Íslendingur


Íslendingur - 24.05.1984, Blaðsíða 1

Íslendingur - 24.05.1984, Blaðsíða 1
21. TBL. 69. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984__________________AKUREYRI Ágreiningur um kosningu í stjórn Slippstöðvarinnar Tveir fulltrúar Akureyrarbæjar í stjórn Slippstöðvarinnar h.f. voru kosnir á fundi bæjarstjórnar s.l. þriójudag. Aöalfulltrúar voru kosnir Helgi Bergs með 11 at- kvæðum og Aðalgeir Finnsson ineð 7 atkvæöum. Valgerður Bjanadóttir fékk 4 atkvæði. Varafulltrúar voru kosnir Freyr Ófeigsson og Hákon Hákonar- son með 8 atkvæðuni hvor. Páll Hlöðvesson fékk 4 atkvæði. A fundinum komu fram þrjár tillögur, ein frá Alþýöubanda- lagi og Kvennaframboði, ein frá Framsóknarflokki og ein frá Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- flokki. Tvær síðarnefndu til- lögurnar voru samþykktar. Vetrarver- tíðin slœm „Vetarvertíðin hefur verið afskap- lega slæm,” sagði Sverrir Leós- son, forniaöur Útvegsmanna- félags Norðurlands. Botnfiskafli hefur verið mun minni en í fyrra og loðna ekki vegið á móti því. „Ég get ekki nefnt neinar töl- ur, því að ekki er búið að færa þetta endanlega. En vertíðin er mun verri en í fyrra. Afli er mun minni og afli togaranna er kannski ekki verulega minni í tonnum talið en aflasamsetning- in er mun óhagstæðari, vegna þess að mun minna er af þorski en meira af karfa og grálúðu, sem eru mun verðminni teg- undir, og munar u.þ.b. helming.” Sverrir taldi að bátarnir næðu kvóta. í sumar sæktu þeir að öllum líkindunt á grálúðu, sem er undanþegin kvóta og margir bátar hér noröanlands færu á rækjuveiðar. Uppistaöa aflans hér á Norðurlandi heföi veriö þorskur og samdrátturinn væri mestur í honum, svo að telja mætti víst að kvótinn næðist. Sverri sagði að erfitt væri að segja hvort verömætaaukning væri að eiga sér stað en það væri sjálfsagt að ýta undir þá trú því að hús skilaði sér í jákvæðu hugarfari. Nokkrar umræður urðu um af- greiðslu bæjarráðs frá 10. maí á bréfí undirrituðu af 16 konum sem vinna skrifstofustörf hjá Akureyrarhæ. í bréfinu er þess farið á leit að kjör þeirra verði bætt og launamisrétti jafnað. Til- laga Valgerðar Bjarnadóttur, forseta Bæjarstjómar, uni að erindinu verði vísað til jafnréttis- nefndar var samþykkt með 7 at- kvæðum gegn 3. í máli Valgerðar kom fram aö hún vildi aö jafnréttisnefnd Sigríöur Stefánsdóttir sagðist hafa haft spurnir af tillögum fjármálaráðherra um fulltrúa ríkisins í stjórn Slippstövarinnar. Þær bæru ekki vott um að stjónarandstaðan ætti að komast aö. Skipasmíöaiðnaöurinn væri svo mikilvægur að reyna ætti að ná . samstööu um hann. Þess vegna legði Aiþýðubandalagið og Kvennaframboð fram tillögu sína. Að lokinni atkvæöagreislu gerðu Sigríður Stefánsdóttir, Sigfríður Þorsteinsdóttir og Val- í lognkyrðinni gerður Bjarnadóttir svohljóðandi bókun: Miklir eftiðleikar steðja nú aö í skipasmíðum og viröist ljóst að svo muni verða á næstu miss- erum eins og nú er ástatt í sjávarútvegi. Siippstöðin h.f. er langstærsta fyrirtæki í þessari grein hér á landi með 250-300 starfsmenn og er aö níutíundu hlutum í eigu Akureyrarbæjar og ríkissjóðs. MecS kosningu þeirri sem hér hefur farið fram ásamt með vitneskju um tilnefningu fjár- Ljósni. Gunnar Kr. Jónasson málaráðherra á fulltrúum ríkis- sjós í stjórn fyrirtækisins er greinilegt að stuðningsflokkar rikisstjórnarinnar ætla að taka sér vald til að ákveða að full- trúar þriöjungs kjósenda á Akur- eyrir eigi ekki aðild að stjórn fyrirtækisins. Ekki er hægt að líta á þessar ákvarðanir á annan hátt en þann að flokkarnir hefi ekki áhuga á nauösynlegri póli- tískri samstöðu um rekstur fyrir- tækisins eins og þó er brýn nauðsyn að okkar áliti, svo sem nú er háttað í þessum atvinnu- rekstri. í stjórn Slippstöðvarinnar sitja 7 menn. 2 frá Akureyrarbæ. 