Íslendingur


Íslendingur - 14.07.1983, Qupperneq 4

Íslendingur - 14.07.1983, Qupperneq 4
4 3$lcudm0ur FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 Stóriðja við Eyjafjörð í nýútkominni skýrslu Samstarfsnefndar um iðnþróun á Eyjafjarðarsvæðinu er m.a. að fínna álit nefndarmanna á staðsetningu stóriðju við fjörðinn. Merkilegt verður að teljast, miðað við fyrri tíð, að nefndarmenn virðast sam- mála um að þennan valkost í atvinnumálum skuli rannsaka til fulls, og útiloka ekkert i þvi sambandi. Þar kveður þvi við jákvæðari tóna en menn hafa átt að venjast þegar stóriðja hefur verið til umræðu. í skýrslu sinni leggur nefndin áherzlu á að hið fyrsta verði útvegað fjármagn til að Ijúka rannsóknum á mengunarhættu við fjörðinn, með sérstöku tilliti til uppbyggingar stóriðju. Vonandi er að nauðsynlegt fjármagn fáist hið fysta, svo menn hafi eitthvað á að byggja við ákvarðanatöku. Aðstæður hér í Eyjafirði beinlínis krefjast þess að slik rannsókn fari fram, og að við framkvæmd hennar verði ekkert til sparað til að niðurstaðan verði sem næst sanni. Þessi þróun i stóriðjumálum hérviðfjörðinnersérstak- lega ánægjuleg fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hér i kjördæminu, þar sem tillöguflutningur þeirra um athugun á stóriðjumöguleikum við Eyjafjörð virðist nú loks hafa haft einhver áhrif. f umræðum þeim sem nú fara fram um vænlega kosti í stóriðjumálum, hafa sjónir manna enn á ný beinst að álveri. Tittnefnd samstarfsnefnd komst m.a. að þeirri niðurstöðu að meðalstórt álver væri einn álitlegasti kosturinn, sem þar stæði til boða. Þessi niðurstaða verður að teljast mjög jákvæð þar sem við höfum nú þegar nokkra reynslu af þvílíku iðjuveri, og ætti því að vera auðveldara að komast hjá uppákomum á borð við frum- hlaup fyrrverandi iðnaðarráðherra og jafnframt ætti að vera mögulegt að tryggja fyrirtækínu sæmilegan starfs- frið. Því ber að fagna að nefnd sem mynduð er á breiðum pólitískum grundvelli hafi tekist að setja fram, í bróður- erni, jafn uppbyggilegar tilllögur og þærsem Samstarfs- nefndin hefur sent frá sér. Og nú verður bara að bíða og sjá hvort orð séu til alls fyrst, eða hvort orðin séu bara sögð til að létta af fólki mestu áhyggjunum af framtíðinni. Náttúruvernd eða byggðasafnsstefna? Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum sjálfnefndra náttúruverndarmanna við hugmyndum um stóriðju við Eyjafjörð. Hingað til hefur vart mátt á slíkt og þvílíkt minnast, án þess að upp væru rekin ramakvein, og þeim sem dirfst hafa að leggja tii að sá möguleiki yrði rannsak- aöur til fulls, bornar á brýn hinar lægstu hvatir. Getur verið að jafnvel Kvennaframboðinu hafi skilist að við getum ekkí öll fengið atvinnu á vöggustofum og barna- heimilum? Getur verið að hinum sjálfskipuðu verndurum náttúrunnar hafi nú loks skilist að stefna þeirra leiðir að endingu ekki til annars en að landíð allt verði eitt stórt byagðasafn? Oll viljum við viðhalda sem mestu af þvi sem land okkar hefur upp á að bjóða, en flest okkar virðast þó vera tilbúin tíl að fórna nokkru ef það sem við fáum til baka kemur að verulegu gagni í brauðstritinu. Svo virðist sem einmitt það lélega atvinnuástand sem hér hefur skapast hafi opnað augu fleiri og fleiri fyrir þvi að alveg á sama hátt og við getum ekki öll unnið á barnaheimilum og vöggustofum getum við ekki heldur öll verið safnverðir á byggðasafninu. Oftlega er um það rætt að við búum í stéttlausu landi. Hvort það sé nú akkúrat heilagur sannleikur getum við látið liggja á milli hluta hér, en hvergi er stéttgreining þó auðveldari en þegar skoðað er hverjir séu að jafnaði háværastir þegar náttúruvernd ber á góma. Þar virðist þjóðin skiptast í tvær stéttir, opinbera (eða hálfopinbera) starfsmenn og okkur hina. Þessi stéttskipting er fyrir þá sök merkileg, að hún virðist eiga rætur iatvinnuörygginu. Æviráðinn ríkisstarfsmaður þarf vart að bera kvíðboga fyrir morgundeginum, en það þurfa hins vegar flestir aðrir að gera a.m.k. um þessar mundír. Það sambandsleysi við atvinnuvegina sem afstaða sumra svokallaðra náttúru- verndarmanna opinberar, kann að vera sá þröskuldur sem hvað erfiðast verður að yfirstíga áður en hugmyndum um stóriðju við Eyjafjörð verður hrint í framkvæmd. Því eru nú venju fremur nauðsynlegt að