Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 10.09.1969, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 10.09.1969, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — MIÐVIKUDAGUR 10. SEPT. 1969 5 itarstjóra i\D OG A IMVJAIM {RESTIIMIM IUIKLA þeirri spurningu, hvort stað- urinn ætti hreinlega að leggj- ast í auðn eða ekki. Hvort flytja ætti íbúana suður í blokk í Breiðholti, eða hefja uppbyggingu atvinnulífsins. — Ekki vildum við leggja árar í bát, og var stofnað hér hlutafélag, Jökull hf., sem keypti brunarústir frystihúss- ins og hófst handa um endur- byggingu þess. Það má segja, að það verk hafi gengið vel, og fengu nokkrir vinnu þar. Það var hins vegar ekki nægi- legur bátafloti fyrir hendi til að afla því hráefnis, og fór því félagið að leita hófanna um kaup á stórum báti. Hverjir eru aðaleigendur htutafélagsins? — I upphafi voru um 60 ein staklingar hluthafar auk hreppsins, en nú er svo kom- ið, að hreppurinn á langmest- an hluta í félaginu. ^ Og ykkur tókst að kaupa bátinn. — Við keyptum nýlegan stáibát af Guðmundi Jörunds- syni útg.manni, og hlaut hann nafnið Jökull. Það var þó ekki hrist fram úr erminni að kom- ast yfir bátinn, en með opin- berri aðstoð tókst það að lok- um. Annars er það kaldhæðn- islegt, hvað það er miklum erfiðleikum bundið að fá fjár- magn til að koma atvinnu- rekstri í gang aftur á stað eins og þessum. þar sem mikið at- vinnuleysi hefur ríkt og yfir milljón greidd í atvinnuleysis bætur á síðasta ári. Það er ekki við þvi að búast, að hreppsfélag, sem búið hefur við langvarandi atvinnuleysi hafi fjármagn til að leggja fram á mót '"'kinu. En okkur tókst sem sagt að kaupa bát- inn og koma honum á veiðar og það er fyrir mestu. ♦ Hvernig hefur útgerðin gengið í sumar? — Eftir að frystihúsið tók til starfa hefur vinna verið mikil og nægilegt hráefni bor izt á land. Jökull hefur verið Ásgeir Ágústsson á togveiðum og aflað sæmi- lega. Þrír dekkbátar eru gerð ir út héðan, auk trillubáta, og ennfremur hafa nokkrir að- komubátar lagt hér upp. Hef- ur þetta nægt til þess að halda frystihúsinu gangandi og nokkuð er verkað í salt. Einn- ig er Óðinn hf. með fiskmót- töku og saltfiskverkun. — Ástandið er því orðið allt annað en var, og ef við fengj- um 2—3 góða dekkbáta til við bótar, ætti að vera tryggð hér nokkuð stöðug atvinna. Það er eina vonin til að byggja þenn- an stað áfram, að fiskveiðar og vinnsla geti gengið uppi- haldslítið. ^ Hvaða framkvæmdir eru helzt aðkallandi núna? — Það er mikið nauðsynja- mál að endurnýja vatnsveit- una, því kerfið er að verða ó- nýtt. Það má ekki dragast lengi að hrinda því í fram- kvæmd. — Greiðar samgöngur eru ómetanlegar fyrir öll byggð- arlög. Nú er kominn sæmileg- ur vegur til Þórshafnar, sem er greiðfær yfir sumarmán- uðina. En í raun og veru er vart hægt að tala um veg lang leiðina til Kópaskers. Þetta er ruddur troðningur mikinn hluta leiðarinnar og ótrúlega krókóttur. Ef lagður yrði veg- ur yfir sléttuna í nokkurn veg inn beina línu til Kópaskers, stytti það leiðina um helming og mætti gera þann veg þann- ig, að hann yrði akfær mestan hluta ársins. Myndi það stór- bæta alla flutninga til staðar- ins. — Flugvöllur var gerður hér skammt frá fyrir stuttu og fastar flugferðir milli Akur- eyrar og Raufarhafnar tvisv- ar í viku. Áætlunarbifreið ek- ur til Akureyrar alla virka daga. Strandferðaskipin hafa einnig viðkomu hér, svo við erum sæmilega settir með sam göngur, minnsta kosti yfir sumartímann. — Höfnin er ágæt, var dýpk uð í fyrra, félagsheimilið nýtt og vel úr garði gert, barna- skólinn getur tekið við helm- ingi fleiri nemendum, við þyrftum bara að bæta við mið skóla. Það er því aðallega veg urinn og vatnsveitan, sem eru knýjandi framkvæmdir, en við höfum haldið að okkur höndunum undanfarið hvað öllum framkvæmdum við kem ur, því ekki eru tekjustofnar fyrir hendi til að greiða þær. Þeir koma, þegar grundvöll- ur atvinnulífsins er orðinn traustari. — Nú þurfum við að ein- beita okkur að því að efla út- gerðina og ég vil enn taka það fram, að ef ekki er hægt að halda henni gangandi, er til einskis að tala um framtíð staðarins. Við höfum gengið í gegn um neyðarástand og verði það á ný hlutskipti Rauf arhafnarbúa, þarf ekki að spyrja að leikslokum. En það á ekki að þurfa að dynja yfir aftur, ef allir aðilar leggjast á eitt. Verðmæt atvinnutæki og híbýli eru í húfi, ásamt átt- hagaböndum fólksins. Það er sannarlega mikið í húfi. Sigursveitin; Matthías, Jónas, Karl og Konráð. (Mynd: Ljósm.stofa Páls.). Jónas H. Haralz 90 Tveir nýiir bankastjórar Á fundi bankaráðs Lands- banka íslands, sem haldinn var í dag, var samþykkt að ráða bankastjóra í stað Péturs heit. Benediktssonr og Jóns Axels Péturssonar, þá Jónas H. Har- alz hagfræðing og Björgvin Vil mundarson aðstoðarbankastj. Tekur Björgvin við störfum nú þegar en Jónas þann 1. nóv. nk. (Mbl. 6. 