Íslendingur


Íslendingur - 24.05.1984, Side 6

Íslendingur - 24.05.1984, Side 6
6 jsleuáinöur FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984 Ibiolíii: Urgur í KA mönnum Vafasamt val á liðinu gegn Þór í fyrsta 1. deildarleik sumarsins milli KA og Þórs vakti það nokkra athygli áhorfenda að í byrjunarliði KA var ekki að finna Hinrik Þórhallsson, sem verið hefur framlínumaður liðsins síð- ustu ár og staðið sig vel. Hann kom inn á í síðari hálfleik og gerði mark KA-liðsins og átti annað mjög gott tækifæri. Leikur liðsins varð líka allur annar eftir að hann kom inná. Gústaf Baldvinsson, þjálfari KA liðsins, hefur gert [vetta áður í vor og mörgum þótt kyndugt. í þessum leik var nýr maður í liðinu, Bjarni Jóhannesson og kemur frá Neskaupsstað. Hann kom fyrst til æfinga rúmri viku fyrir leik en gat þó lítið æft vegna meiðsla. Frammistaða hans í leiknum var heldur ekki upp á marga fiska. Þótt aðrir hafi verið nokkru skárri lenga framan af leiknum, þá var leikur liðsins mjög slakur lengst af. Hverju um má kenna er ekki fyllilega Ijóst, en það eru margir lausir endar, sem þarf að hnýta saman áður en mjög langt um líður. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvernig liðinu verður stillt upp gegn Keflavík, en sá leikur fór fram í gærkvöldi. Það er vonandi að sá leikur gagni vel og notaðir verði bestu mennirnir sem völ er á hverjum tíma. Það er rétt að taka fram. að þegar haft var samband við Hinrik Þórhallsson vegna þessa vildi hann ekkert láta hafa eftir sér. Úr leiknum í gærkvöldi Stórsigur Skagamanna Skagamenn sigruóu Þór 3-0 í gærkvöldi á Þórsvellinum. .Jafn- ræði var með liðunum í fyrri hálfleik og Þórsarar voru ó- heppnir að skora ekki mark. í hálfleik var staðan 1-0 fyrir Akra-nes. f seinni hálfleik skor- uðu Skagamenn tvö mörk snemma í hálfleiknum og voru mun betri. Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur allan tímann og liðin léku vel saman. Þórsarar áttu heldur meira í leiknum framan af. Á 23. mínútu rúllaði boltinn eftir marklínu Skaga- manna. Tíu mínútum síðar átti Nói Björnsson. Þór. hættulegan skalla að marki Skaga-manna. En gegn öllum gangi leiksins skoraði Guðbjörn Tryggvason fyrsta mark Skagamanna á 40. mínútu f.h. Hann fékk mjög góða sendingu í gegnum vörn Þórsara og lék á einn varnar- mann Þórs og skoraði fram hjá markverðinum. sem hikaði í úthlaupi og gat engum vörnum við komið. A 43. mínútu áttu Þórsarar dauðafæri en tókst að þriðja mark Akraness með föstu skoti af stuttu færi. Eftir þetta höfðu Skagamenn algera yfir- burði á vellinum og léku oft mjög fallega knattspyrnu. Þeir fengu til dæmis dauðafæri a 37. mínútu, voru tveir fríir fyrir opnu marki, en tókst að koma boltanum fram hjá. Þórsarar gafust ekki upp og áttu sín færi. Á 33. mínútu tók Guðjón auka- spyrnu rétt utan vítateigs Skaga- manna og skaut föstu en lúmsku skoti að marki. En Bjarni, mark- vörður Akraness, varði vel eins og oft í leiknum. KA-Keflavík 1-1 í gærkvöldi léku KA og Keflavík á velli Keflvikinga. Leiknum lauk með jafntefli 1-1. KA hafði yfir í hálfleik 1-0 og gerði Steingrímur Birgisson mark KA. Fimm mínútum fyrir leikslok tókst Keflvíkingum að jafna úr vítaspyrnu. Sigurður Björgvinsson gerði mark Keflvíkinga. koma boltanum fram hjá. 1-0 í hálfleik og Þórsurum mátti þykja það súrt í broti. í seinni halfleik komu Skagamenn mjög ákveönir til leiks. Á 9. mínútu heldur