náttúruverndarar nútimans þreifi vendilega á slagæðum atvinnulífsins áöur en þeir festa byggðasafnsstefnuna i sessi til frambúðar. S.S. & Alfreð Gíslason, 23, ára gamall handboltakappi. Borinn og barnfæddur Akureyringur. Landsliðsmaður, stjarna KR- inga síðast liðinn vetur, áður með KA. Stúdent frá MA. Er að Ijúka háskólanámi í sagnfræði. Og eftir röska viku leik- maður með vestur-þýzku handboltaliði: Tusem. Essen, einu af sterku liðunum í þýzku Búndeslígunni. Það er óþarfi að kynna manninn. Því má þó skjóta að, að hann varð pabbi fyrir einum mánuði. fslendingur mælti sér mót við Alfreð Gísiason um daginn og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. „I>etta hefiir all segir Alfreð Gíslason sem leikur með Tusem. Essen næstu tvö árin Ætlarðu að stunda nám með þessu? „Já. Égtek náttúrlega þýzkuna fyrsta árið og reyndar hafði ég hugsað mér að taka hana sem aukagrein með sagnfræðinni. Og ef vel gengur ætla ég að taka próf frá háskólanum þarna í þýzku“. ^ Á síðasta keppnistímabili gekk Essenliðinu ekki jafnvel og menn höfðu spáð, lenti í miðju deildar- innar, og var um tíma í fallhættu. Hið sama á ekki að endurtaka sig næsta vetur, sagði Alfreð. „För mín til Essen á að vera liður í því að drífa félagið upp. Ég er einn af fjórum nýjum leik- mönnum í liðinu og auk þess var fenginn nýr þjálfari til félagsins, maður sem áður þjálfaði Gummersbach". Fyrsti og eini útlendingurinn Ert þú einiútlendingurinn,sem verður með liðinu? „Já, og raunar hafa þeir aldrei verið með útlending í liðinu“. En hvernig stendur á því, að þú varðst fyrir valinu? „Ástæðan er sú, að þjálfarinn, sem kemur til liðsins, einhver virtasti þjálfari í Vestur-Þýzka- landi, sem hefur verið með meistaralið undanfarin ár, hann var í Hollandi á B-keppninni í febrúar og marz. Af tilviljun fór hann að fylgjast með íslenzka liðinu og sá mig. Mér gekk mjög vel í þessum leikjum, sem hann sá og upphaflega vildi hann fá mig til Gummersbach, sem hann var með, en þegar hann var svo tekinn við Essen lét hann stjórn félagsins vita, að hann vildi fá mig“. Var hann sá eini, sem var á eftir þér? „Nei, í apríl voru það ein fjögur lið, sem komu til greina, öll vestur-þýzk, og r byrjun maí yar það ákveðið, að égfæri til Essen“. En hvers vegna valdirðu Essen? „Það var mín ákvörðun. Ég vildi vera þar sem góður þjálfari væri og ég vildi vera í borg, þar sem góður háskóli er, svo ég gæti lært eitthvað. Auk þess var ég búinn að frétta, að það væri góð stjórn yfir félaginu, og góður andi“. Fimm félög vildu fá Alfreð Hvaða önnur félög voru þetta, sem voru að slægjast eftir þér? Það voru Gummersbach, Dankersen, Gúnzburg og svo Alfreð Gíslason. Fjögur vestur-þýsk og eitt spænskt félag vildu fá Alfreð Gísla Konur eru jafnokar karla Kveikjan að því að ég sest niður til að semja greinarkorn er grein Olafs Þ. Harðarssonar, stjórn- málafræðings í síðasta tölublaði íslendings. Greinin nefnist „Próf- kjör og pilsaþytur.“ Ég er honum nefnilega alveg sammála í lokaorðum hans, sem voru efnislega þau, að umræður innan „gömlu“ stjórnmálaflokk- ana um val frambjóðenda væru af alltof skornum skammti, þegar orrahríð kosningabaráttunnar væri að baki hverju sinni. Hvað er það sem skiptir megin- máli, þegar framboðslisti er ákveðinn? í kjördæmi eins og okkar, víðlendu, með nokkrum allstórum þéttbýliskjörnum og einnig dreifðum byggðum, er ákaflega erfitt að gera sér í hugarlund, hvers konar samsetning fram- boðslista sé heppilegust. Það er sdnt hægt að gera svo öllum líki. Á til dæmis að láta búsetu, kynferði, aldur, stétt og því um líkt ráða mestu og hafna með því hæfara fólki? Sjálf tel ég að sjálfstæði í hugsun og gerðum ásamt farsæld í starfi eigi að vera forsenda þess að mönnum séu falin trúnaðar- störf í þjóðfélaginu. Önnur atriði vega minna i þessu sambandi. Mjög óánægð með hlut kvenna » Þrátt fyrlr þessa skoðun mína er ég mjög óánægð með hlut kvenna í forustuliði þjóðarinnar. Fjöldi þeirra á Alþingi þrefald- aðist að vísu við síðustu kosningar. Það er ekki nóg. Þetta er alls ekki eðlilegt. Konur eru nefnilega og hafa alltaf verið vitsmunalegir jafnokar karla. Hvað veldur þessu þá? Margar spurningar vakna: • Hafa konur síður áhuga á stjórnmálum en karlmenn?

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.