Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 23.08.1969, Blaðsíða 3

Íslendingur - Ísafold - 23.08.1969, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD—LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1969. 3 IsknMnmt -ÍmíM Úígefandi: TJígáfufélagið Vorðiir h.í. Framkv.stjóri: Oddur C. Thorarensen. Blað í. Vestfirði, Norðurland og Austur- land. Regluleg útgáfa um 90 tbl. á óri, ýmist 8 eða 12 síður. Ársáskr. 300 kr. Riístjóri: Herbert Guðmundsson (áb.). Skrifstofur að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri. Afgreiðslusími 21500, auglýs- ingasími 21500, ritstjórnarsími 21501. Prentsmiðja að GlerárgÖtu 32, 2. hæð, Akureyri. Sími prentsm.stjóra 21503. SAMTOk SVEITAR- FÉLAGA Um langt árabil hafa sveit arfélögin hér á landi haft með sér landssamtök til að sinna ýmsum sameiginlegum málum, til stuðnings sveitar stjórnum í starfi og eflingar sveitarfélögunum. Ekki leik ur vafi á því, að Samband ís Jenzkra sveitarfélaga hefur reynzt sveitarfélögunum hinn mikilvægasti samstarfs vettvangur og að mikill styrkur hefur verið í því. En því eru þó skornar of þröng ar skorður, sem leiðir af stöðu og verksviði sveitarfé- Iaganna í stjórnkerfinu. Það sem fyrst og fremst hefur amað að í þessu sam- bandi er úrelt skipting sýslu og sveitarfélaga og mjög tak markað verksvið og vald til sjálfstæðra ákvarðana. Þetta hefur sveitarstjórn- armönnum lengi verið ljóst. Þó er það ekki fyrr en á síð- ustu árum, að þeir hafa gert alvarlegar tilraunir til að brjóta af sér vandann. Ann- ars vegar með stofnun kjör- dæmissambanda sveitarfélag anna, hins vegar með könn- un á sameiningu og stækk- un sveitarfélaganna. En því er ekki að leyna, að aðgerðir á þessum svið- um nægja skammt, nema sveitarfélögunum verði markaður nýr og traustari starfsgrundvöllur innan stjórnkerfisins. Gera verður sveitarfélögunum kleift að efla kjördæmissambönd sín svo, að þau geti annazt margs konar sameiginlega þjónustu, rannsóknir, skipu- lagningu, áætlanagerð og jafnvel annazt umsjpn eða eftirlit með meiriháttar framkvæmdum. Um leið verður að draga skýrari mörk milli verksviða sveit- arfélaga og ríkisvaldsins og gera verkaskiptinguna hreinni og viðráðanlegri fyr- ir báða aðila. Með þessu myndu sveitarfélögin verða það afl, sem þau eiga að vera, þ.e.a.s. ef jafnhliða tekst að koma á nauðsynleg- um breytingum á skipan þeirra. Hvorugt verður frá öðru skilió. ef nokkur veru- legur árangur á að nást. Auglýsing um lögtök á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu Hinn 18. ágúst 1969 var kveðinn upp al- mennur lögtaksúrskurður fyrir Akureyri og Eyjafjarðarsýslu vegna neðangreindra gjalda: 1. Tekjuskattur. 2. Eignarskattur. 3. Námsbókagjald. 4. Kirkjugarðsgjald. 5. Almannatryggingasjóðsgjald. 6. Slysatryggingagjald atvinnurekenda samkvæmt 40. gr. alm. tryggingalaga. 7. Lífeyristryggingagjald atvinnurekenda samkvæmt 28. gr. alm. tryggingalaga. 8. Atvinnuleysistryggingagjald. 9. Launaskattur. 10. Kirkjugjald. 11. Hundaskattur. 12. Iðnlánasjóðsgjald. 13. Iðnaðargjald. 14. Söluskattur I. og II. ársfj. 1969 og eldri. 15. Gjöld af innlendum tollvörum. 16. Lögskráningargjöld sjómanna. 17. Aðflutningsgjöld. 18. Innflutningsgjöld. 19. Skemmtanaskattur. 20. Skipulagsgjöld. 21. Skipaskoðunargjöld. 22. Vitagjöld. 23. Lestagjöld. 24. Þungaskattur af bifreiðum. 25. Skoðunargjald af bifreiðum. 26. Vátryggingagjöld ökumanna. 27. Slysatrygginagjöld sjómanna. 28. Öryggiseftirlitsgjöld. Taka má lögtaki á ábyrgð ríkissjóðs en á kostnað gjaldenda ofangreind gjöld, sem ó- greidd eru en gjaldfallin að liðnum 8 dög- um frá birtingu þessa úrskurðar. Skrifstofu Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu, 18. ágúst 1969. Bæjarfógetinn á Akureyri. Sýslumaðurinn í Eyjaf jarðarsýslu. NYKOMIÐ Smergelsteinar mismunandi stærðir. Fiberdiskar I *£•• IYIYITI {%& slippstodin PÓSTHÓLF 246 . SlMI 06)21300 . AKUREYRI Nýtt... Nýtt Chesterfield filter með hinu ffóða bragði.. * Chesterfleld íoksins kom fíiter sígraretta með sönnu tóbakshragHi Reynið aóða braaðið Reynið Chesteriieid iiiter Barnaskóla Akur- eyrar og Oddeyrarskóla Börn fædd 1960, 1961 og 1962 (1.—3. b.) eiga að mæta í skólum sínum þriðjudaginn 2. september nk. kl. 10 árdegis. Tilkynna- þarf forföll. Aðflutt börn eiga að koma til innritunar laugardaginn 30. ágúst kl. 10—12 fyrir hád. Kennarafundur verður 1. sept. kl. 10 árd. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að skóli fyrir 10, 11 og 12 ára börn hefst um miðjan sept. og verða skólasetningar augl. síðar. Skólastjórar. Frá Glerárskólanum Skólinn byrjar mánudaginn 1. september. 2. og 3. bekkur (börn fædd 1961 og 1960) komi í skólann mánud. 1. sept. kl. 1. 1. bekkur (börn fædd 1962) komi í skólann mánud. 8. sept. kl. 1. 4., 5. og 6. bekkur (börn fædd 1957-58-59) komi í skólann mánud. 15. sept. kl. 10. Skólastjóri.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.