Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1942, Qupperneq 1

Faxi - 01.01.1942, Qupperneq 1
II. ár. 1. tölubl. ★ Útgefandi: Málfundafél. Faxi, Keflavík ★ Janúar 1942 Kosning til hreppsnefndar í Keflavík Blaðið sneri sér til liinna þriggja lista, er fram liafa komið og hirtir eru á öðrum stað hér í blaðiuu, og bauð þeim að skýra að nokkru fyrir lesendum viðhorf sitt til eftirfarandi spurningar: Hvaða málefni varðandi hreppsfélagið teljið þér brýnustu nauðsyn beri til að leysa á komandi kjörtímabili, og á hvern hátt? Greinar hárust frá A-lista og C-lista. B-listinn hafnaði boðinu. Að hálfu A-listans skrifar Ragnar Guðleifsson, deildarstjóri, efsti maður listans, — og að hálfu C-listans Sverrir Júlíusson, framkvæmd- arstjóri, þriðji maður á þeirn lista. GREIN RAGNARS GUÐLEIFSSONAR: Ritstjðri Faxa heí'ir farið þess á leit við mig, að ég gerði grein fyrir afstöðu okkar, er stönd- um að A-listanum til hrepps- mála hér í Keflavík — eða eins og hann orðar það: Hvaða mál- efni varðandi hreppsfélagið telj- ið þér hrýnustu nauðsyn beri lil að leysa á komandi kjörtímabili og á hvern hátt. Það er mjög erfitt í stuttri blaðagrein að gera glögga grein fyrir málum þeim, sem bíða úr- lausnar hjá hreppsnefnd Kefla- víkur nú á nálægum tímum, þó vil ég í eftirfarandi línum minnast á nokkur þau lielztu, sem við teljum mest aðkallandi og reyna í fáum orðmn að lýsa afstöðu okkar til þeirra og hvernig við teljum lausn þcirra heppilegasta. Hafnarmál. Tvær eru þær orsakir er valda því, að lífsafkoma þeirra cr hér húa byggist á þeim verðmætum, sem hugaðir og hraustir sjó- menn sækja f greipar Ægis. Onnur er sú, að land allt hér umhverfis er hrjóstrugt og því ekki cins vel fallið til ræktun- ar, sem víða annarsstaðar. Hin er sú að skammt undan eru ein- hver auðugustu fiskimið í lieimi. Til þess nú, að hin erfiðu störf sjómannanna beri sem beztan árangur þurfa skipin að vera traust og húin þeim tækjum sem tryggja öryggi sjó- mannsins eftir því, sem hægt er. Og ég hcld að Keflvíkingar standi hér einmitt mjög fram- arlega borið saman við aðra landsmenn. Þá cr hitt ekki síður mikiis vert til þess að tryggja lífsör- yggi sjómannanna, auka starfs- getu þeirra og afköst, að þeir eigi örugga liöfn í að venda að lokinni erfiðri sjóferð. En á því hefur verið mjög mikill mis- íirestur og þar þolir Keflavík engan samanburð. En þarf svo að verða til lengdar? Því vilj- um við hiklaust svara neitandi. Ég hef áður hér í blaðinu lýst gangi þessara mála þar til Keflavíkurhreppur keypti hafn- armannvirkin við Vatnsnes. Eg lief einnig lýst afstöðu minni til þessara mála og hversvegna ég taldi nauðsynlegt, að hrepp- urinn eignaðist þau. Nú vil ég í fáum orðum skýra frá því, sem gerzt hefur síðan og hvað við álítum að gera þurfi. Eftir að hreppurinn hai’ði keypt mannvirkin var þegar hafizt handa að iagfæra hafn- argarðinn og fullgera veg að nýrri bryggju, sem hreppurinn lét byggja sumarið 1940. Einn- ig var stórgrýti hreinsað frá bryggjunum báðum. Það sem hefur verið gcrt eru aðeins end- urbætur til þess að gera það not- hæft, sem fyrir var. Það sem næst þarf að gera til þess að aulta notagildi mannvirkjanna og tryggja öryggi sjómannanna, er að lengja hafnargarðinn en hreyta um leið stefnu hans til austurs. Samhliða þessu þarf að fjölga bryggjum fyrir innan og skipuleggja landið umhverfis höfnina. Þess eru víst l'á dæmi í víðri vercild, að hafskipahryggjur séu utan hafnargarða eins og hér á sér stað. Ýmsir menn hafa því bcnt á og það með réttu að æskilegast væri að hyggja hafn- argarð fyrir utan hafskipa- bryggjuna. En eftir þeim upp- lýsingum, sem við höfum feng- ið hingað til frá sérfróðura

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.