Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 23.08.1969, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 23.08.1969, Blaðsíða 5
4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD—¦LAUGARDAGUR 23. ÁGUST 1969. ISLENDINGUR-ISAFOLD—LAUGARDAGUR 23. AGUST 1969. "*;¦¦" M ÁLI BLÖÐT7NUM í STUTTU IVIÁLI Og afíur kom sólskin syðra . . . (Mbl. 21. 8.). S Síld fyrir 8 millj. Heimir SU 100 frá Stöðvar- firði er nú kominn úr þriðju veiðiferðinni á Hjaltlandsmið með 1334 uppsaltaðar tunnur af síld, en báturinn hefur þá fengið 3300 tunnur á einum og hálfum mánuði. — Verðmæti þessa afla mun vera um 8 millj. kr. Heimir mun vera aflahæst- ur þeirra 20 báta, sem salta á Hjaltlandsmiðum, en þar eru alls um 40 íslenzkir bátar. (Vísir 19. 8.). gj Hringferðir vinsælar I sumar hafa verið farnar 6 hringferðir um landið með út- lendinga á vegum Ferðaskrif- stofu Zöega, og njóta þessar efrðir slíkra vinsælda, að ætl- unin er að fjölga þeim um helm ing næsta sumar. Hver ferð tek ur 11 daga og eru um 30 manns í hverjum hópi. Er farið akandi milli Reykjavíkur og Horna- fjarðar aðra leiðina, en fljúg- andi hina. (Alþýðublaðið 19. 8.). gj Slegið á vöktum Brakandi þurrkur var á Suð- urlandi í gær og unnið af kappi við heyskap. Var sums staðar unnið á vöktum og slegið allan sólarhringinn. (Mbl. 21. 8.). ® Salta Suðurlandssíld Berg hf. á Reyðarfirði undir- býr nú opnun söltunarstöðvar sinnar með það fyrir augum að hefja söltun á Suðurlandssíld, sem heimilt er að veiða frá 1. sept. Hefur verið fenginn einn bátur til veiðanna og í athugun er að fá fleiri báta. (Mbl. 21. 8.). g] Veiddu461axa ABU-veiðitækjafyrirtækið verðlaunar árlega 12 veiðimenn fyrir stærstu veidda fiska af jafn mörgum tegundum með „Draumaferð" á þekktan veiði- stað. Nú var veitt í Laxá í Að- aldal og fékk 15 manna hópur, þar af 9 verðlaunahafar, sam- tals 46 laxa og á annað hundrað silunga. Veiddi hópurinn í Ár- neslandi. (Tíminn 21. 8.). H Hreingerning í fiskvinnslu Fyrir dyrum stendur tals- verð hreingerning í fiskvinnslu málum okkar, vegna nýrra laga um eftirlit með fiski í Banda- ríkjunum. Fiskmatsmál verða tekin til endurskoðunar og frystihúsin og öll aðstaða þeirra til endurskoðunar og endur- bóta. (Vísir 20. .8.). g] Hreinsitæki, ef þarf Ekkert bendir enn til þess, að neins konar mengun verði af starfsemi álbræðslunnar í Straumsvík. Allar hugsanlegar varúðarráðstafanir hafa þó ver ið gerðar til að fyrirbyggja mengun, stöðugt eru fram- kvæmdar víðtækar rannsóknir og loks er verksmiðjan undir það búin, að þar verði sett upp hreinsitæki, ef með þarf. (Vísir 20. 8.). PLAST Verksmiðjuhús Plasteinangrtmar hf. á Gleráreyrum. Árið 1960 var stofnað á Ak- ureyri fyrirtækið Plasteinangr un hf. Hluthafar eru fimm og er KEA eigandi að um helm- ingi hlutafjárins. Snemma á árinu 1961 hóf svo fyrirtækiS starfsemi sína í húsi neðst á Oddeyri, þar sem áður var að setur útgerðar Guðmundar Jörundssonar meðan hann gerði út togarann Jörund. — Þarna var fyrirtækið til húsa næstu árin, en það kom fljótt í ljós, að það var of lítið, því framleiðslan seldist vel. Var því hafizt handa um byggingu á nýju verksmiðjuhúsi og var flutt í nýja húsið, sem er að Óseyri 3 á Gleráreyrum, fyrir tæpu ári. Þetta er myndarleg bygging, 800 ferm. að flatar- niáli og stækkunarmöguleikar fyrir hendi. Þangað litum við nú í vikunni og ræddum við Pál A. Pálsson ,sem verið hef- ur verkstjóri í Plasteinangr- uninni frá því að hún tók til starfa, og litum á starfsemina. ? Úr hvaða hráefni