Íslendingur


Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 11

Íslendingur - 01.05.2008, Blaðsíða 11
ÍSLENDINGUR • AKUREYRI 11 Metnaður, kraftur og gleði ríki í Hofí, menningarhúsi „Menningarhúsið getnr orðið gn'ð- arlcg lyftistöng fyrir Akureyri og svæðið í kring. Framtíðin og vel- gengni menningarhússins mun ráð- ast að miklu leyti afþcirri stefiiu sem mörkuð verður á næstu vikum og mánuðum. Eitt er að byggja hús - en það sem öllu skiptir er starfsemin sem á að glæða húsið lífi. Þar þarf metnaður, kraftur og gleði að ráða rt'kjum. A þann hátt getur staifsem- in í menningarhúsi verið eitt helsta stolt bæjarins, “ þetta segir Magnús Geir Þórðarson fráfarandi leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar, nú í sömu stöðu við Borgarleikhtísið. Hann segir ótal möguleika skap- ast með tilkomu Menningarhúss, en vissulega sé mörgum spurningum ósvarað varðandi starfsemi þess, „ég fylgist spenntur með og vona svo sannarlega að hún verði blómleg og metnaðarfull. En það er enginn vafi í mínum huga að þarna eru ótal möguleikar, þetta snýst bara um að nýta þá rétt,“ segir hann og bætir við að Hof hefði verið kærkomið fyrir LA á liðnum árum, „þegar okk- ur tókst oft og tíðum engan vegin að anna eftirspurn eftir miðum á leik- sýningar.“ Virkur samkomustaður Magnús Geir segir að húsið sjálft sé fallegt og vel heppnað, það sé rúmt og með því er leyst úr sárri þörf fyrir hús fyrir tónlistarflutning auk þess sem LA verði í betri stöðu til að anna sí- vaxandi eftirspurn. „I þessu húsi verð- Magmis Geir Þórðarson jýrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir ótal möguleika opnast nteð tilkomu Menningarhússins Hofs og spáirþví að það verði lifandi menningarhús sem Akureyringar sæki í stórum stíl og verði stoltir af. ur mögulegt að setja saman glæsilega vetrardagskrá þar sem ólíkar listgrein- ar mætast, en til að þetta takist og samhljómur verði í dagskránni, þarf skýra sýn og sterka listræna stjórn. Það verður spennandi áskorun - en ég hef fulla trú á að það takist. Annar augljós kostur hússins er að þarna ætti að skapast virkur samkomustaður þar sem ntenning, veitingar, fundir og tónlistarskóli mætast.“ Skapar nýja möguleika fyrir Leikfélag Akureyrar Leikhússtjórinn segir að menning- arhúsið muni skapa nýja möguleika fyrir LA, hægt verði að setja upp viða- meiri sýningar en áður, rekstrarein- ingin sé hagstæðari og sjaldnar muni koma til þess að hætta þurfi sýningum fyrir fullu húsi auk þess sem mögu- leikar á að taka við stærri gestasýning- um stóraukist. „Það er mikil þörf fyrir stærra hús en Samkomuhúsið og ég spái því að þetta verði lifandi menn- ingarhús sem Akureyringar sæki í stórum stíl og verði stoltir af,“ segir Magnús Geir. „Það kitlaði og hefði verið gaman að taka þátt í mótun starfseminnar í húsinu en það er ekki hægt að gera allt. Eg mun fylgjast spenntur með og auðvitað veita aðstoð ef efdr því verð- ur óskað. Svo hlakka ég til að konta sem gestur í húsið - óg ekld síður að koma með glæsilegar gestasýningar frá Borgarleikhúsinu. Hver veit nerna ég fái svo tækifæri til að leikstýra í húsinu einn daginn!?“ Naustahverfi hefur byggst hratt upp Eflaust kann einhverjum að þykja það til marks um hversu hratt tím- inn líður, cn um þessar niundir eru fimm árfrá þvífyrsta skóflustungan aðfyrsta íbúðarhúsinu í Naustahverfi var tekin. Fyrsta byggingin í hveif- inu var leikskólinn Naustatjöm. Hverfið hefur byggst hratt upp, íbúum fer fjölgandi með hverju miss- erinu sent líður og nú er hugað að því að byggja upp þjónustu í hverfinu. Sem dæmi má nefna að í vikunni voru opnuð tilboð í byggingu Naustaskóla sem verður við Hólmatún 2, á svip- uðum slóðunt og leikskólinn Nausta- tjörn. Naustaskóli verður tekin í notk- un haustið 2009 og er hann byggður samkvæmt opnu skólakerfi, hann verður um 1200 fermetrar að stærð, að mestu leyti á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir tveimur grunnskólum í fullbyggðu hverfi og þremur leikskól- um. En það var fyrir fimm árum sem Kristján Þór Júlíusson þáverandi bæj- arstjóri tók sér skóflu í hönd og stakk upp fyrstu torfuna að íbúðabyggðinni og þar með fór skriðan af stað. Iíúsið sent fyrst reis í hverfinu stendur við Stekkjartún 23. Svæðið dugar til 2018 Gert er ráð fyrir að Naustahverfi byggist upp á 15 árunt og það íbúa- fjöldinn verði á bilinu 6-8 þúsund manns í tvö til þrjú þúsund íbúðum. Nú eru að hefjast frantkvæmdir við þriðja áfanga hverfisins, það er sunn- an Naustabæjanna, en hverfið nær yfir umtalsvert stórt svæði, allt suður af Eyrarlandsholti og að Kjarnaskógi. Samkvæmt aðalskipulagi Akureyrar- bæjar er gert ráð fyrir að svæðið sem til umráða er í Naustahverfi dugi til ársins 2018. Kristján Þórjúltusson tók skóflustangu að fyrsta tbúðarhúsinu i Naustahverfi fyrir réttum fimm árum, um miðjan maí 2003. Myndin var tekin við það tækifieri en húsið stendur við Stekkjartún 23 og íbúamir eru þau Anna María Guðmann, Adam Traustason, bórnin Trausti Lúkas og Þórey Lísa og með þeim er bæjarstjórinn þáverandi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.