Íslendingur


Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 2

Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR ■ AKUREYRI Kolbrún Ingólfsdóttir formaður Þroskahjálpar á Norðurlandi Bærinn stendur sig afar yel í málefnum fatlaðra „A kureyrarbær stendur sig vijög vel hvað málefni fatlaðra varðar, ég held það sé enginn vafi á það hann sé það sveitarfélag sem stendur sig langbest hvaðþennan málaflokk varðar, “ seg- ir Kolbrún Ingólfsdóttir formaður Þroskahjálpar á Norðurlandi. Ilihi segir vel biíið að fötluðum í bænum, úrræðin sem bjóðist séu mörg ogjjöl- breytt þó alltafmegi gera betur. Kolbrún segir starfsmenn bæjarins vinna af miklum metnaði og fag- mennsku og reynslan af því að sinna málefnum fatlaðra sé líka löng. „Eg held að þessum málaflokki sé best borgið heima í héraði, hjá sveitarfé- lögunum, reynslan héðan sýnir það,“ segir hún og bætir við að vissulega þurfi að fylgja með nægt fé frá ríkinu til að sinna honum. Ilún nefnir að fjölmargir fatlaðir einstaklingar búi í sambýlum vítt og breitt uin bæinn og sama gildi um þá sem eru í sjálfstæðri búsetu. Rekinn er verndaður vinnustaður þar sem líkam- lega og andlega fatlað fólk fær end- urhæfingu en starfsemin fer fram í nýju og góðu húsi, nú undir nafhi Starfsendurhæfingar. Þá er einnig rekin Hæfingarstöð í bænum sem er dagvist fyrir fólk með meiri fötlun og Kolbrún nefhir einn- ig að bærinn hafi staðið sig einkar vel hvað varðar úrræði sem nefnist Atvinna með stuðningi. Þá fylgir ófatlaður starfsmaður hinum fatlaða eftir út á vinnumarkaðinn þar til sá síðarnefndi hefur náð að fóta sig. „Þetta hefur tekist mjög vel, vinnu- veitendur í bænum eru mjög jákvæð- ir og það skiptir vissulega miklu máli.“ Kolbrún segir að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi, skóla, atvinnu eða dægradvöl af ýmsu tagi, allt eftir vilja og getu hvers og eins. Þarf betra húsnæði undir skammtímavistun Þroskahjálp var á árum áður öflugt hagsmunafélag er vann að því að færa málefni fatlaðra til betri vegar og hef- ur orðið vel ágengt í þeim efnum. Heldur hefur dregið úr starfseminni á liðnum misserum. Kolbrún nefnir að Þroskahjálp sinni margvíslegum mál- um og eitt af því sem nú er uppi á borði er bætt aðstaða fyrir skamm- tímavistun. Þangað koma börn sem búa heima hjá sér til skemmri dvalar og er núverandi húsnæði ekki nægi- lega hentugt og ekki nógu mörg pláss í boði. „Það þarf að bæta þarna úr og Akureyrarbær er farin að huga að betra húsnæði undir þessa starfsemi,“ segir Kolbrún. Annað mál sem unnið er að varðar nám ungmenna á framhaldsskólastigi, en fötluð börn hafa fengið inni í Starfs- deild Verkmenntaskólans og þar hefur tekist vel til. Hins vegar hafi ekki náðst samningar um pláss fyrir fötluð ungmenni í Menntaskólanum. Kol- brún segir að stór hópur ungmenna sé nú um það bil að komast á framhalds- skólaaldur og því fyrirsjáanlegt að vanti pláss á komandi árum. Ný þjónusta Nýlega var tekin upp jijónusta í sam- vinnu við Sjónarhól, en starfsmaður þaðan kemur einu sinni í mánuði og er til viðtals á skrifstofu Þroskahjálpar í Kaupangi. Þörfin er greinilega mikil segir Kolbrún en margir hafa leitað þangað. Hafa tröllatrú á miðbænum Sævar Freyr Sigurðsson verslunarstjóri Pennans Eymundsson áAkureyri kveðst hafa tröllatrú á miðhæ Akureyrar en þaðyrði honum mikil lyftistöng kæmiþar önnur álíka stór verslun. Sævar Freyr Sigurðsson verslunar- stjóri Pennans Eymundsson á Akur- eyri kveðst hafa tröllatrú á miðbæ Akureyrar enda bendi ýmislegt til að hanti sé á uppleið. Verslunin er opin til kl. 22 öll kvöld og segir Sævar að slíkt myndi ekki ganga upp væri hiin staðsett í verslunarmiðstöð. „Það má segja að við séum ákveðið tákn hér í miðbænum, burðarás í starf- seminni og við finnum til ábyrgðar sem því fylgir,“ segir hann. Bæjarbúar séu þakklátir fyrir þá þjónustu sem veitt er, langan afgreiðslutíma, fjöl- breytt úrval, gott umhverfi. Sævar segir að miðbærinn þurfi að vera þannig að bæjarbúar séu stoltir af honum, hafi gaman af að ganga um hann, líta í búðir og sýna hann gest- um. A það skorti nú, en vonandi verði gerði bragarbót á og Akureyringar geti á komandi misserum stoltir geng- ið um miðbæinn sinn. „Það þarf að efla miðbæinn og gera hann meira að- laðandi,“ segir Sævar. Fólk verður að eiga erindi í bæinn bætir hann við, þess vegna þurfi að vera þar í boði verslanir og þjónusta sem því er nauð- synleg. Sævar telur að það myndi lyfta miðbænum ef önnur sterk verslun af svipaðri stærðargráðu og Penninn Ey- mundsson myndi koma sér fyrir í miðbænum, í þetta 100 til 200 metra fjarlægð. Báðar myndu njóta góðs af og einyrkjar og smærri verslanir sömu- leiðis. Yrði svo skapaðist annar bragur í ntiðbænum, hann myndi eflast til muna. Verslunareigendur í miðbænum segir Sævar að verði að búa þannig um hnúta að sómi sé að rekstrinum, bjóða gott vöruúrval, vandaða vöru og bafa fallegar útstillingar í gluggunt sínum. A bæjarins könnu sé svo að annast sómasamlega hreinsun, vissu- lega sé miðbærinn sópaður reglulega, en hann þurfi einnig að spúla. Slíkt sé ekki gert og geti það verið bagalegt því gestir og gangandi skilji á stund- um eftir sig illa lyktandi vökva hér og þar. Sævar nefnir einnig að þegar hug- að sé að nýbyggingum á miðbæjar- svæðinu sé nauðsynlegt að horfa til framtíðar, húsin muni standa lengi og í þeim verða starfsemi af margvíslegu tagi í áranna rás. Einkum þurfi að horfa til jarðhæðanna í þessu efni, þar sé reglulega skipt um starfsemi, ýmist eru þar verslanir, stofnanir, kaffihús eða sýningarsalir og að því verði menn að huga strax í upphafi. Hann bendir mönnum í nýbyggingarhug á að hafa lofthæð jarðhæðanna mikla, gluggana stóra og góða. „Húsin standa í marga áratugi og þau gegna margvíslegum hlutverkum, þau þurfa því að hafa víð- tækt notagildi,11 segir Sævar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.