Íslendingur


Íslendingur - 24.05.1984, Blaðsíða 3

Íslendingur - 24.05.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 3$lcuáin0ur 3 Golfrnót um helgina t dag, fimmtudag, er svokallað „videomót” hjá Golfklúbbi Akureyrar. Spilaðar verða 9 holur m. forgjöf og verður ræst út milli kl. 16 og 18. Mótið er haldið í því skyni að fjármagna kaup klúbbsins á video- og sjón- varpstæki, sem klúbburinn hefur nýlega eignast. Á morgun kl. 9 hefst „four ball-best ball” keppni og leika þar saman tveir og tveir. Leikið verður með 3/4 forgjöf. Á sunnudag kl. 13 verður svo fyrsta drengjamót sumarsins. Leiknar verða 18 holur með fullri forgjöf. Má þar búast við hörkukeppni þar sem áhugi yngri kynslóðarinnar á golf- íþróttinni fer sívaxandi. Þess má geta að Ferðaskrifstofa Akureyrar gefur vegleg verðlaun í mótið. Reykingalaust innanlandsflug Nú hefur verið ákveðið að frá og með gildistöku sumaráætlunar 20. maí n.k. verði ekki heimiiaðar reykingar í innanlandsflugi Flug- leiða. Þessi ákvörðun var tekin eftir að útkoma i skoðanakönn- un, sem félagið framkvæmdi dag- ana 1. til 19. apríl, varð kunn. Af þeim sem tóku afstöðu voru 74,9% á móti reykingum í flug- vélum en 25,1% meðmæltir. Á því tímabili sem skoðana- könnunin stóð yfir voru fluttir 5.579 farþegar í þeim ferðum sem könnunin náði til. Afstöðu tóku 4.389 eða 78,7%. Tekið skal fram að í þessari farþegatölu eru farþegar frá 2ja ára aldri en þar sem könnunin náði aðeins til þeirra er náð höfðu 15 ára aldri má ætla a svörunin haft verið mun betri en hlutfallstölur sýna. Þátttakendum í könnuninni um reykingar var gefmn kostur á að skýra afstöðu sína nánar. Þeir sem voru andvígir reykingum sögðu m.a. Við eigum rétt á ómenguðu lofti. Reykmettað loft hefur í för með sér meiri van- líðan fyrir þá sem eru flugveikir, aðrir tilgreindu hugsanlega eld- hættu í flugvélum. Þá var einnig nefnt að leiðir innanlands væru stuttar og engum ætti að vera vorkun að vera reyklaus meðan á þeim stutta flugtíma stendur. Tölvunámskeið á Akureyri Grunnnámskeið á tölvur. | BASIC námskeið Þetta er átján kennslustunda námskeið Þetta er átján kennslustunda námskeið í tölvufræðum og notkun tölva. í forritunarmáJinu BASIC. Námse&í: Giundvallarhugtök Stjómtæki, minnið og jaðartækin Forritunamiál almennt Fomtunarmálið BASIC Stýrikerfi og vélamál Tölvustýrð tæki og tölvur í framtíðinni Einföld viðskiptaforrit Tölvur í íslensku atvinnúlífi Notkun tilbúinna forrita Námsdhi: Almennt um fonitunarmál Flæðirit BASIC skipanir Stærðfræðileg föll Töflugerð Teiknun súlurita o.fl. Tæknilegir útreikningar Viðskiptaforrit Notkun tilbúinna forrita Leiðbeinendur: Leiðbeoiendun Grímur Friðgeirsson tæknifræðingur, Gylfi Gunnarsson kennari. Grímur Friðgeirsson tæknifræðingur, Gylfi Gunnarsson kennari. luni og staðun 24., 25. og26. maí kl. 19.15-22.15 í Bamaskóla Akureyrar. Námskeiðsgjald er kr. 2.500,- Táni og staður 24., 25. og 26. maí kl. 16-19 í Bamaskóla Akureyrar. Námskeiðsgjald er kr. 2.500,- APPI.E-WRl I FR ritvinnsla: 12 kennslustunda námskeið í APPLE-WRTTER ritvinnslu MLTnPI.AN-áætianagerö: 12 kennslustunda námskeið í áætlanagerð. Iæiðbeinandi: Leiðbeinandi: Grímur Friðgeirsson tæknifræðingur. Gylfi Gunnarsson kennari. Innritun fer fram á eftirfarandi stöðum: Hljómver sími 23626 og í Skrifstofuvali sími 25004. í lok námskeiða vera afhent viðurkenningarskírteini fyrir þátttöku. Tölvufrœðslan s/f Ármúla 36, Reykjavík Frá Ferðafélagi Akureyrar. — Farið verður til Hríseyjar laug- ardaginn 26. maí. Leiðsögu- maður í eyjunni verður Björn Björnsson. Lagt af stað kl. 8.30 f.h. frá Skipagötu 12. Áríðandi er að tilkynna þátttöku á skrif- stofu F.F.A. föstudaginn 25. maí kl. 18-19 í síma 22720 til þess að hægt sé að tryggja öllum bílfar út á Árskógssand. Sunnudaginn 27. maí verður farin létt gönguferð frá Steins- skarði á Vaðlaheiði út Hrossa- dal og komið niður í Víkur- skarð. Lagt af stað kl. 10 f.h. Tilkynna þarf þátttöku föstu- daginn 25. maí kl. 18-19. Ferðakynning F.F.A. á sumar- ferðum félagsins í ár verður að Laugarborg fimmtudaginn 31. maí kl. 8.30 e.h. Nánar auglýst í næstu viku. Ferðanefnd. A ög: LÝSIÐÍ 1 jte. ttttlttðl . rr) ó?í_ ?í 'k i cx cfO, r 'hnpi.l 1 Lýsing íbúðar Raðhúsið er við Vestursíðu 6, Akureyri, og er 146z á tveim hæðum. Neðri hæð ca. 69 m2 með bílgeymslu, aðalinngangi, snyrtingum, gufu- baði og geymslu. Efri hæð 77 m2 með stofu, eldhúsi, snyrtingu, herbergi, hjónaherbergi ásamt litlum svölum. Hægt er að ganga af efri hæð út á suðurlóð. Teiknað er sólhús með íbúðunum sem möguleiki og leyfi fyrir kaupendur til að byggja. SS Byggir sf. hefur hafið byggingu á sex íbúða raðhúsi að Vestursíðu 6 Áætlað lán Húsnæöismálastjórnar um áramót: Einstaklingar 2-4ra manna fjöisk 649 þús. 6-6 manna fjölsk 759 þús. 7 manna eða fleiri íbúðirnar verða afhentar fokheldar með útihurðum, pússaðar að utan, frágengið þak og þakskegg, með steyptum stéttum, malbikuðum bílastæðum og innkeyrslu. Lóð grófjöfnuð. Áætlaður afhendingartími fokhelt: 1. des. ’84 -1. júlí ’85. Verð íbúðar 1. apríl 1984 ca. 1.225 þús. Allar nánari upplýsingar veita Heimir og Sigurður á verkstæði S.S. Byggis s.f. sími 96-26277 Draupnisgötu 7c. Heimasímar: Sigurður 96-24719, Heimir 96-23956. Teikningar fyrirliggjandi á verkstæði. byggir sf. Sigurður- Heimir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.