Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 23.08.1969, Blaðsíða 1

Íslendingur - Ísafold - 23.08.1969, Blaðsíða 1
99 Plast og meira plast" » Sjá bls. 4 og 5 klmliiumr teiiioUl 45. tölublað. Laugardagur 23. ágúst 1969. 54. og 94. árgangur. Hauganes: Góður afli í snurvoð Afli snurvoðabáta héðan hef- ur verið ágætur í sumar, en nótaveiðin verið léleg, sagði Gunnar Níelsson útgerðarmað- ur á Hauganesi i samtali við blaðið. — Nú er afli farinn að tregast og er einn báturinn að hætta veiðum með nót og ætlar áð leggja net, annar er með færi og sá þriðji veiðir í snurvoð. í sumar hafa bátarnir haldið sig að mestu á utanverðum Eyja firði og einnig farið inn á Skjálf andaflóa. Aflann hafa þeir lagt upp hjá frystihúsunum á Dal- vík, Hrísey og Húsavík, en einn ig hefur verið landað á Akur- eyri og fiskur hefur verið flutt- ur allt til Sauðárkróks, en það var þó ekki oft. Breiðdalsvík: A síld og trolli D Vélskipið Hafdís frá Breið- dalsvík er á síldveiðum og saltar áhöfnin um borð. Er skip ið búið.að leggja á land á Breið dalsvík 1400—1500 tunnur af sjósaltaðri síld, síðan það hóf veiðar. Sigurður Jónsson er á togveiðum, leggur upp hjá frystihúsinu. Hann hefur aflað sæmilega og atvinna því verið frekar góð í frystihúsinu. Lítið er um framkvæmdir á vegum hreppsins, en unnið er við lagn- ingu nýs vegar við Asunnar- staði í Breiðdal, sagði Baldur Pálsson á Breiðdalsvík. Rign- ingar hafa verið miklar þar fyr ir austan í sumar og heyskapur því gengið erfiðlega hjá bænd- um. Drangsnes: Góð tíð Hér hefur verið góð tíð í sum ar, grasspretta verið góð þar sem um sprettu hefur verið að ræða, og afli verið þokkalegur þar til fyrir viku, að fiskurinn hvarf um sinn, sagði Jakob Þor valdsson á Drangsnesi. Heyskap ur hef ur gengið þolanlega, en óvenju mikið hefur verið sett í votheysgrifjur. — Tveir bátar hafa rólð og aflað sæmilega, en nú er annar þeirra alvarlega bilaður. Einhverjar hugleiðing- ar eru uppi um, að frystihúsið hér hefji nú þegar rækju- vinnslu á ný, en óvíst er um á- huga útgerðarmanna á aS veiða rækjuna. Unnið er að verulegum end- urbótum á veginum norðan í plássinu og mun það koma sér vel, er vetrar. Ekki er vitað, hvort gert verður við bryggj- una, en hafísinn setti á hana glufu í vetur. Merkileg nýjung á döfinni i íslenzkum verksmiðjurekstri KANIMA MÖGULEIKA A AÐ NOTA EIIMGÖIMGl) RAFIUAGIM SEIVI ORKU- GJAFA í VERKSIV1IÐJIJ IÐIIIMIMAR # Fyrir nokkru fór ein af verk smiðjum SIS á Akureyri, Ið- unn, þess á leit við Rafveitu Ak ureyrar, að gert yrði tilboð í rafmagnssölu til verksmiðjunn ar, 2000 kw til að byrja með og allt að 3000 kw til frambúðar. Hugmyndin að baki þessari ósk er sú, skv. fundargerð rafveitu- stjórnar, að verksmiðja Iðunnar sem nú er verið að reisa, noti eingöngu rafmagn sem orku- gjafa og að settur verði upp raf magnshitaður gufuketill í stað olíukynts. Hefur rafveitustjórn samþykkt að bjóða rafmagnið á kr. 0.30/kwh með fyrirvara um samkomulag við stjórn Laxár- I virkjunar um að aukning afl- I toppa, sem af þessu kunna að hljótast, verði ekki reiknaðir til verðs, og við Iðunni um rekstur kyndistöðvarinnar. Fer nú fram frekari athugun máls- ins, þ.e. varðandi tækjakaup, sem ráða munu úrslitum, og mun þeirri athugun ljúka inn- an skanuns. • Verði af þessum rafmagns- kaupum Iðunnar, sem sterk- ar líkur benda til, ér á ferðinni merkileg nýjung í íslenzkum verksmiðjurekstri sem og nýt- ingu vatnsaflsins. Myndi í senn sparast mikill gjaldeyrir og ný- I virkja vatnsafl til almennings- ir möguleikar opnast til að' nota á hagkvæman hátt. Bruni og tjón í Iðunni A miðvikudagskvöldið kl. 19,30 varð vart við eld í skinnaverksmiðju Iðunnar, á sama stað og eldur kviknaði í vetur, er tugmilljónatjón varð af. — Nú var eldurinn slökktur á hálftíma. Eldurinn skemmdi raf- magnsleiðslur og eyðilagði kemisk efni og reykur mun hafa skemmt nokkuð af skinnum, svo og nýmálaða veggi hússins, en endurbygg ing þess eftir brunann í vet- ur var á lokastigi. Eldsupptök voru í ullar- þurrkara. wmmmmmm'":m'^:: Nýja flugstöðin á ísafirði. Turn inn vantar enn. (Mynd: L.J.J.). fsafjörður: FLLGSTÖÐIIM FULLGERÐ f HAUST — nema turninn, sem lokið verður við um áramótin ? Nýja flugstöðin á ísafirði, sem verið hefur í byggingu um skeið, verður fullgerð í haust, nema turninn, en lokið verður við hann um áramót, ef allt gengur að óskum, sagði Birgir Valdimarsson f ulltrúi flugmálastjórnarinnar á ísa- firði. Flugstöðin er 508 ferm. hæð, kjallari undir hluta og svo turninn. Verður hin bezta að- staða fyrír starfsfólk, farþega- og vöruafgreiðslu. ? Ekki eru neinar sérstakar framkvæmdir fyrirhugaðar við flugvöllinn sjálfan, en horf- ið mun hafa verið frá því að malbika hann að sinni. Er völl- urinn 1.400 metra langur, góður sem malarvöllur. og ? Flugumferð hefur gengið vel í sumar og flutningar verið allmiklir. Askriftarsími blaðsins er (96)21500

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.