Íslendingur


Íslendingur - 24.05.1984, Blaðsíða 3

Íslendingur - 24.05.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 J^tcnáittöur Golfmót um helgina í dag, fimmtudag, er svokallað „videomót" hjá Golfklúbbi Akureyrar. Spilaðar verða 9 holur m. forgjöf og verður ræst út milli kl. 16 og 18. Mótið er haldið í því skyni að fjármagna kaup klúbbsins á video- og sjón- varpstæki, sem klúbburinn hefur nýlega eignast. Á morgun kl. 9 hefst „four ball-best ball" keppni og leika þar saman tveir og tveir. Leikið verður með 3/4 forgjöf. Á sunnudag kl. 13 verður svo fyrsta drengjamót sumarsins. Leiknar verða 18 holur með fullri forgjöf. Má þar búast við hörkukeppni þar sem áhugi yngri kynslóðarinnar á golf- íþróttinni fer sívaxandi. Þess má geta að Ferðaskrifstofa Akureyrar gefur vegleg verðlaun í mótið. Reykingalaust innanlandsflug Nú hefur verið ákveðið að frá og með gildistöku sumaráætlunar 20. maí n.k. verði ekki heimiiaðar reykingar í innanlandsflugi Flug- leiða. Þessi ákvörðun var tekin eftir að útkoma í skoðanakönn- un, sem féiagið framkvæmdi dag- ana 1. til 19. apríl, varð kunn. Af þeim sem tóku afstöðu voru 74,9% á móti reykingum í llug- vélum en 25,1% meðmæltir. Á því tímabili sem skoðana- könnunin stóð yfir voru fluttir 5.579 farþegar í þeim ferðum sem könnunin náði til. Afstöðu tóku 4.389 eða 78,7%. Tekið skal fram að í þessari farþegatölu eru farþegar frá 2ja ára aldri en þar sem könnunin náði aðeins til þeirra er náð höfðu 15 ára aldri má ætla a svörunin hafi verið mun betri en hlutfallstölur sýna. Þátttakendum í könnuninni um reykingar var gefinn kostur á að skýra afstöðu sína nánar. Þeir sem voru andvígir reykingum sögðu m.a. Við eigum rétt á ómenguðu lofti. Reykmettað loft hefur í för með sér meiri van- líðan fyrir þá sem eru flugveikir, aðrir tilgreindu hugsanlega eld- hættu í flugvélum. Þá var einnig nefnt að leiðir innaníands væru stuttar og engum ætti að vera vorkun að vera reyklaus meðan á þeim stutta flugtíma stendur. Tölvunámskeið á Akureyri Grunnnámskeið á tölvur. Þetta er átján kennslustunda námskeið í tölvufræðum og notkun tölva. Námsefiii: Grundvallarhugtök Stjómtæki, minnið og jaðartækin Forritunarmál almennt Forritunarmálið BASIC Stýrikerfi og vélamál Tölvustýrð tæki og tölvur í framtíðinni Einföld viðskiptaforrit Tölvur í íslensku atvinnúlífi Notkun tílbúinna forrita Laðbemendur. Grímur Friðgeirsson tæknifræðingur, Gylfi Gunnarsson kennari. Ttmi og staðun 24., 25. og26. maí kl. 19.15-22.15 í Barnaskóla Akureyrar. Námskeiðsgjald er kr. 2.500,- APPLE-WRTTER ritvinnsla: 12 kermslustunda námskeið í APPLE-WRITER ritvinnslu Leiðbeinandi: Grímur Friðgeirsson tæknifræðingur. BASIC námskeið Þetta er átján kennslustunda námskeið í forritunarmálinu BASIC. Námsdhi: Almennt um fonitunarmál Flæðirit BASIC skipanir Stærðfræðileg föU Töflugerð Teiknun súlurita o.fl. Tæknilegir útreikningar Viðskiptaforrit Notkun tilbúinna forrita Láðbenendur. Grímur Friðgeirsson tæknifræðingur, Gylfi Gunnarsson kennari. Timi og staðun 24., 25. og 26. maí kl. 16-19 í Barnaskóla Akureyrar. Námskeiðsgjald er kr. 2.500,- MULTffLAN-áænanagerð: 12 kennslustunda námskeið í áætlanagerð. Leiðbeinandi: Gylfi Gunnarsson kennari. Innritun fer from á eftirfarandi stöðum: Hljómver sími 23626 og í Skrifstofuvali sími 25004. I lok námskeiða vera afhent viðurkenningarskírteini fyrir þátttöku. Tölvufrœðslan s/f Ármúla 36, Reykjavík Frá Ferðafélagi Akureyrar. — Farið verður til Hríseyjar laug- ardaginn 26. maí. Leiðsögu- maður í eyjunni verður Björn Björnsson. Lagt af stað kl. 8.30 f.h. frá Skipagötu 12. Áriðandi er að tilkynna þátttöku á skrif- stofu F.F.A. föstudaginn 25. maí kl. 18-19 í síma 22720 til þess að hægt sé að tryggja öllum bílfar út á Árskógssand. Sunnudaginn 27. maí verður farin létt gönguferð frá Steins- skarði á Vaðlaheiði út Hrossa- dal og komið niður í Víkur- skarð. Lagt af stað kl. 10 f.h. Tilkynna þarf þátttöku föstu- daginn 25. maí kl. 18-19. Ferðakynning F.F.A. á sumar- ferðum félagsins i ár verður að Laugarborg fimmtudaginn 31. maí kl. 8.30 e.h. Nánar auglýst í næstu viku. Ferðanefnd. —mmmmmimmmimmmmmmmmmmmmmmmmimmmikmmmmmmimm'— faidtiiai Æt'fci ci &AK ahfri'f&l I Lýsing íbúðar Raðhúsið er við Vestursíöu 6, Akureyri, og er 1462 á tveim hæðum. Neðri hæð ca. 69 m2 með bílgeymslu, aðalinngangi, snyrtingum, gufu- baði og geymslu. Efri hæð 77 m2 með stofu, eldhúsi, snyrtingu, herbergi, hjónaherbergi ásamt litlum svölum. Hægt er að ganga af efri hæð út á suðurlóð. Teiknað er sólhús með íbúðunum sem möguleiki og leyfi fyrir kaupendur til að byggja. SS Byggir sf. hefur hafið byggingu á sex íbúða raðhúsi að Vestursíðu 6 Áætlað lán Húsnæðismálastjórnar um áramót: Einstaklingar .................................. 511 þús. 2-4ra manna fjólsk.......................... 649 þús. 5-6 manna fjölsk............................. 759 þús. 7 manna eða fleiri ........................... 878 þús. íbúðimar verða afhentar fokheldar með útihurðum, pússaðar að utan, frágengið þak og þakskegg, með steyptum stéttum, malbikuðum bílastæðum og innkeyrslu. Lóð grófjöfnuð. Áætlaður afhendingartími fokhelt: 1. des. '84-1. júlí '85. Verð íbúðar 1. apríl 1984 ca. 1.225 þús. Allar nánari upplýsingar veita Heimir og Sigurður á verkstæöi S.S. Byggis s.f. sími 96-26277 Draupnisgötu 7c. Heimasímar: Sigurður 96-24719, Heimir 96-23956. Teikningar fyrirliggjandi á verkstæði. byggir sf. Sigurður-Heimir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.