Íslendingur


Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 9

Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 9
ÍSLENDINGUR ■ AKUREYRI 9 Toppaðstaða til íþróttaiðkunar „Hér á Akureyri er toppaðstaða til íþróttaiðkmiar,“segirSigurgeirSvav- arson íbiii á Akureyri, en hann hefur samanburðinn, er fieddur og upp- alinn í Ólafsfirði og hefur báið í Reykjavík og í Noregi. Hann flutti ásamt jjölskyldu sinni til Akureyrar árið 2000. „Eg er afiar ánægður með aðstöðuna, hún er til fyrirmyndar. “ Sigurgeir og eiginkona hans, Marí- anna Ragnarsdóttir eiga þrú böm sem öll stunda íþróttir af kappi, strákamir tveir, Ragnar Gamalíel 12 ára og Hjörvar 10 ára eru í fót- bolta og æfa hjá KA og þeir eru Itka á gönguskíðum, yngst er svo Kareu María 7 ára og er hún ífimleikum og á gönguskíðum. Sigurgeir segir að fjölskyldan sé mikið í Hlíðarfjalli, enda feta öll börn- in í fótspor föður síns og stunda gönguskíðaíþróttina af kappi. „Við erum mikið í fjallinu, einkum göngu- svæðinu, verjum þar heilu dögunum. Tökum hringi, setjumst niður og hvíl- um okkur á milli, á góðum dögum höfum við með okkur nesti og jafnvel eitthvað gott á grillið. Þarna effa er mjög skemmtilegt og afslappað and- rúmsloft. Þegar menn eru saddir og veðrið gott er enginn að flýta sér,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir Svavarsson. Að hans mati er aðstaða til íþrótta- iðkunar eins og best verður á kosið, „mér finnst þessi málaflokkur í góð- um farvegi, það eru gerðar miklar kröfur til góðrar aðstöðu og það á að gera það,“ segir hann. Einkum er hann ánægður með hversu vel er búið að börnum og þau eru frjáls og örugg. Nefnir hann sem dæmi að norðan heiða er alsiða að börnum sé skutlað upp í Hlíðarfjall, þar dvelji þau í góðu yfirlæti yfir daginn og renni sér jafn- vel niður að skíðaiðkun lokinni. „Kunningjafólk okkar úr Reykjavík flutti hingað síðastliðið haust og það var lengi að ná þessu, að hægt væri að skilja börnin eftir uppi í fjalli þar sem þau bjarga sér sjálf, þau voru ekki vön þessu afslappaða andrúmslofti,“ segir Sigurgeir. Þá segir hann einnig almenna ánægju innan fjölskyldunnar með úti- vistarsvæðið í Kjarnaskógi, fjölskyldan nýti það mikið allan ársins hring. Þar fara þau á gönguskíði, hjóla eða ganga. „Það er vissulega alltaf hægt að gera betur, t.d. má að nn'nu mati gera átak í gerð hjólreiðastíga í bænum og tengja þá betur saman. Eins eigum við gott útivistarsvæði í Glerárdal, en við þurf- um að losna við sorphaugana þaðan, fyrr verður það ekki boðlegt.!“ * Fjölskyldan stunda tþróttir afkappi og cru ánægð með þá aðstöðu sem íboði er. Hér eru þau í gönguskíðabrautinni í Hlíðarfjalli. Ragnar Gamalíel, Hjórvar, Maríanna og Karen María. Aðstaðan hefur gjörbreyst til batnaðar Hulda Hafsteinsdóttir segir að bæjariniar og gestir þciira ættu að geta fitndið sér íþrótt við hæfi í bænum, tirvalið sé einstaklega gott hvaða íþrótt menn svo kunna að kjósa. Inga Dís dóttir hemtar er hér á æfittgu í Boganum, en hún er efnilegfótboltakona. Hulda Hafsteinsdóttir á þtjú böm sem öll hafia stundað íþróttir innan lþróttafélagsins Þórs og einnig Skíða- félags Akureyrar. Aldursmunur er nokkurá milli bama Huldu og eigin- manns hennar, Júlíusar Jónssonar og segir hún miklar jfamfarir hafia orðið á öllum sviðum og það sé mjög ánægjulegt. Elsta barn Huldu og Júlíusar, Hildur Jana er 26 ára gömul, hún æfði bæði skíði og knattspyrnu á yngri ár- um. Miðjustelpan, Inga Dís er 19 ára, æfði skíði af kappi að vetrinum og var í fótbolta á sumrin. Báðar voru þær í unglingalandsliði á skíðum á sínum thna. Nýlega hefur Inga Dís alfarið snúið sér að boltanum og á framtíðina fyrir sér á þcim vettvangi. Orverpið, Hafsteinn Isar, 9 ára er á kafi í bolta- íþróttum, handbolta og fótbolta og æfir af kappi. Gerist varla betra Fjölskyldan hefur alla tíð sótt Hlíðarfjall heim og stundað skíði sér til ánægju. Hulda segir mjög ánægju- legar breytingar til batnaðar hafa orðið í fjallinu og nefiiir í því sam- bandi nýju lyftuna, Fjarkann, veit- ingaskálann Strýtu, snjóbyssurnar og göngubrautina í því sambandi. „Það má segja að það hafi orðið gjörbylt- ing á aðstöðu í fjallinu, hún er alveg hreint frábær og gerist var betri,“ segir Hulda. „Þetta er algjör paradís og við erum þar löngum stundum okkur til skemmtunar. Það hefur tek- ist mjög vel til og þetta er dæmi um hvað hægt er að gera þegar viljinn er fyrir hendi. Eg dáist að þeirri upp- byggingu sem orðið hefur í Hlíðar- fjalli.“ Hulda segir að miklar framfarir hafi orðið á þeim tíma sem hún hafi fylgst með íþróttamálum í gegnum börn sín, frá því það elsta byrjaði fyrir um tveimur áratugum og þar til nú. „Það má segja að þetta sé gjörbylting, aðstaðan er mun betri nú en var,“ seg- ir Hulda. „Það hefur allt færst til betri vegar.“ Hulda fylgir syni sínum líka mikið og er tíður gestur í Boganum þar sem æfingar fara jafnan fram. „Það varð mikil breyting eftir að Boginn kom til sögunnar. Nú er hægt að æfa fótbolta allan ársins hring og það skipti máli varðandi árangur,“ segir Hulda. Hún nefnir þó að ekki sé nægilega góð að- staða fyrir áhorfendur í Boganunt, þar sé líka fremur kalt og lýsingin ekki nægilega góð. Sjálf er hún fastagestur í líkams- ræktarstöðvum og segir þær afar góð- ar á Akureyri. Þá er Hulda ánægð með að KA og Þór rugluðu saman reitun í kvennaflokki. „A þeim árum sem ég hef fylgst ineð íþróttum sem foreldri hefur orð- ið gríðarleg uppbygging, mjög jákvæð þróun og fólk er ánægt.“ Hafsteinn Isar er á kafi í boltaiþróttum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.