markvörður Þórs ekki skoti úr aukaspyrnu. Og á næstu mínútu skora Skagamenn úr hornspyrnu með föstum skalla. Það gerði Siguröur Halldórsson. Markmaður Þórsara var mjög óöruggur er leið á leikinn og skapaðist oft hætta við Þórs- markiö vegna þess. Á 15. mínútu gerir Sveinbjörn Hákonarson Góð atvinna Óskum eftir að ráða skrifstofumann fyrir einn af viðskiptavinum okkar. Starfssvið er: ★ Undirbúningur bókhalds fyrir tölvu. ★ Gerö tollskjala. ★ Launaútreikningar. ★ Reikningsgerö - Innheimta. ★ Telexsendingar. Við leitum að manni með góða viðskipta- menntun og reynslu í skrifstofustörfum. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni. RifKSTRARRAÐGJOF FEIKNINGSSKIL RADNINGARÞJONUSTA BOKHALD AÆTLANAGERÐ HÖFUM SAMVINNU VIÐ: TOLVUÞJÓNUSTU LOGGILTA ENDURSKOÐENDUP OG UTVEGUM AÐRA SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ FELLhf. Kaupvangsstræti 4 Akureyri • slmi 25455 „Slœmur dagur” „Mínir nieiin áttu dapran dag. Kg lield aó lióió geti ekki annaó en hatnaó frá fiessn. Sigur Þórs var samigjarn,” sagói Stefán Giiniilangsson, forniaóur knatt- spyrniideildar KA tnn leik KA og Þórs s.l siinnudag. Þúrsararnir léku skynsamlega og vel. Hjá okkur vantaði allt örvggi í spilamennskuna og l'estu. En það skiptast á góðir dagar og slærrtir. Mér þótti Er- lingur Kristjánsson. varnar- nuiður KA vera besti niaður vallarins. Auk hans vil ég nefna varamennina. Þorvald og Hinrik. sem voru mjög frískir og léku vel. þegar þeir komu inn á.” Þegar Stefán var spurður um framtíðina í sumar sagði hann: ..Ég hef trú á mínumdrengjum og ég er sannfærður um að íiðið kemur til. Auðvitað eru viö ekkert kátir eftir ósigur, serstak- lega eftir ósigur gegn Þór. En það heföi verið enn daprara heföum viö átt eitthvað annað skilið. Svo var ekki í þetta skipti." „Erum bjartsýnir” „Vió eriim frekar kátir eftir þennan fyrsta leik," sagói í.uð- niundiir Sigurbjiirnsson, forniaó- ur Knattspyrimdeildar Þórs. „Vió voruni betri en KA og hefðum frekar átt að auka niuninii en KA að jafna, eins og maður var orðinn skíthneddiir um undir lokin.” Guðmundur sagöi að þeir væru fullir bjartsýni. Þeir væru með nánast sama mannskap og í fyrra. sem hefði staðiö sig vel þá. ..Það er kannski komið mál til þess að maöur horfi á þetta þeim augum að standa sig betur en bara að hanga uppi. Eg held að við eigum i fullu tré við hvaða lið sem er og stöndum jafnfætis hvaða liði sem er." Guðmundur sagði aö ekki væri mikið um meiðsli í Þórslið- inu. Þó hefði Bjarni Sveinbjörns- son verið meiddur fyrir leikinn við KA og Þórarinn miðvörður. sem var fastamaður í fyrra hefur verið meiddur í þrjár vikur og er rétt að byrja að æfa aftur. SANIBAND ÍSIENZKRA SAMVINNUfÉLAGA lónaóardeild - Akureyri Skrifstofustarf Óskum eftir aö ráöa í skrifstofustarf allan daginn viö útflutningspappíra og fleira. Vélritunarkunnátta nauösynleg. Einhver málakunnátta æskileg. Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 1. júní nk. sími 21900 (220-274). Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900 AKUREYRARB/ER AUGLÝSIR Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir góðum sveitaheimilum sem vilja taka börn til sumardvalar gegn gjaldi. Hringið í síma 96-25880 kl. 10-12 alla virka daga eöa skrifið til Félagsmálastofnunar Akureyrar Strandgötu 19b, 600 Akureyri. Félagsmálastofnun Akureyrar.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.