Íslendingur


Íslendingur - 24.05.1984, Blaðsíða 5

Íslendingur - 24.05.1984, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 Jðtcudingiur 5 Á að bjóða út rekstur íþróttamannvirkja Sigurður J. Sigurðsson segir: í síðasta tbl. íslendings var sagt frá umræðum í bæjarstjórn u mini-golf. Þar var getið hug- myndar sem Sigurður J. Sigurðs- son setti fram um almennt útboð á rekstri íþróttamannvirkja bæjarins. Þegar Sigurður var inntur eftir þessari hugmynd, sagði hann að þessi hugmynd væri ekki ný. Hann hefði sett hana fram áður. Það hefði lengi verið hugmynd sjálfstæðismanna að auka útboð við rekstur bæjarins. Sigurður sagði að rætt hefði veriö um til dæmis að bjóða út rekstur veitingaaðstööunnar í Hlíöarfjalli. Það gætu hins vegar veriö ýms vandkvæði á því að bjóða út rekstur skíðasvæðisins, til að mynda hve langan tíma ætti aö bjóöa þann rekstur út í hvert sinn. Lyfturnar gengju nú með hagnaði en það væri vegna þess að búið væri að greiða þær niður. En það mætti eflaust hugsa sér aö bærinn legöi til stofnkostnað við íþróttamann- virki en rekstraraðilinn sæi ein- ungis um reksturinn og viðhald. Ef brugðið yrði á þetta ráð taldi Sigurður að raunverulegur kostnaður við rekstur þessara stofnana kæmi í ljós. Hann taldi það mjög æskilegt að látið yrði reyna á það, hvort útboðin væru betri kostur fyrir bæjarfélagið. Hermann Sigtryggsson segir: „Ég er hlynntur því að það sé gert sums staðar. En sums staðar held ég að það sé útilokað,” sagði Hermann Sigtryggsson, er liann var spurður um útboð á íþróttamannvirkjum og rekstri íþróttamannvirkja." „Ég er þeirrar skoðunar að í mörgum tilfellum muni þjón- ustan miðast við of mikið við hagnað. í slíkum tilfellum tel ég að útboð geti ekki komiö til. En þar sem ljóst er að útboðið breytir engu um þjónustuna. held ég aö sjálfsagt sé að bjóða út.” „Ég trúi raunar ekki öðru en að búið væri fyrir löngu að koma á útboðum í þessum rekstri. ef hann væri mögulegur alls staðar. Upp á síðkastið hafa heilsuræktir verið að festa rætur og ekkert viö það að athuga. Þeir veita sjálfsagöa þjónustu. Það mætti nefna Trimmstöðina í íþróttahöllinni. sem leigir út húsnæðið þar. Það er vaxtar- ræktardeild Lyftingaráðs sem hefur haft þann rekstur með höndum. Ég veit ekki betur en það hafi gegnið vel, tímarnir verið vel sóttir og engar kvart- anir borist. Tennis- og badnrin- tonfélagið leigir alla sína tíma og endurleigðir félögum sínum. Það er mikið sótt í þá og félagið gæti notað fleiri tíma," sagði Hermann. ..í sumum tilfellum eru íþróttahús rekin fyrir skóla og slíkan rekstur held ég að eigi ekki að bjóða út. I sumum húsum, sem eru í einkaeigu hefur hlutdeild hins opinbera í rekstrinum staöiö undir honum, til dæmis KR-húsið í Reykja- vík." sagði Hermann aö lokum. Fyrirsjáanlegt að þjálf unarskóli starfar ekki Alþingi starfað vel Að óbreyttu ástandi er fyrirsjáan- legt að grunnskóli fyrir þroska- hefta á Akureyri verði húsnæðis- laus næsta vetur, þ.e. frá 1. sept. 1984. Skólinn hefur til þessa leigt húsnæði hjá Vistheimilinu Sól- borg, en nú er svo komið að heimilið þarf á þessu húsnæði að halda til eigin nota. Fyrirhug- að er að skólinn, Þjálfunarskóli rikisins á Akureyri, verði í fram- Mót skóla- lúðrasveita Mót skólalúðrasveita á Norður- landi eystra verður að ídöluni í •Aðaldai, laugardaginn 26. maí og hefst kl. 16 og í Félagsheimili Húsavíkur, sunnudaginn 27. inaí kl. 17. Fram koma 4 hljómsveitir, alls um 100 nemendur. Stjórn- endur sveitanna eru Finnur Ey- dal. Edvard Fredrikssen, Bene- dikt Helgason og Guðmundur Norödahl. Efnisskrá tónleikanna er létt og Ijölbreytt, sveitirnar leika einar sér og allar saman í lokin. tíðinni til húsa í sérálmu við Síðuskóla sem er í byggingu. Ekki var samþykkt fjárveiting til þessarar álmu á fjárlögum þessa árs, og enn sem komið er hefur menntamálaráðuneytið, sem ber lögum samkvæmt fulla ábyrgð á rekstri þessa skóla, ekki fundið eða gert tillögur um lausn á þessu eða öðrum vanda- málum skólans. Þannig er með öllu óljóst hvort nemendur Þjálfunarskól- ans fái