Faxi


Faxi - 01.01.1942, Blaðsíða 1

Faxi - 01.01.1942, Blaðsíða 1
FAXI II. ár. 1. tölubl. Útgefandi: Málfundafél. Faxi, Keflavík Janúar 1942 Kosning til hreppsnefndar í Keflavík Blaðið sneri sér til hinna þriggja lista, er fram hafa komið og birtir eru á öðrum stað hér í blaðinu, og bauð þeim að skýra að nokkru fyrir lesendum viðhorf sitt til eftirfarandi spurningar: Hvaða málefni varðandi hreppsfélagið teljið þér brýnustu nauðsyn beri til að leysa á komandi kjörtímabili, og á hvern hátt? Greinar bárust frá A-lista og C-lista. B-listinn hafnaði boðinu. Að hálfu A-listans skrifar Ragnar Guðleifsson, deildarstjóri, efsti maður listans, — og að hálfu C-listans Sverrir Júlíusson, framkvæmd- arstjóri, þriðji maður á þeim lista. GREIN RAGNARS GUÐLEIFSSONAR: Ritstjóri Faxa heíir í'arið þess á leit við mig, að ég gerði grein íyrir afstöðu okkar, er stönd- um að A-listanum til hrepps- mála hér í Keflavík — eða eins og hann orðar það: Hvaða mál- efni varðandi hreppsfélagið telj- ið þér brýriustu nauðsyn beri til að leysa á komandi kjörtímabili og á hvern hátt. Það er mjög erfitt í stuttri blaðagrcin að gera glögga grein fyrir málum þeim, sem bíða úr- iausnar hjá hreþþsnéfnd Kefla- víkur níí á nálægum tímum, þó vil ég í cftirfarandi línum minnast á nokkur þau helztu, sem við teljum mest aðkallandi og reyna í fáum orðúrn að lýsa afstöðu okkar til þéirra og hveimig við teljurn lausn þeirra heppilegasta. Hafnarmál. Tvær eru þær orsakir er valda því, að lífsafkoma þeirra er hér bíia byggist á þeim verðniætum, sem hugaðir og hraustir sjó- menn sækja í greipar Ægis. Onnur er sú, að land allt hér umhverfis er hrjóstrugt og því ekki cins vel fallið til ræktun- ar, sem víða annarsstaðar. Hin er sú að skammt undan eru ein- hver auðugustu fiskimið í heimi. Til þess nú, að hin erfiðu störf sjómannanna beri sem beztan árangur þurfa skipin aÖ vera trausl og búin þeim tækjum sem tryggja öryggi sjó- mannsins eftir því, sem hægt er. Og ég held að Keflvíkingar slandi hér einmitt mjög fram- arlega borið saman við aðra landsmenn. Þíi er liitt eklvi síður mikiis vert til þess að tryggja lífsör- yggi sjómannanna, auka starfs- getu þeirra og afköst, að þeir eigi örugga höfn í að venda að lokinni érfiðri sjóferð. En á því Héfur vcrið mjög mikill mis- brestur og þar pólír Keflavík engan samanliurð. En þarf svo að verða til lengdar? Því vilj- um við hiklaust svara neitandi. Ég hef áður hér í blaðinu lýst gangi þcssara mála þar til Keflavíkurhreppur keypli hafn- arinannvirkin við Vatnsnes. Eg hef einnig lýst afslöðu minni til þessara mála og hversvegna ég taldi nauðsynlegt, að hrepp- urinn eignaðist þau. Nú vil ég í fáum orðum skýra frá því, sem gerzt hefur síðan og hvað við álíturh að gera þurfi. Eftir að hreppurinn hafði keypt mannvirkin var þcgar hafizt handa að lagfæra hafn- argarðinn og fullgera veg að nýrri bryggju, sem hreppurinn lét byggja sumarið 1940. Einn- ig var stórgrýti hreinsað frá bryggjunum l)áðum. Það sem liefur verið gert eru aðeins end- urbætur til þess að gera það not- hæft, sem fyrir var. Það sem næst þarf að gera til þess að auka notagildi mannvirkjanna og tryggja öryggi sjómannanna, er að lengja hafnargarðinn en breyta um leið stefnu hans til austurs. Samhliða þcssu þarf aö fjölga brýggjuin fyrir innan og skipuleggja landið umhvcrfis höfnina. Þess eru víst fá dæmi í víðri veröld, að hafskipabryggjur séu utan hafnargarða eins og hér ;'i scr stað. Ýmsir mcnn hafa því bcnt á og það með réttu að æskilegast yæri að byggja hafn- argarð fyrir utan hafskipa- bryggjuna. En eftir þeim upp- lýsinfíum, sem við höfurn feng- ið hingað til frá sérfróðum L

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.