Faxi

Årgang

Faxi - 21.12.1940, Side 3

Faxi - 21.12.1940, Side 3
F A X I 3 vegi með ad hljóta þá viðurkenn- ingu, er það verðekuldar, ag víða er svo komið, að þeir ungl- ingar eru færri, sem ekki kunna sundtökin. Iþróttir eru orðnar skyldunámsgrein í flestum skól- um landsins. Iþróttakennsla er hafin við alla barnaskóla á land- inu, þar sem annars eru nokk- ur tök á sJíku, og húsnæðisskort- iir eða annað' verra er ekki í fyrirrúmi. 1 Keflavík, sem hefir nægan íbúafjölda til þess að geta talist kaupstaður, er nú sem stendur ekkert íþróttalíf. Hversvegna ekki? Að minni hyggju er það mesti misskilningur, að Keflavík hafi þá sérstöðu með atvinnulíf og annað þess háttar, að þeirra or- saka vegna hafi æskulýður kauptúnsirxs ekkert tækifæri til að sinna íþróttum. Væri leik- fimikennsla hér, færi hún fram ao kvöldinu, eftir venjulegan vinnutíma. Þrátt fyrir öfluga ejósókn og mikið annríki full- tíða karlmanna hér í Keflavík, þá væri sumum Ireirra kleift at- vinnunnar vegna að stunda í- þróttir fyrri hluta vetrar, a. m. k. þegar landlegur eru. Þó yrði það stopult. En hér er fjöldi manns, bæði konur og karlar, er aldrei kem- ur á sjó, en hefir sinn reglulega vinnutíma í landi. Einmitt þessu Jólki er enn brýnni þörf á í- þróttaiðkunum en þeim, er sjó- inn sækja. Gæti það hæglega varið 2—3 kvöldstundum í viku til þeirra hluta. Ef einhver skyldi efast um, að ég fari hér með rétt mál, hér sé ekkert af ungu fólki sem eigi frístundir, þá vil ég aðeins benda á fólk það, er fyllir kvikmyndahúsið tvisvar í viku, og gerir það fært að halda dansléiki tvö kvöld í röð. Þá er hér, sem nærri má geta, í svo mannmörgum stað, fjöldi unglinga um, og yfir fermingu, er ekkert visst hafa fyrir stafm að vetrinum, allt fram að vertíö, má fullyrða. Loks eru hér í Keflavík um 200 börn á skóla- aldri. Ekki eru þau bundin við sjcsókn eða annað starf, þau eru .beinlínis í skólanum til þess að búa sig undir lífið. Væri mjög nauðsynlegt að láta þau njóta einhverrar leikfimikennslu. Er það þá ekki húsna ðið, sem, vantar? Húsin eru tvö, auðsjá- anlega smíðuð með hliðsjón af því, að þar gæti farið fram kennsla í fimleikum, því baó- klefar eru í báðum. Þessi hús eru notuð til annara hluta, nú sem stendur. Það segja fróðir menn, að hér hafi verið íþrótta- kennsJa fyrir 2 árum, en svo hafi hún lagzt niður. Að öllu þessu athuguðu vakn- ar þá spurningin: Hversvegna er ekkert íþróttalíf í Keflavík? Hér vantar ekki unga fóikið, til að stunda íþróttirnar, og húsin bíða tvö, cðru fylgja nauðsynleg- ustu leikfimiáhöld. Hér gætu piltar stundað knattspyrnu úti og stúlkur handknattleik. Auk leikfimi mætti æfa hlaup, stökk og glímu hér sem í öðrum stærri stöðum þessa lands. 1 Kefiavík vantar íþróttafé- lag, skipað áhugasömum mönn- um með skilning á því, hvers vegna ber að leggja stund á í- þróttir. Félag þetta hefði íþróttakenn- ara á vegum sínum, og efndi til iþróttasýninga fyrir almenning. Hér sem annarsstaðar þurfa iimleikar að verða föst náms- grein í barnaskólanum. Með því móti er það tryggt, að íþróttirnar nái til allra, og þó ekki sé nema þenna stutta tíma æfinnar, þá er það betra en ekki. Má þá einnig- vænta þess, að hjá einhverjum hluta barnanna takist að glæða áhuga fyrir lík- amsrækt sinni, og þau leggja ekki árar í bát að afloknu fulln- aðarprófi. Þó árangurinn af hinni litlu leikfimitilsögn í barnaskólanum væri ekki annar en sá, að vekja áhuga fyrir og opna augu barns- ins fyrir gildi íþróttanna, til gagns og ánægju fyrir það sjálft og framtíð þess, þá væri mikiö unnið. Er gott til þess að vita, að þrátt fyrir annmarkana á því fyrir barnaskólann í Keflavík, að halda uppi leikfimikennslu, þar sem skólann vantar Ieikfimi- hús, þá mun nú í ráði að hefja kennslu í þessari grein með nýja árinu. Hafa samningar tekizt við Ungmennafélagið um húsnæðið. Að vísu er nokkuð liðið vetr- ar, en þetta er ánægjuleg vís- bending í þá átt, að leikfimin verði gerð að fastri námsgrein við skólann. Páll S. Páimson. Ávq rp. Frh. af 1. síðu. ir sem fuUtrúar stjórnmáhfk>kk- onna þriggja, Alþýðu-, Frarn- sóknar- og Sálfstœðisfiokksins. Blaðið verðmr því ópólitískt, þ. e. a. s. heldw ekki upp málssókn eða málsvörn eins ákveðins stjórmálaflokks. Fyrst um sinn mwn það koma út þegar efni er fyrir hendi, en þegar stundir líða, með jöfnu millibili, t. d. hálfsmánaðarlega. — Það skal og tekið fram, að kostnaður vió útgáfu þessa blaðs (pappír og prentun) er mjög mikill. Verð- ur því að hafa verð þess nokk- uð liátt, tii þess að standast kostnaðinn. Um gróðafyrirtœki er því ekki að rœöa. Að öilu athuguðu vœnta út- gefendurnir þess, að menn telji það ekki ófyrirsynju, að blað þetta leggwr nú l'eið sina um SuSðurnes. Þeir vœnta þess og, að menn styðji það með því, að senda þvi snjallar greinar um áhugamál sín, og kaupi það' al- mennt. Bregðist þessar vonir ekki, er fnamtið blaðsins tryggð, og um 'leið hitt, að það beri til- œtlaðan árangur. V. G. VERSLUN E. Ö. ÁSBERG. óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýjárs, og þakkar viðskiptin á liðna árinu. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.