Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 23.08.1969, Blaðsíða 2

Íslendingur - Ísafold - 23.08.1969, Blaðsíða 2
. í2 ÍSIÆNDINGUR-ÍS&FOLD—LAUGABBAGUR 23. ÁGÚST 1969. Affialffuiidir í Siglufirði og Skaga- flrði Nýlega voru haldnir aðalfund ir félaga ungra Sjálfstæðis- manna i Siglufirði og Skaga- firði. Á báðum fundunum mættu þeir Páll Stefánsson framkvæmdastjóri SUS og Steingrímur Blöndal erindreki Sjálfstæðisflokksins í kjördæm inu. Félagsmenn mættu fjöl- mennir á báðum fundunum og urðu miklar umræður um fé- lagsstarfsemina, málefni Sjálf- stæðisflokksins og stjórnmála viðhorfið. SIGLUFJÖRDUR Aðalfundur Njarðar FUS í Siglufirði var haldinn 15. júlí sl. Fundarstióri var Steingrím ur Blöndal. I stjórn voru kosn- ir: Björn Jónasson, formaður, Jónas Valtýsson, varaform., Guðfinna Ingimarsdóttir, ritari, Höskuldur Kárason, gjaldkeri, og Gunnar Blöndal, spjaldskrár ritari. Til vara: Guðmundur St. Jónsson, Birgir Þormóðsson og Guðmundur Ingólfsson. SKAGAFJÖRÐUR Aðalfundur Víkings FUS á Sauðárkróki var haldinn 11. júlí sl., en um leið voru Víking ur og félag ungra Sjálfstæðis- manna í Skaeafirði sameinuð. Var nafni Víkings breytt í sam ræmi við það og heitir félagið nú Víkingur FUS í Skagafirði og á Sauðárkróki. Fundarstjóri var Haukur Biörnsson í Bæ. I stjórn voru kosnir: Knútur Aandegárd. Sauðárkróki, for- maður, Pálmi Rögnvaldsson, Marbæli, vsraform., Sveinn Árnason, Víðimel. ritari, Kári Jónsson, Haganesi, gjaldkeri, Vilhjálmur 'P'eilsson, Sauðár- króki, og SÍKurður Jónsson, Sauðárkróki. T>1 vara: Haukur Björnsson. Bæ. Ásgrímur Guð- mundsson, Þorbiar<?arstöðum, Jón Ormu'- Halldórsson. Sauðár króki,, Jón Ormar Ormsson, SauðárkróH og Guðmundur Ingólfsson, Sauðárkróki. GUMMISTIGVEL — fyrir karla og kvenfólk GÚMMÍKLOSSAR — reimaðir KVENTÖFFLUR — með innleggi Skóverzlun IH. H. Lyngdal Hafnarstræti 102, 4kureyri. Sími 12399. BAUOARARSTlG 31 SlMI 22022 Til skamms tíma hefur það orð farið af samtökum stjórn málaflokkanna, að þau væru fátt eitt nema bergmál flokksforystunnar eða upp- eldisstöðvar strokinna póli- tíkusa. Enda bótt deila megi um gildi slíkra fullyrðinga, hef- ur sannleikurinn verið sá, að alltof einhliða og bindandi tengsl hafa verið á millí flokksforystunnar annars vegar og samtaka ungra manna hins vegar. Ekki skal gert lítið úr þýð ingu flokkseiningar, en á- byrgðartilfinningin má ekki vera svo mikil að hún drepi sjálfstæða afstöðu og skap- andi vinnubrögð í dróma. Á þetta tvennt hefur stund um nokkuð skort í samtök- um ungra stjórnmálamanna almennt. Af þessum sökum er sú staðreynd sérlega ánægjuleg að ungir Sjálfstæðismenn skyldu hafa haft forystu í því endurmati og úttekt á ís lenzkum stjórnmálum, sem átt hefur sér stað á sl. ári og náði hámarki með aukaþingi Sambands ungra Sjálfstæðis manna á sl. haustí. Sagt hefur verið, að ríkj- andi endurskoðunarstefna hafi myndazt upp úr þeirri riðlun sem á varð vegna for- setakosninganna. An þess að metast frekar um upphaf þessarar hreyfing ar, sem ef til vill telst af sumum vafasamur heiður, má fullyrða, að hún myndað