9.). Björn Vilmundarson [M] Misjöfn laxveiði Laxveiðinni fer nú senn að ljúka. Veiðitíminn hófst um 20. júní og lög gera ráð fyrir, að hann standi í þrjá mánuði. Hin mikla úrkoma í sumar hefur hindrað veiðiskapinn og veiðimenn kvartað undan miklu vatnsmagni í ám, sem skapar erfiðleika við stangarveiðina, sagði Þór Guðjónsson veiðimála stjóri. Þetta hefur leitt til mis- jafnrar veiði í ánum — meiri í landshlutum þar sem þurrviðri hefur haldizt og minni þar sem vætutíð hefur verið landlæg í sumar. Beztu árnar í sumar eru Laxá í Kjós, en þar höfðu veiðzt 1. sept. 1.440 laxar, og Þverá í Borgarfirði, en það höfðu veiðzt 1.170 laxar um miðjan ágúst. Tölur um laxveiði í nokkrum ám um síðustu mánaðamót voru þannig: Víðidalsá 708, Svartá 121, Laxá í Aðaldal um 1.200, Norðurá 913 þann 15. ágúst, Straumfjarðará 262 þann 24. ág., Laxá í Dölum 519 og Mið- fjarðará 655. (Vísir 6. 8.). 90 Kaupa silfur og postulín . . . Nú rignir inn málum hjá Borgardómaraembættinu í Reykjavík vegna vanskila ís- lenzkra skipverja, sem undirrit að hafa samninga um kaup á alls konar silfurvarningi og postulíni hjá danska fyrirtæk- inu Sölwico í Kaupmannahöfn. Skipveriamir eru sumir ekki orðnir fiárráða og því óheimilt að efna til fjárhagslegra skuld- bindinga. Flestir skipverjanna hafa greitt lítinn hluta verðsins við móttöku varanna ,en und- irskrifað samning um greiðslu afgangsins. Flestir virðast ekki hafa gert sér grein fyrir samn- ingnum og sumir ekki lesið hann. Eru nú komnar um 100 kærur af þessu tagi. (Alþýðublaðið 5. 8.). \ STUTTU MÁLI 90 Mjólkurvörur hækka Framleiðsluráð landbúnað- arins hefur ákveðið nokkra hækkun á mjólk og mjólkur- vörum, vegna hækkunar á verðlagsgrundvelli skv. vísi- töluhækkun launa, eftirstöðva af gengisfellingunni, aukins dreifingarkostnaðar o. fl. — Hækkar mjólk í lausu máli um 75 aura hver lítri í 12.90 kr. (Mbl. 2. 9.). 90 Mánafoss seldur Eimskip hefur selt minnsta skip sitt, Mánafoss, til Grikk- lands. Skipið er 10 ára gam- alt, 498 tonn. Það hefur verið í eigu Eimskips í ’hálft sjö- unda ár. Eimskip athugar nú um kaup á öðru og stærra skipi í staðinn. (Mbl. 2. 9.). 90 5 milljóna sala Togarinn Sigurður seldi ný- lega í Bremerhaven í Þýzka- landi 215 tonn fyrir 229 þús. mörk, eða um 5 millj. kr. Er þetta ein bezta sala togara er- lendis um tveggja ára skeið. Fékk Sigurður aflann á heima miðum og heldur þangað aft- ur eftir smávægilegar lagfær- ingar. (Mbl. 2. 9.). 90 Vilja nýja nefnd Á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda í Reykjavík 29. til 31. ágúst var m.a. samþ. tillaga, þar sem beint var þeim tilmælum til landbúnað- arráðherra, að hann skip nú þegar þriggja manna nefnd, sem starfi á svipuðum grund- velli og harðærisnefndin í fyrra. Einnig var ályktað um að brýna nauðsyn beri til að efla Bjargráðasjóð stórlega. (Tíminn 2. 9.). 90 Mótmæltu reglugerðinni Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda samþykkti mót- mæli gegn reglugerð við lög um brevtingu á lausaskuldum bænda í föst lán, bæði varð- andi vexti og lánstíma. Ósk- aði fundurinn eftir breyting- um á þessum atriðum, lækk- un vaxta til samræmis við vexti Breiðholtsbúa, frestun afborgana og lengingu láns- tíma. (Tíminn 4. 9.). 90 Reif fingur af Það slys varð á bænum Hólmatungu í Jökulsárhlíð eystra, að maður festi gifting- arhring sinn í sláttutætara og skipti engum togum, að fing- urinn rifnaði af. Var maður- inn fluttur í sjúkrahús í Reykjavík. (Mbl. 4. 9.). 90 Síld fyrir 12 millj. Heildarsöltun síldar á Hjalt landsmiðum er nú orðin 47 þús. tunnur. Er Heimir SU frá Stöðvarfirði enn aflahæztur, er kominn með 4.600 tunnur, og er verðmæti þess afla tæp- ar 12 milljónir króna. Söltun- in er nú orðin helmingi meiri en á sama tíma í fyrra. (Vísir 3. 9.). 90 Hreindýraveiði léleg Lítið hefur verið skotið af hreindýrum það sem af er veiðitima, en hann hófst 7. ágúst og stendur til 20. sept. Hafa naumast verið skotin nema 100 dýr, aS áliti Egils Gunnarssonar eftirlitsmanns. Heimilt er að skjóta 600 dýr að þessu sinni. (Vísir 3. 9.).

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.