. í byggingareglu- gerð. Bygginganefnd getur þó veitt iðnmeistara tíma- bundna heimild til að skrifa upp á teikningar vegna einstakra verka þó að ekki sé uppfyllt skil- yrði um að hafa iðn sína sem aðalstarf. Frestur til að sækja um löggildingu samkvæmt ofanrituðu er til 1. maí 1983. Bygginganefnd Akureyrar. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Starf brunavarðar Starf brunavarðar við slökkvistöð Akureyrar er laust til umsóknar. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði. Upplýsingar veitir undirritaður. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar n.k. Slökkviliðsstjóri. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Tilkynning frá Hitaveitu Akureyrar Mælingarmenn verða að störfum í eftirtöldum götum og hverfum þriðjudaginn 8. febrúar til þriðjudagsins 15. febrúar. Fjólugata Vanabyggð Glerárgata Hlíðarhverfi Grænagata Holtahverfi Kaldbaksgata Síðuhverfi Laufásgata Hitaveita Akureyrar. I.O.O.F. - 2 - 16421181/2 Akureyrarprestakall: Guðsþjónusta verður í Akur- eyrarkirkju nk. sunnudag 13. febrúar, kl. 2 e.h. Sálmar: 122, 377, 251,255, 532. Þ.H. Frá Kristniboðshúsinu Zion. ' N.k.sunnudag verðursunnu- dagaskóli kl. 11 f.h. Öll börn hjartanlega velkomin. Al- i menn samkoma verður kl. 20.30. Ræðumaður Skúli | Svavarsson, kristniboði. Allir hjartanlega velkomnir. Aöalfundur KFUM á Akur- eyri, verður haldinn fimmtu- daginn 17. febrúar í Kristni- boðshúsinu Zíon kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Stjórnin. Erum fluttir í Önnumst neytenda þjónustu. NÝLAGNIR - VIÐGERÐIR - VIÐHALD - VERSLUN Gengið inn um, sími 22 Akureyringar Við framk Raflagnir í íbúðar verslanir, st Viðgerðir á raflögnur Rafor Glerárgötu 32, sím; LEIKFÉLAG AKI SÝNIR: Bréfb frá Ar eftir Ernst Bruun OIí í þýðingu Úlfs Hjörv Leikstjóri: Haukur G Leikmynd: Svein Lur Sýningar: Fimmtud., 10. febt Föstud., 11. febrúi Sunnud., 13. febrl Miðasala opin alla virk kl. 17-19, sýningardag Sími 24073. Myndlistarsýningir myndlistarmanna leikhússins er opn ardagana. 2 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.