ist að sjálfsögðu meðal fólks ins sjálfs, ög mætti þá öllu helzt rekja það til framboðs og fylgis I-listans í síðustu alþingiskosningum. En það eru tvímælalaust ungir Sjálfstæðismenn, sem hentu þessa ólgu á lofti, fundu hana m.a. í sínum eig- in samtökum og leiddu um- ræður um endurmat á stjórn málunum inn í flokkana sjálfa og á opinberan blaða- vettvang. í því sambandi er aðeins minnzt á fjölmargar blaða- greinar og fundi ungra Sjálf stæðismanna um lognmoll- una á Alþingi, flokksræðið lagsbreytingar inn á við, í þá átt, að gera flokksstarfið og valdauppbyggingu innan þeirra lýðræðislegra. Af þeirra hálfu hafa verið gerð- ar kröfur um breytt vinnu- brögð Alþingis og dreifingu valdsins og að þeirra frum- kvæði hafa verið settar fram tillögur um lífrænna og beinna samband milli kjós- enda og frambjóðenda í formi prófkosninga og skoð- anakannanna. Sækjum fram Ritstjórnargrein úr Stefni, tímariti Sambands ungra Sjálfstæðismanna og kjördæmamálið, um skipulagsmál flokkanna, um opinbert framtak og einka- framtak, sem um viðhorf til stjórnmála almennt. Aðrir hópar og einstakling ar hafa síðan fylgt á eftir og úrslit forsetakosninganna urðu til að gefa þessum um- ræðum fyllri merkingu, og undirstrikuðu réttmætar at- hugasemdir um hið stóra bil, sem skapazt hefur milli stjórnmálaflokkanna og fólksins. Ýmsir, og þá að sjálfsögðu einkum stjórnendur og starj: andi fylgismenn hinna ýmsu flokka, hafa gert tilraunir til að benda á leiðir til að bæta hér úr — opna flokkana — eins og það er kallað. Ungir Sjálfstæðismenn hafa hér einnig haft forystu. A þeirra vegum hafa tillög- ur verið gerðar um skipu- Ekki skulu þessar né aðr- ar hugmyndir tíundaðar frekar og engu skal spáð um áhrif þeirra, t.d. með tillliti til fylgis Sjálfstæðisflokks- ins. Stundarhagur einstakra flokka má heldur ekki ráða afstöðu áhugamanna um stjórnmál, því hér er annað og meira í húfi. Það er öllu öðru fremur sameigínleg skylda þeirra manna, sem kalla sig lýðræðissinna og bera hag þess stjórnarforms fyrir brjósti, að vernda og styrkja undirstöður lýðræð- isins, þ.e. stjórnmálaflokk- ana. Ungir Sjálfstæðismenn finna til þeirrar skyldu. En á sama hátt og þeir gefa sér þá staðreynd, að stjórnmálaflokkar séu óhjá- kvæmilegir burðarásar þjóð félagsins, telja þeir sjálfum sér trú um, að þeirra flokk- ur, Sjálfstæðisflokkurinn, eigi miklu hlutverki að gegna og sé það afl í íslenzk- um stjórnmálum, sem ekki megi bresta. Þessir sömu ungu menn hafa heldur ekki farið dult með þá skoðun sína, að taka þurfi á efnahags- og atvinnu málum líðandi stundar með festu og djörfung. Ungir Sjálfstæðismenn hafa boðið fram þátttoku sína og lagt fram úrræði sín. Þeir vilja „blása á vandamál in" og takast á við verkefn- in fullir af bjartsýni og þreki. Þeir vilja sækja fram. I þessum anda og með grundvallarstefnu Sjálfstæð isflokksins að fótfestu, voru lagðar fram á aukaþingi SUS í sept. sl viðamiklar til lögur, — þjóðmálaverkefni næstu ára. Enda þótt engin samþykkt hafi verið gerð um tillögur þessar, og sjálfsagt séu skipt ar skoðanir um einstök