Íslendingur


Íslendingur - 10.02.1983, Page 3

Íslendingur - 10.02.1983, Page 3
jgj'Poland Baldvin Baraflokkurínn Baraflokkurinn hefur vakið mikla athygli síðustu þrjú árin. Lék okkur mikil forvitni á að kynnast flokknum og lögðum því leið okkar í Rauða húsið þar sem hann var á æfingu. Þegar flokkurinn gerði hlé á leik1' sínum leystu þeir félagar góð- fúslega úr spurningum okkar varðandi sögu hljómsveitarinn- ar. Hljómsveitin var stofnuð 1977 af átta strákum sem voru að stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Liðskipan flokksins hefur verið nær óbreytt síðan 1980, en hana skipa nú Asgcir Jónsson, söng- ur, Baldvin H. Sigurðsson, bassi, Þór Freysson, gítar, Jón Arnar Freysson. hljómborð og Sigfús Örn Óttarsson sem tók sæti Árna. Henrikssen við trommurnar í febrúar 1982. Veturinn 1980-1981 æfðum við í Lóni og komum fyrst frarn þann 7. mars 1981 í Nýja Bíói og spiluðum þar með hljómsveit- inni Tortímingu. Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem rokk- hljómsveitir á Akureyri tóku sig saman og héldu tónleika. Und- irtektir áheyrenda voru mjög góðar og við urðum reynslunni ríkari. Eftir þessa tónleika tók- um við okkur mánaðarhvíld. Því næst spiluðunt við með Utangarðsmönnum í Dynheim- MYNDIR OG TEXTI: Einar Einarss. og Einar Áskelss. Sigfús um, Sjálfstæðishúsinu og í Nýja Bíói. Skömmu síðar nánar tiltekið í mars fórum við í Demo upptöku í Stúdío Birnbó og tókum uppsex lögsem við síðan sendurn suður til Steinars Berg (eiganda hljómplötufyrirtækis- ins Steinars h.f.) í maí 1981 héldum við í okkar fyrstu tónleikaferð suður yfir heiðar og lékum m.a. á Hótel Borg. Daginn eftir þá tónleika hittum við Steinar Berg að máli og gerðurn við hann okkar fyrsta og eina plötusamning. í júní tókum við upp okkar fyrstu plötu í Hljóðrita í Hafnar firði undir stjórn Tómasar M. Tómassonar. Platan kom á markaðinn í ágúst og seldást vel, miðað við sex laga plötur. í byrjun vetrar þurftum við að víkja úr æfingaplássi okk.ar í Lundarskóla, og fluttum á kvennaklósettið í Kjarnaskógi og æfðum þar næstu þrjá mánuði. U m áramótin 1981-1982 feng- um við inni í Eimskipalelags- húsinu. En í mars 1982 var okkur boðið að taka þátt í starfsemi Rauða hússins, og eftir að hafa lagfært efri hæð hússins heilmikið fluttum við þangað með pjönkur okkar og höfum æft þar síðan. Um þetta leyti vorum við farnir að huga að útgáfu nýrrar plötu. Um páskana fórum við aftur suður og unnum plötuna í Grettisgati, stúdíói Þursana. Og aftur stjórnaði Tómas upptök- unni. Platan sem bernafnið Lizt kom á markaðinn í júlímánuði. Síðan höfum við leikið á tón- leikum vtðsvegar um landið m.a. í Samkomuhúsinu hér í bæ, sem við teljum einna eftir- minnitegustu tónleika okkar. Framtíðaráætlanir hljóm- sveitarinnar eru að halda áfram og í sumar munu upptökur hpfj- ast á næstu plötu. Við þökkum Baraflokknum fyrir móttökurnar og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni. Frá æfingu i Rauða húsinu fSLENDINGUR - 3

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.