vinnið þið plastið, Páll? — Hráefnið er þýzkt og heitir Styropor. Við höfum einnig reynt hráefni frá Sví- þjóð og Englandi, en það þýzka hefur reynzt okkur bezt. Við fáum það í tunnum að utan og er það ósköp svip- Plastið í vinnslu Fíllinn, sem hefur um 2000 ára skeið verið Ceylon-búum á- kaflega mikilvægur í hernaðar legu, trúarlegu og efnahagslegu tilliti, er nú í þann mund að ljúka störfum sínum í þágu mannkynsins. Hlutverk hans í hernaði, þar sem hann var hreyfanlegur, brynvarinn skotpallur, sem gat rutt hverju sem var úr vegi sín um, hefur nú verið falið skrið- drekum og öðrum hervélum nú tímans. Vegna breytingar á stjórnarfari landsins, er hann FÍLARNIR Á CEYLON HEIMTA ÁR- ekki heldur tákn konungsvalds- ins eins og fyrrum. FRÍ — ÞEIR LÁTA UNDAN LEGT SÍGA FYRIR STRENGJAKRÖNUM OG TRAKTORUM En í skógunum á Ceylon hef- ur fíllinn til skamms tíma ver- ið einvaldur. Jafnvel nýtízku- legustu vélar stóðust honum ekki snúning og gátu ekki att kappi við hann um afl og hraða í þéttum, veglausum frumskóg- um, þegar um það var að ræða að flytja trjáboli, en þar afkast ar hann einu tonni á klukku- stund. Á seinni árum hefur mönn- um hins vegar orðið ljóst, að síminnkandi fjöldi fíla á Ceyl- on fær ekki annað vaxandi timburframleiðslu landsins. — Þess vegna hafa nú verið fram- leiddar vélar, sem geta ekki einungis flutt fleiri trjáboli en fíllinn, heldur einnig dregið þá út úr þéttustu skógaþykknum, sem fjögurra tonna fíll fær ekki einu sinni brotizt gegnum. Fréttir af minnkandi fjölda trjáburðarfíla bárust nýlega til aðalstöðva Matvæla- og land- búnaðarstofnunarinnar (FAO) í Róm frá einum af sérfræðing- um hennar í skógrækt, Harold Rafter, sem hefur undanfarin sex ár veitt Ceylon-búum að- stoð við að skipuleggja ört vax- andi timburframleiðslu þeirra. Harold Rafter var sendur til Ceylon árið 1963 af Þróunar- áætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í því skyni að veita aðstoð við rekstur nokkurra ný tízkulegra sögunarmyllna í rík iseign, sem búnar voru hrað- virkum bandsögum af nýjustu gerð. Hver sög er á 18 tonna vagni og getur afkastað 100 tonnum af timbri á dag. Timb- urframleiðsla Ceylon hefur vax ið svo ört, að fílarnir hafa ekki undan þessum stórvirku vélum í timburburði. „Sums staðar á Ceylon vinn- um við í regnskógum, sem ekki er hægt að komast í gegnum," segir Rafter. „Skíðhöggvararnir geta ævinlega höggvið sér braut gegnum þykknið með löngum hnífum sínum og fellt stóru að og grófur strausykur. — Við gægjumst ofan í opna tunnu og satt er það, þetta lítur út fyrir að vera gróf- kornaður sykur, en efnið er þó allt annað og vafalaust mikið framleiðsluleyndarmál. ? Hvernig vinnið þið svo úr þessu efni? — Við setjum Styroporið í smáskömmtum í tæki, sem við köllum freyðara. Þetta er hringlaga hylki, sem hitað er upp með gufu og við hitann blása kornin út og verða að smákúlum. Á hverri kúlu er smágat, sem lokast á næsta stigi, sem er þurrkunin. Hún er þannig framkvæmd, að þess um kúlum er blásið upp í stokka, sem blástur leikur stöðugt um. Þegar búið er að þurrka, er efninu safnað í geymi, sem er uppi undir lofti yfir pressunum. Þaðan er það leitt niður í pressurnar, sem eru mismunandi stórar. Gufu- þrýstingurinn á þeim er 1— 1% kg á fersentimetra. — Stærsta pressan er þrír metrar á lengd, einn meter á breidd og þykktin er 50 cm, en sú minnsta er 1 m á lengd, hálf- ur meter á breidd og þykktin 25 cm. Þegar þrýstingnum er af- létt, er plastið látið kólna í skorið niður vissan tíma og