mál- efni, vilja ungir Sjálfstæðis- menn með útgáfu þessa heft- is vekja athygli alþjóðar á störfum samtaka sinna cg þeim hugmyndum, sem þar eru á dagskrá. Þeir vilja virkja þann þrótt og þá hreyfingu, sem býr með hinni ungu kynslóð. Þeir vilja setja henni mark- mið til að vinna að, og vilja berjast fyrir farmgangi þeirra markmiða. Ungir Sjálfstæðismenn skora á ungt fólk að skipa sér undir sama merki og vinna með sér að framgangi þessara umbótamála — ís- lenzku þjóðinni til heilla. ebs. mmmml!!) Tuttugasta þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna haldið á Blönduósi dagana 5.-7. sept. Viðtal við Pál Stefánsson framkvæmdastjóra SIJS um þinghaldið Nú er skammt framundan 20. þing Sambands ungra Sjálf stæðismanna, sem haldið verð- ur á Blönduósi. Þing SUS hafa jafnan veriS lang f jölmennustu þing stjórnmálasamtaka unga fólksins í landinu, og er ekki að efa að svo verði einnig nú, enda eru nú sem fyrr hin mik- ilvægustu mál á dagskrá. Fyrrí þing hafa ýmist verið haldin í Reykjavík og á Akureyri og svo á Þingvöllum, en nú varð Blönduós fyrir valinu. Er þar hin bezta aðstaða fyrir þing- haldið og hafa ungir Sjálfstæð- ismen.nií^éraðinu og.»llu.Norð urjandskiördæmi vestra ssýnt mikinn áhuga víð iindirbúning inn á ao gera þingið hið glæsi- legasta. I tilefni af þessu snéri blað- ið sér til Páls Stefánssonar framkvæmdastjóra SUS og bað hann að skýra nánar frá til- högun þínghaldsins. — Þetta þing mun að sjálf- sögðu fjalla um þau málefni, sem falla innan ramma samtak- anna, en sérstök ástæða er til að benda á þrjú viðfangsefni, þ-e. þjóðmálaverkefni næstu ára, skipulag Sjálfstæðisflokks ins og starfsemi SUS. — Þingið mun standa dag- ana 5.—7. september. Verður hað haldið í.hiau stórgJassilega Félagsheimili k BJöntbiiósi, <en þiugfulltrúar, sem koma að, munu gista á Hótel Blönduósi og í Kvennaskólanum. Er öll- um kostnaði stillt mjög í hóf. — Auk þingstarfanna verður efnt til skcmmtunar laugardags kvöldið 6. sept. fyrir þingfull- trúa og gesti þeirra og annað ungt fólk, sem hug hefur á að koma þar. — Samkvæmt lögum SUS, hafa félög ungra Sjálfstæðis- manna heimild til að senda 1 fulltrúa á þingið fyrir hverja 20 félagsmenn. Vil ég benda ungum Sjálfstæðismönnum á, sem áhuga hafa á þingsetu, að hafa samband við stjórnir fé- Urga sinnaiihið allra fyrsta^og eins stjórnunum, uð. hraða kjöri fuHtrúa og íflkyima ^það KÍ skrifstofu SUS. Ungum Sjálf- stæðismönnum á stöðum þar sem ekki eru félög vil ég bcnda á, að hafa samband beint við skrifstofu SUS í Valhöll við Suðurgötu í Reykjavík, ef þeir hafa hug á að sitja þingið, enda hefur þingið heimild til að leyfa þeim þingsetu. — Við stefnum vissulega að glæsilegu þingi. Því leggjum við áherzlu á að vanda undir- búninginn. Er mikilvægt, að fá sem fyrst vitneskju um væntan lega þingfulltrúa til þess að unnt verði að senda þeim ýmis gögn tímanlega og að þingfull- trúum gefisttlóm til að kynna sc r þþau áð ur < ™ þingið) ltcfs(. Méð'því verða þingstörfín mun greiðari og árangursríkari.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.