Íslendingur


Íslendingur - 10.02.1983, Blaðsíða 4

Íslendingur - 10.02.1983, Blaðsíða 4
 RAFORKA HF." GLERÁRGÖTU 32 Slmar: 23257 og 21867 Fb-4'il VIÐTALSTÍMAR BÆJARFULLTRÚA Miðvikudaginn 16. febrúar nk. kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Gunnar Ragnars og SiguröurÓli Brynjólfsson tíl viötals í fundarstofu bæjarráös, Ftaflagnir - viðgerðarþjónusta v Geislagötu 9, 2. hæð. (jSBj) á raflöqnum oq Bæjarstjóri. heimilistækjum. KDRFUBIMLEIG4 Z5 25259 ZS 21673 Guðmundur H. Frímannsson: Með vinsemd og skætingi Það eru til eóftar hæknr nr i_i . > Það eru til góðar bækur og vondar. Ég skrifaði ritdóm hér í blaðið í síðasta mánuði um vonda bók, sem heitir Ö það er dýrlegt að drottna eítir Guð- mund Sæmundsson. Auðvitað er sjálfsagt, að menn skrifi og gefi út vondar bækur. Ekki amast ég við því. En það er jafn- sjálfsagt að vekja athygli manna á því, að þær séu vondar. Þeir geta þá varast þær eða lesið eftir atvikum. Vondar bækur eru nefnilega vondar, ef þær eru vondar. Af þessum ritdómi hafa orðið nokkur eftirmál hér í blaðinu, vegna þess að Eiríkur Stefánsson, gamall skólafélagi minn, ritaði andmæli við ritdóm inn og Jón Helgason svaraði honum. Af einhverjum ástæð- urn fer það ekki illa fyrir brjóst- ið á Eiríki, að ég sagði bókina vonda. Honum er hins vegar annt um verkalýðsleiðtogann Guðmund Sæmundsson, sem kemur þessu máli ekki mikið við. Að öðru leyti er tilskrif Eiríks vinsamlegur skætingur. Og í síðasta blaði bætir hann við svolitlum dónaskap. Það má rekja bókina Ó það er dýrlegt að drottna í tvo megin- þætti. Annars vegar er hún ádeila á íslensk verkalýðsfélög og völd þeirra, sem með for- ystuna fara í þeim. H ins vegar er hún ádeila á valdakerfi hins kapitalíska, vestræna heims. Eiríkur gerir athugasemd við þá staðhæfingu mína að „auður (sé) aldrei sjálfvirk ástæða til valda." Þetta er eina efnislega athugasemdin, sem hann gerir við ritdóminn. Það er því rétt að staldra við hana ofurlítið nánar. Eiríkur nefnir þrjú dæmi, sem eiga að leiða í ljós, að þessi stað- hæfing sé röng. 1. „Hvernig hefði verkamaður klofið kostn- aðinn í prófkjörsbardaga sjálf- stæðismanna í Reykjavík ný- verið?“ 2. „Heldurðu íalvöruað Nelson Rockefeller hafi hafistaf sjálfu sér?“ 3. ,.Og samt hlýtur þér að vera ljóst hvernig auð- menn veita fé í kosningabaráttu heppilegra og hlýðinna stjórn- málagæðinga. Hvernig staðið var að undirskriftasöfnuninni Varið Land.“ 1. Menn eru sjálfráðir í hvaða kostnað þeir leggja í prófkjöri. Þeir geta hagað prófkjörs- baráttu þannig, að það kosti þá ekki stórfé. Margir launþegar tóku þátt í umræddu prófkjöri. Þeir, sem lögðu í mestan kostnaðinn, lentu ekki í efstu sætunum. 2. Auðvitað er auðveldara fyrir N. Rockefeller að öðlast frama og völd í stjórnmálum en marga aðra, vegna þess að hann hafði mikið fé undir höndum. Það dettur engunt í hug að neita því, allra síst mér. En það þarf meira en auð til að hljóta frama og völd í lýðræðisríki. 3. Það er ekki ljóst, hvort Eiríkur á við, að einhverjir ótilgreindir auðmenn í landinu hafi borið fé á tæplega 60 þúsund landsmenn til að skrifa undir áskorun Varins lands, eða einungis á forvígismenn þess og það svo leitt til þess, að 60 þúsund skrifuðu undir áskorun- ina. Hvort tveggja er jafn- heimskulegt og stenst ekki lágmarkskröfur í skynsamlegu velsæmi. Auk þess er sjálfsagt að spyrja, hverjir þessir auð- menn hafi verið og hvað þeir hafi borgað. Þessar staðhæfing- ar Eiríks Stefánssonar eru allar af því tæi, sent talsmenn inn- hverfrar íhugunar létu hafa eftir sér fyrir nokkru: ef Islendingar ykju íhugun sína innhverfa, drægi úr verðbólgunni. Ég veit ekki, hvort þeir töluðu við Gunnar Thoroddsen. Það, sem ég hef haft eftir Eiríki hér, stafar af þeim mis- skilningi hans að ég hafi sagt, að auður standi „ekki í neinu sant- bandi við völd.