Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 23.08.1969, Blaðsíða 8

Íslendingur - Ísafold - 23.08.1969, Blaðsíða 8
Fylgizt með fréttunum fyrir 300 kr. á ári. -k'áoiá Laugardagur 23. ágúst 1969. Hvers konar ferðaþjónusta Ódýrustu innan- og utanlandsferðirnar. Afsláttarfargjöld fyrir fjölskyldur og hópa Afborgunarkjör á flugleiðum Loftleiða. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR Strandgötu 5, Akureyri. Símar 11475 og 11650 SJALFSTÆÐISHUSIÐ Opið fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Góður matur. — Góð þjónusta. — Góð hljómsveit. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ, Akureyri. — Sími 12970. Raufarhöfn: Mikil atvinna í frystíhúsinu Atvinna hefur verið mikil í frystihúsinu síðan það tók til starfa og hefur það haft nóg hráefni, sagði Ásgeri Agústsson oddviti á Raufarhöfn í samtali við blaðið. Færabátar hafa afl- að mjög vel síðustu hrjár vik- urnar, en nú er heldur að draga úr aflanum. Leggja flestir þeirra upp hjá frystihúsinu, en einnig er talsvert saltað. Togbáturinn Jökull er búínn að fara tvær veiðiferðir og afl- að sæmilega. Vegna bilunar í spili tafðist hann frá veiðum í nokkra daga, en er nú kominn á stað í þriðju ferðina. í frysti- húsinu vinna nú um 60 manns, þar af um 40 stúlkur, og hefur atvinnuástandið í landi lagast mikið. Það er því mikilvægt að hægt verði að starfrækja hrað- frystihúsið á vetri komanda, en það byggist nær eingöngu á út- gerð Jökuls og afla hans í vet- ur. Jökull ÞH 299 I Bakkafförður: Bryggjan of stutt • Héðan róa nokkrir bátar með færi og tveir eru á línu. Afli hefur verið dágóð- ur og eru bátarnir búnir að leggja upp um 500 skippund, sem er svipað og í fyrra, sagði Pétur Árnason á Bakka firði. Hilmar Einarsson rek- ur hér fiskverkunarstöð og er afli færabátanna saltaður þar. Það er stutt á miðin héðan frá Bakkafirði, eins til tveggja tíma sigling, og því gott hráefni sem hér berst á land. 0 Það háir nokkuð útgerð héðan, að bryggjan er of stutt og veitir því ekki nógu mikið skjól fyrir norðan og norðaustan áttinni. Við er- um búnir að eiga tilbúið steypt ker vestur á Skaga- strönd í nokkurn tíma, sem ætlunin var að setja niður við bryggjusporðinn — og myndi það stórbæta aðstöð- una. Vonum við, að unnt verði að koma þessu í fram- kvæmd áður en langt um líð ur og myndi það án vafa efla Bakkafjörð sem útgerSar- stað. • Búskapur í nágrenninu hefur gengið vel í sumar. Það spratt vel en frekar seint og þurrkar hafa verið góðir. Eru sumir búnir að hirða og aðrir langt komn- ir. Framkvæmdir eru engar í gangi eins og er, en eitt- hvað verður unnið að vega- gerð síðar í sumar. PREIMTARAVERKFALL? Nú er i gildi yfirvinnubann hjá prenturum og Hið ísl. prent arafélag hefur boðað verkfall frá og með næsta mánudegi. — Skelli þá á verkfall, stöðvast að sjálfsögðu blaðaútgáfa og er því óvíst, hvenær blaðið. kemur næst út, en áætlunin er, að það komi út á þriðjudagsmorgun- Keyptu mjólk í plastpokum! • Fyrir skömmu kom búlg- arskt skemmtiferðaskip inn á Seyðisfjörð, að sögn skipverj^ eftir tilvisun íslenzkrar ferða- skrifstofu og í þeirri góðu trú, að hægt væri að komast í minja gripaverzlun og pósthús, — en öllum Seyðfirðingum algerlega að óvörum. Þetta var á frí- degi og hvergi opið nema í mjólkurbúð. Þar fékkst að sjálf sögðu mjólk og m.a. í plastpok- um, sem vafalaust hafa verið fágætur varningur í augum ferðamannanna, enda festu þeir kaup á nokkrum stykkjum frekar en engu! HOFSÓSBIJAR tiAFA TEKIÐ A NY VIÐ REKSTRI FRYSTIHIJSSINS OG FÁ NÝJA BÁTINIM í MÆSTU VIKL Hlutafélagið Nöf á Hofsósi hefur nú tekið við rekstri frysti hússins á staðnum, en Fiskiðjan á Sauðárkróki hefur haft það á leigu undanfarna mánuði. í næstu viku er væntanlegur til Hofsóss nýr stálbátur, Halldór Sigurðsson, sem Nöf hf. lét smíða hjá Stálvík. Báturinn er 137 rúmlestir að stærð og er búinn 555 ha Mannheim diesel- vél, 11 tonna togvindu, Simrad fiskileitartæki og öllum öðrum fullkomnum tækjum. Gang- hraði bátsins er 11—11% míla. Stjórnarformaður Nafar hf. er Valgarð Björnsson og sagði hann blaðinu, að vinna hefði verið þolanleg í frystihúsinu undanfarna daga en afli þó frekar rýr. Frá Hofsósi róa nú þrír bátar, einn með dragnót, annar með færi og Frosti er að hefja togveiðar. Mun nýi bátur inn einnig verða gerður út á togveiðar. Framkvæmdastjóri Nafar hf. hefur verið ráðinn Pétur Jó- hannsson. VIII koma á gagnkvæmum heimsóknum unglinga á íslandi og í Glasgow Fyrir nokkru kom til Akur- eyrar æskulýðsfulltrúi Glas- gow í Skotlandi, Mr. Brown, og var erindi hans að kanna möguleika á gagnkvæmum heimsóknum unglinga í íslenzk um bæjum og Glasgow. Mr. Brown átti viðræður við æskulýðsfulltrúa Akureyrar og stjórn Ferðamálafélags Akur- eyrar. Vilja þessir aðilar vekja athygli Akureyringa á málinu og kanna frekar áhuga þeirra á því, að efna til slíkra hópferða af sinni hálfu, en þær yrðu að sjálfsögðu við vægu verði. Nánari upplýsingar um mál- ið gefa æskulýðsfulltrúi Akur- eyrar og framkvæmdastjóri Ferðamálafélags Akureyrar, en þeir hafa báðir skrifstofur í Hafnarstræti 100, 2. hæð, og sima 12722. Er forráðamönnum félagasamtaka og æ6kulýðsfé- laga bent á að hafa samband við þessa aðila, telji þeir mögu leika á að sinna málinu. Sjóstangveiði- mót á Akureyri um aðra helgi Hið árlega mót Sjóstang- veiðifélags Akureyrar verð- ur haldið að þessu sinni laug ardaginn 30. ágúst nk. og verður róið frá Dalvík þaðan sem stutt er á miðin. Þetta er 5. mót félagsins. Mótið verður sett í Sjálf- stæðishúsinu á föstudags- kvöld, en árla á laugardag verður haldið á sjóinn frá Dalvík. Verður mótinu svo slitið það kvöld í Sjálfstæðds húsinu. Farið verður á bátum, sem taka 4—6 keppendur. Er það heppilegur fjöldi í hóp. Eins og fyrr segir, er stutt á mið- in, en í sumar hefur verið þar mikil fiskigengd, svo bú ast má við góðri veiði. Gert er ráð fyrir mikilli þátttöku víðs vegar að af landinu. kaupið 99lslending»lsafold9% sími 21500

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.