Íslendingur


Íslendingur - 14.07.1983, Qupperneq 7

Íslendingur - 14.07.1983, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 3&lcwlin0w 7 Uppurinn Framhald af baksíðu búi við beztu aðstæður“, sagði félagsmálastjóri. Til þess að geta sinnt þessu starfi Félagsmálastofnunar verður að koma til aukafjárveit- ing. Að öðrum kosti leggst fjár- hagsaðstoð við illa stadda einstaklinga niður. Jón benti á, að áður fyrr hefði gjarnan verið um fólk að ræða, sem gert hefði einhverjar fjár- hagslegar vitleysur, en núna væri þetta ekki svona. Núna væri um að ræða lágtekjufólk, sem væri að reyna að hanga á horriminni, t.d. einstæðir for- eldrar, sem ættu erfitt með að láta enda ná saman. Starfsmannafundir Framhald af baksíðu og skerðing þjónustu. „Hins vegar er þetta mjög erfitt“, sagði Jón „því þetta er rígbundið bæði af samningum, reglugerðum o.fl.“ Fundirnir hafa verið haldnir mánaðarlega og eru liður í stjórnun dagvistanna. Þá kom til tals vinnuskylda forstöðu- manna, sem skiptist þannig, að viðkomandi hefur hálfa vinnu- skyldu á deild og að hálfu við stjórnun. Félagsmálastjóri sagði, að við athugun á fjármálunum hefði komið í ljós, að kleift væri að hnika til í sparnaðarátt, en það kæmi hins vegar niður á þjónust- unni við börnin og foreldrana. „Hins vegar fundum við engin dæmi um bruðl“, sagði Jón Björnsson félagsmálastjóri að lokum. SJÓNVARP um helgina FÖSTUDAGUR 15. JÚLl': 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og verður. 20.40 Á döfinni. 20.50 Steini og Olli. Skopmyndasyrpa. 21.10 Varnir I'slands. Umræðuþáttur um varnarmál á íslandi. Umræðum stjórnar Ólafur Sigurðsson, fréttamaður. 22.05 Rómeó og Júlía. Hið sígilda leikrit Williams Shakespears í ballettbúningi. Tónlistin er eftir Serge Prokofjef. Aðalhlutverk: Margot Fonteyn og Rudolf Nureyev, ásamt dönsurum úr Konunglega breska ballettflokknum. 00.10 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 16. JÚLl': Va 17.00 íþróttir. 19.00 Hlé. 19.45 F'réttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og verður. 20.35 í blíðu og stríðu. Bandarískur gamanmynda- flokkur. 21.00 Vegir réttvisinnar. (Justice est faite.) Frönsk bíómynd frá 1950. Leikstjóri André Cayatte. Aðalhlutverk: Michel Auclair, Claude Nollier, Raymond Bussieres og Jacques Castelot. Sjö ólíkar manneskjur eru kvaddar til að sitja i kviðdómi sem kveða á upp dóm yfir ungri konu sem gerst hefur sek um liknarmorð. Niðurstaðan veltur ekki aðeins á málsatvikum heldur og á persónulegum skoðunum og reynslu kviðdómenda. Þýðandi Pálmi Jóhannesson. 22.45 Dafnc. Endursýning. (Daphne Laureola) Leikrit cftir James Bridie, l.aurence Olivier bjó til flutnings í sjón- varpi og lcikur aðalhlutverk ásamt Joan Plowright, Arthur Lowe og Bryan Marshall. Leikstjóri Waris Hussein. Leikurinn gcrist skömmu eftir síðari heimsstyrjöld' og er efni hans barátta kynjanna og kynslóðabilið. 00.15 Dagskrárlok. Erfiðleikar í rekstri Borgarbíós: Sýningum fækkað „Því er ekki að leyna, að rekst- urinn er erfiður, en það stendur ekki til að hætta rekstri Borgar- bíós,“ sagði Arnfinnur Arn- finnson í samtali við Islending. í heild, sagði Arnfinnur, má segja að um núllrekstur sé að ræða hjá okkur. Arnfinnur kvaðst gera ráð fyrir því að eitthvað yrði hægt á rekstrinum og sagði hann ástæðuna vera „einfaldlega vegna vídeóæðisins". Hann vísaði á bug gagnrýni um lélegt myndaframboð og sagði að þeir hjá Borgarbíói reyndu að fá hingað norður allar bestu myndirnar, sem sýndar eru fyrir sunnan. „Maður hefði talið að það væri reksírargrundvöllur fyrir kvikmyndahús í bænum en nú er ljóst að eitthvað verður að fækka sýningum," sagði Arn- finnur, og bætti því við að hann gerði t.d. ekki ráð fyrir mikilli aðsókn í kvöld, miðvikudag. Ástæðan: Dallas er í sjónvarp- inu. Því er svo við að bæta, að Borgarbíó þarf að greiða 7.200 krónur fyrir hverja filmu en bíó- eigendur í Hafnarfirði og Kópa- vogi, bæjarfélögum af svipaðri stærð og Akureyri, þurfa aðeins að greiða 2.900 krónur fyrir myndina. Gengismunasjóður á að greiða taprekstur • Notíð ljósin Þessi mynd er tekin af gang- brautinni við Skúta við Hörg- árbraut. Þarna eru ljós fyrir gangandi vegfarendur, en reynslan hefur sýnt, að þessi ljós eru alls ekki notuð nógu mikið. Börn, sem búa á þessum slóðum, og raunar fullorðnir einnig, fara mjög gjarnan yfir götuna, þar sem þau koma að henni. T.d. var Islendingi bent á, að algengt væri að börn færu yfir Hörgár- braut beint úr Þverholtinu. - Reynsla af gangbrautarsljós- um hefur verið góð yfirleitt og eru Ijósin, sem sett voru við Þingvallastræti mikið notuð. -------------------------------- SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ: 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Siguröur Arngrímsson flytur. 