“ Það hefði aldrei hvarflað að mér að segja. Það, sem ég staðhæfði, var, að það að vera auðugur leiddi ekki nauðsynlega eða sjálfvirkt til þess að vera voldugur. Nema menn haldi, að það að vera voldugur sé að geta keypt fyrir fé allt, sem hugurinn girnist. En það er misskilningur á valds- hugtakinu. Þetta hugtak ætla ég ekki að greina, en lykilatriði valds er að geta haft áhrif á hegðun annarra manna í þá átt, sem maður kýs eða að þegnar fallist af fúsum vilja á forræði yfirvalda. Þetta vald getur byggst á ýmsu: sannfæringar- hæfileikum, hefð, lögum, per- sónutöfrum. auði og fleiru. Þetta er höfuðástæða þess, að auður getur aldrei verið sjálf- krafa ástæða þess, að menn séu voldugir. Þótt Guðmundur Sæmundsson endurtaki sömu vitleysuna á hundrað blaðsíð- um, þá verður hún ekki sann- leikur nema í höfðinu á Eiríki Stefánssyni. Eiríkur andmælir ekki um- sögn minni um kaflann um íslensku verkalýðshreyfinguna nema með því að segja sögu af mannvonsku Jóns Helgasonar og ,,skósveina“ hans. Jón hefur sjálfur afgreitt þann mál- flutning og Eiríkur orðinn ómerkur orða sinna. Það breyt- ir engu þar um, þótt hann segist segja satt. Það er mjög ógeðfelld lotning sem Eiríkur ber til Guðmundar Sæmundssonar. „Ég álít hann (G. Sæm. mitt innsk.) hugsjón- armann sem veit, að nóg er handa öllum, ef jafnt er skipt.“ „Ungi maðurinn" (G. Sæm. mitt innsk.) svokallaður steig niður til lýðsins og vildi kenna.“ Sú ofurmennistrú, sem skín út úr þessurn orðum, veit ekki á gott unt verkalýðsleiðtogann Guðmund Sæmundsson, og hafi hann ætlað að kenna með þessari bók, þá valda ónákvæmn- in, villurnar og einfeldnings- hátturinn því, að hún dugar engan veginn til þess. Nema tilgangurinn hafi verið allt annar en að uppfræða og kenna. Það á oft við unt þá, sem haldnir eru ofurmennistrú, að þeirskilja illa raunverulegan tilgang foringjans en gleypa hugsunar- laust við öllu því, sem hann segir þeim. Menn mættu svo gjarnan velta einu fyrir sér. Við getum gefið okkur, að Guðmundur1 Sæmundsson sé vel gerður for- ingi, en verkalýðsleiðtogar ekki, hann stjórnist af hugsjónum einum saman en þeir einungis af hagsmunum, gjarnan eiginhags- munum. Jafnvel þótt svo væri, leiðir allt ekki af því. að hann sé sjálfkjörinn til að verja málstað og hagsmuni verkalýðsins. Ef aðrir hafa betra auga en hann til að tryggja sína hagsmuni, af hverju skyldu þeir ekki vera betur hæfir til að sinna hags- munum annarra en hugsjóna- menn? Hugsjónamenn hafa oft afar lítinn skilning á öðru fólki og högum þess, berjast einungis með oddi og egg fyrír hugsjón sinni, vilja breyta skipulaginu, jafnvel gera byltingu. Það er ekki sjálfgefið, að öðrum sé þjónað, nái byltingarseggirnir sínu fram. Það er margt, sent rekst hér hvað á annars horn. Að iokum skal vikið aftur að vitleysunni, sem haldið er fram um Rafn Hjaltalín „fótboltadómara“, eins og Guðmundur Sæmunds- son orðar það, bersýnilega í niðrunarskyni. Duldar mein- ingar af þessu tæi heita snobb. Hann staðhæfir um Rafn, að hann hafi viljað velja pólitíska yfirmenn sína með formennsku í uppstillingarnefnd Sjálfstæð- isflokksins síðastliðið vor. I næstu setningu kemur fram, að Rafn hafi sagt sig úr nefndinni, vegna þess að honum líkaði ekki niðurstöður prófkjörs og upp- stilling á listann. Það er ekki einvörðungu, að Rafn var ekki formaður nefndarinnar, eins og áður hefur komið fram. Það, sem blasir við lesendum bókar- innar, er fíflaskapurinn og of- trúin á valdi embættismannsins Rafns Hjaltalíns, sem var á endanum ekki meira en svo, að hann sagði sig úr nefndinni af því að honum líkaðiekki listinn. Þvílíkt vald! Eiríki Stefánssyni og öðrum, sem trúa rugli á borð við þetta, væri