Íslendingur


Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 6

Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR • AKUREYRI Akureyri tryggi sig í sessi sem vinsæll viðkomustaður og búsetukostur Bær tækifæranna Framtíðarsýn Aknreyrarstofu er að Akureyri sem höfuðstaður Norður- lands tryggi sinn sess sem vinsæll við- komustaður og búsetukostur sem verði þekktur fyrir fjölbreytt menn- ingarlíf og ferðaþjónustu allt árið. Markaðssetning miðast við að virkja þann kraft sem í samfélaginu býr og vinna með þeim aðilum sem styrkja og efla ímynd Akureyrar. Þetta segir Elín Margrét Hallgrhnsdóttir for- maður stjórnar Akureyrarstofri, en húnfer með kynningar- og markaðs- múl, menningar-, ferða- og atvinnu- múl á vegum bæjarins. Akureyringum fjölgaði um 430 á liðnu ári og segir Elín Margrét að þá þróun þurfí að tryggja í sessi, „og það eru ýmis jákvæð teikn á lofti í atvinnu- málum hér, þannig að við erum bjart- sýn á að bæjarbúum fjölgi jafnt og þétt. Nefnir hún í því samband nýja aflþynnuverksmiðju í Krossanesi, leng- ingu flugbrautar Akureyrarvallar, Vaðlaheiðagöng og að Vaxtarsamn- ingur Eyjafjarðar tryggi 90 milljónir króna til ársins 2010 sem nýttir verða til nýsköpunar í atvinnulíf. Blómlegt menningarlíf „Við erum afskaplega heppin hér á Akureyri með hversu blómlegt og öfl- ugt menningarlífið er,“ segir Elín Margrét og nefnir í því sambandi m.a. kröftugt starf Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem eflaust mun eflast með tillkomu nýrra heimkynna henn- ar í menningarhúsinu Elofi. Sama gildi um Leikfélag Akureyrar sem slái hvert aðsóknarmetið á fætur öðru, Listasafnið bjóði upp á ögrandi sýn- ingar sem veki jafnan athygli. Þá eig- um við 180 ára gamalt Amtsbókasafn Starfsmannasl/órnun 1 |,,l| ■aprr ]M 1 l Æá 9 r Jl“' |S5-’ 3 F n ' 1 *M.I 1 l*n I /.*«.) I j «■• „ Við enmi afskaplega heppm hér á Akureyri með hversu blómlegt og öflugt menningarlífið er, “ segir Elín Margrét Hallgrítnsdóttirformaður stjórnar A kureyrarstofu. sem beri aldurinn einkar vel og bjóði upp á fjölbreytta dagskrá. Vinnustofur listamanna eru nánast á hverju strái og bærinn geti státað af fjölda áhuga- verðra safna. Nefnir hún að endur- byggingu þriggja safna ljúki senn, Gudmans Minde, Friðbjarnarhúss og Syðstabæjarhússins í Hrísey. „Þessum söfnum þarf að finna verðugt hlut- verk,“ segir Elín Margrét. Elín Margrét segir að undirbún- ingur að rekstri Hofs sé nú í fullum gangi, en unnið er að því m.a. að marka húsinu stefnu hvað varðar markaðssetningu og starfsemi. „Til- koma Hofs mun gjörbreyta möguleik- um okkar í allri listastarfsemi. Akur- eyrarstofa hefur einnig hug á því að koma á gesta- og ferðamannarútu þar sem í boði verða ferðir og leiðsögn um bæinn,“ segir hún. Um 50 þúsund gestir koma með skemmtiferðaskipum til bæjarins á hverju sumri og fer þeim fjölgandi. „Það er að mínu mati áhugavert að tengja miðbæinn betur við sjóinn, en það myndi gerbreyta mannlífi bæj- arins og nægir að horfa til borga víða um heim til að sjá hvað tenging af slíku tagi lífgar upp á bæjarbraginn,“ segir Elín Margrét. Arlega sækja Eyjafjörð heim um 120 til 180 þúsund manns að því er fram kemur í skýrslu Ferðamálaseturs Islands en í henni bent er á að tengsl menningar og ferðaþjónustu eru sterk á þessu svæði. „Sóknarfærin eru rnörg og Akureyrarbær er sannarlega bær tækifæranna,“ segir Elín Margrét. Hin ýmsu hlutverk kvenna Almenn ánægja var með leiðtoganámskeiðið ífyrra og troðfillt lít úr dyrum. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri efita til námskeiðs fyrir konur í næstu viku og verður sjónum þá beint að hinum ýmsu hlutverkum nútímakvenna. I fyrravetur buðu félögin upp á svo- nefnt leiðtoganámskeið sem tókst afar vel, en markmiðþess var að efla konur og hvetja þær til góðra verka. „Þetta var alveg frábært námskeið, mjög skemmtilegt og gefandi og hafði jákvæð áhrif á mig,“ segir Una Sveins- dóttir sem sótti leiðtoganámskeið Sjálfstæðisflokksins í fyrra. „Eg get hiklaust mælt með þessu og hlakka til að sækja námskeið af þessu tagi aftur.“ Una segir að eitt hafi sér þótt sér- lega minnistætt á námskeiðinu í fyrra, „Asdís Halla Bragadóttir var með fyrir- lestur, hún er mjög örugg með sig og ákveðin flott kona, en var frekar lítið til höfð, það vakti athygli mína, hún mætti okkur þátttakendum sem jafn- ingjum. Ég held þetta hafi verið með ráðum gert hjá henni, það er innihald- ið sem skiptir máli, ekki útlitið,“ segir Una. A námskeiðinu verður skoðað hvernig samræina má öll þau hlutverk sem konur takast á við og hvernig hægt er að forgangsraða þannig að sett markmið náist í vinnu jafnt sem einkalífi. Þrjár konur stíga á stokk á náin- skeiðinu og deila með þátttakenduin reynslu sinni og sýn á lífið. Þetta eru þærjóhanna Vigdís Hjalta- dóttir fréttamaður sem talar urn gildin sín og samræmingu hlutverka, Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Saga Capital fjallar um fyrirmyndir og markmið og Arnrún Magnúsdóttir eigandi Friðriks V, mun taka fyrir spurninguna: Hvernig er hin „fullkomna“ framakona, móðir, eig- inkona og vinkona? Námskeiðsstjóri verður María Sig- urðardóttir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. í hléi verður Sigríður Olafsdóttir frá Capacent með verkefni á léttum nótum auk þess sem boðið verður upp á veitingar. Námskeiðið fer ffarn í Brekkaskóla, 14. maí frá kl. 17:45 til 22:00.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.