1 frá KEA og 4 frá ríkinu. Til viöbótar þeim tveim áöurnefndu situr Bjarni Jóhannesson í stjórn- inni fyrir KEA og fulltrúar ríkis- ins munu verða: Ingólfur Árna- Sverrir Leósson, nýkjörinn for- maóur stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa, sagöi að hagnaður á félaginu hefði verið 2.5 millj- ónir á s.l. ári, en 14. maí var haldinn aöalfundur félagsins. Hagnaður á frystihúsinu varð 22 milljónir og á skreiðarverkun 3.6 milljónir. l'ap varð á saltfisk- verkun upp á 2.6 milljónir og á toguruiuim var uni 20 niilljón kr. halli. Sverrir sagði að togaranir hefðu aflað nokkuö vel á s.l. ári. Aflinn varð 18.480 tonn af verð- mætum físki. En afkoma á út- gerð á s.l. ári hefði verið frekar slænt og ÚA engin undan- tekning. Gagnvart útgerðinni mætti segja að fiskverö væri og lágtog það væri engin spurning að hún þyrfti hærra verð. Sverrir sagði aö skýringin á góðri afkomu frystihússins væri til dæmis gengisfellingin s.l. vor og hækkun á birgöum. Sverrir sagði að lítið væri aö segja um skipakaup félagsins. son. Halldór Blöndal, Gunn- laugur Claessen og Stefán Reykjalín. Helgi Guðmundsson, sem var aðalmaður. víkur fyrir Halldóri Blöndal. Það mun vera aöalástæöa tillöguflutningsins á fundi bæjarstjórnar. En Helgi Guðmundsson kom í sínum tíma inn fyrir Tómas Steingrímsson, það hlýtur að teljast eðlilegt að Sjálfstæðis- flokkurinn eigin einn af fjórum fulltrúum ríkisins í stjórn Slipp- stöðvarinnar þar sem hann er stærsti flokkurinn á Akureyri og ráðherra Sjálfstæðisflokksins fer með málefni skipasmíðaiðnaðar- ins. Rétt er að geta þess enn- fremur að Halldór Blöndal á sæti í þeirri nefnd sem nú Qallar um málefni skipasmíðaiðnaðar- ins. sem mjög hafa verið til umræðu á s.l. ári. Það væru í gangi viðræður við Slippstöðina en úr- slita úr þeim væri ekki að vænta fyrr en að nokkrum tíma liðn- unt. Sverrir sagði einnig um upp- byggingu ÚA í landi á síðustu árum en hún hefði verið mikil i frystihúsinu og í saltfísk- og skreiðarverkun. „Ég leyfi mér að fullyrða." sagði Sverrir. „að að- staðan til fískverkunar hjá ÚA sé hin fullkomasta hérlendis. Á þessum fundi flutti Sverrir Jakob Frímannssyni þakkir fyrir mikil og vel unnin störf fyrir ÚA en hann hefur verið stjórnar- maður í félaginu frá upphafi og stjórnarformaður síðustu ár. S.l. þriðjudag skipti stjórnin með sér verkum og var Sverrir Leósson kosinn formaöur. Bjarni Jóhannesson varaformaður. Þor- gerður Hauksdóttir ritari og Þóra Hjaltadóttir og Kristján P. Guðmundsson meðstjórnendur. Jón G. Sólnes, S. sagði aö hann kæmi varla á fund í.bæjar- stjórn að ekki væri karpað um gersamlega þýðingarlaus mál. sem kæmu heildarhag bæjar- lelagsins nánast ekki við. Hann sagðist styðja hvoruga tillöguna. hvorki frá Siguröi né Valgerði. Þetta mál hefði komiö til í kaffi- tíma bæjarstarfsmanna og væri til orðið til þess eins að gera grín að kynsystrum i bæjarstjórn sem gapa í hverju máli. Er málið grín? kannaöi máliö, en hennar væri hins vegar ekki að ákveða kaup og kjör. Sigurður J. Sigurðsson, S, taldi að hér væri ekki um Iaunamis- rétti að ræða. Frá 1975 hefði gilt starfsmat hjá Akureyrarbæ og hefðu veriö geröar ýmsar breyt- ingar á því á þessum tíma í ljósi mats á störfum. Hann taldi eðli- legt að eðli starfa réði launum en ekki kynferöi. Það hefði ekki komið fram ásökun um það að starfsmönnum bæjarins væri mismunað eftir kynjunt og í samninganefnd heföu setið bæði karlar og konur. Hann lagði því til að málinu yrði vísað til kjara- nefndar. Sigríður Stefánsdóttir, Abl., sagði að vissir bæjarfulltrúar karlkyns hrykkju ævinlega í baklás þegar minnst væri á jafn- rétti og jafnréttisnefnd. Aðalfundur Útgerðarfélagsins: Góð afkoma Sverrir Leósson formaður stjómar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.