síðan tekið úr mótunum. Venjuleg pressa á plastinu í mótunum er 17—18 kg á rúmmeter, en hægt er að auka þyngdina upp í 30—35 kg og er það gert, þegar fram- leitt er plast, sem t.d. er sett undir mjög þúngar vélar. ? Og eftir að plastið er los- að úr mótunum? — Þá er það skorið niður í þær stærðir sem hentugar þykja. Það er gert með heit- um vír, sem sker plastið eins og hárbeittur hnífur. Síðan er það geymt í einn og hálfan til tvo mánuði og á þeim tíma rýrnar það nokkuð. Eftir það er plastið selt og stendur ekki á kaupendum. Afkastagetan jókst um 2/3 þegar við flutt- um í nýja húsið, og vegna rýmisins varð mögulegt að geyma framleiðsluna allt að tveim mánuðum áður en hún er seld. Þetta er nauðsynlegt vegna rýrnunarinnar, en var ekki alltaf hægt áður. Það er þó æskilegt, að kaupendur, Páll A. Pálsson verkstjóri. sem óska eftir plasti í óvenju- legum stærðum, panti með fyr irvara, svo hægt sé að tryggja þeim fyrsta flokks vöru. ? Hver er afkastageta verk smiðjunnar? — Við getum framleitt um 25 rúmmetra af einangrunar- plasti á dag með fullri nýt- ingu á tækjum. Sjálfvirkni er hér mikil eins og sést bezt á því, að starfsmenn eru aðeins þrír. Möguleikar eru á að auka fjölbreytni í framleiðsl- unni og er ekki ólíklegt, að ýmsar leiðir verði kannaðar í því skyni á næstunni, sagði Páll að lokum. og afhent kaupendum. (Myndir: Sæm. G.). ¦ '^rs^r'^Mjt trén, en þá stöndum við gagn- vart því mikla vandamáli að koma fílunum inn í regnskóga- þykknið til að bera hina stóru trjáboli." Meðal þeirra nýtízkulegu skógarhöggsvéla, sem teknar hafa verið í notkun til að leysa flutningavandann, eru svonefnd ir strengjakranar, sem beitt er í hæðóttu landslagi. Langur, sterkur strengur liggur yfir skóginum. Þegar trén hafa ver- ið felld, er stóru trjábolunum lyft upp, þeir tengdir við strenginn, sem þeir renna eftir uppi yfir trjátoppunum í stað þess að vera dregnir gegnum skóginn. Á jafnsléttu taka hinir svo- nefndu skriðtraktorar við verk- inu. Þeir ryðja sér braut gegn- um frumskóginn, og eftir henni eru stóru trjábolirnir dregnir út á bersvæði, þar sem þeim er lyft á flutningabíla, sem flytja þá til sögunarmyllunnar. Strengjakranar og skriðtrokt orarnir hafa reynzt svo afkasta miklir i hitabeltisskógum Ceyl- ons, að nú er farið að nota þá víða annars staðar, þar sem tal ið er að þeir séu hagkvæmir. • FILARNIR HEIMTA AÐ FÁ FRÍ Gagnvart frábærri frammi- stöðu þessara véla fá afköst fíls ins naumast staðizt samanburð. Jafnvel þauþjálfaður fíll getur ekki unnið lengur en 5—6 stundir á dag. Eftir það verður að fara með hann niður að fljót inu, þar sem hann þarf að fá sitt daglega síðdegisbað og þar sem hann er rækilega skrúbb- aður af kúski sínum (mahout). Ceylon-fíllinn er ákaflega vand látur og matvandur. Hann „fitj ar upp á ranann' við nálega öllu nema kítal-pálmanum, sem hann birkir sjálfur með ran- anum. Þar sem þessi pálmatré vaxa aðeins á sunnanverðri eynni, verður að flytja þau það an til annarra svæða, sem er bæði dýrt og erfltt. Annað vandamál er fengitími karldýrsins, sem stendur yfir um mánaðartíma. Allan þann tíma verður að tjóðra fílinn, þar sem hann er hættulegur um hverfi sínu og alls óvinnufær. Auk þess heimtar hann eins mánaðar frí árlega. „Og hvort sem þið trúið því eða ekki," segir Harold Rafter, sem hafði unnið með fílum ár- um saman í Kambodsja og á Borneó áður en hann kom til Ceylons, „þrjótarnir vita ná- kvæmlega, hvenær þeir eiga rétt á fríi. Sé reynt að halda fíl að vinnu fram yfir eðlilegan vinnutíma hans, verður hann þvermóðskufullur, neitar að vinna og þrjóskast við á allan hátt.'