sæmst að hreinsa sig af þessari óværu. Þá væri von til þess, að taka mætti mark á því, sem þeir segðu. Ellegar hljóta þeir að snúa sér að innhverfri íhugun og vona það besta eins og Gunnar Thoroddsen. Norðangarri skrifar: Blaðamenn hafa starfsheið- ur. Hann felst í því, að þeir fái óhindraðir að fjalla um þau mál, sem þeir telja mikilvægust á hverjum tíma. Þau blöð og tímarit í land- inu, sem vilja láta taka sig alvarlega, fylgja þessari reglu í samskiptum við starfsmenn sína. Önnur, sem ekki fylgja þessu, skammast sín yfirleitt opin- berlega og viðurkenna ekki annað í orði. Það hefur ekki farið fram hjá neinum íslenskum blaða lesanda síðasta áratuginn, að blöð í landinu hafa í æ ríkara mæli leitast við að vera frjáls og óháð. Þetta er raunar orðið slagorð sumra dagblaða. Þetta hefurmerkt í raun, að blöð hafa orðið óháðari pólitískum flokkum en áður var. Sumum finnst þessi þróun ekki sérlega skemmtileg. En hún hefur fært blaðalesendum betri fréttir og áreiðanlegri og öðru vísi skoðanamyndun Útibússtjórínn í Grænumýri og betri pólitísk greinaskrif. Lesendur hafa yfirleitt verið þessu þakklátir og lesið blöð meira en áður. Einum blaðamanni Tím- ans varð það á að vanhelga guðspjöll Framsóknar- flokksins og skrifa illa um sauðkindina og annan bú- fénað í landinu. Hann var umsvifalaust látinn hypja sig. Þetta þótti nokkuð sér- kennilegt og menn furðuðu sig á rekstri Tímans. Hann hefur löngum verið dular- fullt blað og vegir hans stundum lítt rannsakanleg- ir. En Framsóknarflokkurinn gefur út annað blað - og það hér á Akureyri. Það hefur verið nokkur uppgangur í því upp á síðkastið. Menn gætu freistast til að álíta að það stafaði af því að það flytti mönnum betri fréttiren , önnur blöð hér um slóðir. Þar væru skrifaðar fjöl- breytilegri greinar en í önn- ur sambærileg blöð. Sumir „Gef oss í Dag vort Daglegt les- efni - bara ekki um samvinnu- hreyfinguna eða Framsókn!!“ hafa hins vegar haldið að uppgangurinn stafi af því að blaðið hefði mjög riflega yfirdráttarheimild á reikn- ingi KEA. Dagur væri ein- ungis ein deild í KEA til við- bótar. Nú þarf enginn að velkjast lengur í vafa um, hvor skoðunin sé rétt. í Dagblaðinu Vísi um helgina eropnuviðtal við rit- stjórann þar sem hann upp- lýsir að hann sé frá Nes- kaupstað og sé framsóknar- maður. Það eru nokkrar fréttir. Það sem sætir þó meiri tíðindum eru yfirlýs- ingar hans um hvernig hann reki blað sitt og hvað blaða- mönnum sé leyfilegt: „Blaða- menn mínir hafa frjálsar hendur á meðan þeir fara ekki að skrifa árásargreinar á Framsóknarflokkinn og samvinnuhreyfinguna". Norðangarri veit ekki hvernig blaðamenn á Degi starfa, en það eru undar- legir menn sem sæta þess- um starfsreglum. Það er nánast verið að lýsa því yfir að ekki sé hægt að taka mark á því sem þeir segja. Þeim er bannað að segja satt, ef það skaðar sam- vinnuhreyfinguna og flokk hennar. Það hefur að vísu aldrei fest við Dag - og því síður við Tímann - að þau væru frjáls og óháð blöð. Þau eru það að vísu í þeim skilningi, að þau flytja ekki efni til þess að þóknast lesendum sínum - enda sækja fáir i blöðin. Hjá öðrum blöðum gildir sú regla að þau skrifa og flytja efni, sem fellur lesendum i geð eða fræðir þá - án tillits til þess hvort það skaðar einhverja póli- tíska flokka, hreyfingar eða einstaklinga. En blöð sam- vinnuhreyfingarinnar eru óháð lesendum sinum vegna þess að þau geta seilst til fjár í vasa auð- hringsins. Það er munur að vera frjáls og óháður úti- bússtjóri í Grænumýri. F Islendingur SIMINN ER Bílasala f\{\ 01 yion Bílaskipti IIV £l4öU BILASALAN UO heimilistæki, Þilofnar 'ilÉI) PASÍ1,tadunkar i njiaUKAUPANGI - AKURFYRI - BOX 873 - SIMI:25951 VERSLUN |

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.