kennslu á komandi vetri. Fyrirhugaður er fundur með fulltrúum menntamálaráðuneyt- Tsins og hagsmunaaðilum hér nyrðra innan skamms. Framangreint var meginefni sameiginlegs fundar hagsmuna- aðila á Akureyri sem haldinn var þann 19. maí 1984. Þar var og samþykkt svofelld áskorun til menntamálaráðherra: Sameiginlegur fundur Styrktar- félags vangefmna og Foreldra- félags barna með sérþarfír, hald- inri á Akureyri 19. maí 1984, um skólamál Þjálfunarskólans á Akureyri, beinir eftirfarandi áskorun til menntamálaráð- herra: Fundurinn krefst þess að nú þegar verði tryggt viðunandi húsnæði fyrir starfsemi Þjálfun- arskóla rikisins á Akureyri, það tímabil sem fyrirsjáanlegt er að líður þar til lokið verður vænt- anlegri nýbyggingu fyrir skólann við Síðuskóla. Einnig vekur fundurinn at- hygli á að í ár er engin fjárveit- ing til áðurnefndrar nýbygging- ar, en nálega allar fjárveitingar til nýbygginga vegna þessa málaflokks fara til framkvæmda á Reykjavíkursvæðinu. Fundurinn krefst þess aö þroskaheftum nemendum utan Reykjavíkur verði nú þegar tryggð sambærileg aðstaða og á Reykjavíkursvæðinu. Alþingi hefur starfaó mjög vel í vetur og borið keim af efnahags- ástandi þjóóarinnar. Aóaláhersl- an hefur verið lögð á aðgerðir til að efla atvinnulífið og halda þeirri stöðu sem við náðum í efnahagsmálum eftir aðgerðirnar sl. vor,” sagði Halldór Blöndal í viðtali eftir þingslit á þriðjudag. „Ef við lítum til baka eru allir sammála um að ríkisstjórninni hefur tekist að standa við fyrir- heit sín, hjöðnun verðbólgu, stöðugt gengi og viðunandi rekstrargrundvöll fyrir atvinnu- vegina. Þessi árangur gefur okk- ur nýja fótfestu til að takast á við önnur og ný verkefni á sviði atvinnulífs. Mörg athyglisverð frumvörp hafa verið samþykkt a þessu þingi sem stefna til aukins frjálsræðis á ýmsum sviðum. Ég vil þá nefna fjarskiptalögin, en jafnframt lagði menntamálaráð- herra fram frumvarp um frelsi til útvarpsrekstrar sem verður til athugunar í sumar og lagt að nyju fram næsta haust tii sam- þykktar. í tengslum við það voru ný höfundarlög sett sem var nauðsynlegt. Ennfremur lög um kvikmyndasjóð sem fela í sér verulega aukin framlög til þeirra mála en kvikmyndagerð stendur með blóma hér á landi og getur orðið umtalsverð atvinnugrein ef rétt er að staöið og skapað okkur verulegar gjaldeyristekjur,” sagði Halldór Blöndal að lokum. „Hlakka til” „Ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem bíða mín í fjárveitinganefnd,” sagði Hall- dór Blöndal við íslending í til- efni af því að hann hefur tekið sæti Lárusar Jónssonar í nefnd- inni. „Þetta er að vísu langerfið- asta nefnd þingsins en þar kynn- ist maður líka betur en ella efnahag þjóðarinnar og einstök- um þörfum byggðarlaga.” „Eg vil í þessu sambandi láta í ljós þakklæti mitt til Lárusar Jónssonar. Við höfum unnið mjög vel saman á annan áratug og skarð hans er vandfyllt.” „Við Björn Dagbjartsson erum gamlir skólabræður og samstúdentar. Það verður skemmtilegt að endurnýja gamla vináttu. Ég hygg gott til samstarfsins við hann. (IXiXAN SVKJA) Það hafa margir lagt út af bram- boltinu í kringum NT þessar síðustu vikur og sýnist sitt hverjum, og mistökin sum hver hafa verið skemmtileg. Sérstak- lega var það þegar frjálshyygjan komst í blaðhausinn. En það liggja leyniþræðir á milli fleiri hluta en NT og fijálshyggjunar. NT á sér nefnilega sögulegl for- dæmi. Kommúnistaflokkurinn gamli gaf nefnilega út rit, sem nefndist Nýi tírninn (skammstaf- að NT) undir ritstjórn séra Gunnars Benediktssonar. í Stungið niður stílvopni segir Gunnar svo frá (bls. 70): í Berg- staðastrætinu átti Hallgrímur nokkur Benediktsson, föður- bróðir Birgis ísleif Gunnars- sonar, prentsmiðjugarmm sem nú var að mestu leyti hætt að nota. Nú var það eitt af því, sem ég tók mér fyrir hendur þennan umrædda vetur til framgangs Hreyfmgunni, aö ég fór að gefa út blað, Nýja tímann, og fjallaöi það einkum um sósíalismann frá sjónarhóli bóndans. Fyrstu blöðin voru fjölrituð.”

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.