í Þrátt fyrir yfirburði hestafl- anna yfir fílaaflið munu trjá- burðarfílarnir á Ceylon ekki hverfa úr sögunni þegar í stað. Um 300 þeirra eru enn við vinnu, einkanlega við að ryðja útjaðra skóga, þar sem ekki er alltof erfitt að beita þeim. Inn- lendir skógræktarmenn hafa enn ánægju af þeim, og vel þjálfaður fíll af karlkyni kostar allt að 30.000 rúpíum (um 450 þús. ísl. kr.) á markaðstorgum eyjarinnar. En fílahjarðirnar eru að deyja út. Fílarnir geta ekki tímgazt eftir að þeir hafa verið sviptir frelsi. Og þar sem villt^ um fílum fer hríðfækkandi, hafa stjórnvöld á Ceylon gert strangar varúðarráðstafanir til að varðveita stofninn. Nú er bannað með lögum að fanga fíla til trjáburðar eða annarra nota. Eins og stendur eru þeir fíla- hópar, sem sjást rölta af stað í rjóðrunum og skógunum á Ceyl on, síðustu leifar liðins tíma. Þegar þeir falla frá eða „kom- ast á eftirlaun" vegna vanheilsu eða elli, munu ekki aðrir koma í þeirra stað. Það verður mörg- um raunalget að kveðja þessa námfúsu, tröllvöxnu puðara, sem á sinn eigin klunnalega hátt hafa þjónað mönnum af stakri trúfesti um þúsundir ára. VÍSMBÁLKUR Sveinn frá Elivogum kvað tSl bændahöfðingja (eða um hann): Ættarsvip af Agli ber hann, orðaleikni Grettis sterka, spaki Njáll til anda er hann, Ólafur pá til rausnarverka. Hringhenda um þekktan mann, unnin af þrem Akureyr- ingum: Suðrá land hann feitur fór, fékk sér bland með Kiljan. Hans var andi ekki stór, enginn vandi að skilj'ann. Kunningi R.G.Sn. fór austur á land um Akureyri, án þess að koma við hjá honum, og fékk þessa kveðju: Vini alla einskis mat, yfir fjallið strekkti. Meira gallað mannrassgat maður valla þekkti. Hannes Pétursson skáld gerði eftirfarandi stöku um þekktan „Veðreiða-Blesa" á Sauðár- króki: Þegar Blesi þýtur hjá, þyrlast mold og steinar bresta. Allir vildu eiga'ann þá, Orminn langa — meðal hesta. Eftirfarandi vísa hefur verið kennd Kristjáni skáldi frá Djúpalæk, sem kveðin mun ver ið hafa um hlédræga og fáorða stúlku: Sigga Htla er sætt grey, sagt hún getur já-nei, hingað kom 'ún hrein mey, héðan fer 'ún það ei. Á ASÍ-þingi 1958 kvað Jón Rafnsson, er-Hermann Jónasson flutti ávarp sitt til þingsins, þá forsætisráðherra: Hermann kom á þetta þing með þáttinn fræða, skrýddur kápu gagns og gæða, en glímubelti innan klæða. Mannlýsing eftir ókunnan höfund: Lítt lesandi, lélega hugsandi, títt talandi, tæplega skrifandi. Einhver hagyrðingur ljóðaði á Sölva Helgason: Mér þykir bað meira en von, að menn þig allir hati, herra Sölvi Helgason, húsgangurinn lati. Sölvi kvað hafa lagað vísuna þannig tíl: Mér þykir það meira en von, að menn þig allir prísi, herra Sölvi Helgason, heimspekingur vísi. Baldur Eiríksson og Gísli Konráðsson höfðu gaman af að skiptast á vísum, og eitt sinn, er þeir voru saman staddir í Vaglaskógi, e.t.v. í skemmtiferð starfsmanna KEA (en þar unnu þeir), varð Gísla að orði: Hér eru allir við alla í sátt, og oft er hér hátt yfir miði. Allt er hér stórt, — og ekkert smátt, . — ekkert með DVERG-staða sniði. (B. var fæddur á Dvergstöð um og orti tíðum undir tlul- nefninu Dvergur)- Baldur svaraði Þingeyingn- um með þessari stöku: Hér eru allir á áttum tveimj en enginn vill hrella Gísla. í laumi er menn farið aS langa heim og leiðist Þingeyjarsýsla! Ekki meira nú. En munið eftir að senda okkur vísur, helzt nýjar, — ella gamlar.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.