18.10 Magga í Heiðarbæ. 3. Hættuleg sprengja. 18.35 Börn í Sovétríkjununi. 2. Misja í Moskvu. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Blómaskeið Jean Brodie. Þriðji þáttur. Skoskur myndaflokkur í sjö þáttum gerður eftir sam- nefndri sögu eftir Muriel Spark um kennara við kvennaskóla í Edinborg. 21.45 Fyrsti djassleikarinn. (Buddy Bolden Blues) Þáttur frá sænska sjónvarp- inu um trompetleikarann Charles „Buddy" Bolden, sem nefndur hefur verið fyrsti djassleikarinn. Af Bolden fara ýmsar sögur sem raktar eru. Að auki verður sýnd stutt heimildarmynd um tilurð þessarar óvenjulegu myndar. 22.45 Dagskrárlok. RÚVAK um helgina FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ: 8.30 Ungir pennar. Stjórnandi: Dómhildur Sig- urðardóttir. 10.35 „Mér eru fornu minnin kær.“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn. 19.50 Við stokkinn. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir heldur áfram að segja börn- unum sögu fyrir svefninn. 23.00 Náttfari. Þáttur í umsjá Gests Einars Jónassonar. LAUGARDAGUR 16.JÚLÍ: 16.20 Staldrað við á Laugarbakka. Umsjón: Jónas Jónasson. 21.30 Á sveitalínunni. Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum í Reykjadal. SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ: 13.30 Sporbrautin. Blandaður þáttur í umsjá Ólafs H. Torfasonarog Amar Inga. Útgerðarmenn báta óttast, að þeim 400 til 500 milljónum króna, sem fara í gengismuna- sjóð vegna gengisfellingarinnar verði aðallega ráðstafað til þess að standa undir taprekstri stærri og nýrri skuttogaranna. Þessi hefur orðið raunin eftir ríkisstjórnarfund í fyrradag. Bátasjómenn og útgerðar- menn báta telja ósanngjarnt, að þessum fjármunum skuli varið á þennan hátt til þess að greiða upp skuldir vegna nýrra og dýrra skuttogara við Byggða- sjóð og Fiskveiðasjóð. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði á fundi með Útvegsmannafélagi Norð- urlands hér á Akureyri á dögun- um, að í athugun væri að létta undir með þeim skipum, sem ættu í mestum erfiðleikum. „Við erum óhressir ef það á að fara að nota þetta til þess að greiða vanskilin,“ sagði Valdi- mar Kjartansson, útgerðarmað- ur á Hauganesi í samtali við ís- lending. „Það væri strax í áttina, ef farið væri eftir svipuð- um reglum og þegar skuld- breytingin var gerð seint á síð- asta ári, en þá var miðað við matsverð skipanna. Þá fengu allir eitthvað,“ sagði Valdimar. Þá benti Valdimar á það, að útgerðarmenn eins og t.d. á Hauganesi, þar sem allur fiskur fer í salt, nytu í engu þeirrar verðmætaaukningar í þessu sam hengi. Nú eru erfiðir tímar fram- undan hjá ýmsum útgerðar- mönnum, því nú er komið að fyrstu afborgun vegna skuld- breytingarinnar og í sumum til- vikum er um miklar fjárhæðir að ræða. Gúmmívara úr úrgangi Síðast liðinn föstudag þann 8. júlí 1983 var stofnað á Akureyri hlutafélagið Gúmmívinnslan hf. Starfssvið félagsins er fólgið í endurvinnslu á gúmmíúrgangi ásamt hjólbarðasólun og til- heyrandi. Gúmmívinnslan hf. hefurtek- ið upp samstarf við sænskt fyr- irtæki, sem þróað hefursérstaka tækni til framleiðslu á margvís- legum gúmmívörum úr slíku úr- gangsgúmmíi. Ljúfar sumamætur í Sjallanum Fimmtudag - Feikna fjör, diskó frá kl. 9-1 Sumargleðin syngur föstudags- og laugardagskvöld: Söngur, leikur grín og gleði. Miðaverð fyrir matargesti kr, 300. Miðaverð fyrir aðra gesti kr. 350. Matseðill fyrir föstudags- og laugardagskvöld: Blaðlaukssúpa. Tyrkneskt lamb á teini með karrýhrísgrjónum, rjómasoðnum jarðeplum, fylltum tómötum, spænskum pipar, estragonsósu og fersku appelsínusalati. Verð aðeins kr. 350. Sunnudag Tiskusýning frá Parinu. Ingimar Eydal og félagar sjá um fjörið eins og þeim er einum lagið. Síðasta sunnudag var uppselt. Namm namm í Mánasal Komið og njótið góðra veitinga. Opið alla daga fyrir hádegis- og kvöldverð. Geislagötu 14, gengid inn aö nordan (aðaldyr).

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.